Skeggi


Skeggi - 25.05.1918, Blaðsíða 3

Skeggi - 25.05.1918, Blaðsíða 3
SKEGGI Minnisblað. Símstöðin opin virka daga kl. j 8 árd. tillOsíðd. Helga daga 10—7. Póstafgr. opin alla virka daga kl 10—6. ! Minningarspjöld Landsspítalasióðs Islands, fást hjá Sigríði Bjarnasen Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10. íshúsið alla virka daga kl 4—7 síðd. Sýslubókasaínið sunnud. 9—11 árd. Hjeraðslæknirinn heima daglega 12-2. lín og steintau, 9) eldhúsáhöld og skrautmunir, 10) baðmullar og ullarvefnaður og smávörur (korta- varor), 11) fatnaður, tískuvörur, prjónles og hvítar vörur, 12) trjá- vörur og kork, 13) byggingarefni, 14) skrifstofugögn og húsgögn, 15) hljóðfæri, 16) íþróttatæki og leikföng, 17) gúmmí og leður- vörur, 18) bókagerð, pappírs- vörur o. fl., 19) matvæli (niður- suða o. fl.), 20) lyf og aðrar kemiskar vörur, 21) olíur, litar- efni og lökk, 22) reyr og strá- vörur, 23) veiðarfæri, 24) dýr- tíðarvörur og sparnaðartæki, 25) nýjar sænskar uppfundingar og einkaleyfi. Eins og sjá má af þessu verður kaupmótið mjög fjölskrúðugt af vörum, og enginn vafi er á, að þar verður margt nýstárlegt að að sjá. Svíar eru einna fremstir í því að búa til „dýrtíðarvörur“. þeir hafa orðið fyrir afarmikilli aðflutningsteppu, og þess vegna orðið uppiskroppa með mesta fjölda af aðfluttum vörum. Hefur því neyöin kent þeim að fram- leiða þær vörur, sem þeir áður keyptu af öðrum þjóðum. Er mjög mikið látið af þessum sænsku »dýrtíðarvörum“, og talið víst, að margar þeirra reynist einnig nothæfar á venjulegum tímum. Verkfallið í Reykjavík. —o — í síðasta blaði var sagt lauslega frá verkfalli, er gert var í R.vík, í vikunni fyrir hátíðina. Síðan | hafa komið greinilegri fregnir af j því. Eftir þeim að dæma, hefur þetta verkfall verið næsta lítið undirbúið og alls ekki með ráði nærri allra verkamanna bæjarins. í Morgunbl. er grein frá „mörg- um Dagsbrúnarmönnum“ þar sem því er mótmælt að það fjelag hafi stofnað til verkfallsins, eða eigi að bera neina ábyrgð á því. Ennfremur er sagt, að málaleit- anir við vinnuveitendur hafi ekki farið fram, heldur hafi verkfallið verið auglýst upp úr þurru. það j fór sem vænta mátti, að þesskonar undirbúningur reyndist haldlítill er til kom. Varð niðurstaðan sú að verkamenn tóku upp vinnu daginn eftir, en fólu stjórn „Dagsbr.“ að semja við vinnu- veitendur. það sjest á þessu að hjer hefur ekki verið um „ægilegt verkfall" að ræða. „Skeggi" getur samt ekki á sjer setið með að mlnnast ofurlítið á það, að einhverjum vinnuveitendum hjer þótti miður að verkfallsfregninni var haldið á lofti. „Skeggi" gaf sem sje út fregnmiða um það að verkfall væri hafið í Reykjavík, og að ágreiningurinn væri um kaupgjaldið. Svo mikils verður maður að meta vinnuna, eigi síst á þessum tímum, að geta þess sem mikilla tíðinda, ef mikill þorri verkamanna í höfuð- staðnum kemur sjer saman um að hætta henni á einum degi. það sæist best ef alvarlegt verk- fall kæmi þar upp á þessum tímum, hvort þeir yrðu ekki nokkuð margir, sem fengju að súpa seyðið af því. Nægir að benda á afgreiðslur skipanna til dæmis um það og svo alt annað, sem unnið er til þarfa. Hitt er annað mál, hversu viturlegt til- tæki það væri um það bil, sem atvinnurekstur svífur í svo lausu lofti, sem hann gerir nú. Af- leiðingarnar yrðu öllum til meins, en engum tii hagnaðar. „Skeggi" nennir því ómögulega að fara að biðja fyrirgefningar á því, þó hann færi ekki í felur með fregn þessa, enda birti hann síðari fregnina á sama hátt jafnskjótt og hún kom. Tilgangurinn var ekki annar en sá að skýra satt og rjett frá, og ntega þeir hneykslast á því, sem hafa inn- ræti til þess. Hent á lofti. —o— í „Vísi“ frá 11. þ. m. er frá- sögn af þingm.fundi hjer í Vest- mannaeyjum. Fregnriti blaðsins ver mestu blekinu til að segja frá árás sýslumannsins á formann Sparisjóðs Vestm.eyja. Er sú frásögn harla lituð og læðst á tánum kringum það er gerðist og reynt að breiða yfir frumhlaup sýslumanns, söguburðinn. þá er sagt að sr. Jes A. Gísla- son hafi andmælt till. um van- traust á stjórninni, „aðeins að því leyti, að hann kvað heimastjórnar- menn ánægða með sinn ráðherra“. þetta er rangmælt, því að hann lagði áhersluna á önnur og veiga- me.ri atriði. Ekkert er heldur broslegt við það þó heimastj.m. sjeu „ánægðir með sinn ráðherra“. því að syngja mættu aðrir flokkar hamingjunni lof, ef þeir ættu annan slíkan sem hann. Iðnsýningu ætlar Heimilisiðnaðarfjel, Norður- lands að halda á Akureyri stð- ustu vikuna af næsta mánuði. Er hafinn viðbúnaður til þess að sýningin verði sem fjöiskrúðugust. Iðnsýningar tíðkast mikið úti um heiminn og þykja vel fallnar til að hvetja menn til fram- kvæmda í iðnaði. Heimilisiðnaðar- hreyfingin ryður sjer æ meir og meir til rúms á Norðurlöndum og kominn vísir til hennar hjer á landi. Heimilisiðnaðarfjelögin hafa það markmið, að vekja á- huga manna á handavinnu heima fyrir og heimilisprýði. Námsskeið í heimilisiðnaði hafa verið haldin í Reykjavík og á Akureyri. Ætti nú að sjást merki þess á sýn- ingunni. Ilt er til þess að vita hversu lítil er framförin í þessu efni hjer á landi, einmitt um þær mundir sem fólk kvartar sárast um at- vinnuleysi framan af vetrinum. Sú var þó tíðin að mikið og vel var unnið á vetrarkvöldunum og í landlegum á vertíðinni. Sjer þess glöggan vott á forngripa- safninu í Reykjavík. það er ætlun heimilisiðnaðarfjelaganna að Skipið sem hvarf. Ensk saga. Einn fagran vormorgun, á öndverðri síðastl. öld var mikið um dýrðir í Tetby, sem er sjó- þorp á austurströnd Englands. Kaupmennirnir lokuðu búðum sínum og iðnaðarmennirnir gengu frá vinnu sinni, allir gengu niður að höfninni og söfnuðust í hóp með sjómönnunum, sem stóðu á bryggjunni. Tetby er kyrlátt, en leiðinlegt þorp öðru megin á árbakkanum, og fáeinir kofar hinumegin. En nú stóðu menn í mikillj þröng á bryggjunni innan um fiskikarfir og kaðlabunka. þeir biðu með mikilli eftirvæntingu, (1) því að nú átti stærsta skipið, sem nokkurn tíma hafði verið smíðað í Tetby, að leggja út á rúmsjó í fyrsta skifti. Og meðan þeir voru sem óðast að skegg- ræða um gömlu skipin í Tetby, skipasmiðina, sjóferðir og þess- háttar, sást drifhvítt segl á skipi sem kom líðandi ofan ána. Menn hvestu sjónir því meir sem segl- um fjölgaði á skútunni og hún nálgaðist þá. Vindurinn þandi seglin fagurlega og skútan herti skriðinn; siglutrjen bar hátt yfir seglin og skútan rann fram hjá sem svanur á sundi. Mennirnir á bryggjunni æptu gleðióp, en konurnar lyftu börnunum á örmum sjer, svo að þau gætu veifað höndum til skipverja, því að þeir voru allir frá Tetby, sá æðsti sem hinn lægsti og ætluðu langt suður í höf. (2) Skipið breytti stefnu er það kom út af höfninni og lagði sig eins og lifandi blómstur fyrir vindinum, sem gnauðaði úti á rúmsjó. Skipverjar hlupu upp í reiðann, veifuðu húfum sínum og sendu kossa af fingrum sjer í áttina heim; það var síðasta kveðjan þeim var svarað með karlmannlegu fagnaðarópi úrlandi, en raddir kvennanna köfnuðu í grátstaf er þær ætluðu að taka undir. það var horft á eftir skipinu þar til það hvarf að síð- ustu sem lítill depill yst út við sjóndeildarhringinn. það hvarf sem snjómoli er bráðnar, og menn hjeldu heim til sín — sumir öfunduðu piltana, sem fengu að fara, en aðrir hrósuðu happi yfir að mega vera heima í ró og næði. Svo liðu mánuðir að ekkert (3) bar til tíðinda í Tetby. Önnur skip komu á höfnina, fermdu og affermdu að gamalli venju og fóru síðan. Kjölur var lagður að öðru skipi, en ekki kom „Heiður Tetby’s" — svo hjet stóra skipið — heim aftur. Menn óttuðust að það mundi mundi koma að næturlagi, þegar konur og börn væru sofandi; — og þó þau yrðu vakin mundi ekkert sjást nema ljóskerin á hliðum skipsins, sem spegluðu sig t vatninu er það liði upp eftir ánni. þeir vildu umfram alt að skipið kæmi um há-dag. þeir vildu sjá það við hafsbrún, þar sem það hvarf. þeir vildu sjá það nálgast, hið merkilega skip, veðurbarið og sóibrent, og sjá skipverja hópast á þilfarinu til að horfa á Tetby og börnin, hversu mikið þau hefðu vaxið.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.