Reykjavík


Reykjavík - 30.08.1913, Blaðsíða 4

Reykjavík - 30.08.1913, Blaðsíða 4
142 REYKJAVIK Úr ýmsum áttum. Menið góða. Einn af miljónamæringunum í Vest- urheimi kom til Lundúna ekki alls fyrir löngu og varð fyrir því láni að gipta dóttur sina einhverjum þarlands- manni. Af ánægju yfir þessu fór hann út í borgina til þess að kaupa handa henni hálsmen furðu dýrt í brúðargjöf. Kom hann til Mayers, sem þar er frægur gimsteinasali og bað um perlu- men, sem kostaði 3—4 miljónir kr. Þó við lægi að liði yfir Mayer lét hann samt á engu bera og hét men- inu. Simaði svo til Salomons viðskipta- vinar síns í Parísarborg um að útvega nægar perlur því að sjálfur hafði hann ekkert að ráði. Salomon fór auðvitað strax á stúfana og var svo heppinn að takast að smala nógu mörgum og nógu dýrum perlum í Parísarborg. En nú var eítir að senda þær til Mayers. Þá datt honum i hug að senda þær með póstinum og þótti snjallræði. Því að eins og allir vita er lítil hætta á að ekki komi böglar til skila, sem maður sendir þannig. Hann setti því perlurnar í öskju á venjulegan hátt og lakkaði fyrir. Skilaði svo öskjunni á pósthúsið og fór heim með póst- kvittunina glaður og ánægður. Ekki minna kátur var Mayer þegar askjan með dýrgripunum var komin i hendur hans, en gleði hans fór fljótt út um þúfur, því að þegai hann var búinn að opna öskjuna kom í ljós að í henni voru nokkrir sykurmolar og ekkert annað. Til þjófsins hefir ekkert spurst og brúðkaupinu er frestað. En tveir færustu eftirgrenslunarmennirnir á Frakklandi hafa svarið þess dýran eið að hafa uppi á þjófnum, svo ekki er örvænt um að það kunni að takast. Abdnl Azis, er fyrir nokkru var soldán þeirra Marokkó-búa, dvelur nú langvistum í Englandi, og temur sig svo mjög að siðum landsmanna, að hann lætur sér nægja 5 konur, en átti áður 723. Eyrarsunds-vikan. Svo nefna Danir kappsiglingamót, er þeir hafa árlega í Eyrarsundi, og aðrar þjóðir einnig geta tekið þátt í. 76 seglbátar eða smáskip tóku þátt í kappsiglingunni. Voru þeir flestir danskir, en sumir norskir, sænskir, þýzkir og rússneskir. Verðlaunum mörgum var útbýtt. Konungur vor, sem einnig er það sem Danir nefna „Sætteskipper", tók þátt í einu skriðinu og vann — auðvitað — glæsilegan sigur. Leikfimi. Ekki færri en 100,000 leikfimis- menn tóku þátt í fimleikasýningu, sem var haldin í Leipzig nýlega. Stundum voru 16—17,000 manns á íþróttavell- inum samtímis. Bóstnr í Kína. Lýðveldið hefir ekki átt friði að fagna upp á síðkastið. Suður-Kína og Norður-Kína (en þar situr forsetinn Yuan-Shih-kai) hafa átt í allmiklum og blóðugum erjum, sem nú er þó lokið, og hefir forsetanum tekizt að bæla niður uppreisnina. En líklegt að það sé rétt í bráð, og að mótstöðu- menn hans — og þar má fremstan telja Sun-Yat-sen — láti hann ekki lengi njóta friðarins. Helen Keller. Hún er fædd í smáþorpi í Norður- Ameríku á miðju sumri árið 1880. Hálfs annars árs fékk hún heilabólgu og enginn ætlaði henni líf. Lífinu fékk hún samt að halda. En borga varð hún það dýru verði, svo dýru, að margur mundi ekki kjósa sér lífgjöf ætti hann að gjalda það fyrir. Hún misti bæði sjón og heyrn. Sjónlaus, heyrnarlaus og mállaus — og alt lífið fram undan. Er unt að gera sér í hugarlund hvað í þessu felst ? Sífelt myrkur, sífeld þögn ! Er ekki alt sem gerir lífið gott og unaðslegt í ætt við ljósið, alt sem tengir mann við mann, sál við sál, bygt á að geta sagt öðr- um hugsanir sínar og orðið aðnjót- andi hugsana annara. Frá öllu þessu virtist Helen litla lokuð úti. Hún var ein, altaf ein. Ein í svartasta myrkri og eilífri þögn. Það er sagt að enginn maður þoli til lengdar að vera byrgður í myrkri og þögn. Sú refsing er brúkuð enn við hermenn, og stórir sterkir menn koma eftir vikutíma út máttlausari en börn og stundum hálf-sturlaðir. En þá barnið ? Hún hefir nú sjálf ritað æfisögu sína. Og það sem maður sízt skyldi halda, — það andar móti manni lífsgleðin í hverri línu. Hið bjargvana ástand hennar hefir valdið því að allir þeir, sem hún hefir kynst, hafa verið henni góðir. Hún hefir lært að þekkja björtu hliðar lífsins, þó hún ekki hafi séð þær. Hún segir átakanlega frá því er hún, sjö vetra barnið, smámsaman ósjálf- rátt skynjaði hið ógurlega hlutskifti sitt, og hve löngunin til að geta komið hugsunum sínum — svo fáar og ó- merkilegar sem þær voru — til annara, til móður sinnar og föður, óx með degi hverjum, og hvernig hún, er það ávalt mistókst, varð óþolinmóð og úr- vinda af sorg. „Mér fanst eins og ó- sýnilegar hendur hóldu mér niðri, og ég streittist af öllum lífsins kröftum við að losa mig. Ég hamaðist á móti — en undan farginu komst ég aldrei, og vonlaus bardaginn lauk ávalt með tárum. Og þessi bardagi og þessi köst, urðu senn á hverjum degi og oft á dag“. En þegar neyðin er mest er hjálpin næst. Til Helenar litlu kom nú kenn- arinn hennar, ungfrú Sullivan, sem seinna hefir orðið stórfræg fyrir að takast svo ágætlega að kenna henni. Það var tilfinningin, sem varð að bæta úr vöntun hinna skilningarvitanna. Með því að fá henni hlut, og ýta um leið fingrunum mismunandi í lófa hennar, tókst eftir langa mæðu að kenna henni „staírofið“. Hún segir frá hinum gleðiríka, merkilega degi, þegar hún loks komst að því, að hver hlutur á heiti, og að hún nú gat lært það, og eignast nýjan heim, hugsana heiminn. — „Það mun erfitt að hugsa sér ánægðaraog glaðara barn en mig, þegar ég á enda þess dags lá í litla rúminu mínu, með hugann á öllu því, sem fyrir mig hafði borið um daginn, og í fyrsta skifti á æfinni hlakkaði til morgundagsins". Eins og gefur að skilja var mjög örðugt að láta hana skilja hugmyndir og þess konar, sem ekki var hægt að þreifa á. En það tókst þó með tíma og þolinmæði. En þegar fyrstu örðugleikarnir voru unnir og Helen fór að læra dálítið um umheiminn kom í ljós hvílíkum af- bragðs gáfum hún var gædd, og þreki, sem engir erfiðieikar gátu bugað. Helen talar nú eins og hver anuar. Hún varð að læra það með því að taka á vörum ungfrú Sullivan, er hún talaði, og svo reyna áð gera eins. Að henni skyldi t.akast það er stórmerki- legt. Hún er nú smám saman búin að fá meiri mentun en alment gerist. Skilur og talar mörg mál, er góð í stærðfræði og öðrum lærdómsgreinum, hefir tekið góð próf og gengið á Red- cliffe-háskólann í Ameríku. Hún var nýlega ráðin kennari sonar Alfons Spánarkonungs, sem eins og kunnugt er, er mál- og heyrnarlaus. Æfisaga hennar er glæsilegur vottur þess, hver öfl mannsandinn á til að bera og hvers sterkur vilji og góðir hæfileikar fá áorkað. jlíannanöjn. Frumvarp til laga um mannanöfn er lagt fyrir þingið. Bjarni frá Yogi er þar í nefnd og hefir — sem oftar — orðið í minni-hluta. Hefir hann samið ágreiningsálit all-skáldlegt, og gerir ýmsar breytingartillögur við frumvarpið. Yill hann banna „að kon- ur kalli sig syni tengdafeðra sinna og því síður bræður manna sinna og sona“, enda verður því varla neitað að per- sónulegt frelsi er mikið í því landi, þar sem slíkt er leyft, og hefðum vér ekkert á móti því, þó vér værum aldrei nafnkyntir frú Guðnýju Sigurðsson, er Bjarni tekur fram um í áliti sínu, 'að meirihlutinn vilji láta vera óbeygjan- lega kynvillu. Aftur á móti þykir oss það fullhart að Bjarni krefst 20 kr. árlegs nefskatts af oss, svo vér fáum að halda ættarnafni voru góðu og heiðarlegu. En þó er bót í máli, að þeir sem heita slíkum nöfnum sem Petersen, Jensen, Sörensen o. s. frv., alls ekki geta fengið að halda nafninu, hvað sem þeir vilja til vinna, heldur skulu þeir „skýrðir um“ samstundis og frv. með br.till. Bjarna er samþykt. En það verður nú kanske ekki á þessu þingi. Nöfn og nýjung’ar. Eggert Stefánsson söngmaður ayngur í Bárubúð á morgun. Á söngskránni eru bæði íslenzk lög og útlend. Stúdentafundur var haldinn í gser- kveldi til þess að kjósa mann til farar á 100 ára afmælishátíð stúaentafélagsins norska, sem haldið verður fyrst í Október- mánuði næstkomandi. Hefir Alþingi styrkt félagið til fararinnar með 600 kr. B e n e- dikt Sveinsson alþm. var kjörinn. Jacob Hawsteen fer úr þjónustu hins danska steinolíufélags 1- Október n. k. Setur þá á stofn umboðsvcrzlun með alls- konar vörur. Sérstaklega mun hann hafa í hyggju að snúa sér að kolasölu (steinkola). í „Gamla Bí6“ er Býnd í kvöld og næstu kvöld mjög vel leikinn kvikmynda- sjónleikur ítalskur, er heitir „Papa André“. Það er sorgarleikur — en sem fer vel. Auðugur maður missir af völdum óvinar síns aleigu sína og er að auki saklaus hneptur í fangelsi. En úr því rætist þó um síðir. Þar eru brunar og bjarganir, tár og timburmenn, kærleikur og kossar og yfir höfuð alt, sem góða Bíó-mynd má prýða. Guðm. læknir Guðmundsson í Stykkishólmi er staddur í bænum um þess- ar mundir. Séra Sigurður Stefánsson liggur enn á sjúkrahúsi. Hafði fengið nokkurn afturkipp. n f Biografteater ^ ^ Reykjavíkur sýnir 30., 31. ágúst og 1. septbr. Papa André. Sjónleikur í 3 þáttum, leikinn af listfimustu leikurum ítala. Aðalhlutverkið (Papa André) leikið af sorgleikasnillingnum mikla Ernesto Zacconi. Sig. Júl. Jóhannesson iæknir i Vest- urheimi er kominn hingað í snögga kynn- isför. Jóhann Jóhannesson kaupmaður er einnig ný-kominn að vestan. Bölvar hann Ameríku í sand og ösku, en þykir himna- ríki á jarðríki vera bærinn Kaupmannahöfn í Danmörku. Baldur Sveinsson. cand. phil., er orðinu kennari við skólann á ísafirði. Karl Einarsson sýslumaður er liér í bænum, sem stendur. A skemtireið austur um sveitir eru þeir Eggert Claessen, Guðjón Sigurðsson og Sigurður Briem. Sildarveiði hefir verið lítil fyrir norðan síðustu vikuna. Eimskipafélagið. Safnað hlutafé er nú orðið 313,000. En eru ókomnar skýrslur frá um 50 manns, er safnað hafa. Til Hafnfirðings. Þér hafið sent oss til birtingar nokkra snotra niðkviðlinga um ónafngreinda menn (sennilega einhverja bæjarbræður yðar). Vér þökkum sending- una, en erum hræddir um að menn hafi ekki gaman af þeim, nema þeir viti hverjir eiga skammirnar. Fólk er nú einu sinni svona gert. Og ef það svo fær að vita um hvern níðið er, þá langar það enn meir að vita hver er höfundur þess, og vegna hvers hann er að hella sér út yfir hina. Yfiur er því bezt að skrifa oss alt þetta fyrst. Þá er vel líklegt, að minsta kosti Ingimundur (sem sjálfur aldrei svífist að sverta náung- ann eftir föngum) mæli með því að kviðl- ingarnir komi fyrir almennings sjónir. Ingimundur biður þess getið, að það sé. prentvilla þar sem í greininni „Happdrætti11 í síðasta blaði stendur um Dani, að þeir hafi verið útvaldir „a f stjórninni11 til að vera leiðtogar okkar á þjóðlífsbrautinni. Svo djöfullegur í garð stjórnarinnar ætlaði hann ekki að vera. Það átti að standa „forsjóninn i“. Sveinn Björnsson yfirdóm8lögmaður. er fluttur í Hafnarstræti iiti. Skrlfstofntími 9—2 og 4—6. Hlttist venjnlega sjálfur 11—12 og 4—5. Vertlun Jóns Zoéga selur ódýrast neftóbak, munntóbak, reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl. Talsími 128. Bankastrœti 14. Hvaða mótor er ódýrastur, bestur og mest notaður? Gideon-mótorinn. / Einkasall Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verslun. Hvar á að kaupa öl og vín ? En í Thomsens M a g a s í n. Prenlsmiðjan Gutenberg.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.