Reykjavík


Reykjavík - 30.08.1913, Side 3

Reykjavík - 30.08.1913, Side 3
R E Y K J AV I K 141 JPrönsk samtiiLsbök eftir I*ál Porkelsson, er nýkomin út. Fæst lijá öllum bóksölum. Kostar Kr. B,00. jtýr ráðunantur. Samkvæmt fjárlaga-fiumvarpinu eins og það ér afgreitt til efri-deildar eru áætlaðar 4000 kr. hvort árið, „til und- irbúnings samgöngumála á sjö“. Meining þingsins með fjárveitingu þessari er eins og samgöngumála- nefndin tekur fram þessi:-------til þess að geta skipað öllum samgöngu- málum á sjó, svo í nokkru lagi sje, virtist nefndunum nauðsynlegt að láta fram fara gagngerðar rannsóknir á öllu, sem hér að lýtur. En þær rannsóknir álíta nefndirnar stjórnarráðinu ókleift að gera með þeim starfskröftum einum, sem það hefir á að skipa. Verður þá ekki annað til ráða, en annaðhvort að veita stjórninni sjer- stakt aðstoðarfje í þessu skyni eða setja á stofn sérstaka stöðu fyrir mann, sem yrði ráðunautur stjórnar- innar í þessum greinum og hefði á hendi stjórn og undirbuning samgöngu- mála á sjó, líkt og á sjer stað um vegamál, póstmál og símamál. Þegar fjárveitingarnar til þessarar greinar samgöngumálanna eru farnar að nema 300,000 kr. á fjárhagstímabilinu, eins og gera má ráð fyrir að verði fram- vegis, eða jafnvel enn meira, þá virðist ekki verjandi að láta þau halda áfram að vera í eins mikilli óreiðu, eins og nú á sér stað, þar sem engin trygg- ing er fyrir, að þessar fjárveitingar komi að tilætluðum notum, eða þá að jafnmiklum notum eins og vera mætti, ef réttilega væri á haldið. Það er jafnvel engin trygging fyrir, að sum- um af fjárveitingunum sé varið sam- kvæmt tilgangi alþingis. Þannig hefir nefndunum verið skýrt frá, að sumir af þeim flóa og fjarðabátum, sem styrkur er veittur til úr landssjóði, séu í höndum kaupmanna, sem mest- megnis brúka þá í skottuferðir fyrir sjálfa sig og til hagsmuna fyrir sínar eigin verzlanir. Svo er sagt, að ástatt sé með eina 3 af þessum bátum, og um einn þeirra er meira að segja sagt, að hann hafi enga fasta ferða- áætlun. Hve mikið kann að vera hæft i slíkum sögusögnum, er ekki hægt að vita, nema sérstakar rannsóknir fari fram á þessum stöðum. En slíkar rannsóknir gæti ráðunautur stjórnar- innar gert. Hann ætti og að rannsaka hvernig hentast væri að haga ferða- áætlunum á hverjum stað, hve mikil þörfin væri fyrir bæði viðkomur strandferðaskipa og sérstakra héraðs- báta, hvert tillag væri sæmilegt að greiða til héraðsbátanna úr landssjóði og hvort ástæða væri að heimta jafn- framt nokkuð tillag frá hlutaðeigandi héruðum sjálfum. Hann ætti og að rannsaka, hverskonar bátalag og báta- stærð væri hentust á hverjum stað, og hvernig hægt væri að koma öllum samgöngum á sjó í eitt samanhang- andi kerfi, þannig að strandferðaskipin tækju við af millilandaskipunum, og flóa- og fjarðabátarnir af strandferða- skipunum og millilandaskipunum, en að öll þessi skip væru ekki í einu á siglingu sömu leiðina, eltu hvort ann- að og keptu hvort við annað, eins og nú þykir oft við brenna. Hann ætti og að vera fulltrúí landsstjórnarinnar í stjórn ,Eimskipafélags íslands", ef landssjóður yrði hluthafi í því félagi, og hafi yfirstjórn yfir útgerð lands- sjóðs, ef hún kæmist á fót. Og að sjálfsögðu ætti hann að gera tillögur til stjórnarinnar um öll samgöngumál á sjó fyrir hvert alþingi. Yerkefnið er því nægilegt, þótt stofnuð væri sérstök staða fyrir fastan mann til að annast þetta, og er það trú nefndanna, að ef vel tækist með valið á manninum, þá mundi það fje geta sparast margfaldlega á annan hátt, sem varið væri til að launa honum fyrir jafn þjóðnýtt starf. yHþingishúsgaríurinn. Alþingishúsgarðurinn er opinn nú við og við og ættu menn að leggja leið sína inn í hann, því að þó sólar- litlir hafi dagarnir verið í sumar þá er hann allfagur á að lita. Er það að þakka Tryggva Gunnarssyni banka- stjóra, sem hirðir hann og sér um. Það var hann, sem fyrir 13 árum gróðursetti tréin, og fékk hann mörg þeirra frá Guðm. Guðmundssyni lækni, sem þá var í Laugardælum. Voru þau þá ekki stærri en svo að hægt var að hafa þau í vasanum. Sýnir vöxtur þeirra og viðgangur að mönn- um er innanhandar að eignast laglega garða kringum hús sín hér, á tiltölu- lega stuttum tíma ef menn hafa áhuga á því. Leiðinlegt er hve garðurinn er lítill og að ekki var farið að ráðum Tryggva þegar fyrst var stofnað til hans, að kaupa blett þann, er fylgir því gamla húsi, er átti Halldór heitinn Friðriksson. Hefði verið mikill mun- ur umhorfs þar nú, ef svo hefði verið gert. Stjórnarskrármálií. Yið frumvarpið eins og það var orðið eftir 2. umr. í Neðri-deild eru nú komnar fram all-margar breyting- artillögur. Skulu hér nefndar þær helztu. Um skipun þingsins. í frumvarpinu segir svo í 8. gr.: Alþingi skiftist í l,vær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. í neðri deild eiga sæti 26 þingmenn, kosnir óhlutbundnum kosningum í kjördæm- um landsins, en í efri deild eiga sæti 14 þingmenn; 6 af þeim skulu kosnir hlutfallskosningum í einu lagi um land alt og jafnmargir varamenn, en 8 skulu kosnir af sameinuðu þingi. Við þetta gerir Dr. Váltýr breyt- ingartillögur og vill, að greinin orðist svo: Alþingi skiftist í tvær málstofur, efri og neðri. í neðri málstofu eiga sæti 26 þingmenn, kosnir beinum kosningum í 26 kjördæmum. í efri málstofu eiga sæti 14 þingmenn, kosnir í fjórðungum eftir fólksfjölda, 5 í Sunn- lendingafjórðungi, 4 í Vestfirðinga- fjórðungi, 3 í Norðlendingafjórðungi og 2 í Austfirðingafjórðungi. Tölum þess- um má breyta með lögum. Hvervetna þar, sem efri og neðri deild kemuT fyrir í stjórnarskrá íslands eða stjórnarskipunarlögum, komi í þess stað: efri' og neðri málstofa. Enn fremur vill hann bæta við grein á eftir þessari, er hljóði þannig: Þingmenn efri málstofu skulu kosnir óbeinum kosningum af kjörmönnum, þannig að allir þeir kjósendur, sem kosningarrétt hafa til Alþingis, kjósa jaínmarga kjörmenn og sýslunefndar- menn og bæjarfulltrúar eru í hverjum landsfjórðungi, en allir sýslunefndar- menn og bæjarfulltrúar eru sjálfkjörnir kjörmenn, og kjósa þeir, ásamt hinum kjörnu kjörmönnum af hálfu hinna almennu kjósenda, þingmenn efri mál- stofu með hlutfallskvsningu. Nánari ákvæði um þessar kosningar og um kjördæmaskipun og kosningar til neðri málstofu skulu sett í kosn- ingalögum. Aftur á mótl bera þeir Bjarni frá \ogi og Hannes Hafstein fram aðra breytingartillögu um þetta og vilja að greinin orðist svo: Alþingi skiftist 1 tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. í neðri deild eiga sæti 26 þingmenn, en 14 í efri deild. Tölum þessum má breyta með lögum. Óhlutbundnum kosningum í sérstök- um kjördæmum skulu kosnir 34 al- þingismenn, en 6 hlutbundnum kosn- ingum um landið alt í einu lagi. Þeir þingmenn eiga allir sæti í efri deild, sem kosnir eru hlutbundnum kosningum, og auk þeirra 8 þingmenn, sem sameinað Alþingi kýs úr flokki þingmanna, sem kosnir eru óhlut- bundnum kosningum. Hinir eiga sæti í neðri deild. En meiri liluti stjörnarskrárnefndar- innar vill fjölga þingmönnum um 2 og hafa greinina svohljóðandi: Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. í neðri deild eiga sæti 28 þingmenn, en 14 í efri deild. Tölum þessum má breyta með lögum. 34 alþingismenn skulu kosnir óhlut- bundnum kosningum i sérstökum kjör- dæmum, en 8 hlutbundnum kosning- um um land alt í einu lagi. Þeir þingmenn, sem kosnir eru hlut- bundnum kosningum, eiga allir sæti í efri deild og að auki 6 þingmenn, er sameinað Alþingi kýs úr flokki þing- manna, er kosnir eru óhlutbundnum kosningum. Hinir eiga sæti í neðri deild. Pingrof. Minni hluti nefndarinnar (Bj. frá V.) ber fram breytingartillögu í þá átt, að þingrof nái til beggja deilda og allra þingmanna, hvort sem þeir eru kosnir hlutbundnum eða óhlutbundnum kosn- ingum. Eins og sér á þessu eru breyt.till. meiri hl. stj.skr.n. og þeirra B. J. V. H. H., að eins frábrugðnar að því leyti, að nefndin vill fjölga 2 þing- mönnum, sem eiga að vera kosnir hlutbundnum kosningum, og láta þá sem kjölfestu upp í Efri-deild. Dr. Valtýr aftur á móti fer nýja vegu. Annmarki er það á hans fyrirkomu- lagi, að sýslunefndarmenn og bæjar- fulltrúar skuli vera sjálfkjörnir kjörmenn. Með því móti hljóta kosningar í bæjar- stjórnir og sýsluneíndir að verða „póli- tiskar“, og er það mikill ókostur. Virðist oss fyrirkomulag það, sem þeir H. H. og B. J. V. stinga upp á, vera lang óbrotnast og eðlilegast og vonum að það fái framgang. Stjórnarskráin verður ti) 3. umr. fyrst í næstu viku. Af lækna-þinginu. Sáraveiki (syflis). Miklir vogestar víða um lönd eru samræðis-sjúkdómarnir, og þá ekki sízt sáraveikin. Á lækna-þinginu í Lundúnum, er vér gátum um í síð- asta blaði, var mikið um það rætt hvað gera skyldi til að stemma stigu fyrir útbreiðslu hennar, og um það hvernig hið heimsfræga lyf Dr. Ehrlichs, „Salvarsanu, hefði reynst. Kom í ljós að alstaðar hefði það og „afleggjari1' þess, sem oftar heyrist getið um, „Hata 606“, reynst ágætlega. Ekki var gert mikið úr hættu þeirri, er sjúklingunum mundi stafa af meðal- inu, og talin varla meiri en hætta sú, er stafar af notkun klóróforms. Það bar mönnum saman um, að reynslan væri sú, að meðalið létti áreiðanlega veikina er hún væri á 2. stiginu og læknaði hana til fullnustu á 1. stiginu. Um 3. stigið er ekki fengin full vissa, en einnig þar mun bati fást. . Krabbamein. Dr. Bashford, forstjóri Imperial- sjóðsins brezka til rannsókna á þess- um sjúkdómi, benti í skýrslu, er hann gaf um árangur sinn og hjálparmanna sinna um eðli krabbameinsins, á ýmis- legt, er virtist mæla gegn því, að sótt- kveikjur væru valdar sjúkdómsins. Hann áleit að orsökin kynni að vera einhverjar huldar efnislegar og líffræðis- legar (biological) breytingar í líkam- anum, sem stöfuðu af áhrifum ein- hvers óþekts efnis. Einkaréttur. Páll J. Torfason sótti til þingsins um að það samþykti lög þess efnis að heimila ráðherra að veita sér einka- rétt .til að vinna, um ákveðið ára- skeið, salt og önnur efni úr sjó, hvort heldur væri með fossafli, gufuafli eða rafmagni. Nefnd var sett til að íhuga þetta, og hefir hún búið til frumvarp í þessa átt, er var vel tekið við 1. umr. þess í Neðri deild nú í vikunni. Páll er hugmyndamaður góður, og óskandi væri að honum auðnaðist að koma þessu í framkvæmd. Forðagæzla. í Efri deild er samþ. lagafrumvarp um forðagæzlu, og eiga samkv. 1. gr. þess í hverjum hreppi að vera kosnir forðagæzlumenn, einn eða fleiri, til þess að hafa gát á heybirgðum, korn- vörubirgðum og öðrum fóðurbirgðum hreppsbúa og meðferð þeirra á bú- peningi. Um horfelli er svo ákveðið, að sektir skuli gjalda frá 10—200 kr., eða það varðar einföldu fangelsi alt að 6 mán- uðum.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.