Reykjavík


Reykjavík - 20.09.1913, Blaðsíða 1

Reykjavík - 20.09.1913, Blaðsíða 1
1R e$ k í a x> t k. Laugardag' 30. September 1913 Haíið þið ekki ennþá komið í búð Árna Eiríkssonar og skoðað alt, sem þar fæst af ágætum rörum á r Utsölunni? Þar sem allar vörur eru seldar með fyrirtaksverði og auk þess með aislætti ÍO—401 Nýkomnar birgðir og úrval af skínandi fallegnm borð-vaxdúkum bæði afmældum og óafmældum með mismunandi breidd og litum er útaf fyrir sig vel þess vert, að menn og konur geri sér erindi inn i búðina í Austurstræti 6. Regnkápur (Waterproof) seljast með 25 til 30°/o afslætti. Nýkomið I Rússrteskar kvenskóhlífar, Karlm.skóhlífar „Franklín“. Leikíimisskór, Cromleðurssóólar ný teg. frá ... 0,90— 3,25 Kvenstígvél falleg 4,50—6,00, sérlega fín . 7,25—10,00 Karlm.stígvél afarsterk 6,40—8,50, fínni . 8,50—10,00 Flókaskór ódýrir. Legghlífar ....... 5,00— 8,50 Haflð það fyrir fasta reglu að skifta við JSárus JSúóvígsscn, Skóverzl. Pingholtstr. 2. XIV., 39 Ritstj. Kr. Linnet Laugaveg ‘Í7. Heima kl. 7—8 síðd. cHrni cSónsson teknr að sér ails konar skrifstofixstörf fyrst nm sinn. Langaveg 37. — Talsími 104. ytlþingi sliiið. Því er nú lokið í þetta sinn, og löggjafar vorir haldnir heim á leið eftir unnið starf. Heim til kjósend- anna, sem bíða þeirra troðfullir af spurningum, er þeir efalaust leysa úr með þeirri stjórnkænsku, sem þeim er lagin. Þess varð þegar vart er þingið hófst að ekki var alt sem kyrrast. Blés allmjög á móti stjórnarferjunni svo hún tók stórar ágjafir. En nógir voru samt til að ausa, og er leið á þingið lægði veðrið, unz loks var orðinn sléttur sjór þegar þingslit fóru fram. Töldu margir verið hafa gerningaveður «g gizkuðu á að þegar lognið varð, þá hefði sá sprungið er galdrana gói. En vér hyggjum að svo sé eigi, heldur megi búast við að seiðin verði efld af nýju innan skamms tíma. En hvað sem þessu líður, þá vonum vér að þegar seinna ymur í reiðanum þá valdi því eðlileg veðrabrigði en ekki gern- ingar, stjórnmála-sfe/mtr en eigi stjórnmála-menn. Þingið sem nú var háð hefir haft lofsverðasta áhuga á því að finna ráð til að koina samgöngumálum vorum í viðunandi horf. Fyrsta verulega sporið á vorri efnalegu sjálfstæðisleið er nú stigið, og flestir — ef ekki í raun og veru allir — hafa verið sam- taka í því að stíga það. Þingið befir gert sitt, og gert sitt vei. Hið mikla deilumál, stjórnarskráin, er nú — vonandi — komið hálfa leið. Fátt er svo illt að það sé ekki að einhverju leyti til góðs, og sennilega er samlyndi þingmanna um aö afgreiða stjórnarskrána, einmitt að þakka ó- samlyndi þeirra um annað. Yér sögðumst vona að stjórnarskráin kæm- ist alla leið. Ekki er það svo að skiija að ekki megi að vorum dómi neitt að henni finna. En vér hyggjum að hún sé svo mjög til bóta samt, að kost- irnir mikið meira en vegi upp gallana. Og yfirleitt verða menn að athuga að þeir aldrei fá stjórnarskrá, sem verður eins og þeir hefðu búið hana til sjálfir, eg að hætt er við að ekki fáist bráð- lega breyting, ef ekki fæst hún nú. Þá hefir verið gerður að lögum hinn mikli siglingabálkur, og Landsbankinn hefir verið efldur með lögum um að leggja honum 100,000 kr. á ári í næstu 20 árin, og veðdeildin fengið heimiid til að gefa út nýjan flokk bankavaxta- bréfa. Hagstofa hefir verið sett á fót, lög sett um forðagæzlu og landskifti, sem bæði munu reynast hin þörfustu o. fl. o. fl. Þeir menn á þingi, sem duglegir eru og samvizkusamir, hafa nú orðið ekki hæga þingsetu. Verkin aukast og verða margbrotnari. Krefjast þess að miklum tíma sé varið til þeirra, enda áríða.ndi að þau séu vel af hendi leyst. Vér höfum átt á þessu þingi ekki fáa duglega starfsmenn. Það er nokkur leiðarvísir fyrir menn í þessu efni, að athuga í hve mörgum og — ekki sízt — hve umsvifamiklum nefnd- um þingmennirnir hafa verið. Ræðu- fjöldinn eða dálkafyllingin í Alþingis- tíðindunum sannar lítið um það. En þetta er atriði, sem jafnan er lögð of lítil áherzla á. Það er ekki til mikils að senda rnenn á þing, sem ekkert gera og eiga ekki upptökin að neinu. Það mætti nefna dæmi þess frá þing- inu nú. Slíkir menn eiga ekkert, er- indi á þing, þótt þeir séu annars nýtir menn, og ættu ekki að eiga afturkvæmt þangað. Næsta þings verður eigi langt að bíða. Sennilega fara nýjar kosningar fram á komanda vori. Og aliir meg- um vér óska þess að hið nýja þing feti í fótspor þessa þings nm að koma því í framkvæmd, sem þjóðin þarfnast að sé gert, og finni til þess nýja vegu. En að þingmenn láti sér smámsaman lærast að allar deilur, sem ekki eru sprottnar af umhyggju fyrir þessu, eiga ekki heima í þingsölunum — heldur fremur í blöðunum. Ef þær þá í raun og veru eiga nokkurt lög- legt heimili! Gnðm. I4.amban. Eins og Jóhann Sigurjónsson hefir Guðm. Kamban aðallega snúið sér að lelkritagjörð. Fyrsta leikritið er hann samdi — Haddapadda — fékk beztu viðtökur, og er líklegt að það verði sýnt innan skamms á konunglega leík- húsinu í Kaupmannahöfn. Var það meir en efnileg byrjun og gaf glæsi- legar vonir um höfundinn. Enda eru allar horfur á því að þær bregðist ekki. Hann hefir nú samið nýtt leikrit, sem heitir „Glímumennirnir", og verður það sýnt á konunglega leikhúsinu í vetur, verði Haddapadda ekki leikin. Otto Benzon, leikhússtjóri, lýkur miklu lofsorði á ritið og skáldskapargáfu Kambans. Vonum vér að hann feti heill fram og geri íslandi sóma. XIX., 39 ÍMT Drekkið 'ff Egilsmjöð og Maltextrakt frá iiiiilenclii ölgorðinni „yigli Skallagrimssyni“. Ölið mælir með sér sjálft. Sími 390. I kringum Bretland. Blaðið „Daily Mail“ hét 90,000 kr. verðlaunum þeim flugmanni, er tækist að fljúga kringum Bretland, frá Sout- hampton í austurátt til Southampton aftur, í flugvél af því tagi, sem getur tekið sig upp af vatnsfleti (Waterplane). Reyndi flugmaður að nafni Hawker nú í síðastliðnum mánuði að vinna verðiaunin, og hafði með sér farþega, Kauper að nafni. Gekk þeim ferða- lagið vel mánudaginn og þriðjudaginn 25. og 26. ágúst, en er þeir á mið- vikudaginn voru komnir á stað nokk- urn skamt fyrir norðan Dýflini, þá misti Hawker vald yfir flugvélinni og hrapaði hún í sjóinn. Meiddist Kauper allmikið, en Hawker lítið. Þó Hawker þannig ekki næði takmarkinu, þá átti hann svo stutt eftir að því, að blaðið lét hann fá 18,000 kr. í verðlaun fyrir flugið. Slys þetta er merkilegt fyrir þá sök að það er sannanlegt, með góðum og gildum vottum, að það var séð fyrir áður en það gerðist. Prestur er á Englandi, sem heittr Charles L. Twee- dale, og er allþektur sem spíritisti, og fyrir þá merkilegu viðburði, sem hafa gerst á heimili hans, og hann og aðrir, sem séð hafa, ekki geta skýrt á ann- an hátt en að þeir séu af völdum framliðinna. — Konu Tweedale dreymdi all-nákvæmlega þennan viðburð nóttina milli 15. og 16. agúst. og skýrði manni sínum frá, en hann aftur sálarrann- sóknafélaginu brezka. En 27. ágúst, nokkrum mínútum eftir að slysið varð, sá frú Tweedale í spegli „bátmynd- aðan hlut, sem alt í einu klofnaði í miðju og hvarf“. Félaginu var einnig þegar í stað send skýrsla um þessa sjón. „Safnast er saman kemur“, og þegar margar vel vottfastar skýrslur sýna að það sem verður stundum að minsta kosti „varpar skugga á undan sér“, þá er kominn timi til að viðurkenna það, enda þótt skugginn hafl ekki beint fallið á mann sjálfan. Eimskipafclags-styrkurinn. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi Efri deildar var styrkurinn (kr. 40,000 síðara árið) til Eimskipafélagsins, bundinn því skilyrði, að samningar tækjust við það um strandferðir eigi síðar en 1916. Þeir Björn Kristjánsson, Kristinn Dan- íelsson og Jóhannes Jóhannesson báru fram breytingartiilögu um að fella burtu þetta skilyrði, og var tillaga þeirra samþykt með 19 atkv. gegn 6. Skilur þingið þvi þannig við félagið, að allir mega vel við una.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.