Skeggi


Skeggi - 24.11.1917, Blaðsíða 2

Skeggi - 24.11.1917, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. c.m.; 60 aur. á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Gunnar H. Valfoss. Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. er hjer hin mesta þörf á sjúkra- húsi, sem sje sýslunnar eign og notkun þess engum anmörkum bundin. Striðið gerir nú sjúkrahús- byggingu sama sern óframkvæm- anlega, en ekki undirbáninginn. Stríðið endar, kanske að ári og þá er gott að alt sje til, peningar og teikningar, staðurinn valinn undir húsið o. s. frv. Hugsanlegt væri og mjög æski- legt, að t. d. kvenfjelagið „Líkn“, með aðstoð hjeraðsiæknisins og annara góðra manna, vildi taka undirbúning málsins að sjer. þetta hús eigum vjer Eyjamenn að reisa sjálfir, á eginn kostnað með landsjóðstillagi, en ekki að láta málið sofna útaf fyrir þá sök, að verið sje að biðloka eftir einhverjum útlendum styrk. Enda algerður óþarfi, því við getum með meiri sanni sagt, að við höfum ekki ráð á að vera sjókrahúslausir, en að við getum ekki reist húsið. 4. Háfnargerðin. Nú er hafnargerðin búin að standa svo lengi, að menn biða þess með óþreyju, að sjá ein- hverja ávexti af þessu eilífðar- blórni okkar, þ. e. ytri hafnar- garðinum, sem altaf er að brotna og ekki stendur stundinni lengur. Sýslunefndin hefur vitanlega farið að ráðum sjerfræðinga um hafnar- gerðina. En nú er reynslan búin að sýna það og er ástæðulaust að gera sjer nokkra tæpitungu um það: eitthvað þarf að gera, annað og meira, en hingað til. Verkfræðingafjelagið, í Reykja- vík er skipað mörgum æfðum og lærðum mönnum. það mundi fúslega eftir okkar beiðni og á okkar kostnað, senda hingað verkfræðinga til þess að skoða staðháttu og getur hinn núver- andi brotni garður, sennilega gefið þeim fleiri upplýsingar, en okkur. Síðan mundu þeir, eftir vand- lega umhugsun, senda tillögur sínar um það, hvernig vjer eig- um að ráða fram úr hinum nú- verandi ógöngum, á sem heppi- legastan hátt. Einkum virðist svo sem sýslu- nefndinni ætti að vera kærkomin þessi úrslit málsins. það hefur verið lagður mikill vandi og á- byrgð — ekki fjárhagslega — á herðar sýslunefndinni með þessari hafnargerð. En enginn getur af henni heimtað neina sjerþekkingu á hafnargerð. En hjá verkfræð- j ingafjelaginu í Reykjavík getum * yðar og p0f1.!íl^;E það gerið þjer hvortíveggja best að því að skoða vörurnar og gera kaupin þar sem rrsest og best er úrvaiið, og þar sem rnestar líkur eru til að þjer getið fengið það sem yður vanhagar um, 'I alt á sania stað, hvort það er til faíar eða nratar. úigerðar eða i annars, en öll þessi mikilvægu skilyrði uppfyilir best verzlun ■ G. J. Johnsen ! við fengið hana og það tiltölu- lega ódýrt, á móts við þetta undangengna kák. Hjer er um stórfje að ræða, sem fleiri eiga að borga, en | meðlimir sýslunef'ndarinnar, svo ! hún verður að sætta sig við að | heyra tillögur borgaranna. Annars væri það mjög æski- legt og sjálfu hafnarmálinu heppi- legt, að sýslunefndin hjeldi fund með borgurunum og segði sögu hafnarmálsins frá upphafi tii enda það ganga svo margar kviksögur, til og frá, sem enginn hygginn maður játar eða neitar og mundi því slík hafnarmálssaga bæði fyrirbyggja ýmsan misskilning á hafnarmálinu og gerðum sýslu- nefndarinnar, enda ætti hún ekki og rnun heldur ekki telja sig svo hátt hafna upp yfir okkur hina meðborgara sína, að hún þykist of góð til þess að skýra okkur gang þessa margumþjarkaða haln- armáls. Eins og áður er sagt, eru í verkfræðingafjelaginu í Reykjavík margir lærðir og æfðir menn og er engin hætta á, að þeir finni ekki næga ábyrgðartilfinningu hvíla á sjer; þeir munu ráða okkur það eitt, sem þeir vita rjettast; en sjálfir erum við ekki of góðir til að kannast við, að við höfum enga þekkingu á hafnargerð. Förum í friði og andans ein- ingu þessa leið út úr hafnar- ólgunni, svo straumurinn beri okkur ekki upp á skerin! (Framh.). Fáeinar bendingar. —o— 1. b e n d i n g. Fyrir alkunnan dugnað og framkvæmd, að líkindum eins manns, er nú í fyrsta sinni gefið út blað í Vestmannaeyjum, Eiga menn þvt frekar nú en áður kost á að ræða og láta í ljósi skoðun sína á ýmsum málum þessa bygðarlags. Eitt ar mörgu og ekki síst er sjávarútvegurinn og ýmislegt í sambandi við hann. Vertíðin færist nú óðum nær; hvað hún verður aflasæl er að fullu dulið. Hitt vitum vjer fullvel, að erfið- leikar eru á ýmsu og sjer þess engan endi ennþá, nema síður sje. — „Heimur versnandi fer“.— í | Hefði þvt ekki veitt af að at- j huga ástandið og aðstöðu manna i í tilliti til útgjörðarinnar. Ástæður margra útgjörðar- manna eru áreiðanlega slæmar af ýmsum kunnum orsökum, svo sem: gífurlega verðhækkun á salti, oiíu og öllu, sem að útgjörð lýtur. Vogunin er mikil og út- litið ískyggiiegt. — Aðhald Breta á flutningi afurðanna og svo skipafæðin er hvorugt glæsilegt. Skynsamlegast væri, eins og nú standa sakir að útgjörðarmenn sameinuðu kraptana og gjörðu bátana út með innanhjeraðsmönn- um einum saman og höguðu svo útgjörðinni til eins og gjörðist á opnu skipunum áður, en tækju alls engan utanhjer- a ð s m a n n. 2. bend in g. Sú hefur orðið reynslan á, að ekki hefur gengið eins fljótt og vera bæri að leita eftir og lið- sinna hjálparþurfa bátum, og má ei lengur dragast að sje gjörð gangskör að því að setja fast og skorðað fyrirkomulag 4 því efni. Mál þetta kom lítillega til um- ræðu á síðasta fundi Bátaábyrgð- arfjelagsins, en ákvörðun engin tekin sökum fámennis á fundin- um. Er og frekar minst á þetta hjer i þeim tilgangi að vekja menn til umhugsunar á áminnstu efni og hvetja menn til að fjöl- menna á væntanlega nálægum fundi fjelagsins, heldur en að koma með ákveðnar tillögur. þó er víst, að nefnd ötulla og reyndra sjómanna, sem ekki stunda sjó, en eru jafnan í landi, þarf að setja á laggirnar. Til þeirra bæri að snúa sjer þegar hjálpar þyrfti við. þeir hefðu fult vald á að taka hvern bát sem væri, eptir því sem á stæði og sem þeir hefðu álit á, þó ætlaðir væru 2—3 bátar aðal- lega i allar björgunar- og nauð- leitarferðir, og það án tillits til, — ef svo stæði á — hvort báturinn væri vátrygður eða ekki. Og enginn efar það heldur að að f j e 1 a g s m e n n bátaábyrgð- arfjelagsins mundu fúslega borga hvern óvátrygðan bát sem færist við b j ö r g u n. Eitt af þvi sem nefnd þessi þyrlti að vita í fór- um sínum er traust og ábyggileg dráttartaug (Slæbetov) með nægi- legum þunga á miðjunni t. d. keðju. þess ber að geta að nefnd þessi verður að fá þóknun fyrir stafa sinn. þá er og braðnauðsynlegt að fá 2 festar á Kambsleguna eða innan við Eiðið, með góðu uppi- haldi, helst klukkubauju. því sjaldnast væri björtu veðri að fagna þegar festa þyrfti þar bát eða báta. Líklegast spilti heldur ekki til þó festi væri til suður á Vík eða í nánd við Höfðann, Gott væri og að sími væri til á Eiðinu. Varð mörgum til að leita til Jóhannesar og spurjast fyrir þegar báta vantaði. Var hann snúningagreiður jafnan, en hlaut talsvert ónæði af, og sannar- lega hefði iitlu um munað þó aðrir, en Jóhannes, hefðu borgað þann síma. þá væri og mikið hagræði að því að hafa síma úti í Stórnöfða. 3. b e n d i n g. „Oðru vísi mjer áður brá“, ekki eru nema fá ár síðan að fiest al þvi sem bátum fylgir jafnan, var óhætt að skilja e.íur í þeim. „Nú er öidin önnur“. Síðan íóiki íjöigaði hjer, hefur þetta tekið breyringu. Á nú enginn undir því, að skilja nokkuð eftir í báium sínum. Farviður allur borinn burt og látinn undir lás. Hvergi sjest ár þó líf manns lægi við. þetta er athugavert. Oftast eru bátar í fjöru eða við hryggju, en að litlu haldi kemur það, ef bjarga þarf manni frá druknun, ef ekki næst í neina ár. Við sýslubryggjuna ætíu að vera árar og einn eða fleiri bjarg- hringar til taks á aðgengilegum stað í umsjá hafnarvarðar. Að rjettu lagi ættu sainskonar áhöld að vera til við allar bryggjur bæjarins. I þessu sambandi má minnast á, að fyrir skömmu datt kona í sjóinn af hengibrúnni undir Löngu og var nærri druknuð. Engan skyldi undra þó ekki yrði hún síðasta manneskjan. þetta gálga- timbur hafnargerðarinnar er dag- legur vegur kvenna og barna með mat til þeirra, sem vinna að hafnargerðinni. það sætir furðu, að þeir, sem þarna vinna og brúna þurfa iðulega að ganga skuli ekki hafa heimtað streng meðfram brúnni til að halda sjer í. 4. b e n d i n g. það er ekki úr vegi að minn- ast ofurlítið frekar á sýslu- bryggjuna. það er óhætt að segja að hún er mesti þarfagripur alls almennings hjer í þessu þorpi. En hvorki nær hún nógu Iangt út og heldur ekki er eystri helmingur hennar nógu hár og það langt uppeftir, aftur er breiddin í besta lagi, að framan og uppeftir nokkuð, en mjókkar úr því og upp undir Höjdahls- hús. þar „kastar fyrst tólfunum". það er nú aldrei olnbogaskot! þetta húsbákn rennir sjer bein- línis á horn út yfir bryggjuna og heggur þannig stórt skarð í af- notaveg almennings. Liggur síðan á bægslinu að endilangri bryggj-

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.