Ríki - 18.08.1911, Qupperneq 2

Ríki - 18.08.1911, Qupperneq 2
18 R í K I áður er sagl ekki leitt í lög með stjórnarskránni; að eins gefin heim- ild til þess að leiða það í lög. Par á móti yrði lögleitt alþýðuatkvœði um breytingar á sambandinu milli Islands og Danmerkur, þannig að hverja slíka breyting, sem alþingi samþykkti, væri skylda að leggja undir leynilega at- kvæðagreiðslu allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Með því yrði þjóðinni tryggð mikilsverð rjettindi. Eptir hinu nýja frumvarpi yrði hvergi minnst í stjórnarskránni á nein eptirlaun, hvorki ráðherra nje annara embættismanna. Með því væru auðvitað ekki eptirlaun afnum- in. En þau mætti afnenia, ef mönn- um sýndist svo, án stjórnarskrárbreyt- ingar. Þingrofs-ákvœðinu er breytt til bóta. í stjórnarskránni stendur, að alþingi, skuli stefnt saman nœsta ár eptir að það var leyst upp. Frumvarpið mæl- ir svo fyrir, að alþingi skuli stefnt saman innan árs frá þingrofi. Efþing er nú rofið um þingtímann, áður en fjárlög eru samþykkt, er ekki unt að fá fjárlög samþykkt fyrir lok fjárhags- tfmabilsins, af því að þinginu má ekki stefna saman fyr en næsta ár. Frumvarpið bætir úr þessum galla. Um bráðabirgðarlög bætir frumvarpi ið þeim ákvæðum við ákvæði stjórn- arskrárinnar, að samþykki alþingi þau ekki áður en þingi slítur, falli þau úr gildi, og að bráðabirgðafjárlög megi eigi gefa út, ef fjárlög fyrir fjár- hagstímabilið eru samþykkt af alþingi Eptir núgildandi ákvæðum getur konungur ráðið því, hvenœr reglulegt alþingi kemur saman það ár, sem það á að heyja. Eptir frumvarpinu get- ur hann stefnt alþingi saman á und- an hinum lögmælta degi; en hann getur ekki frestað samkomudegi þess. Um aukaþing er svo fyrir mælt í frumvarpinu, að krefjist meiri hluti þingmanna hvorrar deildar, að það sje haldið, þá kveðji konungur al- þingi til setu svo fljótt sem unt sje, en að það þing megi ekki lengur sitja en 4 vikur án samþykkis kon- ungs. Á yfirskoðun landsreikninganna gerir frumvarpið þá breytingu tilbóta, að sam«inað alþingi skuli kjósa þrjá yfir- skoðunarmenn með hlutfallskosningu, í stað þess sem þeir eru nú,kosnir tveir að eins, sinn í hvorri deild. Með því er það tryggt, að yfirskoð- unin verði ekki eingöngu í höndum stjórnarsinna. Með eitt ákvæðið finnst mjer þing- inu ekki hafa tekist vel. Jeg held, að þingið hafi alls ekki ætlast til þeirra afleiðinga, sem af því ákvæði geta leitt. Pað er 2. ákvæðið um stundarsakir: »Á fyrsta reglulega alþingi eptir kosningar skal ákveða með hlutkesti, hverir hiutfallskosnir þingmenn deiid- arinnar skuli fara frá eptir ö ár.« Með þessu ákvæði eiga menn á hættu, að tilætluninni með hlutfalls- kosningarfáist ekki að fullu framgengt. Gerum ráð fyrir að flokkaskipting hlutfallskosinna þingmanna sjeö : 4. Minni hlutinn getur misst alla sína menn við það hlutkesti. Meiri hlut- inn missir þá 1. Sje flokkaskipting- in óbreytt í landinu við næstu hlut- fallskosningar, getur minpi hlutinn ekki haft á þingi næstu 6 árinmeira en 2 menn, þar sem hann ætti að hafa 4. Petta er bersýnilega ósann- gjarnt. Og hvernig sem flokkaskipt- ingin er á annan veg, getur sú ósann- girni komið fyrir. Gerum ráð fyrir t. d., að það væri meiri hlutinn, sem missti 4, og hjeldi eptir tveimur. Pó að engin breyting hefði orðiðáfloka- skipting í landinu, ætti hann ekki vís meira en 3 sæti af þeim 5, sem um væri keppt. Hann hætti þá að vera meiri hluti hlutfallskosinna þing- manna um ó ár, þó að hann hefði meira hluta þjóðarinnar að baki sjer við kosningarnar. Pessi er ekki til- gangur hluífallskosninganna. Pingmennirnir ættu, að svo miklu leyti sem unt væri, aðganga úr eftir hlutfalli við flokkamagnið á þinginu, til þess að svo góð trygging fengist þess, sem kostur væri á, að þjóðar- viljanum yrði framgengt viðkosning- arnar. Jeg hefi borið það undir lög- fræðinga, hvort þessu yrði kipt í lag með sjerstökum lögum — auðvitað þannig, að enginn gengi úr annan veg en eftir hlutkesti, en jafnframt þannig að ílokksmagnið væri látið segja tii um það, svo sem unt væri, hve margir ættu að fara úr hvorum eða hverjum flokki. Lögfræðingarnir hafa þar sumpart verið ósammála, sumpart í óvissu. Jeg skal engan dóm á það leggja, þó að mjer finn- ist, að fyrirmælum frumvarpsins sje fullnægt,ef hlutkesti er haldið um hvern þingmann, sem úr gengur. Breytingarnar eru nokkurar fleiri. En þær sem nú eru ótaldar finnast mjer þess eðlis, að ekki sje þörf á að lengja þessa grein með því að skýra frá þeim hjer. VII. Niðurlagsorð. Pó að þetta stjórnarskrárfrumvarp sje að sumu leyti nokkuð á annan veg en ýmsir mundu hafa á kosið, þá finnst mjer breytingarnar vera svo mikilvægar, og yfirleitt til svo mikiila bóta, að þjóðin ætti að krefjast þess, að frumvarpið verði samþyktá þing- inu næsta ár. Við getum ekki hugsað okkurnokk- ura stjórnarskrá, sem allirve rð aánægð- ir með. Og það sem helzt er líklegt, að deilt verði um í frumvarpinu, er miðlunar-Ákvcef>\, sem mjer virðist, að allir ættu að geta sætt sig við. Pjóðin ætti að mótmæla öllum breyt- irigum á frumvarpinu á næsta þingi, og hún ætti ekki að kjósa aðra á þing en þá sem lofa að vera á móti öllum breytingum. Okkur liggur á að fá breyting á stjórnarskránni. Kon- ungkjörið þinglið er orðið í svo miklu ósamræmi við stjórnarfyrirkomulag okkar, að úr því er að verða hneyksli, auk þess sem það erhættulegt, efþví fyrirkomulagi er beitt með óbilgirni. Og svo miklir sparnaðarmenn eig- um við að vera, að við þvælumst ekki með stjórnarskrárbreytingar leng- ur en þörf gerist. Hver almennur starfsdagur á þinginu kostar alt að 700 kr., aukferðakostnaðar, og stjórn- arskrárbreytinga-stapp lengir, eins og nærri má geta, þing að góðum mun Ekki dettur mjer í hug að halda því fram, að ekki sje kostandi fje til þess að fá bætur á stjórnarskránni. En sje farið að breyta því frumvarpi, sem nú liggur fyrir þjóðinni, á jeg ekki von á neinum bótum. Jeg ávon á hættulegum stórskemdiim, eftir því sem talað er af hálfu þeirra manna, sem halda breytingum fram. Og það er einkum þess vegna, að mjer virðist, að þjóðin ætti að leggja kapp á að fá stjórnarskrárfrumvarp síðasta þings samþykt á aukaþing- inu að ári. —:----m------ íslendingar geta haldið henni uppi sjálfir. Þegar Danir frjettu um það í vor, að alþingi síðast hefði neitað um að láta danska ríkissjóðinn fá nokkuð af botnvörpusektunum, og 'nafði lýst því yfir að Danir mættu engrar borgunar vænta fyrir landhelgisgæzluna hjer við land fyr en þeir viðurkeryú það skýlaust, að íslendingar sjálfir ætti landhelgina, en ekki Danir þá tóku dönsku blöðin að hóta því, að senda ekkert gæzluskip hingað til iands eptirleiðis. Hafa þeir sjálfsagt haldið, að við það mundi ís- lendingum falla allur ketill í e!d, þv' ókleyft mundi þeim vera að geta gætt fiskiveiða sinna sjálfir, enda mundu þeir hafa litla hugmynd um hvaða kostnað slíkt hefði í för með sjer. Við slíkri hótun mátti auðvitað búast. Einn af þingmönnum Landvarnarflokksins hafði því um þingtímann gert ráðstafanir til þess að fá ákveðna fræðslu um það, frá mönnum, sem vit hefði á bæði hvað landhelgisgæzlan hér mundi kosta á ári, og hvernig henni yrði haganlegast fyrir komið, svo að hún kæmi að sem bezt- um notum. Skýrslu eða áætlun um þetta fjekk hann frá kapteini einum í flota Frakka, sem og er riddarí af heið- ursfylkingunni. Er skýrsia sú á þessa leið: Skip af sömu gerð og botnvörpungur, en útbúið sem skóla- og spítalaskip, mundi ef það væri 600 lestir að stærð, fást hjá skipasrmð í Le Havre fullbúið fyrir 250 þúsund franka eða hér um bil 180 þúsund krónur. Ef nota ætti slíkt skip til strandvarna, yrði að vopna það með 2 fallbyssum, 47 m. m. að vídd, er drægi 6 kilometra. Ferð skips- ins með þessu verði gæti verið 11 mílur á vöku. Ofice'ar á skipinu yrðu að vera 5 Tveir af þeim yrðu að kunna til her- skapar og 1 þeirra til vélafræði. Þessir 3 officerar mundu — fyrst í stað þurfa að vera útlendingar, og laun þeirra hæfileg 7000 frankar, eða rúrnlega 5000 kr. Þá væri hægt að ráða á Frakk- landi og væri .bezt að láta kunnuga menn gera það, svo að menn ætti síð ur á hættu að fá land- og liðhlaupa. Auk þessara manna mundi næg skips- höfn ef 17 manns væri, og væri skipið jafnframt skólaskip, mundu skipsmenn fást ókeypis eða ættu jafnvel að gefa eitthvað með sjer. Vélarpróf gætu þeir tekið hjá vjelmeistara skipsins. Kenslu- tíminn fyrir almenn skipstjóraefni yrði að vera 1 ár, en fyrir herforingjaefnin, er færir væri að veita landhelgisgæzlu- skipunum forstöðu, 3 ár. Útgerð skips- ins öli mundi árlega kosta um 80,000 franka eða 57—58,000 kr. Að skipi og skotfærum mundi þurfa að ditta 4. hvert ár. Skipsmenn yrðu að vera vopn- aðír og hafa einkennisbúning, og bend- ir herforingin til hvar vopnin fengist hentuglega. Á spííala skipsins mætti gera ráð fyrir 5 sjúklingum að jafnaði. Til þess að útgerðin beri sig yrði skip- ið að ganga ait árið. í reksturskostnað skipsins ættu botnvörpusektir og tekjur spítalans að koma. Útlendir herforingjar rnundu ekki fást, nema þeim væri ætluð eftirlaun. Áætlað er að þegar alls er gætt að útgerðin mundi borga sig. Upphæðir þær, sem að framan eru taldar, eru allar miðaðar við hvað mest muni til þessa ganga. Skipið mætti ekki standa undir umsjón flotamálaráða- neytisins danska, ætti að sigla undir íslenzku flaggi, og stjórnmál á skipinu ætti að vera á íslenzku. Svona er álit hins frakkneska flota- kapteins. Það er ekki lengur nein ráðgáta, að íslendingar geta sjálfir sjeð um land- helgisgæzluna, og það er undir þeim sjálfum komið, ráðdeild þeirra og dugn- aði, hvort þeir hafa menningu í sjer til að gera það. Það er og undir þeim sjálfum og álituin komið, hve öflug strandgæzlan yrði, hvort skipin yrði eitt eða fleiri. Þjóðráð. Jónas Quðlaugsson og Knud Berlín er nú skærasta tvístirnið á danska himn- inum. Dönum þykir pað eitt vit, sem þeir segja um íslands mál. En oflangt yrði hjer að telja alt það ágæti, er þeir aita báðir. Skal því aðeins drepið á eitt þjóöráð sem Jónas hefur fundið. Hann ritar langa grein í danska >ríkinu« um náma á Islandi, og er upphaf greinar- innar bjöguð þýðing (viðlíka og þýðing- in á Maríu Orubbe) á innganginum að sögu Einars Hjörleifssonar, er nefnist »Gull«. Aftanvið bætir hann svo löngu máli um ýmsa þá hluti, er hann hefur sjeð af speki sinni, því hann er maður hundvís. Er þar helzt að nefna ótta hans um íslenskt þjóðerni af völdum gullsins, en einkum umhyggjusemi hans til að af«týra hættunni. Mun bezt fara að segja það með hans eigin orðum, hversu hann svarar sinni eigin spurning, hvort nokkuð verði aðgert: »Það er vafasamt, en þó hugsanlegt Eina lífsvonin fyrir íslenskt þjóðerni mundi vera sú, að Norðurlandabúar, sem þekkja og virða íslenska menning og þjóðerni, fengi yfirhöndina á Islandi í sambandi við íslendinga, og eignuðust í tíma auðs- uppsprettur þess. Einir getum við það ekki, hvað sem þeir íslensku »chauvin- istar« (íslenskan á ekki orð yfir þessa hugmyndarleysu) meina og segja. Jeg hefi áður komið fram með þessa hugs- un með öðru móti, þegar jeg lagði til að danskir bændapiltungar flyttist til ís- lands, og jeg endurtek það hjer. En í þessu máli er þó þörfin ennþá meiri, og ágóðinn mun að líkindum verða ennþá vísari. Mjer finst það að minsta kosti ófyrir- gefanlegt skeytingarleysi af Dönum, að þeir ransaka ekki að minsta kosti einsog aðrir, hvort námagröftur borgar sig á íslandi, og reyna í tíma að ná hlut í námunum, ef þeir reynast ábatavæn- legir. En enginn danskur efnamaður hefur reynt það svo jeg viti. Og þó er þetta ekki eingöngu ábata- mál fyrir Danmörku, heldur einnig póli- tiskt stórtnál. Jeg tel nefnilega víst að ef íslenskir námar ganga í greipar Eng- lendingum, Frökkum eða Þjóðverjum, þá tnuni þessar þjóðir leggja hug á ís- Iand.« Hann er brjóstheill, drengurinn. ís- lendingum ætti að skiljast af þessu, hverj- um hann þjónar. íslendingur.

x

Ríki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ríki
https://timarit.is/publication/207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.