Reykjavík


Reykjavík - 30.08.1913, Blaðsíða 1

Reykjavík - 30.08.1913, Blaðsíða 1
1R k j a\> t k. Laug-ardag^ 30. Agúst 1913 XIV., 36 Ritstj. Kr. Linnet Laugaveg 37. Heima kl. 7—8 siðd. I) 311 Í 1*. Ekki alls fyrir löngu skrifaði Jóuas Guðlaugsson eina af þessum greinum sínum um íslenzk málefni, sem við og við birtast í dönskum blöðum, og skrifaðar eru í því skyni, — að ég hygg — að stuðla að auknum skilningi þeirra á vorum málum, og betra samkomu- lagi milli þjóðanna. Mergurinn máls- ins í þessari grein var sá, að úr því ekki væri unt sem stæði, að jafna stjórnmáladeilum vor og þeirra, þá væru reynandi aðrir végir til betra samlyndis, og væri þá helzt sú aukna þekking hvorrar þjóðar á hinni, er mundi fást með því, að ungir menta- menn íslenzkir og danskir sæktu löndin heim til skiftis og að jaínaði — kostaðir til fararinnar af landssjóði og ríkissjóði. Þetta er nú ekki alveg spánný uppástunga. Vér höfum heyrt hana fyr, og vér munum ekki betur en að heimsóknar-aðferðin hafi verið notuð án þess að bera neinn sérlega glæsi- legan árangur. En hvað um það — ekki fellur eik við fyrsta högg, og vilji Danir senda hingað unga menn til þess að kynnast landi og þjóð, þá mun oss ánægja að gera það sem við get- um til þess, að þeir hafi gagn og gaman af för sinni. En ég hygg ekki að við þyrftum að senda marga. Ég held að við sé- um farnir að þekkja Dani svo vel, að við ekki þurfum að eyða neinni til- takanlegri upphæð til þess að afla oss þess fróðleiks. Minsta kosti ekki meðan jafnmargir fara héðan til Danmerkur á ári hverju eins og nú er raun á. * En hvort sem nú Danir fara að ráðum Jónasar eða ekki, þá fáum vér ekki annað séð en að þeim sé vor- kunnarlaust að fara innan skamms að leiðrétta sumar þær röngu hugmyndir, sem þeir hafa um oss. Oss finst að þeir t. d. að taka, ekki ættu að þurfa að gerasér ferð hingað til þess að öðJast þá þekkingu, að vér erum íslenzkir en ekki danskir, að við erum sérstök þjóð en ekki amt-menn þeirra. Að hvað oft sem við erum kallaðir „hjálendan' þá erum vér það ekki og verðum ekki. En því miður virðist það eiga undarlega langt í land að þeim skiljist þetta. Það eru að vísu margir góðir og oss velviljaðir Danir, sem vita þetta og viðurkenna. En hve oft sjáum vér ekki í blöðum þeirra merki hins ? Hve þráfaldlega heyrum vér ekki þessar raddir, — sem lata svo illa í eyrum allra íslendinga — er gera lítið úr sjálfstæðu Þjóðerni okkar. Má ekki sjá það nú síðast er dönsk kona, Pauline Bagger, ritar af allmikl- um þjósti í mikilsmetið danskt blað um íramkomu fröken Laufeyjar Valdi- marsdóttur gegn Danmörku á kvenna- fundinum í Buda-Pest, (hvernig sú framkoma hafi verið skal hér ekki lagður dómur á og skiftir ekki máli), og segir að Island hafi þar komið fram fyrir Danmerkur hönd — vitan- lega af því að vér séum hluti dönsku þjóðarinnar. Ber ekki afstaða þeirra til fána- málsins einnig vott um hið sama? Og þó að vér getum fundið þeim afsökun að vilja ekki viðurkenna ríkis- rétt vorn, þá er oss ómögulegt að af- saka það við þá, að þeir ekki virða og viðurkenna þjóðerni vort. Þetta verða þeir að læra, Jæra allir, ef nokkur samkomulagsvon milli vor og þeirra á að vera. Og ef þeir — sem vér vonum — læra það, þá hyggjum vér að þeir um leið verði skilningsbetri á ýmislegt það annað, er oss og þeim ber á milli. Feluleikurinn. Brot úr íslenzkri stjórnmálasögu. Eftir próf. Lárus H. Bjarnason. IV. Þingbrœðingurnm. Þess er getið í fyrri köflum sögu þessarar, sérstaklega í 32. tölublaði „Rvíkur" 2. þ. mán., að hr. H. H. œtlaði að fela teym-samtökin við sjálf- stæðismenn fyrir flokksbræðrum sínum. Hann gat ekki svarað réttmætum að- finningum út af hinu hneykslanlega niðurlagi Apríl-bræðingsins öðru en því, að það „hefði ekki átt að afrita nið- urlag samningsins11. Leynimakkið varð því lýðum ljóst í allri sinni nekt, einvörðungu fyrir óhapp afritarans. En úr því svo tókst til, að alt komst upp, var eina úrræðið að rembast við að halda loforðið um niðurskurð Heima- stjórnarflokksins, hvað sem tautaði, enda vantaði ekki menn meðal „nýja föruneytisins", er ýttu á eftir bæði sadda vegs og valda, og svanga. Hr. H. H. lét líka fljótt að stýrinu. Heimastjórnarmenn voru ekki allir komnir til þings, er hann heimtaði það með miklum ákafa, að Heima- stjórnarflokkurinn skyldi „m't þegaru lagður niður og nýr llokkur myndaður. Það mátti ekki einu sinni bíða eftir 2 fjarstöddum þingmönnum, jafnvel ekki eftir þingmanni, er væntanlegur var á hverri stundu. Og er það lán- aðist ekki, var barin fram samþykt um, að halda daginn eftir sameigin- legan fund með öllum öðrum þing- mönnum en Ben. Sv., Bj. Jónssyni frá Vogi og Sk. Th., í því skyni, að sá fundur lógaði Heimastjórnarflokknum. Þar var haldið fram sömu kröfunni, að báðir gömlu flokkarnir skyldu lagðir niður og stofnað til friðar á jörðu með einni hjörð undir einum hirði, en þá tókst svo slysalega til, að svo margir Heimastjórnarmenn mótmæltu því, að láta framandi menn ráða niðurlögum Heimastjórnarflokksins, að hr. H. H. bar við annan mann fram tillögu um, að fresta fundinum um „óákveðinn tíma“. Hygg ég, að þeim hengingar- fresti Heimastj.fi. hafi eigi síst valdið það, að bent var til þess, flokknum til bjargar í bráð, að nota mundi mega afl -flmnastj.flokksins til forsetakosn- ingar í sameinuðu þingi, er átti að fara fram daginn eftir. Hr. H. H. var kosinn íorsetaefni Heimastjórnarþingmanna, og forseti sameinaðs þings daginn eftir, enda hafði hann, daginn eftir kosninguna, það eftir hr. Kr. Jónssyni, þáverandi ráðherra, að hr. Kr. J., hefði að „fyrra bragði“ — hr. Kr. J. sagði hr. H. H. hafa leitað sín um væntanleg ráðherra- skifti að fyrra bragði — skýrt sér frá, að meiri hlutinn yrði að fara að til- nefna ráðherraefni. Það stóð heldur ekki á því, því að samdægurs var hr. H. H. tilnefndur ráðherra af Heima- stjórnarþingmönnum, eftir að tillaga um, að fresta ráðherratilnefningunni til næsta dags hafði verið feld með jöfnum atkvæðum. Meðan þessu fór fram, orðaði hvorki hr. H. H. né nánustu fylgismenn hans niðurskurð Heimastjórnarflokksins, en straks á eftir var tekið til óspiltra málanna og nú reynt að tína einn og einn þingmann til undirskrifta utan funda. Hr. H. H. gekk sjálfur með svokallaðan þingmannahita, er hann hafði ritað á ofanverðan ’áskorun til manna „er stofna vildu föst samtök um, að vinna að því, að sambands- málið yrði leitt til sœmilegra lykta, eftir atvikum með þeim breytingum á frumvarpinu frá 1908, sem ætla má að verði til að sameina sem mestan þorra af kjósendum landsins um málið og jafnframt líklegur til samkomulags við Danmörk". Ég þóttist sjá, að með „íöstu samtökunum" ætti að negla menn, enda ritaði ég fyrirvara við nafn mitt og skýrði hr. H. H. jafn- framt frá því, að fyrirvarinn þýddi serstaklega það, að ég vildi ekki leggja Heimastjórnarflokkinn niður. SJíkt hið sama gerðu nokkrir Heimastj.menn, en sumir gerðu þó engan fyrirvara, enda hafði hr. H. H. sagt þeim, að áskorunin væri „ekkert annað en fund- arboð“ og þeir trúað því í svipinn. 23. Júlí urðu ráðherraskiftin. Hr. H. H. lýsti stefnu sinni með nokkrum orðum. Sumum er höfðu heyrt hann veifa Sambandsmálinu og engu öðru, meðan hann „gekk með“, þótti eftir- tektarvert, að það mál var seinasti liðurinn á stefnuskrá hans, og alt í einu orðið að meðali til þess að höndla hnossin, er hann setti efst á stefnu- skrá sína, þau hnossin, að fá fé og frið til stjórnarstarfa sinna, eða eins og einn þingmaður komst að orði, til þess að fá „matfrið“. Hr. H. H. kvaðst taka við ráðherraembættinu í fullu trausti þess, að hugur fylgdi máli hjá þeim, er höfðu heitið sér „föstum samtökum*. Á þeim orðum þóttust sumir skilja, að hann skoðaði nú þingmannalistann áðurnefnda með á- rituðu loforði um föst samtök öðru vísi en rétt og slétt fundarboð. Sumir mintust í þessu sambandi útlenda orðsins „Manövre" (herkænskubragð). Um þetta leyti var kosin 7 manna nefnd, til að íhuga Apríi-bræðinginn, og því þá jafnframt slegið föstu, að ekki mætti minnast nokkru orði á hrœðingsfrumvarpið í þingsölunum, XIX., 36 WF* Drekkið Egfilsmjöd og MalAextrakt frá iiinleiiílvi ölgerðinni „^gli Skallagríms$ym“. Ölið mælir með sér sjálfl. Sími 390. enda 7 innsigli sett fyrir munn allra nefndarmanna. Blöðunum hafði nálega öllum verið rækilega Jokað, þegar um vorið. Og til þess að ekki skyldi með nokkru móti slá í blessaðan matinn, var hr. Jón Magnússon, notarius okkar Reykvíkinga, látinn geyma öll eintök af þingbrœðingnum, þangað til ráð- herra væri kominn til Kaupmanna- hafnar og hefði fengið samþykki danska ráðaneytisins við frumvarpinu, er hann taldí mjög líklegt, eftir bréfi eins hér ónefnds dansks ráðherra, sem hann þó ekki vildi sýna, þótt eftir væri laitað. Sumum þótti alt þetta laumuspil ógeðslegt og óhyggilegt, en þeir kom- ust ekki upp fyrir moðreik. Spila- mennirnir þektu eða þóttust þekkja þolinmæði almennings. Að öðru leyti hafði þingnefndin sniðið úr Apríl-frumvarpinu flesta þá galla, er ég hafði bent á um vorið, að eins haldið ákvæðinu um Kaupm.- hafnar ráðherrann og þó bætt það að mun, með því að leggja það á vald hins ísienzka stjórnarskrárgjafa, hvort og hvenær hann skyldi komast á. Hitt vildi nefndin og meiri hlutinn aftur á móti ekki fallast á, að binda sig ekki við ákveðnar kröfur, fyr en haft væri tal af hinum samningsaðil- anum, löggjafarvaldi Dana. Og var þó einsýnt, að það hlaut að vera rétta leiðin, ef breyta átti frv. 1908, úr því að báðir málsaðilar, íslendingar ekki siður en Danir, höfðu játað málið samningsmál sín á milli. Og enn síður var við það komandi meðal áhrifamanna þeirra á þingi er ég leitaði, að bera millilanda-frumvarpið frá 1908 óbreytt fram á þingi, og síðar leita um það atkvæða kjósenda áður en borið væri undir Dani. Jón heit- inn í Múla var eini maðurinn, sem taka vildi þann kost, og segi ég hon- um liðnum það til lofs. Henn hafði fullan skilning á því, að Danir mundu heimta breytingar, ef vér færum að breyta, og var mér sammála um það, að þeir myndu ekki til lengdar neita oss um millilandafrumvarpið, ef það væri flutt fyrir þeim með hyggindum og festu, enda þó að því hefði einu sinni verið kastað á þingi voru. En hann var þá því miður orðinn oí veikur til að taka upp baráttuna með mér fyrir frumvarpinu, og taldi eftir atvik- um rétt, að lofa bræðingsmönnum að spreyta sig á bræðingnum, enda leidd- ist hann síðar, til að taka sæti í nefnd- inni. Því varð það úr, og það einkum af svokölluðum taktiskum ástæðum, að ég hætti við að bera milliianda- frumvarpið fram á aukaþinginu, svo sem ég hafði fastlega ásett mér. Og af sömu ástæðum léði ég þing- bræðingnum .r ' aitt með svo-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.