Skeggi - 29.06.1918, Page 2
SKEGGI
sktggí* kemur venjulega út einu
sinni í viku, og oftar ef ástaeður
leyfa. Verð: 5 kr, árg. (minst 50
blöð).
Auglýsingaverð: 50 aur. pr.
c,rs.; 60 aur. á 1. bls.
Ötgefandi: Nokkrireyjarskeggjar;
Áfgreiðslu- og innheimtum. Ounnar
H. Valfoss,
Ritstjóri og ábyrgðarm.
Páll BJarnason.
á heimilum, þar sem lítið þarf
að baka í einu og ekki þarf að
geyma brauðin nema skamma
stund. þar ætti hún að vera
„daglegt brauð“.
Frá aiþingi.
—o—
Frmv. til laga um bráðabirða-
útflutningsgjald.
1. gr. Meðan Norðurálfuófrið-
urinn stendur og ráðuneyti íslands
fer með verslun innlendra vöru-
tegunda, fleiri eða færri, eða sjer
um útflutning þeirra er því heim-
ilt að leggja með reglugerð eða
reglugerðum útflutningsgjald, auk
þess útflutningsgjalds, sem nú er
lögboðið, á vörutegundir þessar,
eftir því sem nauðsynlegt er, til
þess að landssjóður bíði ekki
skaða af afskiftum sínum af þeim.
Gjaldi þessu skal hagað þannig,
að ekki komi á neina vörutegund
hærra gjald en sem svarar til
þeirrar fjárhæðar, sem lands-
sjóður verður að leggja fram
vegna verslunar með eða um-
sjónar á þeirri tegund.
Vörurnar, andvirði þeirra og
vátryggingárupphæð, er að veði
fyrir gjaldinu.
í reglugerð má kveða á um
innheimtu gjaldsins, hver skuli
greiða það, sektir fyrir brot á
henni og meðferð mála út af
slíkum brotum.
2. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
Tillaga til þingsályktunar um
erfðaábúð á þjóðjörðum ogkirkju-
jörðum.
Neðri deild Alþingis ályktar að
skora á landsstjórnina að undir-
búa og leggja fyrir næsta Alþingi
frumvarp til laga um erfðaábúð
á þjóðjörðum og kirkjujörðum.
Tillaga til þingsályktunar um
lán handa klæðaverksmiðjunni á
Álafossi.
Alþingi ályktar að heimila
landsstjórninni að lána eigendum
klæðaverksmiðjunnar á Álafossi
alt að 100 þús. krónur, til að
fullkomna verksmiðjuna á ýmsan
hátt.
Lánið veitist gegn veði í verk-
smiðjunni og ábyrgð, er stjórnin
tekur gilda, ávaxtist með 5% og
greiðist með jöfnum afborgunum
á 20 árum.
Tillaga til þingsályktunar um
AUGLÝSING.
Hinn 30 þ. m. ganga úr gildi kornvöruseðiar
bleikir, sykurseðlar hárauðir, brauðseðlar bláir, korn-
vöruheildseðlar Ijósgulir rauðlelraðir, sykurheild-
seðlar rauðir svarlletraðirj og öllum bannað að selja
kornvöru og sykur gegn þelm seðlum eftir þann
dag.
Reykjavík 21. júní 1918.
Matvæiaskrifstofan.
rannsókn mómýra. (Eftir síðari
umr. í E. d.).
Alþingi ályktar . að heimila
landsstjórninni að verja alt að
3000 krónum til rannsókna á
mómýrum á þeim stöðum, er
líklegastir þykja til þess, að mó-
iðnaður verði rekinn á síðar.
Tillaga til þingsályktunar um
almenningseldhús.
Alþingi ályktar að heimila
landsstjórninni að veita tvein;
mönnum, einum karlmanni og
einum kvenmanni, sem bæjar-
stjórn Reykjavíkur mælir með,
alt að 4000 kr. styrk til þess að
kynna sjer erlendis fyrirkomulag
almenningseldhúsa og rekstur
þeirra. Styrkur þessi veitist
gegn því, að Reykjavíkurbær
leggi fram eigi minna en einn
fjórða hluta kostnaðar.
Tillaga til þingsályktunar um
dýrtíðarvlnnu.
Alþingi ályktar að heimila
landsstjórninni, álíti hún nauð-
synlegt að útvega fólki dýrtíðar-
vinnu, að gera samning við stjórn
Flóa-áveitufjelagsins um vinnu
við framkvæmd Flóa-áveitunnar,
eða einhvern hluta þess verks,
fyrir atvinnulaust fólk, og að
greiða beint úr landssjóði óhjá-
kvæmilegan halla, sem verða
kann á þessari vinnu, eftir því
sem um semur við þá, er þar
eiga hlut að máli.
Tillaga til þingsályktunar um
efnivið til opinna róðrarbáta.
Alþingi ályktar að skora á
Iandsstjórnina að hlutast til um,
að landið verði sem bráðast birgt
að áraefni, trjávið og saum, til
viðhalds og smíða opinna róðr-
arbáta þar, sem mest er þörf.
Greinargerð:
Stjórnin hefir samkvæmt brjefi
bjargráðanefndar, dags. 3. maí þ.
á., safnað skýrslu um róðrarbáta
á öllu landinu og sent bjargráða-
nefndinni þessar skýrslur. Sam-
kvæmt þeim eru til um 2000
róðrarbátar, auk báta í þingeyjar-
sýsiu, sem skýrslur vantar um.
Skýrslurnar telja bátana nógu j
marga, haldist vjclbátaútvegurinn
í svipuðu horfi og hingað til, en '
teppist nann að meira eða minna
leyti sje brýn þörf á að fjölga
róðrarbátum Samkvæmt skýrsl-
unum er algerður skortur á báta-
og áravið og saum hvarvetna á
landinu nema á Akureyri. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem nefndin
hefir fengið annarsstaðar frá, mun
og vera nokkuð af bátaefni í
Reykjavík og Hafnarfirði. Nefndin
telur bráðnauðsynlegt að bæta
úr þessum skorti, og þess vegna
þurfi að útvega landinu þegar í
sumar efni til viðhaids þeim bát-
um, sem til eru, og, ef þörf
krefur, til aukningar þessum út-
veg. þess vegna flytur hún þessa
tillögu.
Utlent
fjármagn.
—o—
það er farið að kvisast út um
heiminn, að land vort búi yfir
auðæfum af ýmsu tagi og að
hjer sje fjárvon eigi lítil, þeim
er vel kunni á að halda. Einna
starsýnast verður mönnum á
fossana, með aflið og fegurðina.
Er nú komið svo langt að út-
lendir fjesýslumenn eru farnir að
renna hýru auga til landsins og
talað um ýmsar ráðagerðir.
Snemma í vor kom grein í danska
blaðinu „Poletiken" um þetta
efni.
þar er sagt frá því að farið
sje að nota norskt fje til að vinna
auðæfi Sögueyjunnar. Getið um
að fjelag eitt „Titan“ hafi um
tíma starfað á íslandi, hafi náð
tökum á þjórsá (200 km.), ætli
sjer að byggja þar 6 aflstöðvar
og hafi trygt sjer rjett að 1 milj.
hestöflum. Járnbraut á það að
leggja 65 km. að vegalengd yfir
sljettlendi. Verkefnið á að vera
stóriðnaður, að vinna saltpjetur
úr loftinu eftir noskri fyrirmynd
— og fleiri fyrirtæki. Fjelagið
er stofnað 1914, meiri hl. hlut-
hafa og stjórnar taldir íslenskir
menn, en fjeð norskt. Vafamál
er talið um afskifti stjórnarinnar
af hafnargerðum o fl. þ. h. og
eins um hvar verkamenn verða
fengnir.
Auðvitað er hjer átt við fjelag
það, sem hefur verið að kaupa
rjettindi við þjórsá undanfarin
ár, og þegar hefur náð tökum
á miklu af henni fyrir atfylgi
innlendra manna Blaðið átelur
Dani fyrir hirðuleysi þeirra um
auðæfin í „hjálendunum norður-
frá“. þeir fari í aðrar heimsálfur,
en láti „hjáiendurnar“ eiga sig.
Hafi þeir nú engan rjett til að
kvarta yfir útlendu fjármagni,
fyrst þeir gættu ekki að sjer í
tíma, Vonar þó að þetta fari að
lagast, og þykir sem ummæli
stjórnar Austur-Asíufjelagsins á
síðasta aðalfundi, því að hún hafi
sagt að nú væri ísland „haft í
huga“. Annars væru fyrirætlanir
fjelagsstjórnarinnar um það leynd-
armál, enda mun það siður á
bænum þeim að fleipra ekki með
hvað eina út um hvippinn og
hvappinn. Blaðið vonar að geta
flutt síðar eittnvað nánar um at-
hafnir þessa afar-duglega fjelags,
er það tekur sig til við verkefnin
á íslandi.
þetta var um sama leyti, sem
það frjettist að Andersen etats-
ráð ætlaði að koma hingað í
mikilvægum erindagjörðum.
Fjelagið, sem hjer ræðir um er
afar voldugt og hefir margt í
takinu, m. a. stórskipaútgerð og
verslun austur í Indlandi. það
er eitt af þeim sem grætt hafa
of fjár síðan stríðið byrjaði. Ágóði
hluthafa var 1915: 30%, 1916:
45% og 1917: 45%. Hlutabrjef
þess eru í afar-verði. það yrði
því naumast af vanefnum gert,
sem það gerði hjer, ef því litist
á að byrja á einhverju.
Frá sýslu-
fundinum.
Á aukafundi sýslunefndarinnar
21. þ. m., var hafnarmálið tekið
fyrir og rætt. Sýslumaður skýrði
frá að hann hefði fengið Jón H.
ísleifsson verkfr. til að rannsaka
skemdir þær er orðið hafa á
hafnargörðunum og gera tillögur
um ráðstafanir til að varna frek-
ari skemdum. Lagði hann fram
brjef frá J. ísl., tillögur um hvað
gera skuli og uppdrátt af verkinu
og skemdunum. Skýrði J. H.
ísl. málið nokkuð. Alment kom
mönnum saman um það, að
hafnargerðin væri komin í það
óefni, að bráðabyrgðaráðstafanir
yrði að gera, ef þess væri
nokkur kostur. Helstu tillögur-
nar voru um það, að hlaða upp
í skörðin og styrkja garðana.
Var lögð fram kostnaðara'ætlun
um það verk. Eftir henni á það
að kosta rúmar 48 þús. kr.
Sýslum. gat þess að hann teldi
líklegt að fá mætti verki þessu
hrundið af stað hið bráðasta og