Reykjavík


Reykjavík - 22.11.1913, Page 3

Reykjavík - 22.11.1913, Page 3
R E Y K J AV 1 K 189 Frú Harríson. Kannist þið við frú Harrison? Ekki það. Nei — því skylduð þið það. Þvi skylduð þið kannast við eða hafa heyrt getið um auðugustu ekkjuna.í Yesturheimi — og þá auðvitað Norður-, Suður- og Austurheimi líka,. hana Maríu Harrison, ekkju steinolíu- kongsins-Harrisons, er dó fyrir þrem ár- um, ekki hálfsaddur lífdaganna. Jæja— en ég veit nú svolitið um hana og skal segja ykkur lítið eitt frá henni, því að verið get- ur að einhverjum geti komið það að liði. Ég segi ekki meir. Þegar Harrison sálugi andaðist fekk ekkjan frægasta stærðfræðing heimsins, gamla B i 11 Jo nes, prófessori samlagningu við háskólann í New-York, til þess að reikna út hve mik- ið fé maðurinn sinn hefði látið eftir sig. Því að henni lék hugur á að vita það svo að . . jæja það stendur nú á sama vegna hvers það var. Það kemur í Ijós seinna. Hún lét Jones hafa 20,000 dollara í kaup á ári fyrir vinnu sína. En þó að Jones hafi setið við siðan með sterkan kiss-me- q u i c k og H. C. Andersens lógaritma fyrir framan sig þá er hann óbúinn enn og telur vafasamt að hann verði klár á næstu þrem árum. Svo er auðurinn mikill. Það er ekkert nýstárlegt eða merkilegt við það hvernig Harrison sálugi auðgaðist svo mjög sem raun ber vitni um. Æfisaga hans er alveg eins og allra annara ame- ríkanskra miljónamæringa. Auðvitað kom hann eins og himr sem strákur til Chicago án þess að eiga eitt cent í vasanum eða nokkurn mann að í þessum stóra, stóra bæ. Auðvitað lifði'-haun fyrst, þegar sögur fara af honum, á að skola flöskur á vinkjallara og að selja Yísi á götunum. Það er svo sem auðvitað. Og eins og stendur S æfi- minningum auðugra manna þá „hepnaðist honum brátt með sparsemi og ráðvendni að safna sér nokkru fó o: honum tókst að stela svo rækilega af vínsalanum og snikja svo mikið af fólkinu á götunum, að hann gat farið að tefla á fjárhættur. Tólf ára setti hann með öðrum strák alt sem hann átti — 500 dollara — í gróðrabrallsfyrirtæki. Græddi 5000 í sinn hlut, stal hinu af Jimmy — svo hét hinn strákurinn — og strauk til New-York. Jimmy fór á hausinn og hengdi sig skömrou siðar, en Harrison hélt áfram að græða. Þótti honum seinna oft gaman að segja vinum sinum frá þessu fyrsta gróðrarbralli sínu, og þótti þeim ávalt mikið til koma um „smartness“ hans og hlógu mjög að Jimmy. Var Harrison þá vanur að núa saman höndum af ánægju og segja þeim að það sem á riði væri að hafa uppi á Jimmy-unum, og það væri til allrar blessunar ekki svo erfitt. Það væri nóg af þeim. Enda þótt hópnr af þeim færi á haus- inn og hengdi sig á hverjum degi þá væri nóg af þeim. Ha, ha, ha — kappnóg. En svo dó Harrison til allrar bölvunar. Harrison sat á skrifstofunni sinni með stóra hrúgu at gull-dollurum fyrir framan sig, fulla budduna af peningum og sand af seðlum í veskinu og dó samt. Mér þykir leitt að segja frá því — en ég fer ekki með neinar ýkjur. Það er ómótmælanlegur sannleikur. Að vísu fundust engir peningar hjá honum þegar familían þ. e. a. s. frú Harrison kom að. En það var vegna þess að yfir-bókhaldarinn hans var búinn að vera inni hjá honum á undan. Og hann var Iíka — um það var öllum saman — Ó7enju „smart“ maður. Harrison sagði það sjálfur og enginn efaðist um það sem hann sagði í slíkum efnum. Jæja — úr því Harrison er nú dáinn og ég settist niður til að segja frá frú Harri- son sjálfri, ætli það sé þá ekki bezt að byrja á því áður en alt blaðið er orðið fult af tómum Harrison. Já sko — frú Harrison var nú orðin ekkja og það ekki ekkja eins og ekkjur gerast heldur þvert á móti. Hún var sem sé ríkasta ekkjan i heimi. En þetta var nú samt ekki að skapi frú Harrison. Hún hafði að vísu ekkert á móti auðnum — fjarri þvi — en ekkjustandið var henni ekki eins geðfelt. Hún vildi — berum orðum sagt — ólm giftast í annað sinn. Ólm, kæru vinir, ólm. Enn hefir þó enginn fundið náð fyrir augliti hennar. Við höfum þess vegna allir enn þá von. Og þetta var núj það sem vakti fyrir mér þegar ég settist niður. Því skyldi ég, hugsaði ég, ekki einu sinni vinna ættjörðinhi gagn. Því skyldi é g nú ekki finna og benda á ráðið, óhultasta ráðið, fram úr pegingavandræðum þessa lands. Því skyldi ég ekki gera mitt til að útsvörin lækki. Já — því ekki það. Ungu menn. Þið sem enn (ó lukkunnar — í tveim orðum — útvöldu synir) eruð ókvongaðir og finnið að þið munið verða eins góðir eiginmenn og „Morgunblaðið1* talar um — sækjið um styrk á næsta þingi JFrönsk sanitalsbók eftir I*í»1 JPorkelssoxi, er nýkomin út. - Fæst hjá öllum hóksölum. Kostar Kr. 8,00. til bónorðsfarar til Ameríku. Því hvað vant- ar ísland? , Ekkert nema frú Harrison! Frú Harrison er eimskip, járnbrautir, steinolía, brj-r, vegir og alt annað, sem landið þarfnast. Frú Harrison er mentun, skáldastyrkur, lækkaðir tollar og skattar og óendanlegt aðflutningsbann. Indæla Harrison! Ingimundur. I> öín og nýjungar. Fyjufjarðarsýsla. Um hana sækja Páll Einarsson borgarstjóri, sýslumenn- irnir Steingrímur Jónsson og Guðm. Björnsson og cand. jur. J. Havsteen. Fröken Laufey Valdimarsdóttir hefir mist styrk þann (300 kr. árlega) er hún heflr fengið í Danmörk til náms þar. Mun það vegna þess, að hún sagði brot úr sögu íslands á kvennafundinum 1 Búda-Pest og það mislíkaði Dönum. Kastað sér út um glugga. Rúm- lega þrítug stúlka, Dýrleif Ouðmunds- dóttir, ættuð ofan úr Borgarhrepp, kastaði sér út um glugga á herbergi í Bergstaðastræti. Var húsið hátt og beið hún bana af fallinu. Hún hafði verið heilsuveik lengi. Fyrst af berkl- um og síðan geðveiklun. Á Húsavík eru nú þrjú slátrunar- hús. Ingimundur þakkar fyrir lýsingar- orðin sem honum hafa verið send. en hann er gráðugur og vill meira. Einnig þakkar hann hjnn mikla sóma, er Jón Zoega kaupmaður hefir auð- sýnt honum með því að gefa vindli einum, góðum og göfugum, nafn sitt. Séra Friðrik Friðriksson, hinn barngóði, er farinn til Vesturheims. -— Ekki þó alfarinn — sem betur fer. En liði(gt ár hygst hann að vera í förinni. ) Fálka-slagnr. Nokkrir íslendingar og hásetar af varðskipinu danska lentu í bardaga síðastliðið laugardagskvöld. Hófst rimma sú með orðahnippingum út af flaggtökunni frægu. Jókst orð af orði og var loks farið í handalögmál. Gekk einn íslendingurinn fram vask- lega mjög og lét Dani kenna aflsmun- ar. Reiddist einn þeirra þá allmjög og brá sverði sínu. Lagði hann því í Is- lendinginn og varð hann sár. Urðu allir hissa á þessu því að eigi eru sverð þessi ætluð til ófriðar. Komu nú verðir réttvísinnar að og gengu á milli. En samkvæmt hérlandslögum nær armur hinnar íslenzku réttvísi ekki hinum danska manni og verður dóm- ur hans kveðinn upp af skipstjóra Valsins. Porsteinn Björnsson cand. theol. er nú sokkinn niður í að semja Landnámssögu Vestur-íslendinga. Á hann að bókmentavin vestanhafs, er styikir hann til starfsins. „Helgi magriu heitir fyrsti botn- vötpungurinn, sem heimilisfang héflr á Eyjaflrði. Eiga hann Ásgeir Péturs- son kaupmaður og Stefán Jónsson. Síðarnefndi er skipstjóri Helga. Jarðarför Eyjólfs Jónssonar fór fram í gær. „6, blessnð vertn snmarsól . . í hríðinni í gær tókum vér eftir þeim á götunni, prófessor G. Hannessyni með stráhatt, Þorv. lækni Palssyni í hvítu vesti og dr. Helga Péturss ber- höfðuðum. Vaskir sveinar! I MiIIí tveggja heima. Ein af gátum sálnarannsókna siðari tíma er ósjálfráðat skriftin. Höndin rifar án þess að maðurinn viti að hann geri neitt til þess. Oft er það sem ritað er rugl eða ruglingslegt, en ekki ósjaldan er skrifað sumt, sem sá er ritar enga hugmynd hefir um. Merkileg dæmi ósjálfráðrar skriftar er þegar börn, sem ekki kunna að draga iit stafs, fara að skrifa. í skýrslu brezka sálar- rannsóknarfélngsins stendur svo hljóðandi frásaga, (menn athugi að í þær skýrslur er ekkert sett, sem minsti grunur þyki um að rangt geti verið). (Hr. Hamstead skrifar Dr. Hodgson): Með ánægju verð eg við tilmælnm yðar um atvikið þar sem framliðinn skrifaði fyrir hönd barns, að eins fjögra ara að aldri, sem ekki var hjálpað af neinum, ekki hafði notið kenslu og ekki þekti stafina. Kona mín átti frænku, er fór til andaheims fyrir 20 árum. Meðan stúlka þessi var á lifi, var hún mjög hænd að konu minni, og hún notar hvert tækifæri, er við rekumst á einhvern, sem er gæddur miðilsgáfu, til þess að láta vita af sér. Dóttir mín, fimtán vetra gömul, og önnur stúlka á svipuðum aldri, höfðu byrjað á að kenna smábörnum i stofu, er baptista-söfnuðurinn hafði notað til sunnudaga-kenslu, og þar bar þetta við. Það var komið að hvitasunnunni og litlu telpunni hafði sérstaklega verið boðið að vera með þegar farið væri yfir lexiurnar. Fyrsta morguninn sem liún kom var henni léð spjald og griffill, svo að hún skyldi vera stilt. Þegar hún hafði setlð skamma stund og klórað strik á töíl- una, tóku hin börnin eftir þvt að hún hafði skrifað nafnið Emma mjög greinilega. Þetta þótti þeim kynlegt mjög þvi að þær vissu að hún aldrei hafði verið í skóla og ekki þekti einn einasta staf. Einn af krökkunum átti spjaldið svo ungu stúlkurnar tóku það ekki. Mér þótti leitt að lógað var svo ágætri sönnun um sam- band við framliðna og áminti mjög um að varðveita slíkt ef það það kæmi aftur fyrir. Barnið kom aftur daginn eftir og i stað spjaldsins var því svo fengið blað úr skrifbók og ritblý. Þegar það var búið að skemta sér við það stundarkorn fekk hún þeim blaðið og sást að ýmsar tilraunir höfðu verið gerðar til þess að skrifa nafnið: Emma. Þegar telpan íékk þeim blaðið sagði hún »Nozer« og vár henni svo gefið nýtt blað og varð sú skriftin skýr- ari. Þriðja blað var fengið henni og báðu megin skrifaði hún fljótt og með lipri rilhönd: »Emma frænka þin«. — — — Blöð þessi voru send Dr. Hodgson. Þó viðburður þessi sé sjaldgæfur er hann ekki einstakur i sinni röð. Einnig eru dæmi þess að 8—9 vetra börn hafa skrifað ósjálfrátt um málefni sem þau ekkert vit gátu haft um. Auðvitað má skýra þetta á annan veg en að það gerist af völdum framliðinna. T. d. með þvi að þessi kunnátta berist til undirvitundar barnsins frá undirvitund annara, eða með því að undirvitund barnsins sé á einhvern dularfullan hátt gædd ritgáfu. Og væri þetta eina sönnun þess að framliðnir gerðu vart við sig væri auðvitað sjálfsagt að taka fyinefndar skýringar fram yfir. En dæmi það, er ofan greinir er ekki nema einn liður — og fjarri því sterkasti liðurinn — í þeirri sannanakeðju, sem veldur því að úr öndvegi vísindanna hefir því verið lýst yfir að trú manna á framhald lífsins sé orðin að vísindalegri vissu.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.