Reykjavík


Reykjavík - 24.05.1913, Blaðsíða 2

Reykjavík - 24.05.1913, Blaðsíða 2
84 REYKJAVIK Bjarni Björnsson. Iugimundnr hefir tal af honum. Hinn þjóðfrægi (en því ekki annars ein* vel negja heimsfrægi — þó það sé hálfu ári of snemt) leikari Bjarni Björnsson, er fyrir skemstu kominn aftur til bæjarins eftir að hafa brugðið sór i ferðalag umhverfis landið, svo einnig aðrir en Reykjavikurbúar mættu verða þess aðnjótandi að kynnast hinni hugðnæmu list hans. Vér rákumst á hann inni i hinu nýja prýðis útbúna og vistlega kaffihúsi hr. Þór. B. Guðmundssonar. Hann sat þar með „Mörk“ fyrir framan sig, og horfði á Þórarinn B. spila „billiard11 við einn gentleman bæjarins. „Velkomnir aftur — herra leikari, vel- komnir aftur. Dálitið viðtal í blaðið með yðar leyfi--------fréttir-----“ „. . . . fréttir?“ . . . sagði sá þjóðfrægi og hniklaði brýrnar. „Af siálfum yður. Einungis Bjálfum yður — auðvitað11. Bryrnar komust i samt lag. „Með ánægju herra minn, með ánægju . . .“ „Þér þekkið Vestmannaeyjar. Indælt fólk — sjö kvöld í rennu------altaf fult hús -----kallaður fram hvað eftir annað og lófaklapp svo húsið ætlaði að hrynja. Á- skorun frá 67 kjósendum að bjóða mig næst fram til þlngs þar og ávarp frá jafn- mörgum konum, giftum og ógiftum, með þakklæti fyrir hina óviðjafnanlegu nautn, sem þær hefðu haft af list minni og með bón um að setjast að i Eyjunum. Uppbúið svefnherbergi með útskornu rúmi — engla- höfuð með vængjum umhverfis, herra minn og svífandi „amórínur11 — hvítmáluðu þvotta- borði, dýrindis speglum o. fl., beið mín ef ég vildi verða. Það var rétt eins og ég væri orðinn prestur og nýbúinn að fá brauð i Ameriku. Hrærður inn að instu rótum hjarta míns sagði ég nei. Ég v a r ð að fara. A ð r i r landar minir áttu einnig til- kall til mín og listar minnar. En ógleyman- legir verða mér æ dagarnir, sem ég dvaldi meðal þessara listelsku mótorista og koína- manna-------—“ Hinn frægi leikari horfði fram fyrir sig með þessum dreymandi yndisþokka, sem hefir orðið svo hættulegur hinum ungu meyjum þessa lands. Það varð þögn í stofunni. Þórarinn B. drap niður „kjöðanum“ og hin unga laglega stúlka, sem bar gestum hressingar, horfðí hugfangin á leikarann. En snögglega hristi hann þetta af sér, og hélt áfram máli sínu. Þórarinn B. gerði „Carólínu" og stúlkan hvarf. „Vitið þér hvað var fyrsta verk manna þar sem ég kom? Nei — þér vitið það auðvitað ekki. Fyrsta verkið var að koma tll mln með tvo, þrjá helztu mennina á hverjum stað til þess að láta mig æfa mig á þeim. Þér skiljið. Svo ég gæti „tekið“ þá. Hermt eftir þeim — you know. Ég settist bara og lét þá svo „marséra“ fyrir framan mig, tala og gretta sig og hafa fyrir mér alla kæki sína og yfir höfuð alt, sem með nokkru móti gat hugsast að væri hægt að hlæja að þeim fyrir. Eftir fimm mínút- ur k u n n i ég þá. Utanbókar herra minn — utanbókar.-----Ég hefi nú fimm sýslu- menn, fjórtán presta og sautján hreppstjóra, sem ég tek alla eins og ekkert------eins og drekka úr glasinu því arna---------“. B. B. tók bjórglasið við hliðina á sér og teigaði það til botns. Svo slengdi hann fyrirmannlega hendinni og hélt áfram. „Það er enginn á landinu, enginn i heim- inum, sem kemst þangað i þcssari list moð tærnar, sem ég hefi hælana — ég hefi eiginlega skapað hana. Ég Bjarni Björns- son. Ekki a p a ð hana — munið það, herra minn. „Komuð þér viðar? Á Akureyri t. d. ?“ „Auðvitað. Mjög gott vit á hinni sönnu list — Akureyrarbúar., Mjög gott. Annars reyndi nú einn náungi þar að „taka“ mig, Mig — hugsið þér yður. Hann auglýsti það með feitu letri í blöðunum og á öllum götuhornum, leigði dýran sal, grammófón og kvenmann til að selja bilætin, Seldi ekki eitt einaBta og gaf sig upp á kontórnum daginn eftir“. Sá þjóðfrægi glotti. „Ég lék þar nokkur kvöld og söng vís- urnar. Þeim féll „Nikkólína“ bezt i geð þarna fyrir norðan. En þar leggið þér líka einna dýpst---------það er ekki allra að skilja þá vísu, herra minn--------það er ekki meðfæri annara en þeirra, sem sjálfir hafa neista af eldinum helga. En hún var heldur ekki gefin, herra minn. Tíkall er ekkert smáfé fyrir andans-afurðir á þessu landi — hr. Ingimundur". Ég hneygði mig samsinnandi. „Hvað liggur svo næst fyrir yður. Amerika kanske ?“ „Films . . . kvikmyndaleikum . . . hefi ég nú í hyggju að helga krafta mína. Ég hefi gert samning við Stóra Norræna Filmsfélagið og verð í þjónustu þess eitt ár . . .“ „Ég skal leyfa mér að láta yður vita, hr. kandídat“, mælti Þórarinn B., „að hlutabréf nefnds félags voru áður „nóteruð11 á kaup- mannasamkundunni hér á 142. Eftir að það er orðið uppskátt að hr. Bjami Bjömsson hefir tekið að sér að leika i þjónustu félags- ins er nafnverð hlutabréfanna orðið 222. Stórkostleg hækkun, herra kandídat. Gerið svo vel að líta á töfluna þarna — þér munuð sjá að hún er eins dæmi hér. Ég hefi nokkur hundruð hlutabréf til sölu — þér óskið ef til vill að setja peninga yðar á vöxtu í félaginu, herra minn. Mér er á- nægja að láta yður setja fyrir . . .“ „Ekki sem stenkur“ anzaði ég og leit á B. B. Hann var farinn að einblína á mig, láta eins og hann lagaði gleraugu á nefi sér, sneri upp á yfirskegg, sem hann alls ekkert hafði, og leit spekingslega út. Ég stóð upp sem fljótast — hann var sjáanlega farinn að æfa sig á mér. Og það — fari í golgrænan sjó — líð ég ekki fremur en hinir. Leikhúsið. Þar var sýnt á Sunnudaginn var „Dan mystiske Arv“ eftir Emmu Gad. Leikritið er skemtilega skrifað og fer vel á leiksviði. Það var leikið létt og fjörugt og kom áhorfendum í gott skap- Falkenhertz ofursta lék Olaf Petersen. í byrjun leíksins var hann góður, en er á leið varð leikur hans fremur til- breytingaiítill og var skapbreytingun- um helzt áfátt. Hann hefði og mátt taka mýkra á hlutverkinu. Ungfrú Carla Muller lék frúna mæta vel og var falleg eins og henni er ætlað að vera. Dætur þeirra, Yilhelminu og Bertu léku þær ungfr. Carla Nielsen og frú Petersen. Fyrra hlutverkið er skemtilegt og má mikið úr því gjöra, en ýmislegt mátti betur fara hjá ung- frúnni, þótt yfirleitt léki hún vel. Síðara hlutverkið var aftur á móti á* gætlega leikið. Carl Lundbeck lék Nærum kennara. Hann sýndt. fyrir- taks-vel kennarann, sem fer í tímann með brauðið sitt í vasanum, og má ekki vita til þess, að aðrir hafi meira úr að spila en hann, en reynir þó að dylja öfundina með lýðskóla-orðagjálfri. Að loknum leiknum var leikendum þakkað með lófaklappi og þeir kallaðir fram hvað eftir annað. Þessi leikur verður sýndur aftur í kvöld og ættu allir, sem vilja fá sér góða skemtun og hressandi hlátur, að sitja sig ekki úr færi um að sjá hann. Á þriðjudagskvöld og miðvikudags- kvöld var Oliver Twist eftir Paul Sarauw leikinn, en leikrit þetta er tekið úr hinni frægu sögu Charles Dickens. Þar koma fram allar helztu Fatefni, margar tegundir, í einn klæðnað af hverri gerð, best og ódýrust. Sturla Jónsson. persónur sögunnar og voru sumar hverjar mæta vel leiknar. Var það hin bezta skemtun. €rlcní símskeyti. K.höfn, 21. Maí 1913. Kosningar til fólksþingsins. Kosnir voru í gær (20. Maí) til fólks- þingsins danska 43 vinstrimenn, 32 jafnaðarmenn, 31 gerbótamenn og 7 hægrimenn. ____________ [Kosningarnar snerust aðallega um frv. það til breytingar á grundvallar- lögum Dana er stjórnin bar fram í haust, en svæft var í Landsþinginu af hægrimönnum. Er þessi kosning mik- ill sigur fyrir þá flokka sein breyting- unum vildu koma á. Hægrimönnum hefir fækkað um nær helming í Fólks- þinginu, voru áður 13. Gerbótamenn hafa unnið flest sæti, voru áður 20, og jafnaðarmenn 8 kjördæmi. Stjórnin hefir mist 14 kjördæmi. Er nú svo komið, að gerbótamenn og jafnaðarmenn eru í meirihluta í þinginu, eg er því ekki ólíklegt að þeir taki við völdum í sameininguj. ooooooooooooooo 0 n í r 0 alls konar er lang-ódýrastur í 0 o Skóverzlun Jóns Stefánssonar o Laugaveg 14. 0 Vatnsstígvél (hnéhá) seljast á Kr. 16,75. Allar viðgerðir fljótt og vel gerðar. 500000000000001 Aðalfundur Búnaðarfélags íslands var haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík 17. maí 1913. Forseti las upp reikning félagsins 1912, ásamt efnahagsyfirliti, og skýrði frá starfsemi þess, en vísaði um sumt til skýrslna í Búnaðarritinu. Jarðrœktarfyrirtœki, sem félagið styrkti árið sem leið, voru þessi helzt: Til girðinga var veittur 2661 kr. styrkur. Langstærsta girðingin var afréttargirðing Flóamanna og Skeiða- manna, á 4. mílu, en sumar aðrar eru llka allstórar, á 2. mílu. Árið var mikið girðinga-ár. Þó verður þetta ár það varla síður. Líkur eru til, að Ræktunarsjóðslán til jarða- bóta verði þetta ár frekar 50 þús. kr., og meginið af því til girðinga. Til áveitunnar á Miklavatnsmýri voru árið sem leið greiddar 1377 ^r. upp f lofaðan styrk. Því verki var að mestu lokið á árinu, eða réttara sagt, þeim hluta þess, sem til stend- ur að vinna í bráðina, og var vatn- inu úr Þjórsá hleypt í skurðina í fyrsta sinn fyrra miðvikudag. Frá verkinu, sem búið er að vinna, er sagt nokkuð í skýrslu Sig. búfr. Sig- urðssonar í Búnaðarritinu. Kostnað- urinn við það er ekki orðinn nema hér um bil helmingur þess, sem áætl- að var. Er það ekki að litlu leyti því að þakka, að gröfturinn fékst fyrir 33 au. rúmstikan, í stað áætl- æðra 45 aura, en að mestu leyti þó af því, að frestað er um sinn að gera sumt af skurðunum, sem ráðgerðir höfðu verið. — Það fór eins og við var búist, að ef tækist að gera áveitu þessa að mun ódýrari en áætlað halði verið, mundi hugurinn vaxa til stærri áveitufyrirtækja. Nú hafa Flóa- menn óskað nýrra mælinga fyrir Flóaáveitu með nokkuð annari til- högun, eftir tillögu Sig. búfr., og Skeiðamenn mælinga fyrir áveitu úr Þjórsá. Þykir nú Reykjasandurinn ekki þurfa lengur að vera því fyrir- tæki til tálmunar, þar sem góðar horfur eru á því, að takast muni að hefta það sandfok. Búnaðarfélagið hefir nú ráðið Sigurð kennara Thor- oddsen til mælinga á Skeiðunum i sumar. Og Flóamælingin er vonast til að framkvæmd verði sumarið 1914, ef félagið fær til þess fjárveitingu þá, sem um hefir verið beðið. Til annara vatnsveitinga var veitt- ur 446 kr. styrkur, og til fyrir- hleðslu til varnar vatnságangi 400 kr. Til plœgingarkenslu og félags- plæginga með kenslu var varið 530 kr, Votheysgerðartilraunir voru enn gerðar nokkrar, þó færri en til stóð vegna þess, að ekki skorti þerrinn f fyrra sumar. Sumir þeir, er samið hafði verið við um tilraunirnar, hafa nú gert þa:r í 4 ár. Er þá í ráði að fá tilraunir gerðar annarstaðar, á Austurlandi og f Snæfellsness- og Stranda-sýslum, ef menn fást til þess á þeim stöðum, þar sem þörfin er mest fyrir þá heyverkun. Tilraun- irnar hafa alstaðar heppnast vel. Efnarannsbknir. Til þeirra var varið 180 kr., þar af 75 kr. til reynslu á húsgerðarefnum. Er þeim rannsóknum Ásgeirs efnafræðings Torfasonar nú lokið og skýrsla hans birt í Búnaðarritinu. Hitt voru mest fóðurefnarannsóknir f sambandi við fóðrunartilraunir á Hvanneyri. Þetta ár verður meira gert að efna- rannsóknum. Er byrjuð rækileg rannsókn á áburðarmagni og áburð- argæðum undan kúm, og hefir áður verið minst á það í blaði (H. V. skólastjóri, í ísafold). Félaginu hafa borist fyrirspurnir um hvernig reyna megi gaddavír, út af því að tvfmæli hafa leikið á gæðum nokkurs af vír þeim, sem flutst heflr til landsins síðustu árin.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.