Skeggi


Skeggi - 25.05.1918, Blaðsíða 4

Skeggi - 25.05.1918, Blaðsíða 4
SKEGGI taka megi að vekja upp aftur i þjóðlegan heimilisiðnað, er sam- | svari kröfum tímans, eigi iakar \ en sá fyrri gerði. Iðnsýningar ættu að geta hjáipað vel til þess. i það væri ekki smávegis fram- ! för í því, ef skapast gæti metn- aður hjeraða í milli um þetta mál, og þætti mikið í varið að sýna vel unna gripi. Verkmanna- fjelögin ættu að taka þetta verk- ! efni fyrir; það er sniðið fyrir þau. Skoihríð á höfninni. Undanfarna daga hefur verið kvartað all-mjög undan því að farið sje freklega með byssu á höfninni og kringum hana. Menn hafa þótst sjá skotið í sífellu á fugla á höfninni, þar á meðal æðarfugl, og gengið af þeim ýmist dauðum eða lömuðum. þetta er hin mesta ósvinna og á ekki að viðgangast. Ber þeim að kæra er þetta sjá og sannað geta; önnur ráð eru ekki ’við því. Óþarft er að hlífa útlend- ingum fremur en öðrum, við kærum, ef þeir eru sekir um þetta. þeim bregður ekki við þó þeim sje bent á að virða lög og rjett. Nýtt ættarnafn hefur Johan Sörensen bakari og útvegsmaður fengið lögfest fyrir sig, konu sína og kjördætur. Skrifar hann sig hjeðan af J ó h. R e y n d a 1. Hann mun vera fyrsti útlendingur, sem tekur sjer íslenskt ættarnafn, síðan lög voru sett um það efni. Hr. Jóh. Reyndal er fæddur og uppalinn í Danmörku, en hefur verið mörg ár hjer á landi og stundað bakaraiðn og útgerð. Hann er kvæntur íslenskri konu, og orðinn sjálfur tslenskur ]íú \ vexitutv 3« 3af\useti. borgari. Vill hann nú og hafa nafnið eftir íslenskum reglum. Rammur reipdráttur. Sjóróðramenn í þorlákshöfn efndu til reipdráttar skömmu fyrir lokin og vönduðu til. þar eru varir tvær, „Norðurvör" og „Suðurvör“, og margir bátar í hverri. Kom sinn hópurinn úr hvorri vör til leiksins og vildu hvorugur laust láta fyrir öðrum. Lauk leiknum svo að reipið nísti hold frá beini á tveimur leikmönnum svo greypilega, að þeir eru handlama fyrst um sinn og vansjeð hvenær þeir fá fulla bót meina sinna. Samskot voru þegar hafin til að bæta þeim atvinnutjón í sumar, og safnaðist vel. Prestkosning er nýafstaðin í Odda. Kosinn var Erlendur þórðarson cand. theol. með um 150 atkv. Næstur honum varð Tryggvi H. Kvaran cand. theol. Aðrir umsækjendur, reyndir prestar fengu sárfá atkv. og einn þeirra ekkert. Lausn frá prestsskap hefur sr. Magnús Andrjesson á Gilsbakka fengið frá næstu far- dögum. Radíum sjóðurvar stofnað- ur í Reykjavík á dögunum fyrir forgöngu Oddfjelaga. Hafði safn- ast um 150 þús. kr. í gjöfum og loforðum. Er það heldur vel að verið á fáum vikum, og sýnir vel hver getan er, ef viljann vantar ekki. Stjórn var kosin fyrir sjóðinn, og gert ráð fyrir að koma lækninga stofunni á fót á þessu ári. i ! Forstjóri Asíufjelagsins danska, Andersen etatsráð, er væntanlegur hingað til landsins bráðum, í einhverjum mikilvæg- um erindum. Sennilega er það I eitthvað, sem að fjármálum lýtur eða verklegum fyrirtækjum. Fataefni stórt úrval f verzl. S 3* 3°^setv A F sjerstökum ástæðum, hef jeg til sölu nokkrar rúllur af þorskanetamanillu. Kaup- endur gefi sig fram strax. __________Kristm. þorkelsson. Tólfróið skip, með árum og seglum, nýlegt, til sölu. Ritstj. vísar á. (Sími 68). Tvær stúlkur hefi jeg verið beðinn að ráða til Norðfjarðar í sumar. Gott kaup og báðar ferðir fríar. J. Guðlaugss., Uppsölum. Prentsm. Vestmannaeyja. En það kom ekki. Hver dagurinn leið eftir annan, Síðast fóru menn að tala um að því hefði seinkað og enn síðar að hvísla því — þó ekki nema þeir, sem engan vandamann áttu á skipinu — að það mundi aldrei koma aftur. Löngu eftir að öll von var úti um komu skipsins, sáust konur og mæður bíða eftir því á eyði- legri bryggjunni. þeim fækkaði þó smám saman, þær gleymdu hinum dauðu, vegna þeirra, sem eftir lifðu. Smá-börnin stækkuðu og urðu rjóðir unglingar, sveinar og meyjar, og síðar fullþroskaður æskulýður með fjöri og blóma; — en engin kom fregnin um skipið nje mennina, sem sigldu því. Svona leið hvert árið af öðru, og var minst á þetta sem fornan atburð. Maðurinn sem (5) skipið hafði smíðað, gerðist gamall og grár fyrir hærum. Tíminn hafði breitt blæju sína yfir sorg- ina eftir hina sjódruknuðu menn. Eitt kalt haustkvöld sat gömul kona ein við arinn sinn og prjónaði. Eldurinn logaði dauft, og hún hafði tendrað hann fremur til prýðis en hita. Hann var næsta ólíkur storminum úti, sem bar með sjer ölduhljóðið frá ströndinni. „Guð hjálpi þeim sem á sjón- um eru í nótt“, sagði gamla konan, þegar ein vindhviðan hamaðistá húsinu.hún lagði prjón- ana frá sjer og ljet hendur falla í skaut sjer, en í sömu andrá er hurðinni hrundið upp. Ljósið á lampanum of-tendraðist af gust- inum úr dyrunum og sloknaði svo. Hurðinni var Iæst aftur áður en gamla konan fjekk tóm til að standa á fætur. „Hver er þar?“ kallaði hún laf-hrædd. Hún sá óljóst frá sjer, af því hve fljótt varð dimt; en samt sýndist henni einhver standa við dyrnar. Hún tók trjespón og brá honum í eldinn og kveikti á lampanum aftur. Frammi við dyrnar stóð mið- aidra maður með fölt andlit og illa hirt skegg. Föt hans voru stagbætt, hárið ógreitt og augun gráu innfallin og þreytuleg. Gamla konan horfði á hann um stund og beið þess að hann yrti á hana. Hann gekk að henni og sagði: „Mamma!“. Hún rak upp hljóð og hljóp upp um háls honum, þrýsti sjer fast upp að mögru brjósti hans og kysti hann. Hún trúði ekki 0) skilningarvitum sínum, en gat þó ekki slept honum og bað hann að segja eitthvað meira; hún hló og grjet og bað til guðs í einu. Samt áttaði hún §ig þó, leiddi hann skjálfandi að gömlum hæg- indastól, ljet hann setjast, sótti mat og drykk og setti fyrir hann, en skalf þó enn sjálf af geðs- hræringunni. Maðurinn át mat- inn með áfergju; gamla konan stóð við hlið hans og hjelt jafnan fullu glasinu af heimagerðu öli. Tvisvar ætlaði hann að taka til orða, en hún bað hann óðara að borða Vei, og tárin runnu af kinnum hennar er hún horfði á náfölt og magurt andlitið áhonum- Loksins lagði hann frá sjer hnífinn og matkvíslina, tæmdi glasið og gaf merki um að hann vildi ekki borða meira. (Framh.). (6) (8) 1. árg. Ofan af Hánni. —o— Enginn staður er eins ágætlega faliin til að horfa af yfir Vest- | mannaeyjabæ tilvonandi, eins og Háin. þaðan má sjá vítt um sjóinn. suður fyrir öll sker, austur fyrir Dyrhólaey og vestur að Reykjanesfjallgarði, ef lolt er bjart. Greinilegust er þó Heima- ey, hraunið og dalurinn, höfnin ! og bygðin. Kletturinn og Fellið standa eins og goðum vígðar öndvegissúlur, sitt til hvorrar handar. Túnin breiða sig út ið- græn og hallast mátulega fyrir auganu eins og opin bók á predikunar-stól, og jafn greinilega sjást önnur mannvirki. Fögur er eyjan og búsældar- leg. En hvernig eru mannvirkin? Lítum fyrst á húsin! þau eru flest nýleg; allur fjöldinn fárra ára, reist á örfáum árum. Samt eru þau sett með hinni mestu óreglu, nema þar, sem svo stendur á að vegirnir eru gerðir á undan þeim. Sá hængur er þó á því, að sumir vegirnir liggja í einlægum hlykkjum og krókum, og eftir því fara húsa- raðirnar. Hefði vel mátt gera við þessu ef athugað hefði verið í tíma. Sú athugun lá nærri, um það leiti er aðflutningur fólksins hófst af alvöru, að hjer mundi mikið verða bygt, og að reglur yrði að setja um byggingarlagið. Með því hefði mátt hafa nokkurn hemil á þeirri óreglu á húsa- skipuninni, sem jafnan vill eiga sjer stað, er sjávarþorp byggjast, og aldrei gefur af sjer neitt ann- að en óþægindi, skaða og skap- raun. En sleppum því. Ekki tjáir aö ætlast til að menn fari að flytja hús sín af grunni; þau verða að vera þar sem þau eru komin. En það er fleira á víð og dreif en þau. Matjurtagarðarnir eru orðnir margir og stórir; ættu þó að vera miklu fleiri og stærri. þeim er svo fyrirkomið, mörgum hverj- um, að vart getur annan klaufa- skap meiri, Látum svo vera þó lítt hefði verið gætt hagsýni með þá framan af, hitt er verra að óreglan virðist vera að magnast. Girðingarnar vefjast hver utan um aðra, svo að þeir sem instir eru, með garða sína, verða að Vestmannaeyjum, Laugardaginn I. júni 1918. 32. tbl. fara yfir margfaldan þvergirðing- inn; munu ekki vera öllu marg- faldari girðingar á herlínunni í Fraklandi. Aðgangurinn að görð- unum á Flötunum gæti verið harla greiður og einfaldur. Ekki þyrfti annað en gera um þá eina girðingu væna og taka burtu allar milli-girðingar; væri þá akurlandið alt samfelt svæði og til valíð fyrir plóg. þá væri munur á að koma þangað áburði og flytja þaðan uppskeruna. þá eru nýju túnin. Falleg eru þau og sjálfsagt frjósöm. En ó- sköp er að sjá aðferðina við þau og skipulagið. Ræður jarðvegur þar nokkru um að vísu, en ekki nærri öllu, því að sum túnin eru tekin þar sem hann er hvað lakastur, þegar hrauninu er slept. þetta verður svo til þess, að samgirðingar nýtasí lítt, örðugt að koma jarðyrkjuverkfærum við og áburðarflutningur allur verður töluvert dýrari en vera þyrfti. En af því leiðir svo aftur það, að mjög er hætt við að síður verði vandað til ræktunarinnar, og verði túnin svo dýrari og arð minni en verið gæti. Er þetta illa farið, þar sem þó er stofnað til af góðum vilja. Hjer hefur lauslega verið drepið á óregluna í húsaskipun og niðurskipun á matjurtagörðum og túnum. þó er eftir það lakasta; það eru fiskreitirnir. þeim er raðað líkt og snarpur vindur raðar lausum blöðum, þegar hann er að leika sjer að þeim. Landið verður naumast að hálfum notum vegna þess hve fjarlægðir milli reitanna eru einkennilega hnit- miðaðar. Margir nýju reitirnir eru þó við sama veg og á hent- ugum stað, að öðru leyti en því, að sumir eru lagðir þar sem menn mun fýsa að gera sjer hús, að fáum árum liðnum. Beinast hefði legið við að raða reitunum sem mest saman svo að sem mest hefði mátt nota sama stig- inn við að flytja að þeim og af; það hefði sparað kostnað og farið best fyrir augað. það liggur beint fyrir, að fiskreitir verði allir settir lyrir utan bæinn, með tímanum. Svæðið er nóg ennþá fyrir ofan kirkjuna og skólann, og þar verða þeir auðvitað fyrst um sinn. Verður þá kirkjuvegur- inn ennþá fjölfarnari gata, en hann er nú, þegar fiskur allur, eða mest allur, bæði blautur og þurkaður, verður fluttur um hann og nýju túnin öll hinu- megin við hann. Flutningar þessir allir nema mörgum skipsförmum, hinna stærri skipa. Verður nú að flytja þetta alt á kerrum, þar sem einn hestur er fyrir hverri og þykir gott að það er þó mögu- legt. í mikilli rigningatíð mun varla því happi að hrösa. Vegur- inn er leiðinlega krókóttur og of mjór fyrir svona mikla umferð og ótraustur. Mestu þyngslin verður að flytja upp eltir hon- um, móti brekkunni; veitir því ekki af að gert sje alt, sem mögulegt er, til að hann sje sem greiðfærastur. Sá vegurinn sem mest er notaður niðurfrá, er Strandvegurinn. Um hann er alt sama að segja og hinn, að hann er of mjór og gljúpur. Báða þessa vegi þyrtti að taka til aðgerðar sem fyrst og koma þeim í það lag, sem að fullu gagni er í framtíðinni, og yrði þá um leið að hafa flutningatækin í huga. það sjer hver maðurað þessi tæki, sem menn hafa nú, geta ekki dugað lengi; þau eru of seinvirk og dýr. Vagnhestar hljóta að verða afar dýrir, þar sem ala verðurþá vetur og sumar á rándýru fóöri eingöngu. það er nokkuð öðru máli að gegna þar sem þeir geta gengíð á haga um sumartímann. Hagarnir þrengjast hjer stórum með hverju árinu, og er nú skamt til þess, að éngin skepna geti gengið laus á beit. þarf ekki að færa nein rök fyrir þessu, það sjá allir menn hver stefnan er. En þetta er mikilsvert atriði fyrir flutn- ingana, því að þeir hljóta að aukast því meir sem þrengist í högunum. Rekur þá auðvitaðað því, hjer sem annarsstaðar, að skifta verður um flutningatæki og taka upp bifreið fyrst um sinn. Vió það verður að miða gerð veganna. Nóg er til af góðu efni i veg- ina, og það nærri. þess þarf að gæta, þegar vegir þessir verða endurbættir, að hafa þá nægilega breiða og sjá fyrir því að þeir eyðist ekki af vatnsrensli á vetrar- daginn. Rennur þurfa að vera meðfram þeim meðan ekki eru tök á að gera lokræsi. Vitaskuld hafa rennur ekki gefist hjer vel, en það þarf ekki að vera svo, ef vel er litið eftir þeim og kostað upp á að hreinsa þær reglulega. þessi umbót, að gera Strand- veginn og Kirkjuveginn færa fyrir bifreið, væri afar mikilsvirði, ekki aðeins fyrir þá, sem þegar hafa lagt fje í mannvirki, heldur fyrir þá er síðar koma. Margir fleiri vegir hefðu þörf fyrir veru- legar endurbætur, en út í það verður ekki farið hjer að sinni; sama er um lagningu nýrra vega. Ætlunin var að benda á þetta atriði, um Hutninga á bifreið, þvt að það hlýtur áreiðanlegaað vera heillaráð. það er mesta fásinna að ætla sjer að byggja vonir sínar um flutninga á hestunum. þeim fjölgar aldrei að því skapi, sem þörfin fyrir þá eykst, ef plássið á nokkra framtið fyrir sjer. Framfarir í öllum atvinnurekstri eru að talsverðu leyti bygðar á bættum áhöldum, og þeir at- vinnurekendur, sem ekki viður- kenna það í verki, hljóta að dragast aftur úr fyr eða síðar. Ekki var sjávarútvegurinn lengi að blómgast eftir að skift var um skip og veiðarfæri, og mikið hefur landbúnaðinum farið fram síðan vegirnir og nýju verkfærin komu til sögunnar. Hafa þó margir þeir hlutir kostað meir en það, sem maður skyldi ætla, að bændur hefðu efni á að borga. En — framfara-andinn er mátt- ugur. það hefði sjálfsagt ekki þótt trúlegt, þegar tekið var að rækta túnin að það gengi svona fljótt, og það með seinlegustu aðferð. Nú dettur engum manni í hug að efast um það að áfram verði haldið alt í kring um Fellið og hvar sem nýtilegur jarðvegur er. þangað stefnir ótvírætt. En fyrst svo er, þá ríður á að beina straumnum í þann farveginn er bestur er, og halda honum þar í lengstu lög. það verður auð- veldast með vegagerð. Vega- gerðin er beint skilyrði fyrir því að mögulegt sje að rækta jörðina á skynsamlegan hátt. það þykir sanngjarnt í hverri sveit, að landsdrottinn taki ein- hvern þátt í kostnaði við jarða- bætur leiguliða sinna. Hjer er sá landsdrottinn, sem voldugastur er allra og mestar hefur sið- ferðisskyldurnnr gagnvart leigu- ; liðum sínum; það er landssjóður. það mundi því ekki vera nein Nýtt, fjölbreytt urval af vefnaðarvörum. S- 3. 3ohn§en.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.