Reykjavík


Reykjavík - 06.12.1913, Blaðsíða 3

Reykjavík - 06.12.1913, Blaðsíða 3
R E Y K J AV I K 197 Bréf frá ungri stúlku til Ingimundar. Mikið lifandi skelfing ertu orðinn ráða- laus með lýsingarorðin, Ingimundur góður. Að hafa ekki til nema ein tvö orð, sem þú niðist altaf á þegar þú ert að láta okkur lýsa ungu piltunum, og þótt hún T o b b a þín hjálpi þér, sem allir segja að blási nú þessari litlu fyndni inn í höfuðið á þér, sem þar er. Bn ekki skaltu halda að þú fáir okkur til að hjálpa þér til þess að hnoða saman einhverjum málleysum eða dönsku- slettum álíka og eftirlætisorðin ykkar Tobbu: „vemmilegur“ o. s. frv. Fyrst og fremst höfum við alls ekkert illt til ungu piltanna að segja — síður en svo. Það væri alt annað ef það væru einhverjir hálfgerðir karlfauskar eins og þú ert óneitanlega Ingimundur. En svo vorum við margar stallsystur við fyrirlesturinn hans Árna Pálssonar og þar heyrðum við hvað þjóð- ræknislegt og fallegt það væri að eyðileggja sína eigin tungu. Nei — Ingimundur. Þ a ð eftirlátum við ykkur Tobbu. En úr því þú fórst nú einu sinni að leita á náðir okkar ungu stúlknanna þá er ég að hugsa um að hjálpa þér á annan hátt, sem er miklu nauÖBynlegri bæði fyrir sjálfan þig, Ingi- mundur sæll, og ungu piltana líka. Ég ætla sem sé að gefa ykkur góð ráð með það hvernig þið eigið að klæða ykkur, svo þið getið verið menn með mönnum og við ekki þurfum að roðna fyrir klæðaburð ykk- ar, bæði á dansleikjum og annarsstaðar, eins og auminginn hún Tobba hefir oft orðið að gera fyrir þig þegar þú ert að skottast áfram í þrí- eða fjórhneptum „jakket“. Ég var sem sé nýlega í Paris og fékk mér þar götukjól hjá fínum — reglulega fínum — skraddara. Hann spurði mig þá hvernig nngu piltarnir í Reykjavik gengu búnir og gat ég ekki sagt honum það því ekki vildi ég úthrópa þá innan um alt fina fólkið í búðinni. En þá var skraddarinn svo vænn að gefa mér þessar ráðleggingar handa vildarvinum mínum — ef nokkrir væru. En af því mér finst allir þurfa þeirra með þá fáið þið hér með, allir í einu. Gef svo skraddaranum orðið: „Það er þá fyrst k j ó 11 i n n. Hann á e n d i 1 e g a að vera með þ r e m u r hnöpp- um. Endilega þremur — hvorki fleirum eða færri. Þeir eiga að vera breiðir, yfirklæddir og festir í skálinu. Ermarnar mega ekki vera alt of mjóar að framan. Dálitil vidd í þeim að framan er nauðsynleg svo hvítu ermalíningarnar fari vel undir þeim. Dálitill nýsræðingur út úr kjóluum er „Tango“- kjóllinu svonefndi. Hann á að falla utan um manninn eins'Og hulstur, til þess að engar fellingar jsláist um hann eða komi fram þegar dansað er. Smokingurinn er eins og áður nema í honum mega ó - mögulega vera meir en t v e i r hnappar. Hvað sem framyfir er er ósamboðið hverju prúðmenni. — Jakkettin á að vera langur og að eins með tveim hnöppum. Og hornin eiga að vera stór svo vestið sjáist vel. Ef maðurinn er grannur þá er nóg að hafa einn hnapp. Löfin eiga að vera mjúk- lega ávöl og slétt og vestin auðvitað mi8lit. Vestið, slipsið og klæðið í stigvélun- um — því í þeim á að vera klæði— eiga að vera með sama lit. Og umfram alt ekki b r ú n stigvél með „jakket“. Sá sem gerir sig sekan í þeirri synd á að útskúfast úr samfélagi allra heiðarlegra snyrtimenna og aldrei að fá aðgang að neiuum veizlusal um eilífð alla. Því einnig á voruin tímum eru til lög sem ekki m á fótum troða. — Jakkinn á lika að vera með stórum hornum og tveimur hnöppum. Og bux- urnar — afsakið fröken klúryrðið — eiga altaf að vera viðar. Þröngar buxur — af- sakið orðið — eiga aldrei oftar að komast að völdum. Ég útskýri þetta ekki meir en vona að þér afsakið að ég hefi eytt orð- um að þessu —- hm, hm — litilmótlega fati. — Sendiherrafrakkinn á auð- vitað ætið að vera aðhneptur. En þrír hnappar eru þar það einasta leyfilega. Hann má ekki vera alt of rúmur. Og pokaprests- svipurinn (ég á við viðu, flaxandi löfin) er algerlega — afsakið orðið — ósiðlegur. Loks eiga sokkarnir að vera svartir — auðvitað úr silki. Ef til vill m á mislitur þráður sjást i þeim. En yarlega skal samt í það farið. Mjög varlega. Já, lauk skradd- arinn hugsandi máli sínu, þetta er að eins lítið yfirlit. En ég vona að þér skiljið hve afar þýðingarmiklir smámunirnir eru. Án þeirra verður enginn sannarlegt prúðmenni.11 Leggið nú þessi orð skraddarans i París ykkur á hjarta þið ungu piltar þessa bæjar. Ekki veitir af. Fröken Ingibjörg. (* ( JH"rönwk sa n 11 a lsbó k •) ) ( eftir IJfil Porkelsson, er nýkomin út. — Kostar Kr. 8,00. •) Fæst hjá öllum bóksölum. Takk, Imba. Ég er búinn að skera tvo hnappa af treyjunni minni og einn af kjólnum, sem ég er vanur að lána. Svo er ég búinn að sauma föst löfin á sendiherr- anum og vona að ganga nú an í fínustu sel- sköpum. Dönskusletta! Blessuð láttu ekki svona. Þú, sem talar um „emóking“ o. s. frv., og hvað meinarðu með að vera „festur í skálínu!“ Stendur í þér . . . jæja var svo. En þakka þér nú samt fyrir lesturinn. Þinn einl. Ingimundur. Langár-brúin. Fyrir tæpum 2 árum var ég á ferð í Mýrasý.slu, og lá þá leið min yfir Langá. Veitti ég því þá eftirtekt, að brúin var mjög farin að skemmast og máttarviðir ónýtir. Er mér nú sagt, að ekkert hafi enn verið gert við brúna, og að hver þykist fjötinu feginn, þeg- ar yfir hana er komið. Það er næsta glæfralegt, að bíða eftir því, að brúin detti í ána, og sízt fyrir að synja, að manntjón kunni að hljótast af. Úr því nýrrar brúar þarf hvort sem er bráðlega, þá er bezt að vinda að þvi bráðan bug. Efalaust borgar sig betur að hafa steinboga-brýr yfir ár en tré- brýr. * r\öí 11 og nýjung-ar. Pingmannsefni. Mælt er að Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri muni gefa kost á sér til þingsetu í stað séra Magnúsar Andiéssonar, er tregur mun til þess. fer fram næstkom. mánudag og þriðjudag. Ber öllum þeim, sem hunda eiga, að koma með þá til mín á þessu tímabili (mánudag og þriðjudag, 8. og 9. þ. m.) Reykjavík, Laugaveg 38 B, 6/u 1913. Þorsteinn Þorsteinsson. Máli bæjarstjórnar ísaQarðar- kaupstaðar gegn Leonh. Tang & Söti’s veizlunum á ísafirði („túnmálið") var vísað frá yfirdómi á manudaginn vegna þess að dómurinu var uppkveðinn í aukarétti Baiðastrandarsýslu, og að meðdómsmenn ekki voru tilkvaddir. Botnvörpungnum enska, er strand- aði nálægt Vik, hefir ekki orðið náð út enn. Með „Yestu^ komu m. a. ekkjufrú Zhnsen og Andrés Onðimtn dsson. Hi epti hún veður stór í hafi og var liðuga sex sóiarhringa frá Færeyjum til Seyðisfjarðar. En þangað flúði hún undan ofveðrinu með því að kolavistir voru mjög að þrotum komnar. Slys. „Kong Helgeu hrepti ofsa- veðnr í hatt á leið til Kaupmanna- hafnar frá Austfjöiðum. Braut sjórinn stjórnpallinn og tók út þá er á hon- um voru: Hansen skipstjóra, Damm stýrimann og einn háseta. Dr. A. R. Wallace. Aljred Russel Wallace, visindamaðurinn enski, andaðist að heimili sínu Dorset village 7. f. m. Hann var fæddur 8. janúar 1823, og hafði því næstum einn um nírætt er hann fór héðan. Hugur hans hneygðist snemma að grasa- og dýrafræði. Fór hann ungur í ýms ferðalög og dvaldi langvistum í heitu löndun- um og kannaði sérstaklega jurtalífið. Árið 1855 var hann á Borneo, og í riti frá þeim tímum skýrir hann frá þeirri hugsun sinni, að hver tegund (species) eigi rót sína að rekja til annarar eldri tegundar. Næstu 3 árin var hann iðuglega að hugsa um þetta, hvernig og af hvaða ástæðum hreyting þessi hefði orðið, og loks í febrúarmánuði 1858 kom ráðning gátunnar eins og leiptur i huga hans: Ihe survival of the fútest (sá lifir, sem hæfastur er). Með næsta pósti sendi hann Darwin þessa tilgátu-kenningu sína. Sama dag og Darwin fékk bréf hans, ritaði hann Lyell um þetta (Lyell var trúnaðarmaður hans, og hafði oft sagt við Darwin, að annar mundi verða á undan honum, úr því hann drægi að birta rannsóknir sínar). Sagði Darwin þá meðal annars: »Ég hefi aldrei vitað undarlegra. Pó að Wallace hefði haft fyrir sér það sem ég ritaði árið 1842 hefði hann ekki getað samið betri útdrátt. Ummæli hans eru jafnvel nú fyrirsagnir sumra kapítulanna minna«. 2 Wallace og Darwin eru því að réttu lagi báðir feður úrvals- kenningarinnar, enda viðurkent að svo sé. En sú kenning ræður gátuna um framþróun hins lifandi heims, gátuna er annar eins spekingur og Herschel kallaði »leyndardóm leyndardómanna«. En þó eiga þeir W. og D. þar ekki alveg samleið. Að fram- þróun mannkynsins telur W. önnur öfl í viðbót hafa komið til sögunnar. í hók sinni Social Environment And Moral Progress, segir hann á einum stað: »Jafnskjótt og hinir sérstöku manns- hæfileikar hans voru þroskaðir hafði eðlilega úrvalið engin áhrif á likama hans. Litið á hann sem dýr stóð hann í stað . . .«. Þetta byggir hann á því að vegna mannshæfileika sinna fann liann önnur ráð til þess að berjast gegn náttúrunni með, en þau sem »the survival of the fittlest« útvegar. T. d. fann hann af hyggjuviti sínu að búa sér vopn og fatnað. Þess vegna þurfti ekki að útvega honum það óbeinlínis eins og skepnunum. W. lítur svo á að þegar líkami mannsins var með »úrvalinu« orðinn hæf- ur til að taka á móti »guðdómsneistanum«, andanum, þá var takmarki líkamans að svo miklu leyti náð. Hann telur að milli mannsins og dýrsins sé djúp aðskilið. Þar sé ekki stigs-munur heldur tegundar-munur er ekki jafnist. Hann hyggur að nú sé framþróun andans markmiðið án þess að sérstök framþróun líkamans verði. Einnig á öðrum sviðum er hann forgangsmaður. Mannfélags- umbætur hafa legið honum rikt á hjarta og fyrstur manna (á undan Henry George) hélt hann þvi fram að landið sjálft ætti að vera almanna-eign. Bitaði hann mörgum árum seinna um þetta í bókarformi (Land Nationalization: Its Necessity And Aims 1882). Og í siðustu bókum sínum fer hann hörðum orðum um þrælkun fjöldans í þágu fárra manna og bendir á hve þjóðfélagssiðferðið sé á lágu stigi, er lítið sem ekkert sé gert til að bæta úr þvi, enda þótt innan handar sé. Eru bækur þessar (er hann ritar

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.