Reykjavík


Reykjavík - 20.09.1913, Blaðsíða 2

Reykjavík - 20.09.1913, Blaðsíða 2
152 REYKJAVIK 'TTerzlun Síuríu Sonssonar er Jiutí af JSaugavegi 1 á JŒaugaveg 11. Minningarljóð. Ekkjufrú Sigríðnr Blöndal f. v» 1836, d. “/• 1913. lín ertu horfin, hrausta, góða sál og hljóðnað er þitt jafna, glaða mál, og hjartað varma hætt er nú að slá, og höndin styrka sig ei bæra má. Það er svo margs að minnast við þitt lát, og margur, sem þér skuldar harma-grát; þvi alla’ um þina löngu lífsins braut var ljóst um þig og hlýtt — í gleði’ og þraut. Hvar, sem þú varst, þú vildir gleðja drótt og vinahóp þú fékst þér myndað skjótt. Því ljós og ylur laðar hverja sál, og léttir skapið glaðvært vinarmál. Þú kunnir manna bezt að bera harm, og brosið láta þerra votan hvarm, — í lífsins stríði’ að láta bugast ei, en lífsins mótstraum kljúfa djarft, sem fley. Hve þínum vinum varstu elskuleg, þess vel frá barndómsárum minnist ég. Hve oft ég kom að stólnum þínum þá og þú mér undur-mörgu sagðir frá! Eú flogin er þín fleyga, hreina sál til fegri heima, þar sem ekkert tál á sanna gleði lifsins leggur bönd. Þú leidd ert þar ai ástvinarins hönd. En útí biminblámann horfum vér, og horfum fast og lengi' á eftir þér — og minninganna — leggjum — liljublað á leiði þitt — frá klökkum hjartastað. B. P. Gröndal. Yilhjálmur Stefánsson. Hann er nú lagður á stað í nýjan rannsóknar-leiðangur. Heflr hann með sér sérfræðinga í ýmsum greinum, og hygst að rannsaka land eitt afarmikið, sem hann telur vera þar norður frá, milli 74—90 stigs norður breiddar. Svo segir Vilhjálmur um hvítu skrælingjana, er hann fann í fyrri leiðangri sínum, að ekki telji hann vísindalega sannað að þeir séu afkom- endur íslendinga á Grænlandi, en að tæplega geti þó verið um aðra hvíta menn að ræða. En afkomendur hvítra manna séu þeir áreiðanlega. Málið væri að öllu leyti ólíkt norrænu, en þó væri hugsaniegt að orðið „Argluk“, sem þýðir úlfur, væri norræna orðið „vargur", því að nafnorðsendingin á máli skrælingjanna er „úk“ eða „lúk“. Kannske Vilbjálmur eigi eftir að rekast á fleiri hvíta skrælingja í hin- um nýja leiðangri sínum. Þætti okkur það ekki minst í varið, ef honum tæk- ist að finna eitthvað um uppruna þeirra. — Síðustu fregnir segja skip það, er hann er á, hafa brotnað að mun í ís. En „fall er fararheill“, og ónýtir þetta vonandi ekki íör hans. Af ófriðm. Siðustn hrakjarir Júfgara. Simskeyti frá Khöfn í gær : Fullnadar-fridur milli Búlg- ara og Tyrkja. Tyrkir halda Adrianöpel og Kirk-Kilisse. Það á ekki úr að aka fyrir aum- ingja Búlgörum. „Haldi sá, er heflr", segja Tyrkir. Því að fullhuginn tyrk- neski, Enver Bey, settist jafnskjótt að í Adríanópel er Búlgörum tók að ganga miður, og rak þá úr borginni. Verður sennilega hér við látið sitja, enda þótt stórveldin hafl áður hugsað sér að Búlgarar eignuðust Adríanópel frá Tyrkjum. Nöfn og nýjung'ar. Kristján IX., steyptur úr eir og mótaður af Einari Jónssyni, er kominn til landsins og dvelur sem stendur í Bryde’s pakkhúsi. Seinna er áformað að hann standi á stjórnarráðsblettin- um, hinumegin við Jón Sigurðsson, svo ekki hallist á. Jón ólafsson alþm. biður þess getið, að hann sé framvegis látinn af allri starfsemi við „Reykjavík*. „Reykjavík" er orðin eign nokk- urra fylgismanna Rannesar Hafstein ráðherra. Hafa þeir keypt blaðið af hlutafélaginu Gutenberg. Prentarafélagið heflr tombólu fyrir sjúkrasjóð sinn 11. og 12. n. m. Árni Jónsson bókb, hefir sagt lausu starfi sínu í „ Völundi“, og gefur sig fyrst um sinn við öllum skrifstofu- störfum heima hjá sér eða annarsstaðar. Geir Zoega yfirkennari er settur rektor við hinn almenna mentaskóla. Hjálmar Guðmundsson (úrFlatey) hefir sett upp verzlun í Austurstræti 10 (gamla húsi frú Herdísar Benedictsen). Hann hefir keypt hús séra Guðmund- ar frá Reykholti við Laufásveg. „Hið ísl. steinolín hlatafélag“ hejtir félag, sem er í undirbúningi, að skrásett verði hér. „Svanhvít", hið ágæta kvæðasafn, þýtt af Stgr. Thorsteinsson og Matth. Jochumssyni, er komið út, Kostnaðar- maðurinn er Jóh. kaupm. Jóhannesson. Mun það eflaust fá góðar viðtökur. „íslenzkt verzlunarblað" erdansk- ur maður Thureson, farinn að gefa út í Danmörk. Waardahl, sem hér var lengi skip- stjöri á Faxaflóabátnum ,,Reykjavík“, er hér í bænum sem stendur. Hann hefir timburverzlun í Borgarnesi, en dvelur þar samt ekki. Hrnllanp sitt héldu í vikunni, Tryygvi Þórhallsson prestur að Hesti og Anna Klemenzdóttir (landritara). Gaf biskupinn þau saman í dómkirkj- unni. En veizlan var á „Hótel Rvík“ og sátu hana mörg stórmenni. Mælt er að nýgiftu hjónin hafi heimili sitt á Hvanneyri í vetur. Matthías Pórðarson fornmenja- vörður var af Stúdentafélaginu hér kosinn til farar á aldarafmæli norska Stúdentafélagsins, í stað Benedikts alþm. Sveinssonar, er ekki sá sér fært að fara. Afmælið er 2. október, en verður haldið hátíðlegt í nokkra daga. Bifreið, nákvæmlega af sama tagi og þá, er Yestur-íslendingarnir hafa haldið uppi flutningum með í sumar, hafa tveir bifvélamenn („mótoristar") Sigurður Quðmundsson og Oddur Jóns- son, keypt sér, og ætla að leigja hana mönnum til flutninga. Ettirköst frá Búda-Pest. Laufey Valdimarsdóttir hefir svarað í „Ber- lingske-Tidende8 árásum frá Bagger út af framkomu sinni gagnvart Dön- um á kvennafundinum. Vísar hún að maklegleikum heim þeim ummælum frá Bagger, að vér á íundinum hefð- um komið fram fyrir hönd Danmerkur, og leiðréttir afbakanir frá Bagger, sem áttu að sýna, að ungfrú Laufey hefði re/nt að bera Dönum söguna ver, en þeir áttu skilið. Hjónabandafækkun í Bandaríkjunum. Eftir síðustu skýrslum hafa 17 millí- ónir karla og kvenna í Bandaríkjunum ekki gengið i hjónaband, og af hverj- um 100 karlmönnum eru 39 ókvong- aðir. Niðurstaða sú, sem komizt er að í skýrslunni, er ekki glæsileg. Er þessi fækkun hjónabanda talin bera vott um, að sægur manna í Banda- ríkjunuux hafi hvorki siðferðislegt þrek til að taka sér konu, né hinar nauð- synlegu siðferðislegu taugar. Enn er sagt í skýrslunni: „jafnframt því að heil hersing ókvongaðra manna eyðir öllum tekjum sínum í þarfir sjálfra sin eingöngu, og margir þeirra auk þess leggjast 1 alls konar óreglu — sem þeir meta ólíkt meir en venjulegt sparnaðar hjónabandslíf, — lifir þar önnur hersing, ekki minni, ungra kvenna, S9m neyddar eru til að þrælka fyrir daglegu viðurværi í verksmiðjum og vörubúðum. Þetta er óláns-ásig- komulag. Auk þess eru siðferðisbrot og glæpir algengastir meðal þeirra, sem ekki lifa í hjónabandi . . . .“ Það er óskemtilegt fyrir gamla piparsveina að lesa þetta og annað eins, og líklegt að þeir bæri ráð sitt — eða staðfesti það að minsta kosti. 6 • o =3 > :© Æ (Z) CÍh o 6 ts W) 3 G •>: «2 a B • CUr! O X H to X H Skiftingr EyjaQaröarsýslu. Blaðið „Norðurland" segir þá mála- leitun frá þingmálafundum Eyfirðinga og Akureyrar, að skift yrði bæjarfógeta- og sýslumanns-embættinu, hafa fengið mjög daufar undirtektir hjá þingmönn- um. Hafi ástæðan verið sú að þeir álitu að ekki mætti fækka „feitu“ embættunum, til þess að sýslumenn sætu ekki altaf kyrrir þar sem þeir væru komnir, heldur hefðu von um að hækka í tigninni. Ef þetta er rétt þá ber það vott um alveg óvanalegan föðurlegan umönnunarhug núverandi þingmanna fyrir þessum embættis- mönnum, sem að vísu sízt ber að lasta, en sem þeir svo sjaldan verða aðnjót- andi, að manni verður á að hugsa að það sé alt, of fallegt til að það geti verið satt!

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.