Skeggi


Skeggi - 24.08.1918, Blaðsíða 2

Skeggi - 24.08.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« kemur venjulega út einu sinni í viku, og oftar ef ástseður ieyfa. V e r ð: 5 kr, árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. c.m.; 60 aur. á 1. bls. Útgefandi: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Gunnar H. Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. þessi er nú ráðagerðin piltar. Látið nú á sjá að ykkur sje kappsmál um að leita frekari þekkingar en þeirrar, sem barna- skólar bjóða. Námsskeið þetta getur vel orðið mikils vísir til frekari framkvæmda um mentun sjómanna. Takmarkið er góður sjómannaskóli í Vest- mannaeyjum. Keppum að því marki! Fræðslumál. Erindi eftir messu í Hrepphólum I. apríl 1918. Eftir Magnús Helgason. —o— (Framh.). það er öðru nær, en að jeg geri mjer glæsilegar vonir um almenna námsskyldu á unglinga- skólum, ef undirbúningurinn er vanræktur eða um hann látið fara sem verkast vill, Hann yrði áreiðanlega harla misjafn. Ekki yrði það fyrir miðlungskennara að taka á móti tugum unglinga, piltum og stúlkum, 15-16 ára, á gjálífasta reki, sumum námfús- um en sumum líka frábitnum öilu námi, sumum beinlínis sjálfsagt nauðugum, sumum vel að sjer, en sumum vafalaust lítt læsum og skrifandi, eiga að stjórna þeim í heimaveistarskóla og láta þá alla fá kenslu, sem væri við þeirra hæfi. Jeg óttast, að þeir, sem mest hefðu verið vanhirtir áður og því hefðu mesta þörfina, yrðu út undan um gagn af skólavist- inni. það er hvorki gaman nje holt, að vera samvistum við marga jafnaldra sína og finna að maður er eftirbátur, og ekki er það hvað best á þeim aldrinum. það getur dregið margs konar dilka á eftir sjer, eftir því hvernig skaplyndið er. Jeg hirði ekki að fara út í það. En jeg vorkenni þeim, sem svo yrðu staddir. Loks skal jeg játa, að mjer er ekki Ijóst, hver á að kosta þá unglinga í skólann, sem ekkert eiga til. Ef fresturinn yrði settur til 18 ára aldurs, er hætt við að skólagangan dragist hjá sumum í lengstu lög, en hæpið að þeir ættu þá þó efni til að kosta sig sjálfir. Jeg hefi heyrt það talið til gildis þessu fyrirkomulagi, að þá mundi síður bresta á heim- ilunum menn til að kenna börn- unum yngri. Jeg geri mjer alls I Vegna brýnna nauðsynja er ákveðið að kornvöru- og sykur- seðlar annarar (yfirstandandi) úthlutunar verði áfram í gildi til 31. október, brjef hjeðan dagsett 11. júlí um ógildingu seðla aftur- kallast. Matvælaskr ifstofan. ekki svo miklar vonir um þá mentun, er þetta skyldunám veitti, að jeg treysti yfirleitt ung- lingum eftir það til að kenna börnum, en svo hygg jeg, að það, sem nú bagar mest i að kenna börnum lestur og skrift, sje mannfæðin, tímaieysið og áhuga- leysið. og úr engu þessu get jeg hugsað að unglingaskóla- skyldan bæti, h e 1 d u r þvert á móti. Náttúrlega dettur mjer ekki í hug að örvænta um öll not að unglingaskólaskyldu með þessu fyrirkomulagi en hitt segi jeg nú orðið hiklaust, að jeg vil ekki kaupa þau not fyrir notin, sem nú eru að fræðsluskyldunni sem er, hversu lítil sem þau kunna að vera sumstaðar. Jeg verð að drepa á eitt enn: Hvernig færi um kristindóms- fræðslu barna, ef henni væri varpað upp á heimilin ein og prestana? Hvernig eiga þau heimili að kenna hann, þar sem enginn kristindómur er til? Og jeg er hræddur um að þau sjeu mörg á landi hjer. Og það þarf ekki að taka þau til. þau munu vera teljandi heimilin, sem treysta sjer til að hjálpa börnum svo að nokkru nemi til kristindómsnáms undir fermingu — setn von er. Og hvað gera prestarnir? Hvernig á Skarðspresturinn til- vonandi að knjesetja öll börn á Skeiðum, Gnúpverjahreppi og Hóiasókn ? Eða Tungnaprestur- inn öll börn í sínum 5 kirkju- sóknum? Og eru þó mörg prestaköll verri viðfangs en þessi. það er sýnilegt, að við fengjum aftur gamla lagið, þululærdóminn skilningslausan í algleymingi — eða það sem líklega væri þó skárra — alls ekki neitt. þetta eitt, þó að ekkert væri annað, nægði til þess að gera mig skólaskyldufræðslunni algerlega mótfallinn. því að jeg tel kristin- dómsfræðsluna vera hjarta og afltaug barnafræðslunnar. Sumir hafa haft það á móti skólaskyldu barna, eða barna- fræðslu yfir höfuð, að hún mundi gera þau svo hneigð til bóka, að hugurinn yrði frábitinn allri líkamlegri vinnu. Aftur óttast aðrir þvert á móti, að barna- kenslan gerði börnin leið á öll- um bókum og námi, svo að þau yrðu á eftir frábitin öllum bók- um og fræðslu. Um þessar gagnstæðu mótbárur finst mjer, að þær eigi við-alla skólaskyldu og nám, hvort sem er fyrir eða eftir 14 ára aldur. þessi hræðsla við alla bóklega mentun, að hún geri menn lata og frásneydda vinnu, hygg jeg eftir minni reynslu og þekkingu, að sje alveg ástæðulaus. Ef námsfólk verður letinni að bráð, hugsa jeg að á því sannist hið forn- kveðna: „án er ilt gengi nema heiman hafi“. Jeg er hræddur um, að það hafi þá átt letina í fórum sínum, oghún hefði komið í ljós fyrir því, þó að það hefði ekki við nám fengist. Aftur þekki jeg skýr dæmi þess, að menn, sem höfðu mikla löngun til náms, litu út fyrir að fá veru- lega óbeit á líkamlegri vinnu, meðan þeir höfðu enga von um að geta svalað námfýsi sinni, en en urðu mestu dugnaðarmenn undir eins og þeir gátu fengið löngun sinni framgengt. Annars getið þið nú hvert fyrir sig skygnst um meðal þeirra, sem þið þekkið, og athugað, hvort það eru fremur þeir, sem eitthvað hafa numið og í einhvern skóla gengið, sem eru eftirbátar í dugnaði og manndáð, sjerstaklega meðal hinna yngri manna, síðan skólar urðu tíðir og alþýðu- mentun almennari Jeg held, að þessi margumtalaða fyrirlitning fyrir líkamlegri vinnu eigi sjer langhelst stað hjá mentunarlausu fólki, sem hvorki hefur lært að meta líkamlega vinnu nje and- lega, og ímyndar sjer, að and- lega vinnan sje hægari og fínni, og að þeir, sem hana stunda, líti níður á líkamlegu vinnuna. þeir sjálfir líta niður á stöðu sína og störf af mentunarskorti, en engi me*itaður maður er svo fávís. Jeg held, að það megi segja um alla sanna og holla al- þýðumentun, sem Jónas kvað um vísindin, að „hún efli alla dáð, orkuna styrkj, viljann hvessi, von- ina glæði, hugann hressi, far- sældum vefji lýð og láð“. Jeg er ekki að dæma um eða mæla með neinu uppskafnings ment- unarprjáli til skarts utan á eða fordildar, „þar sem anda og hjarta alt er sneitt og ekkert hærra mið“, eins og Steingr. komst að orði. En þá kem jeg líka að hinni mótbárunni, að skólanámið skapi óbeit á öllum lærdómi. Jeg skal ekki fortaka, að svo geti orðið, jafnvel þó að vel sje kent, hjá einstöku barni, en þá af því, að barnið er námi frábitið að upp- lagi; en hafi kenslan alment þau áhrif á börnin, þá er það af því, að henni er illa hagað, eða kennarinn illa vaxinn starfi sínu, Vitanlega mundi engum koma til hugar að halda því fram, að mikill meiri hluti barna ætti að gjalda þess, þó að fáein yrðu frábitin bókum, og synja þeim um fræðslu vegna þess. En það væri ekki heldur viturlega ráðið, að láta sjálf frábitnu börnin gjalda ólystar sinnar, því að eng- inn veit, nema ólystin hverfi, annaðhvort á námstímanum, eða ef til vill síðar. A. m. k. hefi jeg þekt ekki svo fáa menn, sem á efri árum sáu blóðugt eftir ) ví, hve illa þeir notuðu tækifærin til náms, á meðan þeir voru yngri. — En svo skal jeg líka af öliu hjarta kannast við það, að á kenslufyrirkomulaginu eru víða stórmiklir brestir. Jeg skal minnast á þá, sem nijer sýnast stærstir. (Framh.). Næsta þing. Aukaþingið á að koma saman í næstu viku og eiga 14 daga setu. Hlutverk þess er að ræða sam- bandslagafrumvarpið nýja og samþykkja það. Frumvarpið hefur fengið ágætar undirtektir hjá þjóðinni, aðeins eitt blað ráðist á það. Um þingið er enginn vafi, þar sem einir tveir menn vildu ekki greiða atkvæði með frumvarpinu. Grunur var raunar á um fleiri að þeir væru ekki heils hugar, þó að þeir greiddu jákvæði við er til at- kvæðagreiðslu kom. Munu þeir hafa metið kostina mest og gera þeir það vafalaust enn á næsta þingi, því að ekki hefur frumv. verið breytt síðan þingi sleit. það er gleðilegur vottur um framför í stjórnmálalífinu að and- vÍ£tr, og enda illvígir, stjórn- málaflokkar geta sameinast um þetta mál, og gleymt fornum fjandskap meðan það er afgreitt. Vel getur það orðið til þess að gamla flokkaskiftin hverfi með öllu, og væri það enginn skaði, en í stað myndaðist önnur flokka- skifting eftir þeim kröfum, sem nú kalla mest að. það er til lítils að vera að halda vakandi stefnum í sjálfstæðismálinu þegar fengin er sú niðurstaða sem þjóðin telur mega una við um nokkra áratugi. Deilan við Dani hefur komist þetta næst góðum málalokum, einmitt af því að Danir hafa nú, betur en áður, viðurkent rjett vorn allan. Hver vill svo hrækja á framrjetta sáttarhönd og stefna á ný út í mjög tvísýna baráttu? það er ekki mörgum ætlandi. Frændþjóðirnar, Svíar og Norð- menn, fagna því mikillega að jöfnuður geti komist á með ÍS' lendingum og Dönum, og að ísland verði iullvalda ríki 1

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.