Reykjavík


Reykjavík - 16.08.1913, Blaðsíða 1

Reykjavík - 16.08.1913, Blaðsíða 1
1Re\>ftíavtk. Laugardag 16. Agúst 1013 ÁLAFOSS (klœðaverksmiðj an) kembir, spinnur og tvinnar ull, vefur, þæftr, lósker, litar, reytir, pressar og afdampar dúka fyrir almenning. Spyrjið um verð á afgreiðslu verksmiðjunnar Laugaveg nr. 32 Reykjavik. Talsími 404. XIV., 34 Ritstj. Kr. Linnet Laugaveg 37. Heima kl. 7—8 sífld. Listamenn. Við erum farnir að eiga því láni að fagna, að upp hjá oss renna ungir menn líklegir til að verða sér og landi sínu tll hins mesta sóma á því sviði, sem vér hingað til höfum staðið mjög aftarlega á, og lítið sem ekkert lagt af mörkum. Þaö sem hinar fögru listir eiga íslandi að þakka er ekki mikið. En eins og í mörgu öðru lif- um vér hér nú á endurfæðingartímum. Það sem skáldin og listamennirnir búa til, gefa þeir oss að mestu. Það verður fljótt alþjóðaeign. Og þess vegna er þeim oft þakkað furðu lítið, oftast þegið eins og söngur fuglanna, sem menn hlusta á með ánægju án þess að sinna sjálfum fuglunum neitt. Þeirra náttúra er að syngja, okkar að hlusta á. Við erum þeim jafn-nauðsyn- legir og þeir okkur — virðist hugsunar- hátturinn vera. Við dekrum heldur ekki mikið við skáldin og listamennina okkar. En ætli við vildum vera án þeirra og ljóðanna þeirra í orðum, tónum eða steini ? Ætli við vildum t. d. missa af lög- um þeirra þremenninganna séra Bjarna, Árna og Sigfúsar ? Eða af „Sólskríkj- unni“. Ætli þjóðin vildi ekki láta eitthvað af hendi rakna til þess að halda þessu, ef hún annars ætti að verða af því. Ég held að vér vildum það allir. Og hver eru svo launin þessara manna ? Ekki kann ég að svara því. En varla mun Jón Laxdal vera riddari vegna „Sólskríkjunnar". Nei — hér eru stjórnmálasprettir vísari vegur til slíks en sprettir á Pegasus .... Fjárlaganefnd alþingis er farið að of- bjóða skáldastyrkirnir. Eða ef til vill er hún sömu skoðunar og einhver Spánarkonungur var til forna: að skáldin yrktu hjartnæmust og átakan- legust ijóðin þegar þau væru svelt. Ég er þeirrar skoðunar að styrkirnir séu alt of lágir, en að rétt sé að þeir séu ekki gerðir að eftirlaunum. Að þeir séu viðurkenningarlaun og vinnu- laun, sem þjóðin veitir hinum vinnandi skáldum og rithöfundum. Og að þau laun eigi að vera til þess að lifa á, en ekki deyja af. Yið höfum ekki þurft að kveina undan álögum til sönglistar, málara- listar og myndhöggvara. En ég býst við að einhverjir fari nú bráðum til þess, þegar nú eru farnir að renna upp stórefnilegir menn í þessum listagrein- um, sem eru svo áleitnir að mælast til þess að við hinir, er þeir ætlast til að seinna njóti góðs af gáfum þeirra, rétti þeim hjálparhönd, til þess að komast eitthvað áleiðis, eitthvað lengra áleiðis á hinni þyrnum stráðu lista- braut. Yér megum telja það mikla gæfu, að eignast íslenzka listamenn. Það er voru fámenna landi enn þýðingarmeira en öðrum löndum. Yið höfum svo fá svið, sem við getum haft von um að skara eitthvað fram úr, láta bera eitt- hvað á okkur. Þetta er eitt þeirra. Þess vegna er það okkar hagur, ekki síður en hinna ungu listamanna, að styrkja þá og styðja. Einnig er okkur öllum hin mesta ánægja af góðu íslenzku, listaverki — og ekki dregur það úr þeirri ánægju ef heiður landi voru fylgir með. Fað er því hin mesta þröngsýni og skammsýni að verða ekki við því litla, er þeir mælast til. €lðhúsðagurinn. Það urðu all-langar og heitar um- ræður þann dag, og margar syndir stjórnarinnar dregnar fram og víttar af mótstöðumönnum hennar. Illvígastur var Benedikt Sveinsson. Hann gat þess, að þegar stjórnin tók við völdum hafi þetta þrent aðal- lega staðið á stefnuskrá hennar: að efla frið innanlands, að efla atvinnuvegi landsins og traust þess út á við, og að leiða sambandsmálið til við- unandi lykta. Nú væri svo, að innanlandsfriði væri síður en svo borgið, því að aldrei hefðu verið fleiri flokkar andvígir en nú, þar sem þeir væru 4. Traust landsins út á við hefði ekki aukist, sem sýndi sig á því, að ritsímalánið hefði ekki auðn- ast að fá nema með afarkjörum. En niðurstaða sambandsmáls-umleitananna hefði orðið „grúturinn", sem þrátt fyrir útbreiðslufundi á landsins kostnað ekki hefði gengið i fólkið. Þá hélt ræðumaður því fram, að stjórnin drægi óhæfilega taUm íslands- banka, og taldi óheimilt brot á lands- lögum að verja fé opinberra sjóða þannig, að kaupa þeim fyrir það hluti í íslandsbanka, eins og gert hefði verið. Því slíkt fé ætti ekki að vera til þess að „spekúlera" með því, en svo væri þó gert með þessu, þar eð íslands- banki væri venjulegt hlutafélag, og gætu hlutabróf þess fallið og stigið fyrirvaralaust, eins og raun bæri vitni. Fleira tók ræðumaður fram til á- fellis ráðherra, og lauk máli sínu með því, að ráðherra væri móti þinginu, og það móti honum, og með fleiri kjarn- yrðum. Þá setjum vér hér kafla úr ræðu Guðm. Eggerz sýslumanns þar sem hann tekur fram ýmsar ástæður þær, er hafa fjarlægt hann og flokksmenn hans frá ráðherra. „Ég hygg að fáir liggi oss heima- stjórnarmönnum á hálsi fyrir það þótt við 10 ekki vildum afneita gamla flokkinum til þess að ná inngöngu og' fá að vera í sambandsflokkinum, sem taldi 20 í þingbyrjun en sem nú munu að nafninu til vera 11. Eg fyrir mitt leyti skoðaði það ekkert kostaboð þetta að fá að ganga inn í sambands- flokkinn. Því eins og öllum er kunnugt er upphaf sambandsflokksins Brœðingurinn sem fjölda mörgum heimastjórnar- mönnum var hvimleiður og sem mörgum sjálfstæðismönnum var lítt þolandi, en afleiðing sambandsflokks- ins var Grúturinn þessi pólitiski krói, sem hengdur var í fæðingunni og sem frá byrjun átti sér ekkert föðurland hvorki á íslandi né í Danmörk. Þá er Klofningur heimastjórnar- flokksins. Mér er það ljóst að þótt hæzt virtur ráðherra hafi klofið heima- stjórnarflokkinn þá er svo langt frá því að allir finni honum þetta til for- áttu þó eg og mínir flokksmenn ger- um það. Eg er viss um að gömlu mótstöðumönnum heimastjórnarflokks- ins er þetta gleðiefni. En hvað sem nú þessu líður þá var mér þegar Ijóst þegar eg rétt fyrir þingið sá launa og skattafrumvörp stjórnarinnar að ég gat ekki fylgt henni þar að málum. Mér hefði verið alveg á sama hvaða stjórn hefði flutt þessi mái, ég hefði greitt atkvæði gegn þeim á sama hátt og nú. Því að ef þessi stjórnarfrumvörp — sem nú eru stráfallin •— hefðu orðið að lögum mundu útgjöld landsins, eftir minni skoðun, að óþörfu hafa aukist um 80—100,000 kr. á ári, gjöld, sem að sumu leyti hefðu komið þyngra niður á fátæklingunum en þeim efn- uðu. Þessi frumvörp hafa þannig eðli- lega stuðlað að því að heimastjórnar- flokkurinn heflr fjarlægst ráðherra. XIV., 34 HT Drekkið Egilsmjöð og IHaltextrakt frá iirnleiicln ölgerðinni „yfgli Skallagrímssyni". Ölið mælir með sér sjálft. Simi 390. Eg verð frekar að minnast á þetta hrun stjórnarfrumvarpanna því að það mun eins dœmi 1 þingfrjálsu landi að stjórnin sætti sig við það að frumvörp hennar séu strádrepin. Ekki sízt þegar þess er gætt að með skattafrumvörp- unum var gengið inn á nýja braut í skattamálum landsins: aukning og breyting föstu skattanna. Enda var það vitanlegt að stjórnin bar þessi frumvörp mjög fyrir brjósti — sem ég ekki lái henni — þótt endalokin yrðu þessi að þau féllu hér í deild- inni. Ég tók það fram að mér þætti kyn- legt að stjórnin vildi sætta sig við þessi frumvarpahrun og hugsa ég að fleiri séu mér hér sammála, allir þeir, sem þingræðið vilja óskert og óbrotið, sem aðhyllast þá meginreglu, sem annarsstaðar er viðurkend að ekkert eigi að standa yflr og ekkert jafnfætis deildum þeim, er hinir þjóðkjörnu full- trúar skipa. Yflrleitt vil eg benda á það, að nú á síðari tímum hefir atvikast svo að hæztvirtur ráðherra heflr staðið nokk- uð liðfár í ýmsum þeim málum, sem honum heflr verið áhugamál: Brœðingurinn hafði mjög litla sam- úð hjá þjóðinni. Grúturinn hafði alls enga samúð hjá þjóðinni. Launa- og skattafrumvbrpin hafa heldur ekki samúð þjóðarinnar. Samningar hæztvirts ráðherra við sameinaða gufuskipafélagið heldur ekki. Aftur á móti hefir fánamálið sam- úð þjóðarinnar, en á móti því berst hæztv. ráðherra. Loks heflr Neðri-deild talið það mjög aðfinsluvert af ráðherra að bera ekki lotterímálið upp fyrir konung". Enn tóku ýmsir aðrir til máls, þar á meðal Hálldór Steinsson, Lárus H. Bjarnason og Dr. Valtýr Guðmunds- son. Halldór hélt fram, og fann að því að ráðh. traðkaði þingræðinu. Lárus vítti samgöngusamninga þá, er ráðh. gerði við sameinaða gufuskipafélagið, og sýndi fram á, hve afskaplega óhag- stæðir oss þeir væru, en Valtýr ávítaði undirbúningsleysi stjórnarinnar um ýms mál, ekki sízt samgöngumálin og framkomu hennar út af „grútnum“. Svari ráðh. tóku, auk hans sjálfs, Einar Jónsson, Matthías Olafsson og Mágnús Kristjánsson. Báðherra taldi það rangt, að hann drægi taum íslandsbanka, og að eins 1500 kr. hefði verið varið af sjóði, er stjórnin hefði umsjón með, til þess að kaupa honum hlutabréf í íslandsbanka.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.