Reykjavík


Reykjavík - 20.09.1913, Blaðsíða 3

Reykjavík - 20.09.1913, Blaðsíða 3
R E Y K J AV 1 K 153 SUNLIGHT SOAP REYNlð SUNLIGHT SÁPUNA. Ekkert sannfærir mann betur um kosti Sunlightsápunnar en þaö, aö reyna sáp- una sjálfa. Sunlight sápan er gjörð mönnum til hjálpar, o enda hjálpar hún þeim líka svo um munar. Hún gjörir erfiöa vinnu auövelda, sparar tíma, og leysir vinnuna fljótt og vel af hendi. Sunlight sápan er afkastam- ikil og sparar yöur peninga, erfiöi og fatnaÖ. Revnið hana. feikniri öll af Kápum Klæðnaði komið til TH. TH. & Co. oi Austurstr. 14. Frönsk samtalsbök eftir I*ííl I-*oi'líelsson, er nýkomin út. - Fæst hjá öllum bóksölum. Kostar Kr. 3,00 UTSALAN hjá Jóni Björnssyni & Co. er byrjuð, þar verða vetrar- Sjöl seld með 15—25% afslætti. Kjólatan öll með 20°/« afslætti. Allar aðrar vörur með 100/o afslætti. — Yerð og gæði alþekt. ,Jóii Ujörnsson Co. Landsbankans, 2 miljónir, sem tekið var samkvæmt lánsheimild í lögum nr. 82, 22. nóvember 1907. Landssjóður skal vera innskotseigandi (interressent) að þessu fé. Skal hann af því fá sömu hlutdeild, sem hann myndi fá af jafn- hárri hlutafjárupphæð, af hreinum tekju ágóða bankans, í hlutfalli við annað eignarfé hans. í þessu efni skal skoða seðla landssjóðs sem eign bankans. Unz iánið, sem nú er, er að fullu greitl, greiðir bankinn vöxtu af af því (þeim hluta þess, sem á hverjum tíma er ógreiddur). 2. gr. Heimilt er stjórninni að taka í þessu skyni alt að 200,000 kr. láu handa landssjóði. Fríkirkju er verið að reisa í Hafn- arfivði. Er hún úr timbri og stendur uppi í hrauninu rétt í miðjum bænum. Kostar 8000 kr. Reykdal bóndi á Setbergi h9flr gefið kirkjunni loOO kr. til orgelkaupa. Er Reykdal í þessu sem öðru Hafnfirðingum hinn þarfasti maður. Selt með 10°|0 afslsetti. Stj órnarskrárbreytingin. Lög frá Alþingi. Log um breyting á Vögum um vöru- toll, 22. okt. 1912. 1. gr. Auk þeírra vörutegunda, sem taldar eru í 1. lið 1. gr. vöru- tollslaganna, skulu teljast þar til toll- gjalds eftirfarandi vörur: Sóda, krít, eldfastur leir, karbíd, bensín, þakhellur (Skifer) og smjörsalt. Auk þeirra vöru- tegunda, sem taldar eru i 2. lið 1. gr. yörulollslaganna, skulu teijast þar til tollgjalds eftirnefndar vörur: Alls- konar skepnufóður, segldúkur og til- búin segl, seglgarn, allskonar netagarn, strigi, lausar umbúðir, ullarsekkir, fléttuvoðir til umbúða (mottur), striga- ábreiður (hvort sem þær eru tjarg- aðar, farfaðar eða eigi), vélaáburður, húsapappi, allskonar kaðlar, allskonar færi og fiskinet, kork, netakúlur og flotholt, hjólklafar (blakkir), saumur, Ijáblöð, brýni, hverfisteinar, járnkarlar, sleggjur, steðjar, sláttuvélar, plógar, herfi, skóflur, spaðar, kvíslar, bátavélar (mótorar), akkeri og akkerisfestar, kokolit, járnbitar til húsagerðar, ofnar, eldavélar, járnpípur, járnbrautarteinar og spengur, rær og gaddar til járn- brautargerðar, gips, hefilspænir og sag, olíufatnaður, gólfdúkar (linoleum) og gólíbræðingur (línotol). Þriðji liður 1. greinar vörutollslaganna skal vera sem hér segir: Af allskonar vefnaðarvöru, fatnaði (þar með talinn allskonar skó- fatnaður) tvinna og allskonar garni, öðru en selgarni og netagarni, 0,60 kr. aí hverjum 10 kílógr. Auk þeirra vörutegunda, sem taldar eru í 5. lið 1. gr. vörutoilslaganna, skulu þar taldir bátar. Sjötti liður 1. greinar vöru- tollslaganna skal vera sem hér segir: Af öllum öðrum gjaldskyldum vörum 0,20 kr. af hverjum 10 kílógr. Sama gjald skal greiða af öllum þeim vörum, sem heyra til 1.—2. og 4.—5. lið, ef þær eru í umbúðum með öðrum vör- um, eða i svo löguðum umbúðum, að tegund vörunnar verður eigi greind, nema hún sé tekin úr umbúðum. Pappir skal undanþeginn vörutolli, enn fremur tilbúin áburðarnfni, leirpípur, sandur til járnsteypu, skip og bátar, sem siglt er til landsins. 2. gr. Gjald af póstbögglum, sem getur um i 2. gr. vörutollslaganna, skal vera 30 aurar. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1914. Lög um friðun œðarfugla. 1. gr. Enginn má drepa æðarfugl af ásettu ráði. Brot gegn því varðar 10 kr. sekt fyrir hvern fugi. Sektin tvöfaldast við hverja ítrekun brotsins, aít að 400 kr. Sé fuglinn drepinn með byssuskoti, er byssan upptæk, og rennur andvirði hennar í sveitarsjóð þar, sem brotið var framið. 2- gr. Enginn má selja eða kaupa æðaregg, né á nokkurn hátt af hendi láta til annara, utan heimilis síns, nema eggskurn til vísindalegra þarfa. Greiða má þó varpandi þeim mönnum, er varp hirða, borgun fyrir starf sitt með eggjum, ef þeir óska. Ekki má heldur selja eða kaupa dauða æðar- fugla, né hluta af þeim. Brot gegn þessu varðar 5 krónu sekt, sem tvö- faldast við hverja ítrekun brotsins, alt að 200 krónum. — — — Lög um að landssjóður leggi Lands- bankanum til 100 þús. kr. á ári í nœstu 20 ár. 1. gr. Landssjóður leggur Lahds- bankanum til árlega næstu 20 ár 100 þús. kr. til þess að greiða með lán 1. gr. Síðari hluti 1. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903: »Ráðherra íslands má eigi . . . falið að veita« falli burt, en í staðinn komi: Ráðherra íslands má eigi hafa annað ráðherraembætti á hendi, og verður að tala og rita íslenska tungu. Hann skal hafa aðsetur í Reykjavík, en fara svo oft sem nauðsyn er á til Kaupmannahafnar, til þess að bera upp fyrir konungi lög og mikilvægar stjórnarráðstaf- anir, þar sem konungur ákveður. Landssjóður greiðir laun ráðherra, svo og kostnað við ferðir hans á konungsfund. Nú deyr ráðherra eða lætur af embætti, og gegnir landritari þá ráðherrastörfum á eigin ábyrgð, þangað til skipaður hefir verið nýr ráðherra. Ráðherra veitir þau embætti, sem hann hingað til heíir veitt. Tölu ráðherra má breyta með lögum. Verði ráðherrum fjölgað, legst landritaraembættið niður. 2. gr. Á eftir 1. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903 (2. gr. stjórnarskrárinnar) komi tvær nýjar greinar (2. og 3. gr.): Konungur vinnur eið að stjórnarskrá Íslands. Af eiðstaf kon- ungs skal gera tvö samhljóða frumrit, og geymir Alþingi annað þeirra, en hitt skal geymt í Landsskjalasafninu. 3. gr. Konungur er ábyrgðarlaus og friðhelgur. Ráðherra ber ábyrgð á stjórninni. Alþingi getur kært hann fyrir embættisrekstur hans. Landsdómur dæmir þau mál. 4. gr. 2. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903 (3. gr. stjórnar- skrárinnar) falli burt, en i hennar stað komi: Undirskrift konungs undir ályktanir um löggjöf og stjórn veitir þeim gildi, þegar ráðherra ritar undir þær með honum. 5. gr. 4. gr. stjórnarskrárinnar falli burt, en í hennar stað komi: Konungur veitir öll þau embætti, sem hann hefir veitt hingað til. Breyta má þessu með lögum. Hver embættismaður skal vinna eið að stjórnarskránni. Konungur getur vikið þeim frá embætti, sem hann hefur veitt það. 6. gr. 11. gr. stjórnarskrárinnar falli burt, en í hennar stað komi: Þegar brýna nauðsyn ber til, getur konungur gefið út bráða- birgðalög milli Alþinga; eigi mega þó slik lög ríða í bág við stjórn- arskrána, og ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi á eftir. Sam- þykki Alþingi þau ekki áður en þingi slitur, falla þau úr gildi. Bráða- birgðafjárlög má eigi gefa út, ef fjárlög fyrir fjárhagstímabilið eru sam- þykt af Alþingi. 7. gr. 4. gr. stjórnarskipunarlaga 3. okt. 1903 og 14. gr. stjórnarskrárinnar falli burt, en í þeirra stað komi: Á Alþingi eiga sæti 40 þjóðkjörnir alþingismenn. Tölu þeirra má breyta með lögum.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.