Reykjavík


Reykjavík - 06.12.1913, Blaðsíða 2

Reykjavík - 06.12.1913, Blaðsíða 2
196 REYKJAVIK „Jesús Iiristur er sannur guðw er umtalsefni fyrirlestnrs er haldinn verður í tanðakots-kirkjn Snnnudaginn 7. des. kl. 6 síðd. Um leið rerðnr levítgnðsþjónnsta. Allir vclkomnir. Meulenberg prestnr. jrunðnr Vestnrheiras. Eins og kunnugt er, reyndi Frið- ]>jófur Nansen ekki alls fyrir löngu í ritgerð, sem birtist í enska tímaritiuu „Nature“, að færa rök fyrir því að það sem sögurnar segðu um fund Vínlands hins góða, gæti ekki átt við Vestur- heim, heldur mundi það ýktar sögu- sagnir um aðra landfundi. Ekki fékk hann marga á sitt mál. Trúðu menn betur sögunum en Nansen. En auk sannana þeirra, sem felast í sögunum um að íslendingar hafl fundið Vestur- heim á undan Kolumbusi, hafa menn ýmsar, er þó hefir verið deilt um. Meðal þeirra er hinn svonefndi Digliton- steinn, er fanst við ána Tauriton í Massachusetts. Á steininn er letur rist og myndir. En um það deila fróðir menn hvort rúnaletur sé eða letur Indíána. Var lettjð mjög máð, er steinninn fanst, en afrit var þegar tekið af því. Þetta var árið 1680. Itafn hugði rúnaletur á steininum, og kvað standa á honum að hór hefði Þorfinnur numið land. En Þorfinnur sigldi frá Grænlandi árið 1007 til Vín- lands og dvaldi þar í þtjú ár. Einnig fanst árið 1831 beinagrind í jörðu í Massachusetts, og lágu hjá henni meðal annars örvar-oddar, er virtust norrænir. Um þenna fund orkti Lortgfellow drápu „The Skeleton in armouru, og er þetta upphafið : I was a viking old, My deeds, thongli manifold, No Skald in song lias told No Saga taught theel.... Enn má nefna — þó ekki þyki á- hyggileg sönnun mjög — að prófessor einn amerikanskur telur að bæjar- nafnið „Norumbega8 í Massachusetts, sé afbökun úr orðinu „Norvegr". En Norumbega er fornt bæjarnafn Indíána. Að lokum skal þess getið, að þegar til máls kom að Leifi heppna væri reistur minnisvarði í Boston úrskurðaði nefnd úr söguféiagi Massachusetts að það væri „afar sennilegt að Norðmenn hefðu fundið Ameríku snemma á 11. öld". friðun sköganna. Það er í raun og veru næsta undar- legt, eins og hér á landi eru margir skógar-vinir, að enn skuii flestar skógar-leifarnar ekki njóta neinnar verndar. Engin giiðing hlífir þeim, og menn og fénaður misþyrmir þeim vægðarlaust ár eftir ár. Oss virðist engin von að þeir sem skógana eiga, laggi það svo mjög af mörkum — oft af litlum eða engum efnum — framar öðrum, að þeir gefi landinu skóginn og jafnvel giiðingu með honum, eins og sumir virðast ætlast til. En oss finnst að mál sé komið til þess að annaðhvort eigi landið sjálft allar skógar-leifar, eða að hver sýsla eigi þann skóg, er þar vex, og sé svo skóg- urinn girtur smámsaman eins fljótt og efnin leyfa. Og vér hyggjum að efnin ættu fljótt að leyfa það. Því að efa- laust verðskuldar þessi skógar-friðun, og útgjöld þau, sem henni verða samfara, að sitja í fyrirrúmi fyrir ýmsu öðru. Og að hún borgar sig bera þessir fáu skógar vott um, sem girtir hafa verið. Þeir hafa komizt úr kirkingnum og dafnast nú vel. En sjatfri friðuninni miðar undarlega lítið áfram. Þyrfti þó ekki að verja r.ema tiltölulega litlu fé meira árlega til þess að vel miðaði. Ouðm. O. Báröarson, er lítur all- dimmum augum á að auðvelt veitist að rækta hér nýján skóg, fer þannig orðum um friðun skóganna í ritgerð sinni í sFrey“ í sumar : „. . . Önnur hlið þessa máls er friðun skóganna, vernd þeirra fyrir skemd og eyðingu af mannavöldum og ágangi búfénaðar. Fyrst um sinn ættu þau atriði að vera aðalstarfið til viðreisnar skógunum. Með því móti ætti á fám áratugum að fást þegjandi vottur um það, hvað mikið náttúrunni sjálfg tekst að gera úr skóginum, þar sem hún fær að starfa í friði án skaðlegrar í- hlutunar fólks og fónaðar. Til þess að framkvæma þetta þarf að verja fé til að girða álitleg skóglendi, eins og þegar er byrjað á, og kenna mönnum að höggva skóginn, svo þeir gæti haft hans not, án þess að vinna honum tjón, og grisja hann, svo trén geti náð sem mestum þroska. Framkvæmdir á þessu virðast ekki krefjast neina launaða stétt, eða stjórn í landinu, starfsmenn Búnaðarfélags íslands — eða búnaðar- sambandanna, meðan þau eru við líði — ættu að geta mælt fyrir þessum girðingum, og litið eftir uppsetningu þeirra og viðhaldi með aðstoð góðra manna, er byggju í nágrenriinu. Þeir ættu að geta leiðbeint mönn- um á ferðum sínum, í því að grisja skóg og höggva; einnig mætti kenna það á ýmsum alþýðuskólum Jandsins, sérstakiega á búnaðarskólunum. Það er ekki svo flókið má), að sérstaka stétt manna þurfi til að kenna það“. Eimskipaíélagid °g Vestur- Islendingar. Hinn 28. okt. var fundur sá hafdinn í Winuipeg, sem til var stofnað. Var fundurinn fjölsóttur og all-fjörugur. Thos. H. Johnson, fundarstj., sagði sögu málsins fram til þessa, þá er gerst hafði hér vestra, og skýrði frá atgerðum þeirra manna er það var falið í upphafi. Þar næst reifaði J. J. Bildfell málið, taldi þær mótbárur er fram hefðu komið gegn fjáiframlögum í fyriitækið, hrakti þær síðan og lauk máli sinu með sköruiegri áskorun um að bregðast vel undir þörf ættjarðar- innar. — S. S. Thorwaldson, kaupm. frá Islandic RiVer skýiði írá vöru- niagni og vöruflutningum til íslands og frá þvi, kvað þá svo mikla, að tvö eða þijú gufuskip gætu hvergi nærri annað þeim, og sannaði mál sitt með ítarlegum tölum. F. J. Bergmann tók í sama strenginn, og lagði fram tillögu til fundar ályktunar, af hálfu þeirra manna er heim fóru í sumar, að kynna sér málið, og var hún svo hljóðandi: „Þar sem hvatamenn að hugmynd- inni um myndun íslenzks eimskipefé- lags, til að halda uppi samgöngum milli íslands og annara landa, hafa leitað til vor Vestur-íslendinga um hluttöku í fyrirtæki þessu, og Þar sem vér lltum svo á, að það sé þjóð vorri á ættjörðinni lífsnauðsyn að eiga skipin sem ganga milli landa og umhverfis strendur landsins, og hafa full yfirráð yfir þeim samgöngum sjálf, án þess að eiga þær undir nokkurri annari þjóð, og Þar sem vér álítum að með þessu væri stigið hið stærsta og heillavæn- legasta spor í sjálfstæðisáttina, sem eins og nú er ástatt, er unnt að stíga, og Þar sem vér lítum svo á, að íyrir- tækið sé hið arðvænlegasta, eí rótt er áhaldið, Þá lýsum vér sem hér erum saman- komnir, á fúndi hér i Winnipeg, því, uð Vestur-íslendingar ættu að sýna ættjarðarást sina með því að leggja eins mikið fé aflögum til þessa fyrir- tækis, og þeir sjá sér fært, með því að kaupa hluti í Eimskipafélagi íslands, og skorum á landa vora víðsvegar hér í Vesturheimi, hvar sem þeir búa, að liðsinna máli þessu af alefli með ríflegum fjárframlögum", Fundar-ályktun þessi var samþykt með „yfirgriæfandi meiri hluta atkvæða" segir „Lögberg“, er vór höfum þetta Úr. Á fundinum skýiði Arni Eggertsson frá því, að í Winnipeg væru menn búnir að lofa fjarframlögum, er næmu 75,000 dölum. Mesta þatttaka er 10,000 kr., en minst 500 kr. Svo segir Lögberg, en samkvæmt bréfi til bráðabirgðastjórnaiinnar mun þetta ekki rétt. Mun misprentun. D ilir (dollars) fyrir krónur. Eru því að eins komnar hlutaáskiiftir vestra fyrir 75 þús. krónur og með þeim taldai þær 30 þús. kr., er Vestur-íslendingamir þrír, sem áður er skýrt frá, skrifuðu sig fyrir. En búist er við að töluvert meiri þátttaka veiði — enda væri annað allmikil vonbrigði. ■ • » ----- # Ur ýmsum áttum. Kosningarréltúr kvcnna á Frakklandi. Enda þótt mælt sé að heitara blóð renni í æðum Frakklandsdætra en Bretlands, eru þær mun hógværari í kröfum um almennan kosuingariétt og sækjast mjög lítið eftir honum. Ekki eru þær heldur fiknar í kosning- ariétt til sveita- og bæjaistjorna og láta sér í léttu rúmi liggja þó að karlmenn fati þar einir með málin. Á þingi Frakka bar þiugmaður upp tillögu um að konum væri veittur almennur kosningarréttur, en sú til- laga var feld með 311 atkvæðum gegn Ú3 En annar þingmaður hefur lagt fyrir þingið fiumvaip um kosn- ingarrétt þeirra til sveita og bæjar- stjórna og hefir það frumvarp allmikið fylgi þó engar líkur séu taldar tll að það nái fram að ganga. Larkin verkmannaforinginn írski, er var dæmdur í sjö mánaða fangelsiSvist fyrir að æsa menn til óspekta, hefir nú verið leystur úr haldi og gefnar upp sakir. 1 Bælieimi hefir tekið við völdum Lúðvik kon- ungur III. Oito konungur, sem þar var konungur áður, hefir verið sinnisveik- ur í mörg ár. Tango heitir dans, sem mjög ryður sér til rúms nú og er mælt að hann veki jafnmikla eftirtekt og „valsinn* fyrst er hann kom fram á sjónar — eða öllu heldur dans — sviðið. sTango* var fyrst tiðkaður meðal kúa-manna (cowboys) á Cúba og var þá ekki sem siðlegastur. En nú hefir hann verið endurbættur og þykir hæfur í „fínustu selsköpum". Beilis-málið. Eins og áður hefir verið skýrt frá fór svo að Beilis var sýknaður. En í gæzluvarðhaldi var hann hál/t þriðja ár og má vist þola það bótalaust. Botnianginn. Dr. med. R. Bobinson heitir læknir sem hefir samið rit um hvaða gagn botnlanginn geri. Álítur hann að hann framleiði mjög nauðsynlega meltingar- vökva. Eftir því að dæma er betra að hafa hann en ekki! Kv ilímymlíiíí’erð í þjónustn vísindanna. Með hjálp smásjárinnar og kvik- myndavélarinnar hefir tekist að ná á- gætuin myndum af þessum ósýnilegu smáverum, sem eru alt í kringum oss, og oft og einatt valda dauða manna og skepna. Getur vísindamaðurinn setið og horft á kvikmyndirnar, og þannig miklu auðveldara en ella gert athuganir sínar. T. d. er stungið inn sóttkveykjum í dýr og svo tekið úr þeim blóð og rannsaknð. Gefur að lita undarlega sjón, þegar búið er að taka kvikmynd af einum blóðdropanum. Úir og grúir þar þá af sóttkveykjunum er raðast á rauðu blóðlíkamana, og reyna „að hafa þá undir sig“. Sér þar nýjan heim með mörgum íbúum, og er lítt skiljan- legt að hf skuli vera í þessum smá- verum, er sumar eru minni en títu- pijónshaus, þó þær hafi venð stækk- aðar 10,000 sinnam. En væri fló stækkuð jafq mörgum sinnum, mundi hún verða á hæð við sexlyft hús! Japanar i Columbiu liinni brt zkii.— Grunur leikur á að Jap- önum sé smeigt allmörguui á laun inn í Californiu og löndin þar í grend- inni, meðal annars British Columbia. Var ekki alls fyrir löngu komið að japönsku eimskipi við Port Lnnpson þar á ströndinni. Samkvæmt skips- bréfunuin áttu að vera 100 manns á skipinu, en var á því að eins fámenn skipshöfn Talið vist að þeir hafi læðst í land svo enginn hafi vitað af. En eins og áður er hermt hér í blaðinu eru Japanar „tollskyld* vara þar í landi. $

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.