Ríki - 18.08.1911, Blaðsíða 4

Ríki - 18.08.1911, Blaðsíða 4
20 R I K I kemur út fyrst um sinn fram um þing- kosningar í haust, 1—2 tölublöðí viku. Verð: 1 króna. Greiðist fyrir 10. septbr. I lausasölu (í Reykjavík) 5 aura eintakið. Auglýsingaverð: venjulega 1 kr. þuml. — Viidarkjör þeim til handa, er auglýsa mikið. Útgefandi: Skrifstofa SjálfstœðisflokLiins. Ritstjóri og ábyrgðarrnaður: Sigurður Lýðsson, cand. juris. Hittist á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins 10—117, f. h. Afgreiðslumaður: Pj. O. Quðmundsson, bœjarfulltrúi. Afgreiðslan er í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Bárubúð (uppi) við Vonarstræti. Opin hvern virkan dag kl. 67,-8‘A. Talsíma nr. JVl • er bezta auglýsingablað landsins, vegna þess, að lllr\l Upp|ag þess er sv0 mikið og því svo vel dreift um öll hjeröð landsins, að 2000 manns fleira að minsta kosti lesa það en nokkurt annað blað. — Auglýsendur, hafið það hugfast nú fyrir haustkauptíðina! Auk þessa gefur RÍKI auglýsendum betri vildarkjör en nokkurt annað blað. Aug. veitir móttöku ritstj. og afgreiðslan. Minningarritin um Jón Sigurðsson. í minningu hundrað ára afmælis Jdns Sigurðssonar hefur Bókmentafjelagið gef- ið út nokkuð*af brjefum hans og svo hefur það helgað minningu hans 2—3 hefti af Skírni. Brjefasafn það, sem út er gefið, er án efa ekki annað en meira eða minna ófullkomið úrval eða kaflar úr brjefum frá honum, sem enn eru til og þvísíð- ur annað en svipur hjá sjón hjá öllum þeim brjefum, sem hann hefur ritað. Brjef þessi, sem út eru gefin, eru að- eins til tiltölulega fárra manna, og má geta nærri að Jón muni hafa staðið í brjefaskiptum við Iangtum fleiri menn víðsvegar um land heldur en útgáfa þessi sýnir. Ekki er auðvelt að dæma um það, hvernig útgáfa þessi sje af hendi leyst nema hægt væri að hafa frumritin til samanburðar, þó má von- andi treysta því, að það sem í bók þessari stendur sje nokkurn veginn sam- hljóða frumritunum, reyndar er rithátt- ur á útgáfunni nokkuð á reiki, en ekki er hægt að sjá án þess að hafa frum- ritin til samanburðar, hvort þetta er af hroðvirkni útgefendanna ellegar þá af vandvirkni þeirra og nákvæmni til þess að hafa allt vandlega samhljóða frum- ritinu af því að ritháttur þeirra sjesjálf- um sjer ósamkvæmur. Allvíða í brjef- um þessum eru feldir úr ýmsir kafiar og er ætluð fyrir þeim eyða með punkt- um í orðastað, en hvað úr sje fellt eða hvers efnis verður hins vegar ekki sjeð, og er það galli á útgáfu brjefanna; þar hefði þurft að sjást, hvort niður hefði verið felt marklítið mál og efnislítil orð ellegar þá eitthvað sem þótt hefði of opinskátt og einartum einstaka menn. Grein á þessu mundu margir hafa vilj- að vita, því þetta skiptir miklu máii. Lakast þó ef útgáfan skyldi ekki vera hlutdrægnislaust af hendi leyst. Það hefur heyrst að forseti fjelagsins hafi fengið því ráðið að feldur hafi verið kafli úr einu brjefinu harðorður nokkuð um Pjetur amtmann Havsteen, og hafi það verið gert af vægð við einhverja núlif- * andi aðstandendur þess manns. Sjeu brögð að því, að ýnþslegu af innihaldi brjefanna sje stungið undir stól á slík- an hátt þá er þessi útgáfa þeirra ekki til nægrar hlítar, og hlýtur að reka að því heimtuð verði betri skil meðtíman- um um þessi brjef. En þó að útgáfu brjefanna kunni að ýmsu leyti að vera ábótavant er það sem hjer er prentað þó svo n.erkilegt og dýrmætt á marga vegu að það er mikið meira í útgáfu þessa varið held- ur enn þó að einhver liðljettingur hefði ungað út Iítilfjörlegri æfisögu-mynd Jóns Sigurðssonar í hundrað ára minningu hans. Það er hressing að því, hvað margt er djarft og hispurslaust sagt í þessum brjefum, að ógleymdri þeirri fátíðu og alvarlegu lítilsvirðing á dönskum stjórnmálamönnum og íslenzkum embætt- ismönnum sem í brjefunum kemur fram. Þó að margt hagi öðruvísi til nú hjer á landi en þegar brjefin voru skrifuð geta þau enn og iengi hjer eptir verið landsmönnum góð áminning um hvert stefna skuli, þau snoppunga óþægiiega sitt undir hvort alla þá pólitísku fávita, sem annaðhvort láta sig samband Dan- merkur og Islands litlu skipta eða vilja að öðrum kosti að ísland sje innlimað í það samsafnaða danska ríki. I brjefunum talar Jón Sigurðsson sjálfur til landsmanna, og eru orð hans öli merkíleg. í Skírni »hafa« aðrir »orðið«, og er mál þeirra manna eins og von er minna virði. í honum eru fyrst minningarljóð um Jón Sigurðsson eftir H. Hafstein sungin á Rafnseyri 17. júní í sumar j stórort og iburðarmikið kvæði ogheldur orðum hlað- ið en að öðru viðsæmandi. Þá er rit- gjörð eptir Þorleif skólakennara Bjarna- son frá uppvexti Jóns Sigurðssonar eng- an veginn ólesandi, henni fylgir ágrip af æfi Sigurðar prófasts Jónssonar föð- i ur Jóns Sigurðssonar samið af Oddi presti Sveinssyni. Því næst kemur rit- gjörð eptir Finn prfóessor Jónsson, um vísindastörf Jóns Sigurðssonar, hvorki vel samin nje skemtileg. Því næst rit- ar Klemenz landritari Jónsson um Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaiin, góða ritgjörð og hlutdrægnislausa. Þá skrif- ar Björn M. Olsen prófessor um Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið ogenn sami maður endurminningar um Jón Sigurðsson. Ekki eru þessar ritgerðir skrifaðar af meiri stillingu en annað það, sem prófessorinn hefur skrifað, og stóryrða og getsakalausar eru þær ekki, meðal annars segir hann á bls. 261 — 62 með þessum orðum að stjórnmála- menn landsins nú láti eigin hagsmuni ráða atkvæði sínu í landsmálutn. »Bet- ur að sumir af stjórnmálamönnum vor- um, sem nú láta* eigin hagsmuni ráða atkvæði sínu um landsmál vildu sjá að sjer og taka sjer Jón Sigurðsson til ept- irbreytni*. Væri rjett að prófessorinn nefndi þá með nafni sem hann á hjer við og stæði svo við mál sitt fyrir dóm- stólunum, en svona ósvinnu hefði Jón Sigurðsson aldrei látið koma í bækur Bókmentafjelagsins sem forseti þess. Þá koma endurminningar um Jón Sigurðsson eptir þá Þórhall biskup Bjarn- arson, Jón Landsbankagæzlustjóra Ólafs- son og Indriða skrifstofustjóra Einarsson. Um þessar minningar er ekki mikið að segja. Einna einkennilegast er grein gæzlustjórans Jóns Ólafsonar. Húnsýn- ir átakanlega hve mikill maður hann * Auðkennt af mjer. X gerðist snemma og hversu stöðugur hann varð þegar á unga aldri í sannleikanum. 17 ára gamall keyrði hann JónSigurðs- son í vörðurnar, rak ofan í hann rang- indi og ósannindi — að Jóns Ólafs- sonar eigin sögn. »Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill«, því öllum er kunnugt um hvert sannleiks- vitni Jón Ólafsson jafnan hefur verið síðan. Að lyktum eru tvö kvæði, hið fyrra eptir Benedikt Þ. Gröndal umlíkn- eski Jóns Sigurðssonar, en hið síðara Vorvísur á hundrað ára afmæli Jóns eftir Hannes Hafstein og er það tæpast jafrigott fyrra kvæði hans, og sjest ekki glöggt hversvegna það var látið sitja fyrir hinu ágæta kvæði Þorsteins Erlings- sonar, sem vísað var á bug. Myndir af Jóni Sigurðssyni og konu hansogíbúð- arhúsi þeirra fylgir Skírnisheftinu. X. Háskólinn. Umsóknarfresturinn rann út 10. þ. m. og hafa þessir sótt: Jón Helgason og Haraldur Níelsson um prófessorsembættin í guðfræði, þau eru tvö, en um docents- embættið hefur enginn sótt, í það er nú seltur Eiríkur Briem, Lárus H. Bjarnason, Einar Arnórsson og Jón Kristjánsson, um prófessorsembættin í lögum, sem eru þrjú, Guðmundur Magnússon og Guðmundur Hannésson, hjeraðslæknir um prófessorsembættin í læknisfræði, um prófessorsembættið í norrænni og ís- lenzkri málfræði hefur enginn sótt, en talið víst að Björn M. Ólsen verði í það skipaður, um docentsembættið í íslandsssögu hafa sótt Hannes alþm. Þorsteinsson og Jón Jónsson, sagnfræð- ingur og um prófessorsembættið í heim- speki Ágúst Bjarnason mag. art. og Guðmundur Finnbogason, mag. art. Raflýsing ætla þeir að koma á hjá sjer Seyð- firðingar. Hefur Guðm. Hlíðdal raf- magnsfræðingur gert áætlun um hana, og gerir ráð fyrir að hún muni kosta um 40000 kr. fyrir utan leiðsluna um húsin, sem bærinn ætlar að gera þeim er það vilja kost á að fá lagt ókeypis, móti því að Ijósin verði þá dýrari, Fyrirætlun þessari kvað eiga að koma í framkvæmd á næsta sumri. Ullarmaismaðurinn seem fje var veitt til á síðasta þingi og síðan fór utan, Sigurgeir Einarsson, kom úr utanför sinni með Sterling síð- ast hefir hann verið í Belgíu, Englandi, Ameríku og víðar. Flora kom 12. þ. m. norðan um land frá Noregi. Meðal farþega Brillouin fyrv. ræðismaður Frakka. Hún fór aftur norður og út 16. þ. m. og með henni úl Akureyrar Hannes Hafstein banka- stjóri og Sigurður Hjörleifsson ritstjóri með frú. Skatiamálanefndin sem setið hefur á rökstólum hálfan annan mánuð og í eiga sæti, Klemens Jónsson, landritari (formaður) og aiþm., Ágúst Flygenring, Hannes Hafstein, Magnús Blöndahl og Sigurður Hjör- leifsson, er nú hætt störfum, en hefur þó eigi lokið þeim, og lætur að svo stöddu ekkert nefndarálit frá sjer fara. ♦ ♦ ♦ $ $ ♦ ♦ f 0 Breiðablik Tímarií 1 hefti 16. bls. á mán. í skrautkápu, gefið út í Winnipeg. Ritstj. síra Fr. J. Bergmann. Ritið er fyrirtaksvel vandað, bæði að efni og frágangi; málið óvenju gott. Kostar hér 4 kr., borgist fyrirfram. Fæst hjá Árna Jóhannssyni, bankaritara. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ $ ♦ ♦ ♦ * f $ Birkibeinar mánaðarblað, ritstjóri Bjarni jóns- son frá Vogi. Fyrsta blaðið kom út um síðustu mánaðarmót. Kostar til nýárs (hálfur árgangur) Kr. 1,00; gjalddagi í október. Tekið á móti pöntunum í af- greiðslu Vísis og afgreiðslunni á Skólavörðustíg IIA (Sími 179). Skujstoja Siáljsta&vsjlofriisvtis í Bárubúð (uppi)við Vonarstrœti Opin hvern virkan dag eftir kl. 6'/2 síðd. Smáauglýsingar er best að birta í R í K I af því: að þar eru þær ódýrastar og þar eru þær lesnar af langflestum, því R í K I er langútbreiddasta blað höfuðstaðarins. 19 2 5 Skrifstofu- og verzlunarstjórar, stjórn- endur fjelaga og fyrirtækja eða aðrir þeir, sem taka vilja vel hæfa, áreiðanlegaog reglusama menn í þjónustu sína, nú eða síðar, sendi nöfn sín í Iokuðu brjefi, merkt: 1925 til ritstj. þessa baðs. Sjálfstæðis- menn! Kaupið sjáífstæðisblöðin: JtoVSttttauA Þau ein fyrirtæki eiga að þrífasf í landinu, sem stefna að sjálfsfæði þess. PRENTSMIÐJA DAVIDS. ÖSTLUNDS

x

Ríki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ríki
https://timarit.is/publication/207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.