Reykjavík


Reykjavík - 30.08.1913, Qupperneq 2

Reykjavík - 30.08.1913, Qupperneq 2
140 REYKJAVÍK löguðum, bókuðum fyxirvara: „1., greiði honum atkvæði, sem lausum samnings-tilraunum, en í fullkomnu vonleysi um framgang hans; 2., tek frumvarpið 1908 óbreytt, hve nær sem það fæst; 3., tek ekki lakari kostum óneyddur. Þriðja skilyrðið tók ég fram af því, að ég þóttist geta ráðið það af orð- orðum ýmsra bræðingsmanna, ekki síst hr. H. H., að bræðingurinn mundi verða upphaf til nnda,nsláttar af vorri hendi, og hefði ég þó svarið fyrir, að undanslátturinn kæmi svo fljótt og yrði jafn-ólystugur, sem Desember-maturinn með Ijóta nafninu. [Framh.]. Steingrímur Thorsteinsson 19. maí 1831 — 21. ágúst 1913. Dauðinn er stórtækur í ár. Hann hefir nú á stnttum tima tekið frá okkur ýmsa þá, er framarlega stóðu í fylkingu vorri, ýmsa menn og konur, sem fiiikil störf höfðu unnið á mis- munandi svæðum þjóðlífs vors. Nú síðast heflr hann svift oss merkisberanum á sviði bókmentanna, skáldinu Steingrími Thorsteinsson. Stgr. Thorsteinsson lifir í meðvitund vorri sem skáldið, og sem skáldið mun nafn hans geymast komandi kynslóð- um. Ungir numum vér kvæðin hans, og oss eru þau öllum kær, því að vér finnum að hann hefir sett það í Ijóð, sem fagurt er og í söng á heima. Ljóð hans etu hljómþýð lög, er tala hjartans mál. Það ér ekkert dýrðlegra en að fara' héðan með lángt og gott lífsstarf að baki sér. Að hafa unnið eitthvað þarft í verkahring sínum, hver sem hann var. Stgr. Thorsteinsson getur nú litið ánægður aftur á unnið starf. Hann mun sjá mörg frækorn, er hann hefir sáð, marga fagra og góða hugsun, sem hann hefir gróðursett, og ávöxt hefir borið í sálum manna. Frá þtí áð hann árið 1854 sendi frá sér fýrstu ijóðin sín (meðal þeirra kvæðið: ,, Verndi þig englar ...“ sem allir kunna), hefir hann gefið bókment- um vorum hvem dýrgripinn öðrum íegurri, kæði frUmsaminn og þýddan. Vér minnum á þýðingu „Axels og „Lear konungur“, þýðingarnar á ind- versku sögufium „Savitri“ og „Sa- kuntala", og hin gullfagra þýðing á „Þúsiind og ein nótt“. Fjölda ljóða eftir eriend ágætisskáld þýddi hann, þar á méðal eftir Byron, Heine, Schiller og Qoethe. Allir muna eftir „Svanhvít“ þesisari ágætu en því mið- ur ófáarúegu bók, þar sevn hann og séra Mátthíás hafa þýtt hvor öðrum betur, ýms gullfögur kvæði. Hafa ekki fle8tir numið „Lordey?u Bömunum gleymdi hann ekki heldur. Mun ekki „MjaUhvítu fyrsta sagan, er mörg okkar lásu. Og æfintýri „H. G. An- dersens11 heflr hann einnig gefið þeim. En þáð rit hans, sem oss íslend- ingum þó er kærast er Ijóðmælin hans. „Steingríms ljóðmœliu komu árið 1881 fyrst fyrii almennings sjónir. Hafa þau átit afar-miklum vinsældum að fagna hjá þjóðinni, sem meðal annars má sjá á því, að þrjár útgáfur hafa verið prentaðar af þeim. Er slíkt ekki algengt hér á landi. Og einnig í öðr- um löndum hefir þeím verið vel tekið, og mörg kvæði hans þýdd á önnur tungumál. Steingrímur var mjög vel að sér og las mikið alla æfi. Hann var manna yfirlætislausastur og hið mesta prúð- menni. Lærisveinar hans unnu hon- um allir — en það eru nú flestir mentamenn þessa lands. * Hann var óáleitinn við aðra en átti til háðsvopnið bitra, ef því var að skifta. Mörgum mun minnisstæð hin þurlega kýmni hans og napuryrðin, er hann stundum lét fjúka. Enda kennir þessa einnig í stöku kvæðum hans. Hann elskaði landið og fegurð þess og söng um það svo aðrar þjóðir hlustuðu. Landið og vér allir eigum honum þökk að gjalda. --- ■ i ---- Um Srænlanð þvert. Koch og félagar hans, þar á meðal Yigfús Sigurðsson, komnir til bygða eftir eins árs útivist. Eins og menn muna, fór danski Grænlands-könnuðurinn Koch snemma í fyrra sumar upp á Vatnajökul, og hafði í ferðinni hesta, sem hann hafði keypt hér. Var þetta gert til þess að prófa hvort ekki mundi tækt að nota íslenzka hesta í för þeirri, sem hann hafði í hyggju að fara yfir þvert Græn- land, þá skömmu síðar. Reyndist þetta svo, að Koch hafði héðan með sér 16 hesta, er hann fór frá Akur- eyri til Grænlands. í förinni með Koch höfuðsmanni voru, auk Vigfúsar Sigurðssonar, Dr. Wegener, þýzkur maður, og Larsen, danskur sjómaður. Lögðu þeir upp frá Danmerkurhöfn á austurströnd Grænlands í júlímánuði í fyrra, og höfðu með sér 13 af hestunum. Hinir höfðu strokið og ekki náðst. Gekk þeim ferðin all-illa og rötuðu í ýmsar mannraunir áður þeir kæmu í land Lovísu drotningar, sem er nokkuð suður og vestur af Danmerkurhöfn. Þar höfðu þeir vetrarsetu. Áttu þeir þar hina béztu vist, þó^að köld væri. En með vorinu hugðu þeir til brott- farar og lögðu á stað 20. apríl fjórir saman með 5 hesta (hina höfðu þeir haft tii eldis). Áttu þeir þá fyrir höndum um 1200 rasta leið yfir þvert Grænland niður á vesturströndina, ekki langt frá TJpernivik. Upp nm Qöll og firnindi. Vér íslendingar erum ekki aiveg ókunnir ferðalögum á háfjöllum í of- viðrum og stórhríðum. Vér getum því gert oss i hugarlund að á karl- mensku þeirra reyndi uppi á Græn- lands fjöllum í manndrápsveðrum þar. Höfðu þeir slík veður næstum alla fyrstu 40 dagana, og urðu að halda alveg kyrru fyrir í 12 daga. Urðu hestarnir þreyttir mjög og snjóblindir, og varð að drepa þrjá af þeim. En áfram var förinni heitið, og áfram -héldu menn og skepnur uppi á há- fjöllunum, sem eru hærri en Öræfa- jökull, og þar sem andrúmsloftið því er svo þunt, að það er til stórra óþægínda að ganga nokkuð að mun. Þegar lengur leið á fór mjöllin að verða laus. Ógreiddist förin þá all- mjög. Þreyttust hestamir en voru þó ferðafærir. En vegna fóðurskorts urðu þeir 11. júní að drepa annan klárinn. Nú fór að halla undan fæti, og þeir gátu farið lengri dagleiðir og höfðu góða von um að komast klakklaust niður á vesturströndina með síðasta hestinn. Var hann næsta ólúinn, og þeim öllum hinn hjartfólgnasti. En þá kom sumarhitinn. Snjórinn bráðnaði og hesturinn lá allstaðar í. „Urðum vér til neyddir", segir Koch í skýrslu sinni, „að drepa þennan ágætis-grip, eftir að hann hafði gengið 1000 rastir þvert yfir Grænland, og átti ekki nema 10 rastir að grösugu haglendi". Sjálfir voru þeir ekki úr öllum háska, en komust þó loks um miðjan júlí- mánuð til mannabygða, eítir að hafa ratað í ýmsar raunir, og þrotnir að vistum. Eru þeir enn á Grænlandi, en hverfa aftur til Danmerkur með haustinu. Vér íslendingar höfum haft allan sóma af landa vorum í þessari för. Hann reyndist hið mesta karlmenni. Og íslenzku hestunum verður förin efalaust einnig til hinnar mestu frægðar. Áður hefir verið freistað að nota hesta á ferðum í heimskautalöndunum, en aldrei heppnast. En hestarnir okkar eru þrautseigir og harðnaðir af vosi og lítigangi öld fram af öld. €imskipajélaglð. Við 3. umr. fjárlaganna var sam- þyktur 40,000 kr. styrkur til eimskipa- fólagsins að þvi tilskildu, að félagið hafi í förum tvö millilandaskip árið 1915, enda samþykki stjórnarráðið ferðaáætlanir þeirra. Eftir skýrslu bráðabyrgðarstjórnarinnar var þátt- taka sýslanna 19. þ. m. orðin sem hér segir: Mjra- og Borgarfj.sjsla . . . Kr. 15275,00 Snæf.nessogHnappadalssjsla — 5575,00 Dalasjsla...................... — 3550,00 Barðastrandarsjsla ...... — 11730,00 ísafjarðarsjsla og kaupstaður — 11600,00 Strandasjsla................... — 2525,00 Húnavatnssjsla................. — 9600,00 Skagafjarðarsjsla.............. — 9225,00 Eyjafjarðarsjsla og Akureyri — 18325,00 Suður-Þingeyjarsjsla........ — 14225,00 Norður-Þingeyjarsjsla .... — 5575,00 Norður-Múlasjsla ogSeyðisfj. — 13625,00 Suður-Múlasjsla................ — 21825,00 Skaftafellssjsla............... — 8300,00 Rangárvallasjsla............... — 6900,00 Vestmannaeyjar................. — 5750,00 Árnessjsla..................... — 13500,00 Gbr.- og Kjós.s. með Hafnarf. — 16800,00 Reykjavík og Seltjarnarnes . — 85975,00 Kr. 279880,00 Trúmálahugleiðingar próf. J, H. Oss hefir verið send sérprentun úr „Bjarma“, þar sem einhver x-f-y tekur svari gömlu guðfræðinnar gegn próf. Jóni Helgasyni. En vér gerum ekki ráð fyrir að þetta svar sé ritað af neinum klerk eða kennimanni þessa lands, því að ætia verðum vér að enginn þeirra skammist sín fyrir að játa trú sina og láta nafns síns getið. Annars getur þessi grein hinnar ó- þektu stærðar varla talist annað en opinber rökþrota yfirlýsing, þar sém að áliti hennar er skynseminni ekki hugaður aðgangur að eviði trúarinnar heldur á hver að trúa „blint*. Ijagstofan. Meiri hluti nefndar þeirrar, sem kosin var í Neðri deild til að athuga hagstofu-frumvarpið eins og það kom frá Efri deild, hefir að eins gert mjög lítilfjörlegar breytingartillögur við það. Við 2. gr. b. lið vill nefndin bæta gjafasjóðum og styrktarsjóðum. Sú grein er um meginatriði landshagsins, sem hagstofunni ber einkanlega að rannsaka, og eru atriðin þessi: 1. Fólksmagn: a, manntöl; b, fæð- ingar; c, hjónabönd; d, heilsufar ; e, manndauði; f, fólksflutningar. 2. Dómsmál, þar með talin einkamál, sáttanefndarmál, sakamál og lög- reglumál. 3. Atvinnuvegir: a, landbúnaður; b, iðnaður; c, fiskiveiðar; d, siglingar og verzlun; e, bankar, sparisjóðir og aðrar allsherjar lánsstofnanir. 4. Efnahagur landsmanna: a, tekjur af eign og atvinnu; b, virðingar- verð jarðeigna og þinglesnar veð- skuldir á þeim; virðingarverð hús- eigna með lóðum og veðskuldir á þeim eignum; d, verðmætj skipa og báta og veðskuldir er á hvíla. 5. Stjórnmál: a, notkun kosninga- réttar; b, starfsmenn þjóðfélagsins. 6. Fjárhagur landsins, sýslufélaga og sveitarfélaga. 7. Þjóðareignir til almenningsnytja: a, vegir og brýr; b, ritsímar og talsímar; c, póstflutningar. 8. Fræðslumál: a, barnafræðsla; b, unglingaskólar og aðrir alþýðu- skólar. 9. Tryggingarstarfsemi: a, líftrygging; b, heilsutíygging ; c, eignatrygging. En 5. gr., er samkvæmt frv. áður var svona : Hagstofunni stýrir maður, skipaður af rágherra, og nefnist hagstofustjóri. Vanalega hafa þeir einir rétt til þessa starfs, er lokið hafa háskólaprófi í stjórnfræði. Hagstofustjóri hefir í laun 3000 kr. Til aðstoðarmanna má verja alt að 2500 kr. vill nefndin að verði svohljóðandi: Hagstofunni .stýrir hagstofustjóri og einn aðstoðarmaður, skipaðir af ráð- herra. Vanalega hafa þeir einir rétt til þessara starfa, er lokið hafa há- skólaprófi í stjórnfræði. Hagstofustjóri hefir að launum 3000 kr., en aðstoðarmaður 2500 kr. ^öfnin. Henni miðar áfram þetta jafnt og þétt, hafnargerðinni. Að henni vinna nú um 100 manns. Byrjað var, eins og menn vita, á varnargarðinum út í Örfirisey. Hann liggur frá landi skamt fyrir vestan „Grandann“, og gengur þaðan sniðhalt í norðaustur út í eyj- una austanverða. Nú er búinn liðug- úr þriðji hluti þessa garðs. Það er gert ráð fyrir að vinna að verkinu í allan vetur þegar veður leyfir og sjó- gangur ekki hamlar. Sennilega verður líka í vetur farið að undirbúa járn- brautarlagninguna frá Eskihlið og að* „Batteríinu". En veruleg herzla verður ekki lögð á vinnuna fyr en iokið er Granda- garðinum. Þá verður unnið á sama tíma að varnargarðinum úr Örfirisey og „Batteríinu" o. fl.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.