Reykjavík


Reykjavík - 06.12.1913, Blaðsíða 1

Reykjavík - 06.12.1913, Blaðsíða 1
1R e$ k \ a v t ft. L<augardag 0. Desember 1913 XIV., 50 Ritstj. Kr. Linnet Laugaveg 37. Heima kl. 7—8 siðd. Skólar. Skólamálin eru ofarlega á baugi nú sem stendur. í Nýju kirkjublaði skamma rektor og kennarar menta- skólans biskup fyrir að hafa skammað þá, og í sama blaði rita þeir Quðm. Haunesson prófessor og séra ólafur Ólafsson, um hina „góðu gömlu daga“ i latínuskólanum, er prófessorinn að vísu telur hafa verið habölvaða. Og biskupinn lofar fleíri hugvekjum um sama efni. Því að „fleiri bera, sem og betur fer, skólann fyrir brjósti en kennararnir, og telja ser heimilt um að tala“. Og í „Sunnanfara“ lofar dr. Jón Þorkelsson að athuga bráðlega „hlunn- indin“, er fengist hafa með því að af- nema eða minka grísku- og latínu- kensiuna í mentaskólanum. En á meðan þessi skýhnoðri rennur upp á mentahimninum sem forboði stormsins, sem í aðsigi er, heflr skyndilega og flestum að óvörum skollið á fellibylur mikill á verzlunar- skólanum, og svo rammaukinn, að ó- sýnt er nema hann sópi ö[lu burtu, sem þar er, bæði kennurum og nem- endum. Við lifum á „þingræðis“, á „meiri- hluta“-tímum. Allir eru gagnsýiðir af þeirri hugmynd að minnihlutinn eigi nú engan rétt og að einasta hlut- verk hans og markmið sé að reyna að verða að meirihluta. Þangað til eigi hann helzt — ef þess er nokkur kostur — alls ekki að veia til. Þetta meirihluta einveldi getur nú verið gott og blessað. En óneitanlega er töluverður annmarki á því, eigi það að ráða t. d. á skipum eða skól- um. Þetta hafa verzlunarskólanemendur {gagnsýrðir af „meirihluta“-hugmynd- inni) ekki látið svo lítið að athuga. „Við erum í meiri-hluta, stórkost- legum meiri-hluta. Well — þá ráðum við einir. Og fyrst við ráðum einir, þá viljum við svei mér ekki hafa kennara sem skammar okkur eins og hunda, og leyfir sér að tyggja skro í stundinni. Burt með hannl“ Jú — burt með hann. í rauninni langar mann mest til að brosa að þessum ungu „herrum og dömum", sem þykjast einfær um að ráða niður- lögum skólastjóra síns, og kæra sig kollótt um hina háu skólanefnd, pabbaogmömmu, og þetta sem nú af for- sjónjnni er sett til að gæta þeirra. Og enn meiri löngun fær maður til þess að brosa þegar maður heyrir „sakirnar". Hvað „skammir", „reykingar", „blaða- lestur í stundum !“ Alt þetta sem í „okkar ungdæmi" var talir. mest prýði á einum kennara! Sem gerði læri- sveinana svo hænda að honum, að við sjálft lá að þeir gleymdu því að hann var kennarinn þeirra o: borinn fjándi og óvinur. Og nii er þetta höfuðsök. Já, tvennir eru tímarnir 1 En það er samt ástæðulítið að brosa. Vér skiljum það svo ofurvel, að unglingar, sem af einhverri ástæðu þykjast hafa orðið fyrir stór-órétti oghlut- drægnislegri meðferð þjóti upp til handa og fóta með öllum þeim ósköpum, sem þeir eiga í eigu sinni, og heimti rétt sinn en engar refjar. Og vér teljum þeim fremur sóma að, en hitt. En að þeir grípi til slíkra örþrifa- ráða einungis — ætli það sé of hart að orði kveðið — einungis vegna þess að þeim þykir sinum háu persónum misboðið með orðum — það er ofvaxið vorum skilningi. Að þeir hefðu reynt að hefna sín á annan hátt, t. d. með þd að kasta bréfkúlum í Ólaf — það gátum vér skilið. En .«/3re«^'-kúlum — nei, svei þeim. Hér hlýtua einhver nýr „skóla-andi“ að vera kominn til sögunnar. Ekki sem geðfeldastur andi. Vér efumst ekki um, að ef verzl- unarskóla-nemendum tækist það sem þeir hafa stofnað til — sem að vísu er engin ástæða til að ætla — þá mundu nemendur við aðra skóla hér með samskonar lúsaleit auðveldlega geta fundið sér átyllu til að „afhrópa* flesta kennarana og útvegað sér þannig þægilega daga, og hver veit nema ein- hverjum dytti það í hug. Því oss viiðist satt að segja þetta verzlunar- skóla-uppþot bera vott um að hið mikla frjálsræði, sem nú er leiðarstjarnan á mentunarveginum hér, auk annars hafl þann ókost, að ala upp í mönnum agaleysi. Og agi er jafn nauðsynlegur í skól- um og á skipurn í regin-stormi. Eimskipa-nöfnin. Blaðið „Lögréttau heflr undanfarið auglýst nöfn all-mörg, er menn hafa stungið upp á handa væntanlegum tviburum Eimskipa-félagsins fyrirhug- aða. Hafa ýmsir bent á að samkvæmni ætti að vera í nöfnunum, líkt og í slikum félögum erlendis tiðkast, að nöfn á öllum skipum hvers félags enda eins. Þetta virðist líka vel til fallið. Og þá er varla nein ending eða neinar endíngar sjálfsagðari en „inn“ og „in“, sem menn þegar nú ósjálfrátt bæta aftan við þau skipa- heiti íslenzk, sem unnt er. Vér nefn- um sem dæmi: Jón forseti er alment kallaður „Forseti»w“ — Reykjavík „Reykjavík/w". Vér stingum upp á, að sameiginleg ending skipaheitanna væntanlegu verði „innu. Qammurinn, Ormurinn, Valurin\i, Scefarinn, Dreh- inn, Huginn, Muninn o. s. frv. Síð- ustu tveim heitunum heflrverið stungið upp á í „ísafold" og „Lögréttu". Nóg er úrvalið með þessum hætti. En mannanöfn koma ekki til greina. Er það heppilegt, því að um það munu skiftastar skoðanir manna, hverjir þar ættu að sitja í fyrirrúmi. €imskipa-{élagið. íslenzk skipshöfn. Þann orðróm eru menn, miður vel- viljaðir Eimskipa-félaginu, að reyna að breiða út, að á skipum þess eigi ekki að vera íslenzk skipshöfn, heldur eigi að ráða útlenda menn á skipin. En fyrir orðróm þessum er enginn fótur. Bráðabirgðast.jórn félagsins hefir — eins og sjálfsagt var — altaf gert ráð fyrir að öll skipshöfnin á hvoru skip- anna um sig verði íslenzk, ef þess er nokkur kostur. íslendindingar munu því ávalt fremur verða teknir á skipin en útlendingar, og varla hætta á að ekki fáist hæfir menn í öll skipsrúm, nema ef vera kynni fyrsti vélameistari, vegna þess að vélarnar verða nokkuð öðruvísi en nú tíðkast. Að stjórn sú er kosin verður á stofnfundinum muni líta annan veg á þetta mál — er afar- óliklegt. Því að það mun enginn efl á því, að um það munu allir hluta- eigendur einhuga, að hér eigi að vera íslenzkir menn á íslenzkum skipum, En þeir menn vinna óþarft verk, sem breiða áðurnefndan orðróm út, og væri gott að komizt væri að því hvar hann á upptök sín. Og nauðsynlegt að hann sé kæfður í fæðingunni. Því að engin furða væri þótt sjómanna- stéttin íslenzka þættist sárt leikin, ef henni væri sýnd slík vanvixða, og engin furða þótt hún þá ekki styrkti félagið mjög mikið. En úr því þessu er nú einmitt þannig varið, að henni hlýtur að verða hinn mesti styrkur að Eimskipa-félaginu, þá má ætlast til þess af henni, að hún í heild sinni, og sérstaklega þeir úr henni, sem bezt eru efnum búnir, veiti félaginu allan þann fararbeina, er þeir megna. Enda eru þeir menn vissastir til þess, og ætti það sízt að draga úr hluta- bréfakaupum þeirra, er þeir sjá hver brögð eru höfð til þess að gera þá andstæða félaginu. Fána-inálid. Símað er frá K.höfn í fyrradag: Berlin hamast gegn fánanum með blaðagreinum og einkafundum fyrir ríkisþingmenn. * * * Það er ekki óskemtilegur maður þessi Berlin. Hann er altaf að hamast. Annað veiflð móti einhverju sem við eigum að fá, og hitt veifið með ein- hverju, sem hann vill að troðið sé upp á okkur. Það er meiri hamagang- urinn. Manni verður ósjálfrátt forvitni á að vita hvort hann muni endast lengi með þessum hætti. Von- andi fer hann að hlifa sér meir þegar hann sér að hann hefur ekkert upp úr því nema að leggjast sjálfur í rúmið. XIV., 50 DH~ Drekklð Egilsmjöö og ]flaltextrali.t frá imilenclu ölgeröiuni „yigli Skallagrimssytti**. Ölið mælir með sér sjálft. Sími 390. jfýmœli £Ioyí-George. England hefir lengi verið land lá- varðanna. Þeir hafa ráðið þar lögum og lofum á þinginu þangað til fyrir skemstu, og þeir eiga enn afskaplega mikil landflæmi, sem til lítils eru notuð annars en að þeir íara þangað við og við á dýraveiðar. Óræktað land eða lítt ræktað er þar mikið. En jafnframt þessu — og meðfram af þessum ástæðum — lifa þar í bæj- unum miklu fleiri en góðu hófl gegnir. Búa menn þar við meiri sult og seiru en annarsstaðar munu dæmi, hafa litla sem enga vinnu — en óræktað land, er gæti framfleytt hundruðum þúsunda fjölskylda, rétt við hliðina. Beztu menn Englendinga hafa lengi bent á þetta, og viljað að þessu væri kippt í lag. En við ramman var reip að draga þar sem voru mestu auðmenn og valdamenn Bretlands, hertogar og jarlar. Og meðan þeir gátu með róttu sagt: við erum ríkið“, meðan efri- málstofan var næsta einvöld, voru engin tök á að fá þessu breytt. En er vald efri-málstofunnar og lá- varðanna hafði mjög verið brotið á bak aftur, fyrir haiðfylgi stjórnarinnar, hefir nú Lloyd-Qeorge rábherra brotist í að fá einhverjar betri horfur á þetta mál. Er það nú á döfinni og barist sleitu- laust fyrir — og móti. Meðal annars vill L. G. að borgirnar geti keypt fyrir ákvæðisverð land um- hverfis eftir vild. En nú er ekki svo, heldur verður þröngbýli í bæjunum einmitt mikið af þessari ástæðu. En ef þetta nýmæli L. G. verður að lög- um batna að minsta kosti vistarverur manna í bæjum þar, sem nú eru oft næsta lélegar handa skepnum — hvað þá mönnum. í bók sinni „Social Environment and Moral Progress11, sem rituð er í ár, segir A. B. Wallace frá því, að í Lundúnum séu 20,000 manns, er búi 5 saman í einu herbergi, og önnur 20,000 sem 6, 7 eða 8 hafi að eins eitt herbergi. Og þessi herbergi eru næstum ávalt kjajlara-kitrur. — Má geta nærri hve fádæma óholl slík hí- býli eru. Enda er barnadauðinn af- skaplega mikill þar sem svo hagar til. Og svo er mjög víða í enskum stór- borgum. — Það er því ekki að furða, þótt menn hugsi um að kippa þessu í betra lag, og má ætla að Lloyd George megni að fá þessari umbót framgengt, hvað sem öðrum landbún- aðarbreytingum hans líður. I

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.