Skeggi


Skeggi - 24.08.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 24.08.1918, Blaðsíða 1
I. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 24. ágúst 1918. 44. tbl. N ámsskeið fyrir sjómenn —o— Sú var tíðin í fornöld að (s- lendingar voru farmenn miklir og sannir vlkingar. Telst fræði- mönnum svo til að þá hefjist fyrst veruleg afturför í verklegum efnum er draga tók úr siglir.gum landsmanna. Hefur svo hverri þjóð farið að hún dofnar til verk- Iegra athafna þegar hún fer að una best einverunni og kýs helst að láta aðra færa sjer alt, sem hún þarfnast, en getur ekki tekið á heimalandi. þetta hefur greini- lega komið fram á vorri þjóð, og mest var volað hennar um það leyti sem hún afrækti mest siglingarnar. Ástæðan er aug- ljós. Landið er vogskorið eyland úti í reginhafi, sjórinn hinn auð- ugasti að fiski og auður að jafnaði. Gróðurskilyrðin til sveita eru lakari en í nágrannalöndun- um, vantar t. d. kornið, timbrið og járnið. Hvt skyldi þá ekki búa siglingaþjóð í slíku landi? Framfarir eru miklar orðnar á síðustu áratugum, svo mikiar að þeir, sem lifðu fyrir einni öld, mundu nú tæplega þekkja sig hjer, þótt þeir mættu líta upp úr gröfum sínum. Mest mundi þeim bregða við er sjóinn sóttu, ef þeir sæu breytinguna, því að í engu hefur verið breytt svo gagngjört og stórmyndarlega, sem í sjávarútveginum. Stórþjóðirnar standa í öllum atvinnurekstri feti framar en vjer, nema í fiskiveið- um og fiskverkun. þetta er framförin orðin á einum manns- aldri. Hver eru svo höfuðskilyrðin til þess að geta staðið stórþjóð- unum jafnfætis í þessari grein ? þau eru framtakssemi og þ e k k i n g. íslenskir útvegsmenn hafasýnt það á síðustu árum að fram- takssemi skortir þá ekki, og enginn bregður íslenskum sjó- mönnum um hugleysi. Hitt hefur fremur þótt við brenna, að stundum hafi verið stofnað til af lítilli forsjá, og komið niður þar sem verst gegndi, skipin farist unnvörpum, oft með allri skipshöfn. Tjónið af þeim slys- um er orðið svo gífurlegt að hverjum manni mutldi blöskra stórlega ef reiknað væri. Ekki er þó svo að skilja að hjer sje þekkingarleysi einu um að kenna. Ægir og Kári eru harðir í horn að taka með köflum, svo að hraustmennum einum er fært við þá að fást. Sá maður er nú á dögum betur búinn til þeirrar glímu, sem gyrtur er megin- gjörðum þekkingarinnar. Hún þokar hverri þjóð lengst til verk- legra umbóta. Vestniannaeyjar eru það hjerað landsins, sem einna mest á undir því að sjávarútvegurinn blessist framvegis. þeim er svo í sveit komið að um þetta getur ekki verið neinn vafi. Breyting hefur því orðið hjer sem víðar, og má búast við annari innan fárra ára. Sú breyting stendur yfir nú í sumar, að menn selja þá bátana, sem þykja of smáir fyrir netin og fá sjer aðra stærri. Kyrstaða er óhugsandi. En breytingin á útbdnaði og veiðiaðferð útheimtir meiri þekk- ingu. Nú fer enginn á sjónema að hafa áttavita. Um síðastl. aldamót þektu örfáir bátaformenn á áttavita. Svona hrífur tíminn mennina með sjer. „Vei þeimi sem dragast aftur úrl“ segir tíminn. Hafið umhverfis Eyjarnar er straumþungt og brimsollið oft, vetrarnæturnar dimmar og kaldar. þá er stýrimönnum hollara að hafa vit sitt heima, er leggja skal móti stormi og straumi, gegnum kafald og niðmyrkur á kaldri vetrarnótt. Vill nokkur neita því að þá sje betra að kunna, en kunna ekki ? þvt neitar víst enginn. Af þessum orsökum er það víst runnið að menn hafa látið á sjer skilja að hjer þyrfti að vera sjómannaskóli, sem vel væri ' í hæfi við þarfir og kröfur eyjabúa. Sú stefna er óðum að ryðja sjer til rúms, að kensla í verklegum efnum ætti að fara fram sem víðast um landið. Heppilegast virðist þó að einn fullkominn stýrimannaskóli sje í Reykjavík en smærri skólar sjeu víðar um land. Má ágætlega sameina það, á þann hátt að þeir menn utan af landinu, sem vilja leggja alúð við sjómanna- fræði, fái undirbúning og smá- skipapróf í smáskólunum, en j leiti síðan til aðalstýrimannaskóla j landsins. Væri þetta eflaust mikill gróði fyrir sjálfan skólann og sjómannamentun í landinu, en mikið hagræði fyrir margan fátækan ungling. Verður þess vonandi ekki langt að bíða, að þetta skipulag komist á. Ófriðar- ástandið er þó hjer þrándur í götu, og vart að sjá hvenær því ljettir af. það dregur eflaust úr framkvæmdum af háifu hins opinbera og verða menn þá að taka til annara ráða í bráðina, því að framkvæmdir í þessu efni ættu ekki að dragast. Ber tvent til þess. Fyrst það, að ef um- bótar er brýn þörf, þá er hún best sem fyrst. Hitt er það að bát- um, sem eru stærri en 12 smái. fer fjölgandi, eða svo vilja menn vera láta, og er þá því meiri þörf á að greiða fyrir mönnum með að fá smáskipapróf. Smáskipaprófinu fylgir rjettur til að stýra skipum, sem eru alt að 30 smál.; í þeim flokki eru mörg hin smærri síldveiðaskip. það má engan veginn vera tak- mark ungra og hraustra sjó- manna, að binda sig æfilangt við smæstu vjelbáta og vita þó ekki nema þeir gangi úr gildi eftir fá ár. Markið verður að vera hærra. Hvert siglutrje, sem sjest við eyjarnar, bendir unglingun- um áað hækka seglin, hver hljóðpípa gufuskipanna kallar þá út á reginhaf, lengra, lengra! Sá þarf nesti sem að heiman fer. Eins er um þetta, að grund- völlinn á að leggja heima. Safn- ist því saman ungir menn, og heimtið fræðslu í þeirri grein, sem atvinna hjeraðsins hvílir á! Einhver kostnaður fylgir því, en — því meiri alvara, því minni kostnaður. Lítum nú á skilyrðin til þess að koma upp námsskeiði fyrir sjómenn í haust. Fyrst er þá að lita á þörfina fyrir það. Um hana er nokkuð talað hjer að ofan og má sitja við það í bráð. Næst er þá að ihuga hvað beri að kenna. Sjómannafræðin sjálf verður auðvitað að skipa öndvegi á slíku námsskeiði, en þörf er einnig fyrir fleira. Bifvjelafræði er bráðnauðsynleg námsgrein og sjá menn það æ betur og betur. Ætti hún því að vera á hinum æðra bekk, ef þess væri kostur, en á því er þó nokkurt vand- hæfi að þessu sinni. þá er á það að líta að allflestir unglingar hafa enga tilsögn fengið til neinnar bókar síðan um fermingu, er því sumt orðið ryðgað og margt týnt með öllu. Kvartar margur sáran undan þessu. Námsskeiðið ætti að rjetta hjer hjálparhönd ef það getur. Svo eru málin. Mála- kenslan hefur sætt miklu ámæli með þjóðinni. þykir mörgum hún vera kák eitt hjá öllum fjöldanum og enda óþörf sveita- fólki. Látum það alt liggja milli hluta, því að hjer er ekki um sveitafólk að ræða. Sjómönnum hjer getur verið mesta hagræði að því, og enda bráðnauðsynlegt, að kunna ensku og dönsku o.fl. tungumál. Samneytið við útlenda siglingamenn er það mikið. Nokkur leiðbeining í þeim mál- um, er nefnd voru, gæti gert talsvert gagn, og yrði undirbún- ingur fyrir þá, er meira vilja læra. Sjálfsagt kvíða menn því, að slíkt námsskeið verði þurt og leiðinlegt, en við þ\í má gera ef margir sækja, því að góð von er um að fá ágætan fyrirlesara úr Reykjavik, til að lífga upp. Tveir vel færir kennarar hafa þegar heitið fylgi sínu, ef til framkvæmda kemur, og von um meiri aðstoð. Horfir þá vænlega með það atriði. Lengra er undirbúningur ekki kominn, enda er varla farandi lengra fyr en sjest hver hlut- takan verður. Hve margir nemendur sækja nú þetta námsskeið? Um það verður ekkert sagt nú, nokkrar líkur eru til þess að þeir verði ekki allfáir. Ungir menn, sem góðar ástæðar hafa til að sækja það, eru býsna margir í plássinu og margir af þeim hafa fátt ann- að að annast um námstímann. það er gert ráð fyrir, að námstíminn verði þrír mánuðir, hefjist snemma í september og standi fram í desembermán., má varla skemri vera. Kenslugjald verða nemendur að greiða, en hve hátt það verður fer mest eftir því hve margir sækja og hve miklu verður kostað til kenslunnar. Prófnefnd, til að dæma um kunnáttu manna í sjómannafræði, er til í plássinu, svo að þeir, sem vilja leggja stund á þá fræði, ættu að geta fengið að taka próf í henni. Mr Mikið úrval af allskonar vörum nýkomið, S. 3. 3ohn$en.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.