Skeggi


Skeggi - 20.04.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 20.04.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggí« kemur venjulega út e i n u 'sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. V e r ð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. c.m; 60 aur. á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H, Valfoss. Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. þeim. Sumir vilja lengja skóla- skyldutímann, aðrir stytta hann, eða jafnvel afnema skólaskylduna með öllu. þá eru ekki síður skiftar skoðanir um h v a ð og h v e r n i g kenna beri. Hjer skal ekki gerð tilraun að þessu sinni, til að meta þessar skoðanir, þó að það sje raunar mesta nauðsynjamál. það verður að nægja um sinn að birta fyrir- spurnir, sem fræðslumálastjórnin sendi í haust til skólanefnda og fræðslunefnda. 1. Hve mörg heimili í yðar fræðsluhjeraði, skóiahjeraði eða prestakalli teljið þjer ekki fær um að veita börnum þá fræðslu, sem ætlast er til af 14 ára börnum (til fullnaðarprófs), annaðhvort sakir vankunnáttu, vanefna eða af öðru ástæðum? 2. Hve mörg heimili teljið þjer af sömu ástæðum ekki fær um að kenna börnum það, sem þeim er gert að skyldu að kenna með nú gildandi fræöslu- lögum (1. gr.)? 3. Viljið þjer láta færa skóla- skylduna frá barnsaldrinum til aidur;>ins 15—20 ára? Og hve margar vikur á þeim ár- um teljið þjer þá hæfilegt að skylda hvern nemanda til skólanáms? 4. 'Hverja teljið þjer versta galla á því fyrirkomulagi sem nú er á barnafræðslunni, og hvern veg ætlið þjer að bætt verði úr þeim? það er auðsjeð á þessu hvað hún telur aðal atriðin. Siðasta spurningin er þannig, að í henni felst æði margt og vandi að svara ákveðið og nákvæmlega. Önnur spurningin vekur sjerstaka eftirtekt og verður eflaust svarað neitandi af öllum, sem um málið hugsa í alvöru. það verður fróðlegt að sjá og heyra svörin, þegar þau eru öli komin og varla fer hjá því að margar bendingar verða í þeim. Að minsta kosti hlýtur það að koma fram hverja raun menn þykjast hafa á núgildandi fræðslu- lögum. Fræðslumálið er eitt af stærstu vandamálum þjóðar vorrar, því á því verður menning vor í framtíðinni að miklu leyti bygð. það væri þess vegna vel farið, að sem flestir góðir menn í landinu ljetu tii sín heyra um það, áður en því verður ráðið til lykta. Næstu breytingar á fræðslulögunum ættu að verða svo ákveðnar, og bygðar á svo Hvers vegna getur G. J. JOHNSEN’S verzlun ennþá selt tvinnakeflið á 25 AURA og alla vefnaðarvöru eftir því ? Vegna þess að sú verzlun hefur best sambönd erlendis — auðvitað ekki frekar í vefnaðarvöru en öðru — og gerir því heppilegust innkaupin. mikilli gaumgæfni, að ekki þurfi að hrófla við þeim aftur í bráð. Færi vel á því að það þingið, sem breytingar gerir hefði fyrir sjer álit sem flestra af þeim mönnum, sem láta sig ekki einu gilda hvernig ráðið er fram úr málinu. það væri betra en að fá tillögur ^jeirra á eftir. k> -jZiæBBBmtrrr/r-mMmm Búnaðarfjelag. — o — Eitt af fyrstu málunum, sem „Skeggi“ hreyfði í haust, var búnaðarfjelag fyrir Vestmanna- eyjar. Var þar sýnt fram á hver náuðsyn væri á að koma því á fót. Síðan hefur ekkert gerst í því máli, nema ef telja skyldi það að bjargráðanefndin hjelt fund til að ræða um kartöflu- sýkina. Niðurstaðan á þet'm fundi varð sú aö gera engar ráðstafanir til að útrýma sýkinni, enda þótt það sje á almennings- vitorði, að sýki var í allflestum görðum síðastliðið sumar. þess í stað var ákveðið að fela bjarg- ráðanefnd, að útvega alt að 300 tn. af útsæðiskartöflum. Lagleg fúlga, ef alt skyldi svo skemm- ast í görðum í sumar. Hefði nú ekki verið nær, að grasnytja- menn hefðu ráðið ráðum sínum í næði og reynt að draga dálítið úr áhættunni? þetta var nú garðræktin. Geta má þess til viðbótar, að reynsla er fengin fyrir því að káltegundir og aðrar garðjurtir þrífast hjer eins og best gerist á landinu. þetta virðast þó fáir vita. Um dýraræktina er það nýjast að ein kýrin varð bráðkvödd á básnum. Bendir það heldur til þess, að framhald ætti að verða á með kúadauðann. Mjólkin er sannariega ekki of mikil, þó reynt væri að halda lífinu í þess- um fáu kúm og grafast fyrir orsakir kúadauðans. Enginn veit ófreistað. þá hefur mönnum orðið tíð- rætt um hagaþrengslin, og það ekki að ástæðulausu. En úr- ræðin til umbóta eru heldur færri. Máske það sje best að alt draslist áf'ram aðgerðalaust? Manni verður að spyrja: „Hverju eru mennirnir að bölva?“. þeir ættu sjálfir að hefjast handa og stofna til framfara í búnaðinum, hjer sem hvarvetna annarsstaðar á landinu. Verk- efnin skortir ekki og nauðsynin er þegar nóg til að koma á samkomulagi um afnot landsins. það kemst aldrei á með því móti að hver og einn nöldri í barm sjer. Beinasta ieiðin til umbóta er tvímælalaust sú, að koma á sam- tökum meðal nokkurra manna, sem láta sig þetta mál varða. Gætu þau sarntök orðið deild af Búnaðarfjel. íslands og unnið margt þarft, þeim sem fjenað eiga og yrkja jörð. þetta mun vera eina sýsla landsins, þar sem ekkert búnaðarfjelag er. Er það því leiðara, sem hjer var slíkt fjelag fyrir fáum árum og fór vel af stað. Nú ættu nokkrir menn að taka sig saman og mynda fjel- agið kringum sumarmálin; það ætti vel við. Hafa mættu þeir það bak við eyrað að besta sumargjöfin, sem garðeigandi maður gefur konu sinni í sumar- gjöf, er vermireitur. það er ekki alt komið undir þvi að mennirnir sjeu svo margir, tíu er nóg, ef þeim er alvara. I Eru nú engir tíu til, sem vilja leggja á sig ónæðið við að byrja á þessu, og gefa sýslunni það í sumargjöf? það væri nokkur umbun fyrir það að hafa látið gamla fjelagið deyja. Tii lítils er að heimta fána ef ekki eru tök á þessu. GuSrófnafræ frá gróðrastöðinn? í Reykjavík nýkomið í verslun S 3- 3o?umn. Söngflokkarnir gjöri svo vel að mæta kl. 3 á morgun, mikilsvarðandi að allir mæti. Br. Sigfússon. Frá útlöndum. —o— r Ofriðurinn. Sókn þjóðverja ávestur- vígstöðvunum heldur áfram hægt og sígandi. Fyrir síðustu helgi voru þeir komnir að Armentieres, sem er borg nokkur norður við landamæri Belgíu. þaðan er skamt vestur að Ermarsundi. Ennfremur voru þeir þá komnir mjög nálægt Arras; þaðan er á- líka langt vestur að „Sundinu“. Víðar er sótt á, á herlínunni; er sóknin þá öll af hálfu þjóðverja. All-marga fanga hafa þeir tekið (óvíst hve marga). Bandamenn hörfa undan með gætni og búa um sig á bakstöðvum sínum. Síðast hefur sóknin verið mest miili Arras og Amentieres. Lítur þá helst út fyrir að ætlun þjóð- verja sje að rjúfa þar meginher- inn og komast vestur að „Sund- inu“, fremur en að komast til Parísarborgar. Búist er við að sókn þessi haldi áfram, fram eftir vorinu. þjóðverjar skjóta á Dunkirque með langdrægum byssum. Frá Finnlandier það að segja að her þjóðverja er kom- inn til Ffelsingfors, en „rauða stjórnin" (þ. e. uppreistarmenn) farin þaðan til Petrograd. „Rauðu hersveitirnar“ biðu mikmn ósigur i orustunum við Tammerfors, og hafa hörfað af helstu stöðvum sínum. Talið er líkiegt að „rauðu her- sveitunum" sje nú útrýmt að mestu leyti og geti nú stjórnin kallað saman þingið og hafið um- bóta-starf sitt í friði fyrir þeim. Getið er um þýskan flota í Heisingfors, til að aðstoða stjórnina. Japanar ogBretar hafa sent flotadeild til Vladivostock. Rússar mótmæla því. S í b e r í a lýst í hernaðar- ástandi. Bessarabia. þingið þar hefur ákveðið að hjeraðið skuli sameinast Rúmeníu. Aðrar frjettir* Breska þingið var nýlega kvatt saman og lagt fyrir það frumv. um almenna herskyldu í írlandi, og aldurstakmarkið fært | upp í 50 ár. Asquith (fyrv. I forsætisráðh.) reis öndverður á ■ móti frv. Einnig er ráðgert að 3 láta heimastjórnarlög írlands

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.