Skeggi


Skeggi - 23.03.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 23.03.1918, Blaðsíða 1
1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 23. niarz 1918. 22. tbl. Höfnin og hafnargerðin í Vestm.eyjum eftir jes A. Gisiason. — o— (Framh) HaftiargerÓ sú scm nú er unnið að. Eins og áður hefur verið tekið fram, er hafnargerðar-hugmyndin hjer, gömu! hugmynd, og alt virt- ist mæla meö því, að farið yröi að koma þeirri hugmynd í framkvæmd. Fyrsía verulega sporið í þá átí, varð þó ekki fyrr en 1911, þegar fyrrnefndur þingmaöur kjötdæmis- ins (J. M.) útvegaði á alþingi 4000 kr. til að rannsaka hjer hafnarstæðið og undirbúa hjer hafnargerö. Þegar þessi upphæð var fengin, fannst flestura hjer, að eptir engu væri að bíða, heldur útvega hæ'an mann — hafnarverkfræðing — til að rannsaka hafnarstæðið, en það dróst, að sumum fanst, of lengi og þess vegna varð meðal atinars í 96- manna brjefi því, sem fyr er á vikið, og sem mest hneyxlaði nefnd- ina, ýtt undir nefndina til fram- kvæmda. Nefndin sá sjer þó ekki fært að standa sjálf í því stórræði að útvega þennan hafnar-verkfræð- ing og sneri sjer því í því skyni til iandsstjórnarinnar. Við það er ekkert að athuga, enda fjekk nefndin, fyrir milligöngu landsstjórnarinnar, hafnarverkfræðinginn C. Bech frá Helsingjaeyri, mesta snyrti- og prúðmenni, hniginn á efri aldur, en með þessari ráðningu byrjar rauna- og hörmungarsaga hafnar- innar hjer. Bech rannsakaði hafnarstæðið og annað í sambandi við það, í maí- mánuöi 1912, og var svo Ijón- heppinn, frá hans sjónarmiði, að | hitta á íyrirtaks veöur allan þann tíma meðan á mælingunni stóð, en 1 hitt er öðru máli að gegna, hvorí ! við, sem njóta áttum síðar ávaxt- ! anna af þessu góðveðurs-starfi, teljum það jafn heppilegt, að gamli maðurinn skyldi aldrei sjá yglda brún Ægis hjer. Að öllum lík- indum hefur hann til fárra Ieitað um upplýsingar, og þá síst kunn- ugra, því að jeg get naumast í- myndað mjer að maður jafn ó- kunnugur og hann var hjer, hefði ekki tekið bendingum með þökkum, hefði hann átt kost á þeira, eink um að því er sjávarhæðina snerti. Hefði þá ekki verið ósennilegt að honum hefði komið til hugar, að hafa garðinnn bæði hærri og gildari. Hann hefur eflaust hugsað, að yfir garðinn mundi aldrei ganga til muna, eins og hann teiknaði hann, og þaö er vísf, að ljeti hjer aldrei hærra en í maí 1912, þegar Bech var hjer, þá hefði aidrei yfir garð- inn gengið, en þá hefði garösins heidur aldrei verið þörf. Hann hafði, ef honum hefði verið á það bent, einmitt fyrir augum sjer dag- lega, þar sem hann var að mæb, áþreifanlega, og augljósa sönnun þess, hve hátt gengur hjer í austan- veðrum og brim-ólátum, en það var gufuketillinn, sem liggur fyrir vestan Hafnareyrina, úr enskum togara, sem sökk hjá Miðhúsakletti á sínum tiraa, en ketiii þessi hafði í einu austan-rótinu (1908?) sogast upp úr nokkra metra dýpi og borist hjer um bil 30—40 faðma með sjónum yfir háar klappir, án þess að snerta þær til muna, og farið einmitt yfir hafnargarðssvæðið ofan til. Það er sennilegt, að Bech hafi verið bæði þetta og annað ókunnugt, því varla er hugsanlegt annáð, ef honum hefði verið bent á þetia af einhverjum kunnugum málsmetandi manni, cn að hann hefði farið að einhveju eptir því, og jafnframt gengið út frá því, að sumarmánuðurnir hafa ekki verið eru ekki og verða aldrei mæli-’ kvarðinn fyrir sjávarganginum hjer við hafnarminnið. Tíminn, sem Bech var að mæla hjer, var því sá allra óheppilegasti, sem hægt var að kjósa. Hann átti, sem ókunn- ugur hjer, að vera hjer vetrarraán- uðina, einn eða fleiri, hitt var óráð, sem við súpum síðan seyðið af í fyllsta mæli, éins og síðar mun vikið að. — Bech lauk hjer mælingum sínurá og varð kostr.aður við það 6688 kr. 64 aur., samkv. sýslunefndar- gerð 8. júh' 1913, en samkvæmt reikningi hafnar- og lendingarsjóðs fyrir árið 1913 er þessi kostnaður talinn 7305 kr. 64 aurar. Mis- munurinn frá því sera upphaflega var veitt til þessa starfa, eða rúm 3 þús. kr., fjekk núverandi þingm. kjördæmisins borgaðan úr lands- sjóði. Samkvæmt því sem frá Beck kom, var áætlað að hafnargerðin mundi kosta 249300 kr. með skipabryggju, 2, 4, 5 metra djúp um fjöru og * og höfnin ætluð fyrir báta og smærri skip. — Til alþingis var leitað styrks til þessa fyrirtækis, og fyrir milligöngu þáverandi þingmanns hjeraðsins (Jóns Magnússonar) veitti alþingi 1913: 6273 þúsundir fil hafnar- gerðarinnar. Þá er nú komið iil kasta sýslu- nefndarinnar hjer að semja um verkið og það gerir hún á auka- fundi sýslunefndarinnar 18. febr. 1914. Samþykkir nefndin þá, að taka tilboði Monbergs frá 13. jan, 1914 um byggingu bylgjubrjót- anna við Hringskerið og Hörga- eyri fyrir 135 þús kr., allt samkv. áætlunum, gerðura af C. Bech. — Nú hlýtur sú spurning óhjá- kvæmilega að fljúga í huga manna, út af því sem á eptir fer: Hví samdi nefndin ekki við Monberg um alt verkið í einu, eins og það iá fyrir, eða fyrir alls um 250 þús. krónur? Því skal ekki haldið fast fram, að hægt hafi verið að ná samningum við Monberg um alt verkið samkv. áætlun Bechs, þótt hins vegar megi telja það allsenni- legt, þegar hann tekur áhættu- I mesta hluta verksins fyrir sem nœst þeirri upphœð, sem Bech áœtlaði. Ef nefndin hefur þarna hlaupið framhjá að semja að á- i stæðulausu, og hugsað sem svo, að nógur lími væri síðar að semja um það sem eptir væri, þá hefur henni stórlega yfirsjest, því að á aðalfundi sýsluuefndarinnar 21. og 22. júní 1916, samþykkir nefndin, að taka tilboði Monbergs, frá því í nóv. 1915, um að fylla upp og dýpka m. m. innan hafnar, fyrir 212.200 kr„ eða fyrir alt að 100.000 kr. meira, en Bech hafði upphaflega áætlað, og sem Monberg hefði sennilega gengið að, ef samiö heíði verið um verk þessi innan-hafnar, jafnhliða bylgjubrjótunum við Hring- skerið og á Hörgaeyri, eins og fyrr er vikið á. Og þótt þetta gefi grun um óhyggni í samningum, þá gerir það í sjálfu sjer, ef til vill, lítið til, því að eins og nú er komið hafnargerðinni hjer, er ekki annað sjáanlegt, en að dagar hennar sjeu taldir um stundarsakir, að minnsta kosti, og þess vegna komi hin hliðin, hafnargerðin innan-hafnar, ekki til framkvæmda un ófyrir- sjáanlega langau tíma, Nú fer nefndin að ráða sjer yfirumsjónarmann og eftirlitsmann við hafnargerðina, og fer sú athöfn fram á aukafundi nefndarinnar 4 maí 1914. Þá ræður nefndin Bech fyrir 1000 kr. á ári, þó ekki minna en 4000 kr. í alt, auk ferða- kostnaðar, fyrir yfirumsjón á hafn- argerðinni, og á sama fundi sam- þykti nefndin að taka tilboði A. L. Petersens, símstöövarstjóra hjer, og rjeð hann til að hafa »daglegt eftirlit« með verkinu, undir um- sjón Bech's fyrir 800 kr. á ári. Nú er alt í pottinn búið, og í maí 1914, kemur Nielsen verkstjóri Monbergs hingað og byrjar þá á Hringskersgarðinum. (Sá garður hefði auðvitað átt að heita Hafnar- eyrar eða Hrognaskers-garður, því að hann er byggður fram yfir Hafnareyrina og snertir Hrogna- skerið, en alls ekki Hringskerið, Meinloka, þótt í litlu sje). Verkið sóttist seint yfir höfuð að tala. Fyrsta ásteytingin var skekkja á stefnu garðsins, sem lagfærð var þannig, að eftir lagfæringuna varð garðurinn sem heyktur hnjáliður, sem auðvitað hefði gert lítið til, ef annað veria hefði ekki á eftir farið. Síðan dundu yfir nútímans verk- föll, og svo síðast en ekki síst, meiri sjávargangur en garðurinn var megnugur að standast samkv, byggingu sinni, Sunnudaginn 25. okt. 1914, fær garðurinn fyrsta skellinn og bilar þá mikið, en aðal skellinn það ár, Páskavörurnar kaupa allir i verzlun S- 3. 3oknjen.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.