Ríki - 18.08.1911, Blaðsíða 3
etu\.
Nýjasta flónska Ingólfs.
Svo sem menn munu reka minni til
var sýnt fram á það hjer í blaðinu, að
ráðherra hefði gert sig sekan í stjórnar-
skrárbroti, er hann framlengdi umboð
hinna konungkjörnu. Heimastjórnar blöð-
in áttu dálítið erfitt með að neita þessu,
því að sá flokkur hafði í fyrra haldið
hinu sama fram. Lögrjetta svaraði út í
hött, talaði uin hvernig þingflokkarnir
hefðu litið á málið, en ekki hvað löglegt
væri eða rjett, en hún hefur þagað eftir að
henni hefur verið bent á, að skýrsla hennar
hafi að minsta kosti verið villandi, ef ekki
beinlínis röng, þar sem hún gaf í skyn, að
báðir þingflokkar hefðu verið ásáttir um
að haganlegast væri að gera það, sem
ráðherra gerði, en það er víst, að Sjálf-
stæðisflokkurinn var einu sinni aldrei
kvaddur til ráða hvað þá heldur, að hann
rjeði til lagabrotsins, eða á nokkurn hátt
sé meðsekur í því. Reykjavíkin hefur
ekki sagt eitt einasta orð, Ingólfur einn
er nógu fáfróður um stjórnmál og Iög
til þess að láta hafa sig tíl að verja slíkt
atferli, því að vjer gerum ráð íyrir, að
það sje frekar af fávizku, en af því að
blaðið telji sjer skylt að verja vísvitandi
rangt mál, ef ráðherra á í hlut.
Fyrsta vitleysan í greininni er, ið 26.
apríl hafi verið liðin 6 ár frá því skip-
unarbrjef hinna konungkjörnu voru út
gefin. Útnefning þeirra fór fram 29.
apríl 1905.
Ingólfur segir að í orðum stjórnar-
skrárinnar, að kjörtímabil hinna konung-
kjörnu skuli »venjulega vera 6 ár«, sje
gert ráð fyrir undantekningum og gefin
heimild til þeirra, og heldur svoáfram:
»Ráðherra Kr. Jónsson notaði þá heim-
ild, sem stjórnarskráin þannig veitir og
framlengdi kjörtímabilið um tæpan hálf-
an mánuð«. Eftir þessu ætti það alveg
að vera á valdi ráðherra til hve langs
tíma þeir væru útnefndir, hann gæti út-
nefnt þá til viku og viku í einu og
gert þá á þann hátt sjer sem háðasfa,
hann gæti líka útnefnt þá æfilangt og
á þann hátt seft þröskuld í veginn fyrir
marga eftirmenn sína, með öðrum orð-
um, það yrði alveg þýðingarlaust, að
kjörtímabilið er í stjórnarskránni ákveð-
ið »venjulega 6 ár« það gæti með því,
móti komið fyrir, að það, sem stjórnar-
skráin segir að eigi að vera það venju-
lega, kæmi aldrei fyrir. Finst nú á þessu
landi nokkur annar maður, sem við
stjórnmál fæst, annar en ritstjóri Ingólfs
sem'nefurfrekjueðafávizkutilað halda slíku
fram? Vjer höfum áður sýnt framáhvernig
skiljaberi 14.gr. stj.skrárinnar og Ingólfs-
greinin hefur að engu leyti liaggað þeirri
rökfærslu, og skal því ekki farið frekar
út í þetta atriði hjer. Að hinu Iangaði
oss til að víkja nokkrum orðum, sem
líka var minst á á dögunum, að vjer
stöndum ekki einir uppi með þessa skoð-
un og að hún ér engin sjereign Sjálf-
stæðismanna, hún var í fyrra almenn ef
ekki einráð í Heimastjórnarflokknum.
Jón Óiafsson hafði þá aðallega orð
fyrir Heimastjórnarmönnum og honum
fórust meðal annars orð á þessa leið:
»Hvað þýðir þetta »venjulega«?
Það þýðir vitanlega það, að þótt inn reglu-
legi kjörtími sje sex ár, þá geti gildi kosn-
jnganna orðið styttra:
a. fyrir alla þjóðkjörna þingmenn, ef þing er
rofíð (»leyst upp«);
b. fyrir einstaka þingmenn, þjóðkjörna eða
konungkjörna, er kosnir eru til að fylla I
skarð í tölu þingmanna, er orðið hefur
á kjörtímanum.
í fyrra tilfellinu styttist kjörtíminn að aftan,
verður styttri en upphaflega var til ætlað.
I síðara tilfellinu styttist kjörtíminn að
framan, byrjar ekki jafnsnemma og annara
þingmanna, en endar jafnt kjörtíma þeim er
yfir stendur.
Engln örsnur undantekning er tll
f lögunum — engin önnur undantekning
frá því ákvæði, að kjörtfminn sje 6 ár.
Orðið »venjulega« á því við, að kjör-
tímabilið sje 6 ár. með þeim einum af-
brigðum. sem stjórnarskráin sjálf til tekur
í sömu (14.) gr.
Engin önsur lög geta breytt stjórnarskránni,
og hvorki hún eða nein önnur lög hafa reynt
það — engin ákvæði til um þetta annar-
staðar.«
(Sbr. Reykjavík XI, 29.)
Þá hefur lngólfur fundið upp þá
spánýju kenningu að kjörtímabil hvorki
þjóðkjörinna eða konungkjörinna. byrji
þegar þeir eru kosnir eða útnefndir,
heldur fyrst er kjörbrjef þeirra eru dæmd.
Um það segir Jón Óiafsson:
»en kjörtxmi þeiira hefst þann dag, sem
þeir eru allir útnefndir, og endar sama dag
að sex árum liðnum. (Sje einstakur þing-
maður síðar kvaddur, endar kjörtími hans
um leið og hinna.)
Sama er um kjörtíma þjóðkjörinna þing-
manna, að hann hefst þann dag, er almenn-
ar kosningar fara fram, og endar sama dag
að sex árum liðnum, nema þing verði fyrri
rofið.<
(Reykjavík XI, 29.)
Þetta er vitanlega rjett.
Hingað til hefur það ekki verið talið
vafasamt að kjörtímabil þjóðkjörinna
þingmanna bæri að reikna frá lokum
þess tímabils, er kosningar fara fram á.
Sje kosið sama dag um land allt, þá
frá þeim degi, annars frá síðasta deg-
inum í því tímabili (áður var vani að
skipa svo fyrir að kosningar skyldu fara
fram í vissum mánuði, og það látið á
valdi kjörstjóranna að ákveða daginn)
er kosningar voru fyrirskipaðar á, ættu
þær t. d. að fara fram í júní mánuði var
kjörtímabiiið útrunnið 30. júní að sex
árum liðnum.
Sljórnarskráin gerir auðsjáanlega ráð
fyrir að kjörtímabilið sje reiknaðásama
háít, hvort sem þjóðkjörnir eðakonung-
ungkjörnir þingmenn eiga hlut að máli.
Kjöi'tímabil konungkjörinnaþingmanna
verður því að' reikna frá útnefningardegi.
Þeir voru heldur ekki í efa um það
Heimastjórnarmennirnir í fyrra að ef þing-
inu væri frestað fram í maí væri lög-
legt að útnefna nýja konungkjörna þing-
menn.
Og Kristján Jónsson Ijet í fyrra haust
Reykjavíkina hafa eptir sjer ummæli sem
menn munu hafa skilið alment á þann
veg, að hann væri Jóni Ólafssyni að öllu
leyti sammála um þetta mál.
Og þó að liann í vor hjeldi öðru
fram (að umboðin rinnu fyrstút 1. júlí)
þá sýndi hann þó í framkvæmdinni (með
framlengingunni) að hann taldi hana
liggja fjær en þá almennu skoðun, er
að ofan getur. .
Það hefur sennilega verið þessi skoð-
un sem ráðherra Ijet upp á þinginu,
sem Ingólfur hefur ætlað að lepja eptir,
en ekki haft skilning til að fara rjett
með.
Ráðherrann ljet sjer ekki um munn
fara að umboð þjóðkjörinna þingmanna
bæri ekki að reikna frá kosningar degi,
hann veit að stjórnarskráin og stjórnar-
venjan eru ásátt um að svo eigi að vera
Hinu hjelt hann fram að umboð hinna
fyrstu konungkjörinna þingmanna ætti að
telja frá því þing fyrst kom saman
l.júlí 1845, og síðan að reikna með 6
ára tímabilum. <.
En til þessa er ekki minnsta heimild.
Fyrst og fremst er það svo óeðlilegt
að telja kjörtímabil frá öðruin tíma en
útnefningardegi að til þess yrði að hafa
sjerstaka heimild.
Og þó svo hefði verið gert á ráð-
gjafarþingunum hefði það enga þýðingu
eptir að stjórnarskráin var gengin í gildi.
Og hvernig reikna beri kjörtímabilið
þegar byggt er á henni höfum vjer sýnt
hjer að framan og þurfum ekki að
endurtaka.
Kjörtímabilíð er 6 ára frá útnefning-
ardegi.
Iugólfur segir að ógerningur hefði
verið að útnefna nýja menn til 6 ára,
það hefðisumparttafiðog sumpart eyði-
lagt störf þingsins.
Dálítið er til í þessu, þó það sje stór-
um orðum aukið, en það getur auðvit-
að ekki rjettlætt stjórnarskrárbrot.
Til þess að komast hjá slíku voru til
tvö ráð, annaðhvort að fresta þinginu
fram í máí eða flýta störfum þass svo
þeim hefði verið lokið áður kjörtíma-
bilið var á enda.
Að útnefna alla gömlu þingmennina
á ný til 6 ára segir blaðiðaðlíka hefði
verið óheppilegt, og tekur sem dæmi
að við kosningarnar yrðu kosnir 16
Heimastjórnarmenn og 18 Sjálfstæðis-
menn og þá riðu þeir konungkjörnu
baggamuninn.
Auðvitað er það rjett að þeir kon-
ungkjörnu eiga ekki að ríða baggamun-
inn, því höfum vjer Sjálfstæðismenn
ávalt haldið fram.
En móti þessu hefur Ingólfur ráðherra
og allir hans fylgifiskar barist með odd
og egg, sagt að þeir konungkjörnu ættu
að hafa sömu áhrif á stjórnarskipti sem
þjóðkjörnir menn.
Og hvers vegna skyldi vera verra að
þeir hefðu það á næsta þingi en á
þessu þingi?
Og f þessu tilfeili sem Ingólfur talar
um myndu þeir líka hafa pað.
Það á að útnefna þá eptir kosning-
arnar og það verður núverandi ráðherra
sem gerir það.
Hann útnefnir auðvitað sína fylgis-
menn það hlýtur hver ráðherra að gera.
Hann útnefnir þá menn er hann tel-
ur hafa heppilegar skoðanir á landsmál-
unum, þá menn, sem ííta sömu augum
á málin og hann gerði á síðasta þingi.
Og hverjir eru það?
Heimastjórnarmennirnir
Það standa engir menp ráðherra nær,
þó hann máske sje þeim ekki að öllu
leyti sammála í sambandsmálinu, eins
og Jón Ólafsson sagði hjer á dögunum,
enn sem vel getur verið að ekki sje rjett.
En hverjar geta þá verið ástæður ráð-
herra? Vjer nefndum tvær á dögunum:
að útvega þeim mönnum þingsæti,
sem þjóðin hafnar við kosningarnar en
ráðherra er ant um,
að skapasjerbetri pólitískaaðstöðu ept-
ir að kosningarnar eru um garð gengnar.
Svo getum vjer bætt því við, að á
þann hátt er heldur vegur að halda
áfram skollaleiknum, að látast vera Sjálf-
stæðismaður en vera þó í náinni sam-
vinnu og sambandi við Heimastjórnar-
flokkinn og njóta stuðnings hans.
Vjer ætlum nú að vjer höfum skilið
svo við þessa Ingólfsgrein að almenn-
ingi verði ljóst hvað upp úr því er
leggjandi sem hann leggur til lands-
málanna, og hve mikil samvizkusemin
og þekkingin er þeim megin.
Satt að segja væri oss þökk á ef
ritstjóri Ingólfs vildi lána oss Ingimund,
ef hann oftar finnur hvöt hjá sjer tií
að ræða lögfræðisleg efni, því að 9tela
honum höfum vjer ekki lyst til, en í sMt-
kast getur ritstjórinn farið við sjálfan sig.
í ríkisráðinu.
Norðurland flytur 8. ágúst síðastliðSnn
svo látandi grein:
í ríkisráði. »Nationaltidende« flytur
grein nýlega þess efnis að Kristján Jóns-
son ráðgjafi hafi átt tal bæði við kon-
ung c*g ráðgjafana, og hafi þeir allir
þvertekið fyrir, að nokkur von væri um
að íslendingar fengju að kippa ríkis-
ráðsákvæðinn burtu úr stjórnatskránni.
Það kvað jafnvel vera í ráði að senda
opið brjef til íslendinga (svipað og 1902)
fyrir kosningar í haust til þess að kjós-
endum sje Ijóst, að árangurslaust sje
að krefjast þess að ríkisráðsákvæðið verði.
felt burtu«.
Það var að sjálfsögðu eitt af hlut-
verkum ráðherra í utanförinni að reyna
að tryggja oss að stjórnarskráin yrði
samþykkt, næði hún fullna’ðarsamþykki
þings, eða að minnsta kosti að fá áreið-
anlega vitnezkju nm þetta efni, og telj-
um vjer sjálfsagt að hann hafi gert það.
En þjóðin á líka heimting á að vite
árangurinn af starfi hans, bæði hvað
hann hefur gert til að tryggja samþykkt
stjórnarskrárinnar, og hvort honum er
kunnugt um að tálmanir verði á vegi
hennar er til Danmerkur kgmur.
Samsögur.
Samsöng hjeldu tvö undanfarin kvöld
þau frk. E. Schultz og Pjetur Jónsson
með aðstoð frú Ástu Einarsson. Söng-
skráin var að því leyti frábrugðin því,
sem við höfum átt að venjast hjer, að
vart sást annað en lög úr frægum ope-
rum. Verður eigi sagt að þau hafi valið
manni af verri endanum, því að öll voru
lögin ljómandi falleg og viðfangsmiki-1
hlutverk sem útheimta afarmikla röjdd,
gott úthald og söngkunnáttu (teknik).
Það blandast víst engum hugur um það,
af þeim sem heyrðu þenna samsöng,
að bæði jungfrúin og Pjetur hafi gert
sínar sakir ágætlega vel. Rödd hennar
virðist ekki vera neitt sjerlega mrtól, og
ef til vill betur fallin fyrir Romancer
heldur en Operer, en hún er falleg og
þýð og prýðisvel með hana farið og
leynir sjer ekki að »teknikin« er f góðu
lagi. Aptur á móti er rödd Pjeturs af-
armikil og há og vil eg þar vísa tll
hlutverks hans úr dúettinum ár Aida.
Og að hún sje Ijómandi falleg dettur
víst engum í hug að neita, sem heyrðl
hann syngja endirinn á aríunni úr Carmai.
Við þökkum þeim báðum, fröken Schultz
og Pjetri fyrir bæði þessi kvöld og
minnumst ekki að hafa fengið betri
skemtun hjer í Vík um laugan tíma.
Pjetur er nú þegar á förum til át-
landsins, ráðinn til að syngja vi© sön-g-
leikhús í Berlín, og við fáum ekki áð
heyra til hans um þriggja ára tímabil.
Það væri því fallega gert af honum,
ef hann vildi Iofa manni að heyra til
sín einu sinni enn þá áður en hann fer.
Svo óskum við honum til hamfngju
og efumst ekki um að ha»n muni verða
þjóð sinni til sóma í útlandinu.
Áheyramti.