Reykjavík


Reykjavík - 09.08.1913, Page 2

Reykjavík - 09.08.1913, Page 2
128 REYKJAVlK Ég var að lýsa, hvernig á því hefði staðið, að ég hefði verið meðmæltur fasteignaskattsfrumvarpinu, og orðið til að taka upp frumvarp um stimpil- gjald. — Ég skýrði frá því, að ég vildi nota tekjuaukann, sem af þessum frv. fengist, til þess að bæta landssjóði upp fé það, er hann legði til Landsbankans. Ég álít nauðsynlegt fyrir Landsbank- • ann, að hann þurfl ekki að rýra veltu- fé sitt, og að sjálfsagt sé, að landið forði honum frá því. Hitt er auðvitað mál, að ef landssjóður þarf eigi tekna við, er ástæðulaust að vera að Jeggja þessa skatta á þjóðina. Og get ég ekki greitt atkvæði með því, fái ég ekki tryggingu fyrir, aö bankafrum- varpið nái fram að ganga. En ef hæstv. ráðherra er mikið um að gera, að þetta mál gangi fram, og standi það á mínu atkvæði, stendur sá vegur opinn fyrir honum, að taka það út af dagskrá nú, og fá því frestað unz trygður er framgaDgur banka- frumvarpsins. Nýr aðstoðar-ritstjóri við ,Lögréttu‘. Éað er mælt, að hr. Einar Hjör- leifsson skáld sé orðinn aðstoðar-ritstj. við „Lögréttu", að minsta kosti um sinn. Það er víst, að hann átti mik- inn þátt í síðasta blaði, ritar hann þar sjálfum sér líka grein um Lárus pró- fessor Bjarnason, og ritar undir hana „Skalla-Grímur". Greinin er sérstak- lega ætluð kjósendum í Reykjavíkur- kjördæmi, en því miður heflr hr. E. H. ekki verið mikill spámaður í því föður- landi til þessa. En sýnilega væntir hann þess að nafnið Skalla-Grímur verði þar veiðisælla en nafnið Einar Hjörleifsson. J. Ó. fána-frumvarpií. Nefndin klofnar. Nefndarálit meiri hlutans er þannig: Nefndin hefir því miður klofnað, þar sem hv. þm. N.-ísf. hefir tekið sig út úr og jafnframt óvænt afgreitt álit sitt til hv. deildar á undan meiri hlutanum. Meiri hlutinn er sammála flutnings- mönnum um það, að rétt sé að lög leiða íslenzkan sérfána, eða fána, er blakta megi i friði innan islenzks vald- svæðis Til hins ætlast meiri hlutinn aftur á móti ekki, að fáninn sé siglinga- eða verzlunarfáni landsins, telur það bæði ókleift og óþarft. Því er nauð- synlegt, að þess sé skýrt getið í frum- varpinu, til hvernig lagaðs fána er stofnað. Orðið ,sérfáni“ er í rauninni vel fallið til að lýsa tilgangi frum- varpsins, en það má gjöra jafn vel með öðrum orðum, svo sem með orðinu: „heimafáni" eða: „landsfáni". Meiri hlutinn hefir eftir atvikum hallast að orðinu: „landsfáni”. Hins vegar telur meiri hlutinn það nægja, að tilgangi frumvarpsins sé lýst á einum stað í frumvarpinu, og þá fremur í megin- máli þesa en í fyrirsön. Þá er meiri hluti nefndarinnar og flutningsmönnum sammála um það, að gerð fánans skifti lítt máli, en leggur þó til, að bláhvíti fáninn, sem notaður heflr verið hér á landi um nokkur ár, verði beint lögákveðinn. Er það hyggja vor, að hann hafl nú, ekki síst upp á síðkastið, eignast þau ítök í mönnum, að hann mundi verða vinsælastur og valinn, þó að samein- uðu alþingi væri ætlað, að ákveða gerð fánans. Þó viljum vér láta þess getið, að vér teljum rétt, að blái liturinn væri hafður dekkri, af því að hann er að miklum mun endingarbetri og að margra dómi fagurri. Samkvæmt framansögðu leyíum vér oss að ráða hv. deild til að samþykkja frumvarpið á þingskjali 35 með eftir- farandi BREYTINGUM: 1. Framan af orðinu „sérfána“ í fyrirsögn frv. falli atkvæðið „sér*. 2. Meginmál frumvarpsins skiftist í 2 greinir og hljóði svo: 1. gr. Hér á landi skal vera lög- gildur landsfáni. 2. gr. Fáninn skal vera blár með hvítum krossi þvert og endilangt og nemi breidd krossálmanna xfi hluta af breidd fánans. Bláu reitirnir nær stönginni skulu vera réttir ferhyrningar og þeir jafn- breiðir, en tvöfalt lengri þeir reitirnir, sem fjær eru stönginni. Að öðru leyti verður gerð grein fyrir skoðun meiri hlutans í íramsög- unni, eftir því sem umræður kunna að renna til. Alþingi, 7. ágúst 1913. Eggert Pálsson, L. H. Bjarnason, formaður. skrifari og framsm. Kristján Jónsson. Einar Jónsson. TiIIögur minni hlutans (Sk. Th.) eru þessar: Að frumvarpið verði fært í sama horfið, sem neðri deild alþingis árið 1911 samþykti, þ. e. að samþyktar verði svohljóðandi breyt.tillögur (sem bornar eru fram af Bj. frá Yogi, Sk. Th. og Ben. Sv.).: 1. Fyrirsögnin orðist svo: „Frumvarp til laga um íslenzkan fána*. 2. Fyrir framan frumvarpsgreinina bætist: „1. gr.“. 3. Frumvarpsgreinin orðist svo: „ís- land skal hafa sérstakan fána“. 4. Aftan við frumvarpið bætist: 2. gr. Fáni sá, er getur í 1. gr., skal vera blár með hvítum krossi, þvert og endilangt, og nemi breidd kross- álmanna einum sjöunda hluta af breidd fánans. Bláu reitirnir nær stönginni skulu vera réttir ferhyrningar, og þeir jafnbreiðir, en tvöfalt lengri, sem fjær eru stönginni. Opinberar stofnanir noti fána þenna tvíklofinn að framan um krossálmuna, er ganga skal fram í odda, en lengd fánans sé af því óskerð. 3. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin öll þau ákvæði i íslenzk- um lögum, er heimila íslenzkum skip- um að nota annan fána. Til vara leggur minni hl. (Sk. Th.) til, að gerðar verði við írumvarpið svofeldar breytingar: 1. að fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um íslenzkan fána. 2. að í stað frumvarpsgreinarinnar komi þrjár svolátandi greinar: 1. gr. ísland skal hafa sérstakan fána. 2. gr. Fáni sá, er getur í 1. gr., skal vera blár, með hvítum krossi, þvert og endilangt, og nemi breidd krossálmanna einum sjöunda hluta af breidd fánans. — Bláu reitirnir, nær 8tönginni, skulu vera réttir ferhyrn- ingar, og þeir jafn breiðir, en tvöfalt lengri, sem fjær eru stönginni. 3. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin öll þau ákvæði 1 íslenzk- um lögum, er heimila íslenzkum skip- um að nota annan fána. 3ngólfs-lotteríi8. Fyrlrspurn. Ingólfsnefndin góðfræga hefir loks látið til sín taka og af sér heyra. Hún hefir nú fengið bæjarfógeta Reykjavíkur til þess að auglýsa fyrir sína hönd að dregið verði um hið marg-umrædda hús Föstudaginn*) 2. Janúar n. k. Líklegast heflr nefndin fengið bæjar- fógetann til þess að birta þennan boð- skap, af því að hún hefir búizt við að almenningur mundi tregur á að trúa sér, ef hún auglýsti sjálf. Fyrir þessu var víst samt óþarfi að gera ráð, og leyfi ég mér því að snúa mér beint til hinnar háttvirtu nefndar með litla fyrirspurn. Hvað verður gert ef enginn kemur fram með seðil þann, er happið hlýtur að lokum ? Enginn allra minsti vafi leikur á því, að mikill fjöldi þeirra seðla, er menn í fyrndinni keyptu eru nú týndir eða eyðilagðir. Enda þótt menn í upphafi geymdu seðlana vel og vandlega, þá varð nú svo, að trú manna á dýrmæti þeirra fór þverrandi með ári hverju, og gerðu margir að fleygja þeim eða fóru með þá eins og tamt er að fara með aðra ónýta pappírssnepla. Margir seðlar eru því nú vafalaust huldir fjársjóðir, sem aldrei munu koma fram í dagsbirtuna. En hvernig fer nú ef t. d. nr. 2511 vinnur og enginn gefur sig fram sem handhafi þess ? Hver verður þá happdrættis-óska- barnið, hver hreppir slotið ? Nefndin ? ? ? Eða verður dregið aftur, og hve lengi eigum við þá að bíða. Er nokkuð kveðið á um þetta. Og ef svo er eigi, er þá ekki bezt að sjá um að það sé gert nú þegar, og möDn- um t. d. veittur 4 mánaða frestur til þess að sanna rétt sinn til hússins, en að dregið sé aftur undir eins og sá frestur er liðinn, ef engum hefir tekist það — og svona þangað til kemur að seðli, sem einhver er svo heppinn að hafa ekki týnt, eða fleygt í ofninn eða brúkað í einhverjar þarfir sínar. yfastan aj ?éraíi. [Niðurl.]. ----- Þá kem ég að því atriði í grein H. Þ., sem beint nær til mín. Hann „telur hann (mig) svo hygginn, að hann þykist fullviss um að liann (ég) hefði aldrei mœlt með, að nokkur maður í heiminum annar en hann (ég) fengi Spíruhraunið með öllu tilheyrandi keypt fyrir 500 kr. o. s. frv. Þó leitt sé að lækka í áliti hjá H. Þ., að því er hyggindi snertir — og ekki vaxa þau við það, að ég skuli nú um 20 ár hafa tekið ýmist mest- allan eða allan heyskap minn úr austurhluta Yallanessins, en tiltölulega bæði sjaldan og lítinn úr vesturhlut- anum, sem H. Þ. telur miklu fremri *) „Föstudagur til frægðar* — tefir þótt vel valinn. að aðvinslu og heygæðum — þá verð ég þó að játa, að hann fer hér villur vegar, og að ég er ekki svo hygginn, sem hann telur mig. Ég mundi sem sé hafa mælt með því, að Hallgrímur sjálfur, pða hver annar, fengi land- spildu þessa keypta eftir mati dóm- kvaddra manna, undir eiðsstaðfestingu, ef krafizt yrði — alveg á sama hátt og ég fékk hana — þó því að eins, að kaupbeiðandi hefði haft sama mark- mið fyrir augum, sem ég hafði, og væri líklegur til að framkvæma það : að gera landið að sérstæðu býli, með fyrirmyndar byggingum og fyrirmyndar jarðrækt.*) En það er aftur rétt til getið hjá H. Þ., að ég mundi ekki hafa mælt með sðlunni, hvorki til hans né ann- ara, ef kaupbeiðandi hefði ætlað því að vera óyrktu og ónotuðu, eftir sem áður, og að eins viljað „spekúlera* í að selja þar beit og slægjur við tæki- færi, sbr. aulann og tekjurnar hjá H. Þ. Við slíka sölu hefði ekkert verið unnið. En hitt, að taka óyrkt og lítt notuð lönd til yrkingar og gera úr þeim „bygð ból“, það eykur framleiðslu í landinu og ræktun landsins, og er, að mínu áliti, eitt hið allra þarfasta, sem gert verður á þessu landi. Og eg hefi á sínum stað og tíma, sett fram þá búnaðarmála-tillögu — þó eftir að ég hafði keypt land hér — að menn ættu að fá lítt- eða ónotuð lönd í þessu skyni ókeypis, og nefndi ég það „landnám*. Jafn-óþarft og skaðlegt landinu tel ég hitt, að leggja niður bygð á jörð- um, steypa saman, „hafa undir“ o. s. frv., og ónýta þannig, að meira eða minna Ieyti, bæði fé og tíma, sem áður hefir verið varið þeim til rækt- unar og uppbyggingar. Og það er trú mín, að þótt slík nýbýlislönd fengjust kauplaust, þá mundu þau verða, þegar þau væru húsuð og ræktuð, dýrustu jarðirnar, í hlutfalli við afrakstur. En hefði nú einhver viljað kaupa landspildu þessa með sama markmiði sem ég, en að eins ekki dottið það í hug, þá getur verið tækifæri til þess enn. Samkvæmt auglýsingu síðar hér í blaðinu getur hver, sem vill, átt kost á að fá hana keypta, fyrir sama verð, sem ég gaf fyrir hana, bygging- arnar á landinu annaðhvort fyrir sann- virði, eins og þær hafa kostað mig, eða eftir mati hæfra manna (bygg- ingameistara), og önnur mannvirki fyrir það, sem ég hefi kostað til þeirra; alt með aðgengilegum borgunarskil- málum. Að eins áskil ég, að um- sóknir um- kaup verði sendar í blaðið „Reykjavík", stýlaðar til mín, og að mér verði send þau eintök af blaðinu. Þessa aðferð feýs ég til þess, að eÍDnig það komizt til vitundar og dóms þjóðarinnar, hversu margir keppa um að fá 7300—14600 kr. virði fyrir að eins 500 kr. Og hinar þungu ásakanir kynnu máske að léttast eitthvað við það, að prestakallið er ekki útilokað frá kaupi, fremur en aðrir. Hér er þá opnaður vegur fyrir unga og tápmikla bændur eða bændaefni, til að vinna tvent í einu: sæta kosta- kaupum (eftir mati H. Þ.) og fram- kvæma hugsjón, sem fyrir mér hefir vakað, en sem mér vart gefst tími til að framkvæma til fulls, fyrir aldurs sakir. Enn fremur værí þá um leið *) Ég segi ekki að mér hafi tekist þetta, eða muni takast, en það rar tilgangur minn.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.