Reykjavík


Reykjavík - 16.08.1913, Blaðsíða 4

Reykjavík - 16.08.1913, Blaðsíða 4
134 REYKJAVIK professor Cart £orentzen er danskur maður. Hann íór ungur af ættjörðu sinni til að nema verk- fræði á Bretlandi og í Frakklandi. Á síðustu heimssýningunni miklu í París- arborg bar svo til, að nefnd sú, er stjórn Bandaríkjanna hafði kosið, til að annast sýninguna fyrir hönd Ame- ríku, kaus Lorentzen sér til aðstoðar. Þótti þar svo mikið að honum kveða og til hans koma, að háskólinn í New- York gerði hann að dócent hjá sér, þegar eftir sýninguna, og litlu síðar að prófessor (kenslugrein vélfræði). Eftir að prófessor Lorentzen kom til Ameríku, hefir hann jafnan látið sér mjög ant um, að efla samvinnu og viðskifti, bæði andleg og önnur, milli Bandaríkjanna og Norðurlanda. Haon var einn þeirra manna er kom því á, að háskólar í Ameríku og á Norður- löndum skiftast á prófessorum um stundarsakir. Og einnig hefir hann gert mikið að því, að greiða fyrir því, að stúdentar frá Norðurlöndum gætu dvalið við nám í Ameríku. Við 100 ára hátíð Kristianíu-háskóla 1911 var hann sendur af háskóla sín- um þangað, en héðan var prófessor Björn M. Olsen sendur af vorum há- skóla, og hittust þeir þar. Varð pró- fessor L. þess þá vís, að oss vantaði enn þá sérstakt hús fyrir háskóla vorn og að vér óskuðum oss helst háskóla- húss eftir Amerísku sniði; en þar eru háskólahús reist þannig, að nægt svæði er umhverfis til fleiri húsa síðar í sambandi við háskólann, þar á meðal bústaðahús (dormitory) fyrir stúdenta, sérstök hús fyrir karla og sérstök fyrir konur. feömuleiðis fylgir þar háskól- um stór völlur (Campus). Hann frétti, að landið ætti næga lóð á Arnarhóli handa háskólanum. Nú var prófessor L. í sumar í Danmörku í þeim erind- indum að greiða fyrir aðsókn Norður- landa-stúdenta til amerískra háskóla og hafði N. 1. háskóli þá lagt fyrir hann í erindisbréfi, að ferðast til ís- lands og kynna sér allan hag háskól- ans hér. Prófessor L. hefir mjög mik- inn hug á því, ef auðið væri, að vekja hugð einhvers auðmanns í Ameriku á mennifigu vorri og háskóla, ef það mætti leiða til þess, að einhver slíkur auðmaður gæfi háskóia vorum fé til húsgerðar. En vonlaust er um, að slíkt beri nokkurn árangur, nema lagður sé há- skólanum til nægilega stór húsavöllur eftir amerísku sniði. Próf. L. hefir komið hér til lands áður, er hann inti ungur af hendi herþjónustuskyldu sína á dönsku her- skipi hér við land. Ég átti tal við hann á Sunnudaginn, og varð þess var, að honum er allant um, að verzlunarviðskifti eflist milli íslands og Ameríku, og mun honum. Ijúft, ef til kæmi, að stuðla til þess meðal sinna mörgu vina í Ameríku. Honum skilst það full vel, þótt dansk- ur sé, að Islandi beri að líta á sinn hag fyrst og fremst í verzlunarvið- skiftum, hvað sem dönskum hagsmun- um líður. Próf. Lorentzen fer héðan aftur nú með Botnía. J. Ól. Afgreiöslnstofa kjargjalðferais er flutt k w Laufásveg nr, 5. Úr ýmsum áttum. Baokahrun í Danmörku. í Hróarskeldu er banki stofnaður fyrir fáum árum, sem heitir „Yerzlun- ar-, iðnaðar og landbúnaðarbanki Hró- arskeldu". Honum stýrði ungur maður Petersen að nafni. Hann var talinn mjög duglegnr maður og menn báru mikið traust til hans. Engan grunaði að hann var hinn mesti fjárhættu- brallari. En svo var nú samt og kom það honum og bankanum um síðir í koll eins og Alberti á árunum. Hann sólundaði yfir 800,000 kr. af fé bank- ans áður það yrði uppgötvað, enda hafði endurskoðunin í bankanum verið frámunalega slæleg og ekki í höndum bankafróðra manna. Hér um bil 1700 manns mistu fé, sumir aleigu sína. „Hamlet“ hið fræga leikrit Shakespeare’s hefir verið lagaður til kvikmyndasýningar. 60,000 kr. kostaði að búa myndina til. „Atlantis“, fræg skáldsaga eftir Georg Haupt- mann hefir einnig nýlega verið höfð sem fyrirmynd kvikmynda-sjónleiks. Aðalatriðið í leiknum er að tvö stór gufuskip rekast á úti á Atlantshaft, og sekkur annað og farast um 280 manns, Þetta á að sýna í leiknum, og er stórt millilandaskip danskt leigt til þess að hvolfa þessum 280 út í- Kattegat. Það er ekki altaf þægilegt að vera kvikmyndaleikari. Erfðaraál. Ríkur Englendingur, Scott að nafni, arfleiddi hefðar konu eina að aleigu sínni, 22 miljónum króna. Þetta líkaði ættingjum Scotts, sem von var illa og höfðuðu mál til að fá erfðaskrána dæmda ógilda. En frúin vann málið og miljónirnar. Urðu Scott’arnir meira að segja að borga henni næstum 300,000 kr. í málskostnað. Það þætti mikið hér. Nöfn og nýjungar. Bæjargjaldkerinn. Hann er nú fluttur á Laufásveg 5 og hefir þar afgreiðstustofu sína í húsinu, sem er nýgert við og upp- dubbað að utan og innan svo öllum verður ljúft að greiða þar útsvör sín. Guðm. lœknir Magnússon fer utan nú með „Botníu“ til lækninga. Kona hans siglir með honum. Þórður Bjarnason verzlunarstjóri fór í vikunni til Austfjarða til saltfiskskaupa.', Hafís segir „N o r ð r i“ vera að hrekjast upp á miðum Eyfirðinga. Nokkrir bátar hafa mist lóðir. Var gengið 3. ágúst upp á fjöllin vestan við Siglufjörð og sáust þaðan ísbreiður fram á hafi. Mannvirki á Siglufirði segir sama blað að séu unnin allmikil þar í sumar. Meðal annars hafa danskir menn bygt þar mjög vandaða síldarverksmiðju. Eggert Stefánssosi söngmaður er kominn til bæjarins. — Hann söng fyrir fs- firðingum og spilaði Sigvaldi læknir bróðir hans undir á harmonium. ísfirðingar voru hrifnir mjög. Rikarður Jónsson listnemi sýnir á lestrarsal alþingis ýms listaverk, er hann hefir búið til. Er þar á meðal ágæt brjóst- mynd af Stgr. Thorsteinsson mótuð í gips og ýmsar andlitsmyndir dregnar með blý- anti. Alt ber það sem sýnt er á sér lista- mannsmót og er vottur um meira en í meðallagi góða hæfileika. .Heimskringla' segir frá að einn Vestur-íslendingur, rafmagnsfræðingurinn P. Johnson, hafi uppgötvað rafmagns- eldunarvél, sem gera megi alla matreiðslu á, og eyði litlu rafmagni. Verðið er lágt, og eftirspurn mikil. Hvenær ætli þeir tímar komi, að GullfosS eða einhver annar foss steikir „buffið“ okkar hér í Reykjavík? Péfur M. Bjarnason frá ísaflrði er fluttur hingað til bæjarins. Hann hefir orðið að höfða mál gegn félagi því, er hann hafði vátrygt hjá það, sem brann hjá hon- um í vetur. Munar það, eftir því sem hann segir, 3000 kr. á kröfum hans og því er fé- lagið vill greiða. Sfefán Stefánsson skólameistari varð hálf-öldungur (50 ára) um daginn. Konung- urinn gerði hann að riddara um þær mundir og alþingi að bankaráðsmanni. Um fleiri af- mælisgjafir höfum vér ekki heyrt getið. Hópur danskra spsejara—sveina (er sumir nefna „skáta“ á oss óskiljanlegu tungumáli) ferðast hér um þessar mundir Förin er verðlaun, sem þeir unnu fyrir að bera af öðrum í spæjara-dugnaði. Voru í tölu þeirra konungssynir tveir, synir Chr. X. og hugðu sumir að þeir mundu vera samferða hinum sveinunum. En svo varð ekki. Loftbátar með Zeppelins-sníði stendur til að fari í loft upp hér nú um helgina. Möller verzl.stj. hjá Braun kaup- manni kvað gera þá út en hvort hann hyggst að stýra þeim sjálfur er talið óvíst. Með Victoria Louise, þýzka skemti- skipinu, voru um 450 farþegar. ,Vestri‘ segir að svo hafi borið við á ísafirði að bláhvíti fáninn hafi verið dreginn á stöng á barnaskólanum þar við jarðarför nýlega og landmælingarmönnunum dönsku orðið svo mikið um, að þeir þyrptust strax burt úr skólanum á meðan á jarðarförinni stóð. Hetjurnar! f Látinn er á ísafirði S ö 1 v i T h o r- steinsson, sem þar var hafnsögumaður og margir munu kannast við. Hljómleikar þeirra Eggerts og Þórarins Guðmundssona voru hið bezta sóttir enda ágæt skemtun. Eigum vér þar listamaena- efni með framtíð fyrir sér ef þeir ekki verða að nema staðar á þeirri braut, sem þeir hafa stigið fyrstu sporin svo vel á. Sr. Sig. Stefánsson alþm. er orðinn veikur af garnabólgu og var fluttur á sjúkrahús í dag. €ggert Claessen, yílr réttarmálaflntnin gsraaður. Pósthússtr. 17. Talsíml 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Verzlun Jóns Zoega selur ódýrast neftóbak, munntóbak, reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl. Talsími 128. Bankastræti 14. Vörur |rá yimeríku. Notið nú tækifærið! Eftir næstu mánaðamót og framvegis hefi ég birgðir hér í Rvík af ýmsum góðum vörum — og þar á meðal þessar: Dundas-prjónavélar nr. I . . Kr. 50,00 — - 2 . . — 70,00 — prjóna 15 a. st., en 10 — 1,00 Davis-saumavélar . Kr. 80,00—120,00 Am. þvottavólar . . — 30,00— 40,00 — — vindur . — io,oo— 20,oo — Skerpivélar(hverfist.)i5,oo— 20,00 Skósmíðaleistar (settið) 2,00— 3,00 Alexandra-skilvindur Kr. 80,00—120,oo Pantið nú í tíma. Upp í nýjar vélar tek ég garalar af hvaða tegund sem eru. — (Verðið eftir gæðunl) — þ. e.: prjónavélar upp í prjónavélar — saumav. upp í saumav. og skilvindur upp í skilvindur o. s. frv. Ennfreraur útvega ég eftir pönt- unum meðal annars þessa hlnti : Lofthitunarvélar á öllu verði e. stærðum. Patentstrokkanr.l-3 Kr. 40,00— 48,00 Garðplógar meðtiih. — 25,00 Gasolínvólar nr. 1—3— 20,00— 50,00 Suðuskápa.........— 15,00— 36,oo Útungunarvélar m.th. — 50,00—200,00 Mótor-vagna, — Oliu-mótora, Qrgel, og fleiri hljóðfæri. Vatns-raótora — Reiðhjól — Vindmylnur Mölunar-kvarnir — Vagna — Kerrur Aktýgi o. fl. Smíðatól og vólar allskonar fyrir tré- smiði og járnsmiði, á sanngjörnu verði. Stálvörur og mélvörur í stórheildum, á lægra verði en allir aðrir. Sérstök kjör til Jcaupmanna og þeirra er panta vélar o. þ. h. upp á 500 kr. í einu. Vörurnar eru vandaðar, verðið sann- gjarnt, og afgreiðsla og viðskifti öll stranglega áreiðanleg. Minst V-t verðs með pöntun, og fulln- aðar borgun við afhending í Rvík. Pantið ávalt með nægum fyrirvara. Reykjavík (Hólf 15 A) í ágúst 1913. Stefán B. Jónsson. Furðuverk nútímans. 100 skrautgripir, allir ur hreinu amerísku gull- »double«, fyrir að eins kr. 9,50. 10 ára ábyrgð. 1 Ijómandi fallegt, þunt 14 kar. gúll-double anker-gangs karl- manns-vasaúr, sem gengur 36 tíma, ábyrgst að gangi rétt í 4 ár, 1 fyrirtaks leður-mappa, 1 tvöföld karlmanns-úrfesti, 1 skrautaskja með manchettu-, flibba- og brjósthnöppum með patent-lásum, 1 fingurgull, 1 slipsnæla, 1 kven-brjóstnál (síð- asta nýung), 1 hvítt perluband, 1 fyrirtaks vasa-ritföng, 1 vasa-spegill í hulstri, 80 gagnsmunir fyrrir hvert heimili, alt safnið, með 14 kar. gyltu karlmanns-úri, sem með raf- magni er húðað með hreinu gulli, kostar að eins kr. 9,25 heimsent. Sendist með póstkröfu. — Weltversandhaus H. Spingarn, Krakau, Östrig, Nr. 464. — Þeim, er kaupir meira en 1 safn, verður sendur ókeypis með hverju safni 1 á- gætur vasa-vindlakveykjari. — Séu vörurnar ekki að óskum, verða peningarnir sendir aftur; þess vegna er engin áhætta. Hvaða mótor er ódýrastur, bestur og mest notaður? Gideon-mótorinn. Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verslun. Hvar á að kaupa öl og vín ? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.