Reykjavík


Reykjavík - 06.12.1913, Blaðsíða 4

Reykjavík - 06.12.1913, Blaðsíða 4
198 REYKJAVÍK cHœjargjöló. Þess er alvarlega krafist, að allir þeir, svo lijú sem liús- bændnr, sem eiga ógoldið bæjarsjóði aukaútsvör, lóöargjald, vatnskatt, sótaragjald, holræsagjald, barnaskólagjald, salernisgjald, erfdafestugjald, tíund, innlagingarkostn- aö á vatni. eða hvert annað gjald sem er, sem greiðast á í bæj- arsjóð, að greiða það tafarlaust, svo ekki þurfi að taka það lögtaki, cRœjargJaléRerinn. OTTOM0NSTED" dan^fca smjörliki er besf um fregun&irnar „0 rn” „Tip -Top”„5 vak ” óba „Löuc” Smjörliki& fce^f frd: Offo jWönsted *Xf, Kau,pmannahöfn 03 Áró^um i öanmörku. Botnía kom í morguo. Meðal far- þega var H. Hafstein ráðherra. Á. Verzlunarskólanum varð verk- fall snemma í vikunni. Lögðu læri- sveinar margir niður vinnuna og kváð- ust ekki taka hana upp aftur, nema skólastjóra-skifti yrðu. Tilkyntu þeir þetta skólanefnd og skólastjóra — eftir hverju þeir hefðu sér að hegða. Báru þeir aðallega þær sakir á skólastjóra, að hann veitti þeim of harðar átölur, reykti í timunum og læsi þar stundum blöð. Kom þetta flatt mjög upp á alla, því að skólastjóri heflr ávalt gegnt starfl sínu vel, og er talinn ágætur kennari. Og engar umkvartanir áður frá nemendunum. Úiskurður skólanefndar féll í morgun og er all-mörgum aí uppþot^mönnum vísað burt úr skólanum, og fá þeir heldur eigi að taka þar próf. Með „Sterling“ komu D. Scheving læknir, Kr. Torfason kaupmaður, Pétur Óíafsson konsúlí, Sigurður Maynússon læknir og Konráð Stef- ánsson bóndi. Thor Jensen útgerðarmaður varð fimtugur á miðvikudaginn. „Lénharður fógeti“ verður leikinn um jólin. Lénharð leikur Árni Eiríks- son. „Þjóðreisn4* heitir nýtt stjórnmála- félag hér í bænum. Eru í þvi heima- stjórnarmenn undir forustu Jóns Ól- afssonar og Lárúsar H. Bjarnason. Það heldur fund í kvöld. Heimskringla er farin úr eign þeirra manna (aðallega B. L. Bald- winssori) er áður áttu og hefir keypt hana félag nokkurt. Séra B'ógnvaldur Pétursson er einn hinna nýju eigenda og mælt að hann verði ritstfóri blaðs- ins. Nýárs-kort íslenzkt, mjög laglegt, heflr E. V. Sandholt búið til og gefið út. Er það ávísun á hamingjubanka íslands, sem útg. ábyrgist að verði borguð á réttum tíma. Fæst hjá bóka- verzlun Sigf. Eymundssonar. Látin ei frú Ingihjörg Magnús- dóttir, kona Guðjóns Guðlaugssonar alþingismanns. Þingmannsefni í Strandasýsiu segja sumir að verði Magnús Péturs- son læknir í Hólmavík. Munið eftir jólamerkjunum! Mestir jaröbótamenn. Eftir jarðbótaskýrslum búnaðarfé- laganna fyrir árið sem leið, 1912, eru margir búendur með 100—200 dagsv., nokkrir með 1—400 dagsv., og með 400 dagsverk og þar yfir eru þessir: 1. Magn. Sigurðss. Grund Eyjaf. 1057 2. Magn. Þorlákss. Blikast. Kjós. 894 3. Alb. Eyvindss. Skipag. Rang. 834 4. Met. Stefánss. Eiðum S.-Múl. 832 5. Sig. Guðmundss. Selal. Rang. 807 6. Jón Jónsson Hafst.st. Skagaf. 801 7. M. Bl. Jónss. pr. Vallarn. S.-Múl. 755 8. Ól. Guðmundss. Sámsst. Mýras. 742 9. Sig. Jóhanness. Geit.st. S.-Þing. 727 10. Sveinn Jónsson Hóli Skagaf. 715 11. G. Þorv.ss. Litlu-Sandv. Árn. 713 12. Guðm. Ólafss. Lundum Mýras. 630 13. Guðj. Helgas. Laxnesi Kjós. 562 14. Jónas Illugas. Biöttuhl. Húnvs. 543 15. Þórð. Gunnarss. Höfða S.-Þing. 539 16. Þorst. Þorst.s. Berust. Rang. 515 17: Guðm.Þorbj.ars. Stóra-Hofi — 511 18. Bj. Bjarnas. Hörgsdal Y.-Sk. 511 19. Bj. Bjarnason Skáney Borgf. 504 20. Sveinn Árnason Felli Skagaf. 497 21. Ól. Stefánss. Kalmanst. Mýr. 488 22. Gísli Jónss. pr. Mosf. Árness. 484 23. Guðm. Stefánss. Litlal.k. Skagf. 476 24. J. P. Bóason Hlíðarenda S.-Múl. 466 25. Ben. Baidvinss. Garði S.-Þing. 462 26. G. Sigurðss. Brenniási S-.Þing. 451 27. S.sýslum.Ólafss.Kaldaðarn.Árn. 434 28. Bj. Runólfss. Holti Siðu V.-Sk. 426 29. G. Péturss. Holti Ásum Húnv. 418 30. Jón Guðmundss. Ósi Borgarf. 418 Þess skal getið, að hjá mörgum þessum mönnum, eru það girðingar sem mestu ráða og hleypa fram dags- verkatölunni. [,Freyr‘.] €ggert Claessen, yfirréttarmálaflatningsmaðnr. Póstliússtr. 17. Talsíml 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Vm.liin Jóns Zoéga selur ódýraBt neftóbnk, munntóbak, reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl. Tnlsími 128. Bnnkastrætl 14. Hvaða mótor er ödýrastur, bestur og mest notaður? Gideon-mótorinn. Einkasall Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: V e r s 1 u n. Prentsmiðjan Gutenberg. 3 kominn um og yfir nírætt) svo ágætlega ritaðar að aðdáun vekur. Dr. Wallace var alla æfi maður, er einungis víldi byggja á reynslunni og var í upphafi efnishyggjumaður og »agnostiker«. Eins og »Times« kemst að orði var hann aefnishyggjumaður allur saman og í huga hans var ekkert rúm handa trú á neina and- lega tilveru eða nokkrar aðrar verkandi orsakir í alheiminum en öíl og efni«. En árið 1865 kyntist hann spíritismanum af eigin reynd, í húsi visindamanns, vinar síns. Mynduðu þau sambands- hóp, W., vinur hans og kona og dóttir síðarnefnds og gerðust mörg merkileg fyrirbrygði. Varð það til þess að W. gaf sig mikið við rannsóknum þessum og varð bráðlega sannfærður um að fyrirbrygðin stöfuðu af völdum framliðinna. Árið 1874 gaf hann út hið ágæta rit sitt nMiracles and Modern Spíritualism«, þar sem hann lýsir yfir þessari skoðun sinni og segir frá á hverju hann byggi hana. Á þeim tímum þurfti »harðan haus« til að játa trú sína á þessi »hindurvitni« enda hlaut hann mörg ámæli fyrir og var skopast að honum fyrir. En hann gekk sína beinu braut og um áhrif spíritismans á sjálfan sig kemst hann þannig að orði: »Ég finn það sjálfur að ég hef orðið að mun betri manni og að það á ég aðallega að þakka kenningum spíritismans, að við með hverju verki og hverri hugsun byggjum oss skapgerð, sem afar mikið er undir komið hvort okkur líði vel eða illa seinna. En um trú sína segir hann: »011 trú mín er bygð á þekkingu þeirri, er ég hef öðlast með spiritismanum. Heimurinn er til framþróunar mannssálinni og framtíð vor er komin undir þvi hvernig vér notum tæki- færið nú«. 4 Spíritismann skoðaði hann sem grundvöll trúar þeirrar er framtíðin mundi hafa. — »Það er á engu öðru að byggja«. Með A. R. Wallace er farinn afburðamaður andans. Maður sem fram á síðustu stund vann að því að gera bjartara og hlýrra í heiminum.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.