Reykjavík


Reykjavík - 09.08.1913, Side 1

Reykjavík - 09.08.1913, Side 1
IRe^kJ aví ft. Laugardag 9. A^úst 1913 XIV., 33 Bitstj. Kr. Linnet Laugaveg 37. Heima kl. 7—8 siðd. Feluleikurinn. Brot úr íslenzkri stjórnmálasögu. Eftir próf. Lárus H. Bjarnason. 22. apr. 1912 vitnaðist það, að 1 eintak af leynisamningnum væri kom- ið í hendur hr. Oísla Sveinssonar og er mér persónulega kunnugt um, að fregn sú sló miklum felmtri á bræð- inga. Daginn eftir hitti hr. H. H. mig á heimili mínu og stakk eg þá upp á því við hann, að leynisamning- urinn væri ónýttur en 2 menn, sinn af hvorum flokki, gerðir á fund kon- ungs til þess að ganga úr skugga um hvers vænta mætti þaðan. Skyldu grið sett um sambandsmálið á meðan og síðan leitað undirtekta beggja flokka um málið. Hr. H. H. þóttist ekki sjálfur geta barist fyrir þessu, en stakk upp á því, að við hr. Einar Hjörleifs- son ættum tal um þetta, enda lofaði ég að taka við hr. E. H. í þvi skyni. Við hr. H. H. höfðum átt tal sam- an kl. 10 um morguninn 23. apr. Samdægurs um kl. 121/* e. h. kom hr. Einar Hjörleifsson til mín. Talið barst fyrst að því, að leynisamningur- inn væri kominn í „ómildra" hendur og að búast mætti við, að samningur- inn yrði birtur almenningi von bráðar. Hr. E. Hj. kvað „líf liggja við“, að samningurinn yrði ekki birtur, og varð það að ráði, að ég reyndi að fá mann, sem vel er kunnugur hvorum okkar hr. G. Sv. um sig, til þess að tala svo um fyri^hr. G. Sv., að hann birti ekki samninginn. Ég bar upp fyrir hr. E. Hj. sömu tillöguna og fyrir hr. H. H. um morguninn, og lagði sér- staklega áherzlu á það tvent, að ekk- ert mætti gera að ófrávíkjanlegu skil- yrði fyrir samtökum um málið að svo stöddu og að leynisamningurinn yrði að falla niður. Hr. E. Hj. tók heldur vel í sjálfa tillöguna, en hélt allfast á niðurlagi leynisamningsins, loforðinu um flokksrofin og stofnun nýja flokks- ins, sagðist hafa fengið sína menn til fylgdar með því einu. Ég sagði hon- um, að ekki lægi nein fullnaðartrygg- ing í slíkum skuldbindingum, gáfaðir menn „gætu“ smokkað af sér flestum böndum, og játti hr. E. Hj. því að nokkru leyti um leið og hann laut niður og sagði með mér minnisstæð- um svip: „Að vísu, en tdkmörk eru J>ó fyrir öllu“. Skildum við hr. E. Hj. svo með virktum eftir um 2 stunda samtal, enda lofaði hann að bera til- lögu mína undir samverkamenn sína, og skildist mér á honum sem búast mætti við sæmilegum árangri af þeim umleitunum, ef komið yrði í veg fyrir að leynisamningurinn yrði birtur. Stundu síðar hitti ég mann þann, er tala skyldi við hr. G. Sv. Hann tjáði mér, að hr. Skúli Thoroddsen mundi hafa komizt yfir leynisamning- inn, enda mundi hr. G. Sv. alls ekki fáanlegur til að fara leynt með samn- inginn. Samdægurs birtist leynisamningur- inn á prenti í „Þjóðviljanum" og „Yísi". Og féllu þá niður samkomu- lagstilraunirnar um tillögu mína, en ég skrifaði þá greinarkorn, er birtast átti í „Rvík“, en síðar var gefið út sérprentað og kallað „Nýju samtökin*. Nokkru síðar, eða 4. Maí, átti ég langt tal við hér ónefndan Heima- stjórnarblaðamann. Hann tjáði mér, að hann hefði alt af skilið svo Heima- stjórnarbræðingana, sem þeir væru að „draga ísafoldarmenn á eyrunum“ til að negla hana og hennar fylgismenn, en héldu öllum leiðum opnum fyrir sig. En áður hafði ég sannspurt það eftir hr. Einari Hjörleifssyni, sem nú kvað vera orðinn samverkamaður blaða- mannsins, og lengi hefir verið „hæzta ráð og kanselli" hr. H. H., að hr. E. H. forsvaraði leynisamninginn gagnvart sínum mönnum með því, að utan- ríkisráðherrann íslenzki í Kaupm.höfn, ætti að verða deilu atriði milli íslend- inga og Dana, og að nú væru Sjálf- stæðismenn vissir um að fá nýjar kosningar áður en langt um liði. Svona voru heilindin á háða hóga. í næsta flokki segi ég sögu alþingis- bræðingsins 1912, og síðan syng ég yfir „grútnum* sáluga. Ég tel það lífsnauðsynlegt, að kjós- endur og þjóðin í heild sinni fái að sjá og heyra, hve óhyggilega og óheilt hefir verið farið með landsins mesta mál. Vona, að sú saga færi mönnum enn einu sinni heim sanninn um það, að óvandað vopn bítur jafn- vel ekki fyrir góðu máli, sízt til lengdar. [Framh.]. Skattamáls-rxður Jóns Ólafssonar, (við 3. umr.) I. Herra forseti! — Af því að ég var einn i nefnd þeirri sem um frumvarp þetta fjallaði, og var þar í meiri hluta og studdi að því, að frumvörp þau sem hér liggja fyrir, fengju fylgi nefnd- arinnar, þá finn ég ástæðu til að lýsa afstöðu minni til málsins og gera grein fyrir atkvæðagreiðslu minni. Ástæður mínar til þess að styðja þessi frumvörp, eru tvenns konar, og skal ég nú nefna þær. Fyrst er það, að ég tel beina skatta, þegar þeir eru þolanlega sanngjarnlega á lagðir, réttlátari í, sjálfu sér heldur en óbeina skatta, eða tolla svo nefnda. Beinu skattarnir eru nefnilega miðaðir við eign manna eða tekjur, og standa þannig í meir eða minna réttu hlut- falli við gjaldmegnið. En tollarnir eru aftur lagðir jafnháir á vörutegundir, og koma því, að því er nauðsynjavör- ur snertir, eins háir á öreigann sem auðmanninn. Þeir eru ranglátasti á- lögu-vegur, sem til er. Þeir eru, ef mér leyfist að komast svo að orði, ekki annað en löghelgaður vasaþjóf- naður, — lögleyfðir fyrir landssjóð til þess að lauma hendinni í hvers manns vasa, hálfgert í laumi. Af þessari skoðun, sem ég hygg viðurkenda af ölium viðskiftafræðing- um í heimi, þeim er nokkurt nafn hafa. Játa skal ég það, að 1. þ. m. Reyk- víkinga hefir rétt fyrir sér í því, að skattar þessir komi harðara niður á bæði landbændur og menn við sjávar- síðu, heldur en núgildandi skattalög. Auðvitað! Úr því að tilgangurinn er að anka tekjur landssjóðs fram yfir það sem beinir skattar gefa nú af sér, þá hlýtur að koma hærra gjald á gjald- þegna. Hitt var gildara í athugasemd- um hans, er hann sýndi með rökum fram á, að hækkunin yrði mun meiri á mönn- um í kauptúnum og mönnum við sjávar- síðu yfir höfuð en á landbændum, og það væri misrétti. En þurfi að auka tekjur landssjóðs, þá svara ég því, að tollarnir fela þó í sér enn meira mis- rétti fyrir sjávarmenn, og því kýs ég heldur hækkun beinna skatta en tolla. Út af því sem háttv. 1. þ.m. Reyk- víkinga sagði, kom sú athugasemd frá háttv. 1. þ.m. Skagfirðinga, að rang- lega hefði verið farið með samanburð- inn, af því ekki hefði verið tekið tillit til skipa; en þau væru eins konar fasteign.* Það er mér alveg ný kenning, að skip sé fasteign. Ef háttv. þingmað- urinn kæmi inn í banka og ætlaði sér að fá veðdeildarlán út á skip sem fasteign, er ég hræddur um að hann yrði að bíða töluvert lengi eftir láninu. Ef þarf að auka tekjur landssjóðs, verð ég, eins og ég hefi gert í nefnd- inni, að hallast að frumvörpum þess- um, og þá óhreyttum, eins og þau komu úr nefndinni. Mig furðar á því, að tveir háttv. nefndarmenn úr meiri hluta nefndar- innar flytja nú breytingartill. (þskj. 206) gagnstæða því, sem þeir greiddu atkvæði með í nefndinni og ég með þeim. Það er alveg ný afstaða, sem þeir hafa tekið í þsssu máli. Ef þessi breyt- ingartillaga hefði komið fram í nefnd- inni, hefði ég gert ágreining. Það er fyrir mér eins og mörgum öðrum „princip-spursmál* að þessar jarðir séu ekki undanþegnar gjaldi. Ég get því ekki greitt atkvæði með breytingartill., og tæplega með frum- varpinu, verði hún samþykt. Annars er ég frumvarpinu fylgjandi eins og það liggur fyrir frá nefndinni, svo framarlega sem nauðsyn ber til að auka tekjur landssjóðs. Þá er á það að líta, hvort slík nauðsyn sé ekki fyrir hendi. Ég tók það skýrt og oft fiam í nefndinni, gagnvart minnihlutanum sérstaklega, að það sem knýði mig til að styðja frv. þessi, væri það, að ég í annari nefnd, bankanefnd, væri með að flytja annað frv., sem bakaði landssjóði 100 þús. kr. útgjöld næstu 20 árin; og vildi ég því með þessum frv. bæta landssjóði upp útgjöld, þau sem af hinu frumv. leiddi, ef það næði fram að ganga. í því var farið fram á að landssjóður greiddi lán, það sem tekið var handa Landsbankanum, með 100 XIV., 33 Drekkið *^HI Egilsmjöð og MaltextraKt frá innlendu ölgerðinni „yigli Skallagrimssyni". Ölið mælir með sér sjálft. Sími 390. þús. kr. á ári í 20 ár, en bankinn skyldi borga landssjóði vöxtu af lán- inu þessi ár. Ef tvö fyrstu frv. á dagskránni ná fram að ganga, mundu þau auka tekj- ur landssjóðs um 65 þús. kr. á ári. Og eftir frumkvæði mínu tók nefndin upp stimpilgjaldsfrumvarpið, sem mundi gefa landssjóði um 30 þús. kr. Með öðrum orðum: Öll þrjú frumv. mundu auka tekjur landssjóðs um 95 þús. kr. eða sem næst bæta upp útgjaldaauk- ann, 100 þús. kr. á ári til Landsbank- ans, næstu 20 árin. Þetta tók ég skýrt fram hér í deildinni undir um- ræðunum um bankafrv. og eins undir umræðu um stimpilgjaldsfrumvarpið. Þá taldi ég þeim frumv., sem hér er um að ræða, vel fylgjandi gegnum þingið og vel gert að koma þeim fram, svo að tekjuaukanum, sem af þeim mundi leiða, yrði varið til að bæta upp það fé, sem landssjóður legði Landsbankanum til. — Þessi var og er tilgangur minn með fylgi við frum- vörpin, en ekki hitt að demba á þjóð- ina 95 þús. kr. sköttum, ef landssjóð- ur þarf ekki nauðsynlega á fénu að halda. En úr sæti hæstv. ráðherra var lagst allfast á móti frv. um bankann, er það kom fram, og þegar stimpil- gjaldsfrumv. var til umræðu, var hæstv. ráðherra sjálfur viðstaddur og lagðist hann þá eigi síður fast á móti því, taldi hann þá hag landssjóðs svo góðan, að það frv. væri óþarft, lands- sjóður þarfnaðist ekki fjársins. Ég skora nú á kæsthv. ráðherra að segja, hvort hann vilji heita því að beitast fyrir það, að bankafrumvarpið komist í gegnum þingið. Yill hæstv. ráðherra og vill formað- ur stjórnarflokksins, sem hér á sæti í deildinni, sjá um, að það frumvarp komist í gegn um efri deild? Vona ég að báðir svari játandi, og mun ég þá greiða atkvæði með þessu frumvarpi. (Pétur Jónsson: Fæst ekki nema eitt atkvæði ?) Hver ræður sínu atkvæði. Það liggur í augum uppi, að ef á að drepa bankafrumvarpið, þá er horfin ástæða mín til að styðja frum- vörpin, því að mér virðist algjörlega lega ástæðulaust að kasta nýjum skött- um á þjóðina, þar sem þeirra er þá engin þörf. Youa ég að ég fái slíka yfirlýsingu, að ég geti með góðri samvizku stutt þetta mál með atkvæði mínu. II. Herra forseti! Ég skildi ekki vel orð hæstv. ráðherra, er hann í sam- bandi við ummæli mín fór að nefna „hrossakaup*. ‘Er mér óskiljanlegt, hvernig honum fór að detta slíkt í hug.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.