Reykjavík


Reykjavík - 16.08.1913, Blaðsíða 2

Reykjavík - 16.08.1913, Blaðsíða 2
132 REYKJAVlK Þingræðinu kvaðst hann ekki hafa traðkað. Vildi deildin sig af stóli, væri það hennar að gefa sér vantrausts- yfirlýsing. En þó 13 greiddu henni atkvæði, mundi mikil freisting vera íyrir sig að setja kyr engu siður, fyrir þá sök, að hinn þrettándi væri háttv. þingm. Norður-Þingeyjarsýslu (B. Sv.). Að samgöngusamningarnir væru oss óhagstæðir játti hann, en kendi um að „fragtir* hefðu hækkað mjög um allan heim. Skattamálunum væri að eins slegið á frest. Þau ekki haft neinn vondan byr. „Grútnum" hefði hann aldrei hampað. Annars tók ráðherra það líka fram, að þó sambandsmálið héldi nú kyrru fyrir, þá væri það ekki dautt, öll nótt væri ekki úti enn, og þeir tímar kæmu kannske að það risi aftur upp. (Kvæði það, er hér fer, hefir séra Matth. Joch. ort eftir hann, og leyfum vér oss að taka það hér eftir „Norðra"). Skriðtir og akríður um skarir tjalda hljóðlaus hönd, héma — þarna; en dragsúgur dauðastefnu fer ýlandi um allar gættir. Um miðmunda Mene-tek’el hart er að sjá á hússins tjaldi; sýkn og sekur — það er STarinn eiður — einn og sama úrskurð bíða. — Hljótt Tarð í húsi, helstríði lokið, — hvein þá héraðsbrestur; liðinn var lofsæll lýðskörungur heim frá ströngu striði. Hnigið er h ö f u ð, það er hér á landi einna fjölfimast flestum þótti; stirðnuð t u n g a, er á stórþingum þjóðmál þuldi eins og þegðu aðrir. Hnigin er h ö n d sú, er hamhleypa mest var metin mál að reyfa, og öfugan staf nær aldregi ráðfim reit í réttarþrautum. Fallinn er úr sæti sá er flesta átti á voru landi valdsmanns kosti; og svo var hann dyggur og drottinhollur að aldrei hans land eyris misti. Dáinn er dómari, sá er dæma vildi öllum líkn en engan græta; var sem valmenskan væri tíðum hans veikust hlið þegar vega skyldi. Og veikar hliðar vist hann hafði, geðstór garpur með glóð í æðum. En enginn skyldi skörung manna bernskubresti b j á 1 k a dæma. Skrifar hönd á skapatjaldi allra örlög og aldurtila. En á h a n s tjald hinu megin skrifar guðs mildi miskunn og likn. flagg-takan. Lögð eru fram á lestrarsal alþingis bréf þau tvö, er gengið hafa á milli íslenzku og dönsku stjórnarinnar útaf fánatökunni 12. júní. Stjórnin íslenzka skýrir frá atburð- unum 12. júni(sem hún kallar „í sjálfu sér ómerkilegt mál“), og því er hér hafi gerst út af þeim, og lýsir yfir því, að hún og aðrir hér telji lögleysu hafða í frammi, og æskir þess að ráðaneytið danska komi því til leiðar að það verði lagt fyrir skipstjóra varðskipsins, að láta, eins og áður hafi verið siður, ó- áreitta báta, sem hafi sams konar flagg, er tekið var, svo að málið verði með því, sem bráðast til lykta leitt, án þess að frekara verði að gert. Enn fremur tekur stjórnin fram, að hún hafi gert ráðstafanir til þess að vernda „ríkis- flaggið“, sem hér hafi orðið fyrir nokkru hnjaski. Svar dönsku stjórnarinnar er á þessa leið : „Út af bréfi hins ísl. stjórnarráðs, dags. 20. f. m., um að varðskipið „Islands Falk“ gerði upptækt á Reykjavíkurhöfn blá-hvítt flagg, sem róðrarbátur hafði í stafni sem þjóð- ernismerki („förte som Nationalflag"), þá skal forsætisráðaneytið gefa til vit- undar að sú skoðun er ekki rétt, sem sézt hefir að komið hefir fram á ís- landi, að varðskipstjórinn hafi haft sérstakar skipanir um þetta. Rothe skipstjóri hefir gert það sem hann gerði á grundvelli gildandi laga og fyrir- sJcipana*) Ráðaneytið væntir þess, að þetta mál, sem allmikið hefir borið á á íslandi, verði rætt þegar ráðherra með haustinu kemur til Kaupmanna- hafnar. Ráðaneytið hefir athugað og lýkur lofsorði á það, að íslenzk stjórnarvöld, eins og líka er tekið fram í bréfi hins ísl. stjórnarráðs, hafa veitt hinu lög- lega ríkisflaggi alla vernd er á þurfti, og það vonar, að hið góða samkomu- lag, er verið hefir milli íslendinga og hinna ýmsu skipstjóra varðskipsins, og þá ekki sízt skipstjóra Rothe, verði einnig eftirleiðis. Það er ósk vor, ekki síður en hinnar ísl. stjórnar, að þetta í sjálfu sér ó- merkilega mál, ekki gefi tilefni til frekara. Zahle*. Eins og sézt á þessu bréfi dönsku stjórnarinnar, er fjarri því að hún telji skipstjórann hafa haft nokkra lögleysu í frammi, og hummar fram af sér hinum hógværu (mörgum mun þykja full-hógværu) málaleitunum hinnar ís- lenzku stjórnar. Fána-frumvarplð. Fána-frumvarpið var afgreitt til Efri deildar við 3. umr. á fimtudaginn með 14 atkv. gegn 4. Tveir þingm. greiddu ekki atkv. Já sögðu : E. P., E. J., G. E., H. S., B. Kr., J. J., J. Ó., Kr. D., Kr. J., L. H. B., Ól. Br., St. St., Tr. B., Y. G. Nei sögðu: B. Sv., H. H., B. f. V., Jóh. Jóh., J. M., M. Kr., M. Ó., Sig. Sig., Sk. Th. Pétur Jónsson og Þorleifur greiddu ekki atkv. Breytingar- tillögur Bjarna frá Yogi voru feldar. Eins og sjá má á þessari atkvæða- greiðslu féllust þeir í faðma móti frum- varpinu, landvarnarmenn og föstustu stjórnarliðsmennirnir. „ Extrema se tangunt“. Jóh. Jóhannesson og Jón Magnússon höfðu athugasemdalaust greitt frum- varpinu atkv. við 2. umræðu en sögðu nú nei af þeirri ástæðu, að þeim þótti of lítið unnið með því að fá það sem það gæfi, úr því ekki allir væru ánægðir með það. *) Auðkent ai blaðinu. Samgðngurnar. Nefndarálit og frumvarp. Nefnd sú (Jóh. Jóh., V. G., B. Kr., H. S., P. J.) er kosin var af Nd. til að íhuga samgöngumál vor á sjó, og koma með tillögur um þau, hefir nú samið álit sitt. Nefndin skýrir frá, að hún hafi rætt málið bæði ein og með samgöngumálanefnd Efri deildar, og einnig hafi ráðherra látið nefndunum í té þær upplýsingar, er hann hafði aflað sér. Hafi ráðherra litið svo á, að hentast mundi að koma nýju fyrir- komulagi á strandferðirnar, þannig að hlíta mætti hringferðum millilandaskip- anna að því er hina stærri viðkomu- staði snerti, en hafa svo 6 flóabáta, er tækju við af þeim, og flyttu vörur og farþega áfram til hinna minni við- komustaða, er millilandaskipin kæmu ekki á. Þess konar bátar mundu kosta 22—26,000 kr., eftir því hvort þeir væru úr tré eða stáli. Jafnframt gat og ráðherra þess, að hann hefði leitað samninga við Eim- skipafélag Björgvinjar, og þó fullkomið tilboð væri ekki komið hingað, þá hefði honum þó borizt símskeyti frá því, sem gæfi fulla vissu um, að það kæmi bráð- lega. En sá hængur væri á því til- boði auk annars, að ómögulegt mundi reynast að fá skip þess félags til að hafa viðkomustaði erlendis utan Noregs, en viðskiftasambönd íslenzkra kaup- manna aðallega annarsstaðar, svo að ferðir félagsins mundu ekki geta orðið þeim að tilætluðum notum. Enn gat ráðherra þess, að kostur mundi verða á að endurnýja samninga um strandferðir við „Hið sameinaða eimskipafélag“ fyrir næsta fjárhags- tímabil með sömu kjörum og fyrir yfirstandandi ár. Frá annari ''hálfu lágu fyrir nefnd- inni allgóðar upplýsingar um verð á skipum (og nokkur tilboð í þá átt), og áætlanir um reksturskostnað strand- skipa og væntanlegar tekjur af þeim, bygðar á reynslu undanfarinna ára. Eftir að nefndirnar höfðu glöggvað sig á þessum skjölum og rætt málið ítarlega, varð það samhuga álit allra nefndarmanna, að óíært væri að byggja til frambúðar á samningum við erlend félög um strandferðir vorar, heldur yrði að því að stefna, að koma þeim sem fyrst á innlendar hendur, þannig að bæði yrðu skipin íslenzk eign og skipverjar töluðu sömu tungu og fólkið, sem skipin á að nota. Virtist nefnd- unum engu minni nauðsyn á að gera strandferðirnar innlendar en millilanda- ferðirnar, heldur væri þörfin þar ef til vill enn þá brýnni, svo brýn, að ekki mætti láta dragast lengur að leggja hönd á verkið til að koma því í fram- kvæmd. Nefndunum þótti báðum æskiiegast, að hið fyrirhugaða „Eimskipafélag ís- lands“ tæki að sér strandferðirnar. En um það gat hún ekki fengið endan- legt svar, þar eð bráðabirgðastjórn fé- lagsins ekki hefir vald til að ákveða neitt um slíkt. En stjórnin lofaði að vera því fylgjandi á sínum tíma. Nefndin vill að félaginu sé gefin sterk hvöt til þess að taka strandferðirnar að sór og leggur í því skyni til að landsstjórn- inni verði heimilað að kaupa hluti í félaginu fyrir alt að 400,000 kr., gegn því, að félagið taki að sér strandferð- irnar og haldi þeim uppi með tveim eða fleiri nýjum eða nýlegum skipum, á svipaðan háttjogjmeð líkum skip- um að stærð og hraða eins og strand- ferðaskipin „Austri* og „Vestri", sem hér voru, og telur nefndin að slík skip fáist nú fyrir ca. 200,000 kr. Og jafn- framt gera nefndirnar ráð fyrir að fé- laginu yrði í fjárlögum veittur álíka ársstyrkur til strandferðanna og að undanförnu. En þó nefndírnar helzt kysu, að samningar um strandferðirnar gætu tekist við Eimskipafélag íslands, álitu þær, að nauðsynlegt væri að gera ráð fyrir, að svo gæti þó farið, að ekkert yrði úr þeim í bráð, og yrði þá að gera ráðstafanir til þess, að strandferð- irnar kæmust samt í innlendar hendur. Þetta álitu nefndirnar að varla gæti orðið með öðru móti en landssjóðs- útgerð, en við hana voru allmargir nefndarmanna ragir í fyrstu. En eftir því sem málið skýrðist, hvarf þó ótt- inn við landssjóðsútgerð meir og meir, með því nefndin líka fékk upplýsingar (meðal annars frá Th. Tulinius) er sýndu að landssjóðsútgerð ætti að geta borið sig með viðlíka tillagi og að undanförnu, eða jafnvel geta gefið nokkurn arð. Nefndin setur síðan upp áætlun yfir tekjur og gjöld slíkrar út- gerðar, og kemst að þeirri niðurstöðu, að tekjuafgangur verði enda þótt ekki sé gert ráð fyrir auknum tekjum frá því sem nú er, sem þó megi, vegna framþróunar þeirrar, sem hér hafi verið undanfarið. Þann tíma, sem skipin eru ekki nqtuð til strandferða (5—6 mánuði) ætlast nefndin til að hægr, sé að nota þau til annars, t. d. til þess að flytja hóðan fisk til Suðurlanda. Um stjórnina á útgerð landssjóðs tekur nefndin það fram, að ekki væri nauðsynlegt að stofna neitt embætti eða sérstaka stöðu í því skyni, heldur mundi mega fela afgreiðslu skipanna og reikningshaid annaðhvort fram- kvæmdarstjóra „Eimskipafélagsíslands" eða þá einhverjum öðrum vönum og áreiðanlegum afgreiðslumanni eimskipa. Af þessum ástæðum ber nefndin fram svolátandi frumvarp : 1. gr. Landsstjórninni veitist heim- ild til að kaupa hluti í „Eimskipafélagi íslands" fyrir alt að 400,000 kr., gegn því að félaðið taki að sér að halda uppi strandferðum umhverfis landið með tveimur eða fleiri strandferða- skipum, og hafi tvö skipin að minsta kosti jafn mikið farþegarúm og lesta- rúm og séu að minsta kosti jafn ör- skreið og þau strandskip, sem hér voru í förum 1911 og 1912. Ferðir þessar skal félagið hefja svo fljótt sem því verður við komið, og eigi síðar en í apríl 1916. Um fyrirkomulag ferð- anna, ferðaáætlanii- og taxta fer eftir samningi milli félagsins og stjórnar- ráðsins. 2. gr. Náist ekki samningar við „Eimskipafélag íslands*, samkvæmt 1. gr., veitist landsstjórninni heimild til að kaupa tvö strandferðaskip, er samsvari skiiyrðum þeim, er sett eru í 1. gr., og halda þeim út á kostnað landssjóðs bæði til strandferða og ann- ara ferða, eftir því sem haganlegasfc þykir, þegar strandferðum lýkur hvert ár. 3. gr. Stjórnarráðið semur áætlun fyrir strandferðaskip landssjóðs og á- kveður fargjöld og farmgjöld þeirra. Það ræður og afgreiðslumann skip- anna, sem jafnframt er reikningshald- ari, og ákveður þóknun hans, og stjórnar hann útgerðinni að öllu leyti undir yfirumsjón þess, samkvæmt er- indisbréfi er það setur.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.