Reykjavík


Reykjavík - 16.08.1913, Blaðsíða 3

Reykjavík - 16.08.1913, Blaðsíða 3
R E Y K J AV í K 133 Frönsk samtalsbók eftir Pál Porkelsson, er nýkomin út. — Kostar Kr. 3,00. ■ Fæst hjá öllum hóksölum. J Frá Yígvellinum. 4. gr. ÚtgerS landssjóðs skal, ef til kemur, hefjast eigi síðar en í apríl 1916, og skal stjórninni heimilt að leigja skip til strandferðanna til bráða- birgða, hafi ekki tekist að ná hent- ugum skipakaupum fyrir þann tíma, og fer þá um rekstur leiguskipanna samkvæmt 3. gr. 5. gr. Landsstjórninni veitist heim- ild til að taka lán alt að 450,000 kr. tll að fullnægja ákvæðum 1. og 2. greinar. Stjórninni veitist og heimild til að setja strandskipin að veði tll tryggingar þeim hluta lánsnpphæðar- innar, sem út á þau kann að fást. Eins og sér á þessu nefndaráliti og frumvarpinu er það látið liggja milli hluta hvort landið taki þátt í „Eim- skipafélagi íslands* með hlutabréfa- kaupi — eins og bráðabyrgðastjórn félagsins hefir farið fram á — eða styrki það að öðru leyti, ef félagið ekki treystir sér að taka að sér strandferðirnar eins og nefndin vill. Ekki viljum vér þó gera ráð fyrir að það sé meining nefndarinnar að gera þetta að skilyrði fyrir hluttöku af landsins hálfu, því að auðveldlega gæti þetta orðið til þess, að ekkert yrði úr stofnun félagsins, og er óhætt að fullyrða að slíkt væri í mestu ó- þökk allra landsmanna, og hin mesta vanvirða fyrir þingið, þar sem undir- tektir landsbúa hafa sýnt að það er einlægur vilji þeirra að félagið fari á stað. A hæztu stöðum.** Ingimundur til viðtals i húsinu hvita. Það var barið að dyruno heima hjá mér um daginn og inn gengu tveir menn allvel búnir, annar hár en hinn lítill vexti. Með þeim var ung stúlka. Hún var fríð sýnum, limuð vel og hin bólfimlegaBta — eins og þeir komast að orði, sem vilja vera „klassískir". — Mennirnir voru alvarlegir á svipinn, en stúlkan glaðleg og brosleit. Kg bauð karl- mönnunum sæti, en setti stúlkuna á hné mér. „Erindið“ sagði sá langi „er pjög alvar- legs efnis. Vér ætlum að lejfa oss að biðja yður mjög mikillrar bónar“. „Mjög mikillrar bónar“ sagði sá stutti. „Osvo stórrar, stórrar bónar“ sagði stúlkan og leit viðkvæmt á mig. „Þér getið ekki beðið mig stærri bónar en mér er ánægja að verða við“ mælti ég, og hnipti heimullega í ungu stúlkuna. „Svo er mál með vexti“ sagði sá langi „að við erum stjórn félags hér i bænum, er kallar sig „BÆJARPRÝÐIN“, og er tilgang- ur þess að stuðla að því á allar lundir að Reykjavík sé prýdd eins mjög og unt er...“ „Það vorum við“ greip sá stutti fram í „sem vildum láta mála nr. 14.. .“ „Og það erum við, sem nú höfum í hyggju að vinna enn meira, enn þarfara verk“ hélt sá langi áfram „og til þess þurfum vér nauðsynlega á yðar dýrmætu aðstoð að halda. Þér hafið efalaust tekið eftir stjórnarráðs-blettinum, og athugað til hve mikillrar smánar hann er bænum. Að þar vex nú ekkert annað en njólar, kálhausar og hin ameríkanska alóe, og að grasið á honum er jafnvel þannig að engri heiðarlegri belju dytti í lifandi hug að leggja það sér til munns.. .* „. . . minsta kosti ekki neinni fínni, ekki neinni — ef ég má svo að orði komast — anstendugri stjórnarráðs belju ... mælti sá *) Fröken Ingibjörg ólafsson er hér með vöruð við því að lesa grein þessa, ef hún kýs að eiga ekki á hættu að verða lasin. Greinin er sem sé hálf-dónaleg. Lesi hún hana engu að síður er það algjörlega á á- byrgð sjálfrar hennar, og henni er ekki til neins að skamma mig fyrir haua eftirá. stutti, og leit á mig eins og hann hefði sagt eitthvað fyndið. „Nú viljum við láta skreyta þennan blett og helzt láta landið kosta fé til þess. Og í því skyni höfum við hugsað okkur að snúa okkur til ráðherrans. En við þekkjum hann eigi, og hann kannast ekkert við okkur. Aftur á móti eruð þér herra kandídat, eins og allir vita, m j ö g vel kyntur á hærri stöðum, og að því okkur er sagt einhver mesti vildarmaður sjálfs ráðherrans . .. Ég lyftist í stólnum og kinkaði kolli hægt og tígulega til samþykkis. „. . . Þess vegna langar okkur til að fara þess auðmjúklegast á leit við yður, að þér hefðuð orð fyrir oss hjá honum, og bæruð ósk vora upp fyrir hann . . .“ „Ó hvað þér þá væruð yndislegur ef þér gerðuð þetta“ sagði stúlkan, og leit á mig eldlegu augnaráði. ÉG blossáði. „Förum óðara á stað — Klemenz er heima að borða, og Hannes er einn í búðinni. Förum strax . . .“ Að svo mæltu þreif ég pípuhattinn og silfurbúna stafinn og skeiðaði ofan i stjórnar- ráðið með gestunum. Eins og mig grunaði var oss visað inn til ráðherra. „Setjist í hægindastólinn hr. kandídat" sagði Hannes og var allur á hjólum, tók þrjá púða og setti i kringum mig, bauð mér einn „havanesara“ og settist sjálfur and- spænis mér. — Svo leit hann í gegn um hin og bað þau um að óhreinka ekki teppin. Ég kveikti í vindlinum, blés reyknum út um rifu í veggnum, og eftir stutta þögn hóf ég mál mitt, sem hér segir : „Yðar almætti! Yðar af landsföðurlegum áhyggjum hjúp- uðu augu hafa á þessum síðustu og verstu dögum, naumast veitt því eftirtekt að þessi höll — hreiður hinna ágætustu fönix-fugla þessa lands, sem hér unga út sínum óvið- jafnanlegu eggjum — ekki nýtur þeirrar forsjónarinnar specíellu umönnunar, sem vér allir skyldum ætla að hún mundi verða aðnjótandi, að hennar nágrenni, þó undarlegt megi virðast, ekki er garður rósa og blómstr- andi pálmaviða og að heldur ekki sjást þar hinn beinvaxni s e d r u s og hinn kostu- legi libannonski íben- og mahogni- viður. Hvar á móti þar vaxa ósánir ís- lenzkir njólar, danskir kálhausar og sú ameríkanka hvönn og a 1 ó e, hverra ófagr- ar og altof lubbalega útlit hefir hneykslað allar fegurðarelskandi sálir þessa bæjar. Yðar almætti! Yér vitum vel að þér aldrei veitið neitt úi landsins kassa án þess að þingið hafi yðui til þess sérstaka heimild gefið og heldur ekki göngum vér þess duldir að þér veltið oft og lengi hverjum penning, sem þér úr honum verðið að taka til einhverrar nauð- synlegrar borgunar eða afborgunar-------- en--------/ hér verður ekki farið fram á neina aukna fjárvciting og ekki neina fjáreyðslu . . . hér verður að eins farið fram á að þér verjið fé því, sem þér ætlist til að landið verji árlega til skógræktar, verjið því til að rækta þennan litla blett, sem forseti vor stendur á. Ef til vill hrekkur það ekki til. Það er líklegt að það hrökkvi ekki tíl. En látið KOEFOED samt grafa þar og sá, og vissulega hafið þér með því unnið hið þarf- asta verk. . . Og kannske oss þá að nukkr- um árum liðnum hlotnist að hlusta á nætur- galann syngja þar sin hjartnæmu ljóð i greinum hins sígræna sedrustrés. . . Unga stúlkan andvarpaði. „. . . og ef til vill eigum vér þá eftir að hvíla í skuggum trjánna þegar húm byrgir fold og síðsumarskvöldblærinn hvíslar í lauf- inu um leyndardórr. a ástarinnar miklu . . .“ Allir þögðu. Unga stúlkan snökti hátl. En Hannes prúði leit á mig með aðdáunar- svip, lagði hendur á öxl mér og mælti: „Þvi h e f i r ekki náttúran gert úr þér stjórnmálamann . . . Ingimundur . . . þú sem bæði ert falskur og lýgnari en andskotinn! pjárlaganeýnðarátilið. Fjárlaganefndin hefir samið ýmsar breytingar við frumvarp stjórnarinnar og eru þessar nokkrar. í stað brúar á Eyjafjarðará vill nefndin láta brúa Jökulsá vegna þess að síðasta alþingi hefir ákveðið að hún skuli ganga fyrir. Laun ýmsra opinberra starfsmanna vill hún hækka, þar á meðal sérstaklega kennara. Skáldastyrksfyrirkomulaginu stingur hún upp á að breyta og veitir styrk- inn til skáldanna að eins til eins árs og lækka hann hjá sumum. Ætlast til að með þessu sé gefið í skyn að hér sé ekki um föst laun að ræða. Þarft nýmæli virðist það vera, er nefndin vill að séu veittar á fjárhagstíma- bilinu ákveðnar upphæðir til þess að stjórnin kaupi handa landinu listaverk innlend, máluð og hoggin. Einskonar viðskiptaráðunauta „en miniature“ vill hún vekja upp með því að veita Slát- urfélaginu (landbúnaðinum) ogFiskifél. íslands (sjávarútveginum) 4000 kr. hvoru til þess að hafa erindreka er- lendis til að útbreiða og bæta sölu á þessum afurðum. Yér víttum það í síðasta blaði hve lítið stjórnin ætlaði skógræktinni á fjárlögunum. Úr þessu vill nefndin bæta nokkuð með því að veita 4000 kr. til þess að girða Vatnaskóg á Hvalfjarðarströnd. Þetta er gert eftir tilmælum skógræktarstjórans sem—að vonum — kvartar yfir því að ella hafi hann og hinir föstu skógarverðir alt of lítið að gera. yíijtutningsbanmð. Frumvarp til laga um viðauka og breyting á lögum um aðfiutningsbann á áfengi nr. 44 30. júlí 1909. (Eftir 3 umr. í Neðri deild). 1. gr. Aftan við 2. gr. komi ný málsgrein svohljóðandi: Sendiræðismönnum framandi ríkja er heimilt að flytja frá útlöndum einu sinni á ári hæfilegan áfengisforða til heimilisþarfa sinna um eitt ár í senn. Öðrum en þeim, sem hér eru taldir, má eigi leyfa innfiutning áfengis, flutn- ing úr skipi í annað skip eða úr skipi í land. 2. gr. Eftir 6. gr. komi ný grein, er verði 7. gr. og hljóði svo : Enginn má taka við nokkurs konar áfengi úr skipi, er hefst hér við land, né heldur taka við áfengi á floti, hvort heldur gegn endurgjaldi né endur- gjaldslaust. 3. gr. 16. gr. rerði 17. gr. og orðist svo : Brot gegn 7. og 8. gr. laga þessara varða 100—1000 kr. sektum, og skal áfengið ásamt ílátum verða eign landssjóðs. 4. gr: Lög þessi öðlast gildi, þegar er konungur hefir staðfest þau. Þingsályktunartillaga um aðflutn- ingsbannið er á ferðinni og verður borin upp í Neðri-deild. Eldhúsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Neðri deild á miðvikudaginn. Sá dagur er ætlaður til þess að þeir þingmenn, er vita eða þykjast vita skammir og vammir um ráðherrann Btandi upp og geri þær heyrin- kunnar. Þykir mörgum að því góð skemtun og þyrpast menn upp á þingpalla til þesg að hlusta á það sem sagt er, og horfa á hinn grimma hildarleik, sem þar er háður. Þeir sem á miðvikudaginn stóðu, sátu og lágu uppi á pöllum, skældir, undnir og samanþjappaðir, kófsveittir og hálfdauðir af fýlu og ólofti — fóru burtu ánægðir. Þeir höfðu skemt sér vel. Það var enginn hörg- ull á skömmum og ónotum, enginn hörgull á getsökum, enginn hörgull á „frómu“ um- tali. Sussu nei. Orðin flugu eins og bitrar örvar af munnum ræðumanna. Og ekki einasta sem örvar, heldur einnig sem spjót, kylfur og kesjur, og jafnvel stundum í líki lítillra meinlausra títuprjóna. Fyrstur óð fram Benedikt. Var á hon- um berserksgangur, beit hann í skjaldar- rendur og grenjaði ógurlega. Fleygði hann spjóti miklu á ráðherra, og stefndi á hann miðjan. En ráðherra henti spjótið á lofti og sendi það aftur, og drap það mann að baki Benza. Ærðist þá Benedikt, tvíhenti sverðið og hjó til ráðherra af miklum móði. Fékk hann komið fyrir sig skyldi, og klauf sverðið skjöldinn og sökk í jörðuna upp að hjöltum. Óðu síðan fram hver af öðrum, og bárust nú sár mörg á ráðherra, en hann særði marga svo að þeir lágu óvigir. En sumir létu fallast á sverð sin. Gekk bar- daginn allan daginn og fram á nótt, og fór svo að lokum að ráðherra féll af móði, en þingmenn voru flestir dauðir. En er morgnaði risu þeir allir upp lif- andi, eins og Einherjar forðum, og vógu hvern annan allan þann dag, og svo mun verða alla daga unz sigur fold í mar og ragna-rökkur kemur. Kyennaskólinn. Samkvæmt skýrslu kvennaskólans fyrir skólaárið 1912—1913 voru þá á honum 87 nemendur í 4 bekkjum. Kennarar voru þessir : Bergljót Lárus- dóttir, Bjarni Jónsson prestur, Guðrún Guðjohnsen, Dr. Helgi Jónsson, Ingi- björg H. Bjarnason forstöðukona, Lárus Benediktsson uppgjafaprestur, Páll Sveinsson, Sigríður Árnadóttir, Stein- unn H. Bjarnason, Sigurbj. Á. Gíslason, Sigfús Einarsson og Þór. B. Þorláksson. Auk þess hannyrða-kennarar og kenn- arar í hússtjórn og hjúkrunarstörfum. Námsgreinarnar eru: íslenzka, Danska, Enska, Þýzka, Landafræði, Sagnfræði, Stærðfræði, Náttúrufræði, Heilsufræði, Söngfræði og söngur, Skrift, Teiknun, Hvítt bróderí, Fatasaumur, Lérefta- saumur, Baldering, Prjón, Leikfimi og njúkrunarstörf. Burtfararpróf tóku 17 námsmeyjar. Mareoni og spíritisminn. í nokkrum ítólskum blöðum er sagt frá því, að Marconi hafi verið á all- merkilegutn sambands-fundum, sem haldnir voru við ítölsku hirðina, að konungi sjálfum viðstöddum. Mælt er að miðillinn sé itölsk prinsessa.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.