Skeggi


Skeggi - 23.03.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 23.03.1918, Blaðsíða 2
SKEGGÍ Símskeyti, Reykjavík 23. mars, kl. 1 e. h. Hollensku bföðin óánægð með gerðir stjórnarinnar í skipaleigumálinu. (P»ýskir jafnaðarmenn láta í ljósi vanþóknun sína með friðarsamningana við Rússa. Forsætisráðh. bandaþjóðanna efna til fundar í Lundúnum til að ræða friðarsamn. Miðveldanna og Rússa. Ahíaup á vesturvigstöðvunum magnast óðum. italski herinn er aftur kominn í fast horf. Þjóðhöfðingjar miðveldanna ætla að koma saman í Moskva um páskaleytið. „Borg“ kom í morgun, hlaðin vörum frá Englandi. »Skeggi« kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. c.m; 60 aur. á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Qunnar H. Valfoss. Ritstjóri og ábyrgðarm. Pál! Bjarnason. fær garðurinn sunnudaginn 27. des. (þriðja í jólum), og það svo að sumum kom til hugar að spyrja: Nielsen, hvar er garðurinn? Það mun hafa verið í sambandi við þennan jóla skeil, aö sýslunefndin, samkv. tillögum frá Bech og til- boði Monbergs, samþykti á auka- fundi 9. apríl 1915, til síyrktar Hringskersgarðinum: »Að láía steypa 1 m. lengra niður á yztu 50 m., að láta síeypa J/2 m. lengra niður á næstu 50 metrum þar viö . . . . að láta steypa krónuna niður að venjulegu fjöruborði.......«. sEnnfremur athugaði nefndin með þakkiæti, að ekki verði notað minna grjót en 2. tonna steinar í innri kant garðsins á parti*. Og þó bilar garðurinn enn 1915 og ávalt er hann að smábila. En hverju sem tautar, hvað sem hrynur og klofnar, þótt staurar og trje rifni, klofni og reki í burtu, þótt brautar-teinarnir bogni, rifni upp og grafist undír stórgiýtið, þá er samt ætíð haldið áfrarn að byggja og bræða í skörðin, unz ioks, síðari hluta árs 1916, að garðurinn er fullger. Nú nálgast einnig sú mikla stund, að við eigum að fara að eignast garðinn sjálfir. Laugardaginn 16. sepi. 1916, var sýslunefndin stödd fram á Hringskersgarði, ásamt verk- frœðingi Kirk, til að renna augum yfir þetta furðuverk heimsins Síðan setiist betri hluti nefndarinnar að veislu, glöð og í góöu skapi. Og upp úr því er garðurinn aíhentur. Hann er af- hentur af Kirk, 16., 17. eða 18. sept. 1916. Svo mikið er víst að afhendingin er um garð gengin þann 18, því að þá fer Kirk til Reykjavíkur meö e/s. »Botnia«. En brátt fer það að koma betur og betur í Ijós, sem reyndar allflestir sáu, og það fyrir löngu síðan, að garðurinn virtist frekar lagaður til að hrynja en standa, og til þess að koraa í veg fyrir hrun, ætlaði Nielsen, 16. nóv. 1916, með verka- mönnum sínum, að fara að hlaða grjóti með garðinum að austan, en daginn eftir, eða 17. nóv., gerði brim og ólæti, og síðan hefur verið horfið frá því verki, þeim megin. Þessar bilanir á Hring- skersgarðinum, eftir að hann er af- hentur sýslunni, fara óðum vaxandi. Ægir þekkir ekkert manngreinar-i álit. Það er ekki einungis einn og einn steinn sem bilar, eða ein og ein sprunga sem í garðinn kemur, heldur fer nú garðurinn að klofna þvert yfir, aðallega að framan, þar sem mest reynir á hann. Þar eru fjögur, margra metra löng stykki, orðin viðskila hvert fiá öðru og snúa hvert í sína áttina, og komin alveg úr stefnu garðsins; þaö utasta jafnvel á leiðinpi að steypast fram yfir sig, út í hylinn og verður því að sjálfsögðu voða gripur fyrir inn- síglinguna, verulegur þrándur í götu; jeg tala nú ekki um ef þess- um þrándi verður leyft að vaða fram á vígvöilinn með lagvopnið — ljós-turninn — sem upp- og fratn-úr honum stendur. Ef vel væri, þyrfti hið fyrsta að taka ljós- grindina í burtu og splundra stykk- inu með sprengju; undir öðru er naumast eigandi. Það gæti svo farið, að það yrði of seint síðar. En jeg ætla nefndiuni að athuga þetta, ef hún er ekki búin að því. Þegar af þessum stykkjum sleppur, tekur við hrunin hle&sla langt upp eftir garöinum vesían-megin; þær skemdir ágerast í hverju stór-rótinu og ekki síst núna í síðustu ólát- unum 19. f. m. Þannig er þá raunasaga þessa mannvirkis,Hringskersgatðsin?,sögð í sem fæstum orðurn, og verður ekki dregin af því önnur ályktun en sú, að hjer er yfir að líía ónýti verk. Það er sá sorglegi sannleiki, sem ekki verður á móti mælt, hvernig svo sem reynt væri að berja höfðinu við stein þráans og blindninnar. Þessi garður sem mest reið á, og sera við Eyjabúar höfðum vonað, að yrði öldum og óbornum hjer til skjóls og hlífðar, hann blasir nú þarna við augum okkar sem sorglegt tákn mannlegrar vanhyggju og óframsýnis, og það er sem við, í hvert skifti er við heyrum brimið lemja þarna rústirnar, heyrum gegn- um brimhljóðið, þessa storkandi röddu hins meiri máttar: Tugum þúsunda kastað í sjóinn! (Fratnh). Bæjarstjórnin. Undirtektir og horfur. —o— Margir af lesendum „Skeggja" hafa þakkað honum fyrir að kveða upp úr með bæjarstjórnarmálið og skorað á hann að halda því áfram, þar til bæjarstjórn er komin á laggirnar, ef honum endist aldur til þess. Telja þeir hinir sömu, það eitt hið mesta nauðsynjamál eyjanna, og þannig lagað að því megi korna frani þó dýrtíð sje, því það kostar ekki fje og útheimtir ekki neina aðdrætti. það væri blaðinu mikil ánægja að geta greitt sein rnest fyrir máli þessu og mun gera það eftir föngum. En áður en lengra er haldið að sinni, verður sagt stuttlega frá þvi sem blaðið hefur orðið áskynja urn hvað snertir skoðanir manna á málinu. Vjer höfum leitað upplýsinga og álits hjá flestum þeim er vjer þekkjum í plássinu, og þeim er líklegastir eru til að láta málið til sín taka. Er þar fyrst að telja sýslumanninn, sem óneitan- lega hlýtur að tala um málið af mjög miklum kunnugleika, þar sem hann er lögreglustjóri, um- boðsm., oddviti sýslun. og al- þingismaður. Hann kvaðst þess vanbúinn, þá í svipinn að rök- ræða málið, en gat þó ýmislegs sem mikilsverðar upplýsingar eru í. Hann var oss fyllilega sam- mála um það að núverandi skipu- lag (þ. e. sýslun ) væri alveg ó- hafandi til frambúðar, og færði skýr rök fyrir því. Hitt gæti verið álitamál, hvort ekki mætti bæta úr því með fleiru en bæjar- stjórn. Gat hann þess að fjölga mætti mönnum í sýslunefndinni, eða þá að fara einhvern meðal- veg milli bæjarstjórnar og sýslu- nefndar. Ekki taldi hann nein tormerki á að koma á bæjarstjórn hjer. þótti oss það gott að heyra. þar næst fundum við hrepp- stjórana, þann fyrst, sem er odd- viti og gjaldkeri hreppsnefndar- innar og umsjónarmaður veganna. Auðvitað snjerist talið langmest um fjármál hreppsins og sýsl- unnar. Hann sagði það eindregna skoðun sína, að bæjarstjórn mundi verða til stórbóta á margan hátt, ekki aðeins í fjármálum heldur einnig í mörgu öðru er r til framfara horfir. Hinn hrepp- stjórinn, sem líka er í hrepps nefnd og hefur umsjón með þrifnaði í plássinu, og ýms önnur störf fyrir sveitarstjórnina,ljetþess sjerstaklega getið, að vegna heil- brigðismálanna, væri mjög æski- legt að fá bæjarstjóin. Taldi hann ymsa annmarka á núver- andi skipulagi og mælti hann þar eflaust af reynslu. Nokkrir fleiri menn, sem eru og hafa verið í hreppsnefnd eða sýslunefnd, hafa látið það mjög ótvírætt i ljósi, að þeir telji bæjarstjórn hjerna stórt fram- faraspor. þetta segja nú þeir, sem helst hafa við sveitarstjórnarstörfin fengist, og því nákunnugir ann- mörkum þeim, sem nú eru á skipulaginu. þá eru gjaldendurnir, því að einnig verður að líta á málið frá þeirra sjónarmiði. Fundum vjer fyrstan þennan, sem ber nærri því fjórða part af öllum útgjöld- um sveitarinnar. Hann sagði að sjer þætti núverandi skipulag bæði úrelt og harla ísjárvert. Vildi hann sem gjaldandi, stuðla til þess af alefli að breytt yröi til um skipulag og komið á bæjar- stjórn sem allra fyrst. Er hann þó í sýslunefnd sjálfur. Lík svör hafði næsthæsti gjaldandinn, og yfirleitt allir þeir gjaldendur, stórir og smáir, sem vjer höfum átt tal við um þetta, — en enginn á rnóti! í þeim hóp eru m. a. fram- kvæmdarstjóri fyrir myndarlegu kaupfjelagi, sumir hinir helstu útvegsbændur, og allir þeir kaup- menn sem vjer höfum taiað um þetta við. Eftirtektarvert er það, að þrír útlendir menn, sem þekkja bæjarstjórnarskipulagið hjerlendis og erlendis af reynd, reka hjer atvinnu, einn iðnað og útgerð, annar mjög þarfa iðn og einn verslun, þeir eru þess mjög fýs- andi að fá bæjarstjórn, eða krefjast öllu fremur. Margir verkamenn, þar á meðal form. verkmannafjel. hafa talað í líkum anda, svo greinilega að þeim er þetta áhuga- mál. Auðvitað eru margir enn, sem vjer höfum ekki átt tal við um þetta, en samt er'svo að sjá, sem ekki standi á gjaldendunum, því að ekki einn var á móti! þeir sjá vinninginn við breyting- una, en engan voða. það virðist nú allgott, að hafa fengið þetta álit hjá oddvitum sýslunefndar og hreppsne^ndar og mörgum hinum helstu gjald- endum, en þó þótti tryggara að leita álits þeirra manna, er stöðu sinnar vegna, eru nákunnugir kjörum alþýðunnar. Fyrstur er þá maður sá, sem einna helst er trúað fyrir sparifje manna og vitanlega hefur trún- aðarstörf fyrir ýmsar stofnanir. þá eru kennararnir við barna- skólann, sem ómótmælanlega hafa ein hin allra bestu tök á að kynnast högum alþýðunnar. Tveir þeirra hafa dvalið hjer lengi. Allir þessir óska eindregið eftir

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.