Ríki - 21.07.1911, Síða 3

Ríki - 21.07.1911, Síða 3
R í K I í þeim kjördæmurrí þar sem Heima- stjórnin með engu móti getur komið sínuin mönnum að, á að skapa sundr- ung í Sjáifstæðisflokknum með því að hafa í boði menn sem að nafninu til eru sjá!fstæðismenn,en sem Heimastjórnar- mönnum þykja þósvo miklu »vænlegri« en þingmannsefni Sjálfstæðisfldkksins að þeír gefa þeim með ánægju atkvæði sín, því að ekki myndu þeir verða Heima- stjórnarmönnum þröskuldur í vegi, er á þing kæmi. Vjer vildum alvarlega vara flokksmenn um land alt við þessum sundrungartil- raunum. Danir hjer og íslenski fáninn. Den er Skam kön, den blaa Fane. jeg synes den tager sig ligesaa godt ud der som Dannebrog,** sagði danskur heldri maður einn fyrir fram- an þinghúsið, þegar barna fylkingin koni þangað undir bláu fánunum á afmælishátíð Jóns Sigurðssonar, og fólkið, sem í kring var, tók undir þetta samsinnandi. Sama hafa fleiri Danir búsettir hjer látið í Ijósi, og ekki hefur frá þeim, svo kunnugt sje, heyrst eitt aukatekið óvildarorð til fána vors eða þeirra manna, sem hann bera fram eða nota. Pvert á móti hafa ýmsirþeirrasýnt velvildarhug rjetti og kröfum þessa lands, sem þeir hafa fest æfikjör sín við og ætla að lifa í það sem eftir er, og gera það óhikað, án þess að kasta með nokkru móti rýrð á ætt- jörð sína, sem þeir geta auðvitað un heils hugar eftir sem áður. Þetta er í alla staði drengilegt og vekur velvildarhug á móti. Það er einmitt samboðið menningu og mann- dómslund, að fylgja rjettu rnáli og jafnvel berjast fyrir því, þó móti vin- un og ættingjum sje. »Danska fólkið gerir okkur íslend- ingum skömm til að smekk og þjóð- rækni«, sagði kona ein hjer f bænum 17. júní fyrir framan glugga EgilS Jakobsens. Glugginnvar alsettur litunum okkar hvítu og bláu og myndum Jóns Sig- urðssonar og smáflöggum. Það var látlaus fegurð, fór vel úr hendi og andaði að oss velvild. Þessir menn og þeirra aðfarir vinna báðum þjóðunum meira gagn og festa meira vinarhug milli Dana og Islend- inga en óþverri sá sem ýmsir Heima- stjórnarmenn og blöð þeirra eru að kasta á bláa fánann og fylgismenn hans,enda var barnafylkingin ogallur Jóns Sigurðssonar dagurinn hógleg og átakanleg mótmæli móti' auðnu- leysis og óhappastarfi slíkra manna. Hallur. Arí Jénsson þingmaður Strandamanna er nýkom- inn úr ferð um kjördæmi sitt, hjelt hann 3 fundi með kjósendum, en eng- in fór þar atkvæðagreiðsla fram. Hann lætur-vel yfir sinni ferð. * Hann er svei rpjer fallegur, blái fáninn. Mjer finst hann fara alveg eins vel yfir fylkingunni þarna eins og Dannebrog. Almennur borgarafundur var haldinn hjer um daginn. Höfðu boðað til lians nokkrir borgar- ar bæjarins út af því, að bæjarstjórnin hafði neitað um Lækjartorgið handa líkn- eski Jóns Sigurðssonar. Vildu þeir fá Jóns Sigurðssonar nefndinatil að endur- nýja umsókn sína og bæjarstjórnina til að leyfa torgið. Töldu þeir svo illa til haga þar að baki myndinni, að hún nyti sín ekki, myndina of lága, svo að menn horfðu ofan í höfuð henni, sem ofan stiginn komu og sjerstaklega, að alveg ótækt væri að setja mynd Kristjáns kon- ungs 9. á blettinn þarhjá, svosem sagt væri, að búið sje að lofa og ákveða. Móti þessu mæltu þeir Kristján kons- úll Þorgrímsson bæjarfulltrúi ogTryggvi Gunnarsson formaður nefndarinnar öfl- uglega, ogfundu það helzttil, að Lækjar- torg væri lítið og á því þyrfti að halda fyrir fiskitorg, en það reið hjerauðsjáan- lega baggamuninn, að Tryggvi sagðist nú vera búinn að láta grafa þarna fyrir undirstöðu undir myndina og væri byrjað að múra, og lýsti því hátíðlega, að hann tæki sjálfur hjer af bæjarstjórninni allan vanda í þessu máli, því að hann vœri búinn að taka það í sig, að þarna skyldi tnyndin standa. Þessum úrskurði Tryggva tók fjöldi borgaranna með lófaklappi, ogkom það þó skýrt fram í umræðunum, aðTryggvi hafði gert þetta að miklu leyti á sitt eindæmi án þess að það væri samþykkt með nokkrum meiri hluta í nefndinni. Þetta þótti einkennilegast og athuga- verðast á þessum borgarafundi, og þótti það nærri ískyggilegt tákn tímans að þá sjaldan að borgarar bæjarins eru virtir þess, að við þá sje talað um bæjarmál, að þeir láti þá að öllu mótmælalaust valdboði einstakra manna og er hætt við að valdhafarnir hugsi framvegis sem svo, að háskalaust sje að gera það sem þeim lýst, og segja svo borginmannlega að því verði nú ekki breytt hjeðan af hvað sem hver segir og þá klappi borgararn- ir. Þetta sje nú orðið rjetta aðferðin við þá, þetta þurfi þeir að hafa. Eftir þennan fund er von að menn hugii svona. Annað mál er, hvort enn sje komið svo langt með almening lijer, að því inegi altaf treysta. Borgarí. Pjeiur Jónsson söngvari er nýkominn hingað heim snöggva ferð. Hann hefur í vor verið í Vesturheimi í söngflokki danskra stú- denta og er frá því í haust ráðinn við leikhús í Berlín um 3 ára tíma. Sam- söngva ætlar hann að halda hjer í bæn- um og þann fyrsta nú strax eftir helg- ini. I !----------------------------------- 19 2 5 Skrifstofu- og verzlunarstjórar, stjórn- endur fjelaga og fyrirtækja eða aðrir þeir, sem taka vilja vel hæfa, áreiðanlega og reglusama menn í þjónustu sína, nú eða síðar, sendi nöfn i sín í lokuðu brjefi, merkt: 1925 til ! ritstj. þessa blaðs. Islands banki. Ræða landritara. í sambandi við skýrslu um aðalfund bankans hefir verið birt ræða landritara þar á fundinum, þar sem meðal annars er sagt, að ísland hafi ekki seinust árin aflað sjer neins aukins trausts í augum erlendra þjóða, sjerstaklega ekki hjá þeim mönnum, sem við fjármál eða peninga- mál eru riðnir. Þó hjer sje notað varlegt orðalag, er þó auðsjáanlega verið að gefa í skyn, að einhverjir þeir atburðir hafi gerst, er rírt hafi lánstraust íslands í útlöndum. Þeir eru margir, sem vita vildu, við hvað er átt með þessum orðum, og hvort það er landritarinn, sem hefir sagt þetta frá eigin brjósti, eða hann aðeins sem formaður bankaráðsins í fjarveru ráð- herra hefir lesið upp skýrslu fulltrúa- ráðsins eða bankastjórnarinnar. Þjóðin virðist eiga fulla heimtingu á því, að nánari grein sje fyrir þessu gerð, því að slík ummæii eru sfzt til þess fallin að auka veg hennar nje traust hjá öðrum þjóðum; væri og að sjálfsögðu hægra að koma í veg fyrir illar afleiðingar af þessuin traustmissi, eða að minnsta kosti að ná traustinu aftur, ef heyrum kunnar yrðu gerðar ástæðurnar fyrir þessu áliti á íslenzku þjóðinni. Vesíur-Í slendingar hjeldu hátíðlegan hundrað ára afmælis- dag Jóns Sigurðssonar og gekkst klúbb- urinn Helgi magri fyrir því. Fyrir minni Jóns töluðu sjera Jón Bjarnason og sjera LárusThorarensen, en prófessor Run. Marteinsson fyrir minni íslands; hafði sú ræða verið hápólitísk og ræðu- maður helst hallast að algerðum skilnaði íslands og Danmerkur, og viljað að Vestur-íslendingar styddu að því eftir mætti, að svo gæti orðið, eftir því sem blaðinu Heimskringlu segist frá. Fjöldi kvæða var lesinn upp og sunginn, þar á meðal 6 fyrir minni Jóns forseta. S|s Flora fór síðastliðinn sunnudag norður um land til útlanda og með fjölda farþega, þar á meðal: Eggert Claessen með frú, ung- frú Elín Matthíasdóttir, Guðm. Svein- björnsson, stjórnarráðsaðstoðarmaður, Jón Stefánsson, málari, Jakob Möller banka- ritari með frú, Ólafur Jónsson mynda- mótasmiður, Sigfús Einarsson tónskáld, Þórarinn B. Þorláksson málari, ekkjufrú Þórunn Jónassen. Rólega spekiarmenn segir biskupinn nýlega í Kirkjublað- inu að okkur sje mest þörf að fá á þing. í Lögrjettu síðast sýnir Heimastjórnar- flokkurinn fyrir munn síns þingmanns | efnis — L.H.B. — hvernig hann vill láta hina prúðmannlegu og »rólegu spekt* lýsa sjer í orði. Ráðherrann kvað vera væntanlegnr heim snemma í næsta mátiuði, og hefir enn ekkert um það heyrst hvort honum hafi orð- i ið nokkuð ágengt í sambandsmálinu, sem neðri deild skoraði á hann að reyna að fá lagt fyrir ríkisþingið, nje heldur hvernig Danir taki í stjórnar- : skrármálið. Hr. Ersiev rektor háskólans í Kaupmannahöfn hefur verið spurður um hversvegna Kaupmannhafnarháskóli hafi ekki sent Háskóla íslands hamingjuósk, og kvað hann hafa svarað því, að fyrst og fremst hafi hann ekkert um hátíðahaldið vitað, og slíkt ekki átt við, þar sem Kaupmannahafnarháskóla ekki hefði verið boðið að láta fulltrúa vera við háskóla setninguna, og í annan stað væri þetta engin háskóli. Það væru aðeins gömlu skólarnir sameinaðir, og við skólann nokkrir docentar. Þeir eru ekki að gera meira úr því sem íslenzkt er en það á skilið. Og var ekki enn meiri ástæða fyrir dönsku velvildina til þessa að reyna að hlúa að vísinunO úr því hann var svona smár? Sierling fór vestur 18. þ. m. Botnia fór til útlanda 19. þ. m. Með henni fóru til Vestmanneyja alþingismennirnir Gunnar Ólafsson og Jón Magnússon bæjarfógeti. Guðmundur Finnbogason magister hefur fengið leyfi til þess að ganga undir doktórspróf við Kaup- mannahafnarháskóla. Rausnargjöf. Halldór Þorsteinsson, skipstjórinn á Jóni Forseta, og Ragnhildnr Pjeturs- dóttir úr Engey giftust á miðvikudag- inn og gáfu í því tilefni 500 kr. til Heilsuhælisins. Björn Jónsson, fyrverandi ráðherra, kvað vera á góð- um batavegi, eítir því sem frjezt hefir með síðustu skipum, er frá útlöndum hafa komið. Hafnarlánið. Heyrst hefir nú síðustu dagana að einhver von væri um að hægt væri að útvega lán til hafnargerðarinnar hjer í Reykjavík, en ekki getum vjer neitt frekar um það sagt. Nýtt blað er Bjarni Jónsson frá Vogi, viðskipta- ráðunautur í þann veginn að byrja að gefa út. Kemur það út hjer í Reykjavík, þótt hann dvelji erlendis. Blaðið á að heita Birkibeinar. Saga þess og gangur á Alþingi 1909 og 1911 rakinn, kjósendum til ihugunar. Eftir A.J. Johnson. Áhugamál kjósenda. Af innanlandsmálum, mun afnám eftir- launa embættismanna, vera eftt af mestu áhugamálum kjósenda þessa lands. Landsmönnum þykir sem von er, blóðugt til þess að vita, að 70 til 75 þúsund krónum, — nærri krónu nef- skatt á hvern íbúa — af gjöldum þeim og sköttum, sem þeir í mjög mörgum tilfellum taka afarnærri sjer að greiða, og þurfa að erfiða fyrir með súrum sveita, skuli vera varið árlega til framfærslu uppgjafaembœttismönnum, embættis- mannaekkjum, og börnum fram til 18 ára aldurs, eða næstum því þangað til þau giftast — að minsta kosti stúlk- umar.

x

Ríki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ríki
https://timarit.is/publication/207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.