Skeggi - 31.12.1919, Blaðsíða 1

Skeggi - 31.12.1919, Blaðsíða 1
SKEGG arg. Vestmannaeyjum, MiSvikudaginn 31. des. 1919. 1. tbl. Álit stöövarstjóra rafmagnstöðvar- innar, sent bœjarstjórninni. —:o:— Hjermeð leyfi jeg mjer að leggja fyrir hina háttvirtu nefnd tillögur mínar um stækkun rafmagnsstöðvarinnar, þannig að hún geti framleitt það afl sem henni ber að framleiða og að trygging sje fyrir því að lítils- háttar bilun á vjelinni orsaki ekki ljósleysi um allann bæinn eins og hingað til hefur átt sjer stað. Eins og menn vita, reyndist stöðin hjerumbil strax og starf- rækslan byrjaði tæplega full- riægjandi, vjelin varð að ganga fyrir fullu afii 20-22 klst. sam- fleytt strax eftir að hún var uppsett, en hefði ekki átt að ganga með nærri fullu afli fyrstu mánuðina, meðan hún var að slípa sig saman. Og hefurþetta orsakað að hún nú hefir slitnað meira en búast mátti við. Jeg stakk því uppá í mars 1917 að auka afl stoðvarinnar, með því að kaupa eða leigja 20 h. k. vjel og láta hana framleiða straum með hjálp hleðsluvjelar- innar, sem til var á stöðinni, þannig hefði mátt auka fram- leiðsluafl stöðvarinnar um Vs og hefði það bætt talsvert úr í bili Nú var þetta ekkl samþykt, en samt var álagið aukið, þangað til að algjörlega varð að neita mönnum um aukun ljósmagnsins og er nú þannig komið að mörgum húseigendum hefir al- gjörlega verið neitað um ljós og enn fleirum verið neitað um aukun á Ijósmagni sínu, götu- lýsingunni hefir verið slept, að undanteknum nokkrum ljósum með strandveginum, og það sem verra er, að stöðin hefur orðið að færa niður spennuna þarsem aflnotkunin yrði henni annars ofvaxin, en þar af leiðandi hafa Ijósnotendur ekki nærri fengið það ljós, sem þeir borga fyrir. Jeg efast ekki um að nefndin Símfrjettir. R.vík 30. des. 1919. Clemenseau vann glæsllegan sigur vlð kosning- arnar. Viðskifii við Bandarikin í N. Ameríku fara minkandi sakir hins geipiháa peningaverðs. Fylgi Lloyd George er að rjena socialistar vlnna hvert sætið af ððru. t - Stjórn bolsjevikka f Rússlandi stendur föst. Talað um að bandaþjóðirnar semji frið við hana. Austurríki enn í voða af hungri og fjárskorti. sje mjer sammála um að þvílíkt myndi ekki vera liðið af ein- stökum manni, og þótt að nokk- uð mætti afsaka það meðan á stríðinu stóð, er nú ekkert til afsökunar þar sem nú er hægt að fá vjelar og önnur tæki frá útlöndum, jeg vísa hjer tii til- boðs Halldórs rafmagnsfræðings á 50 hk. vjel og tilboð mitt á samskonar vjel frá sama fjelagi í þýskalandi er jeg útvegaði meðan jeg var erlendis í sumar. Álit mitt er, að það þyrfti að auka afl stöðvarinnar uppí 150 h.k. með því að bæta við tveimur 50 h.k. vjelum af sömu gerð og þeirri, er við nú höfum. Ef bætt er við aðeins einni 50 h.k. vjel, mun stöðin brátt verða fyrir fullu álagi aftur, þegar allir sem nú eru ljóslausir hala fengið ljós og öllum leyft að hafa sterkara ljós en þeir nú hafa, og verður þá að stækka stöðina aftur eftir svo sem 1—2 ár, eða þá aftur að grípa til þess óyndisúrræðis að færa niður spennuna. Ef menn vildu nú bæta við einní 100 hk. vjel í stað tveggja 50 h,k., er það þar við að at- huga að þótt það fyrra yrði kannske nokkuð ódýrara í bili, væri það að mörgu leyti langtum ópraktiskara. Ef þessi 100 h.k. vjel bilaði lítilsháttar væri jafnt stopp fyrir því. Öll upphalingar- tæki, verkfæri og varahlutir, sem nú eru til hæfilegir fyrir 50 h.k. vjel yrðu ónógir og þyrfti að kosta þetta alt nýtt. Pössun á vjelinni yrði langtum erfiðari o fl., o. fl. AÖ hugsa til að nota aðra tegund af vjel en þá er vjer nú höfum væri fjarstæða, vjel þessi er af ágætri og sterkri byggingu, starfsmennirnir orðnir þessari tegund kunnugir eftir ca. 5 ára reynslu. Sjerstaklega skal jeg benda á það, að ef vjelar stöðv- arinnar væru sitt af hverri tegund yrði það mikill aukakostnaður. það verður auðvitað nauðsyn- legt að stækka stöðvarhúsið, og er það hægt með því að lengja það vestur, einnig þarf að gera leiðslunetið gildara til þess að það geti leitt nægilegt afl og loks þarf að bæta við minst einum Dynamo og stækka töfluna. íbúðarhús handa starfsmönnum álít jeg sjálfsagt að byggja um leið og stöðin er stækkuð, en jeg þarf ekki að fjölyrða um það, þar sem mjer er kunnugt að þetta er samþykt og þeim gefíð loforð um það. Samkvæmt ofanskráðu legg jeg til: 1. að stöðin kaupi tvær 50 hk. vjelar af sömu gerð og þá sem nú er á stöðinni, að þær verði pantaðar gegn um Halldór rafmagnsfræðing hing- að komnar í maímánuði 1920 og uppsettar af manni frá viðkomandi verksmiðju, svo að engin ábyrgð hvíli ábæn- um fyr en þær eru uppsettar og reyndar. 2. að stöðvarhúsið verði í tæka tíð stækkað svo að hæfilegt pláss verði fyrir vjelarnar, að bygðir verði nægilega stórir brunnar, svo að ekki þurfi að nota saltvatn fyrir kæli- vatn. 3. að byggt verði íbúðarhús fyrir tvær fjölskyldur áfast við stöðina. 4. að leiðslunetið verði aukið þannig að það verði hæfilegt til að leiða ríflega þrefalt svo mikinn straum, sem nú er sendur út; þegar áiagið er mest. 5. að stöðin kaupi einn Dynamo af sömu gerð og þann sem nú er fyrirhendi, vara-anker, töflur og varahluti til vjelar- innar m. m., sem þarf vegna stækkunarinnar. þetta alt mun eftir lauslegri áætlun kosta stöðina alls um Í30,000 krónur, en þá er stöðin fyrst fullnægjandi og er það mitt álit að það, að bæta nú við að- eins einni 50 h.k. vjel og láta við svo búið sitja, væri aðeins kák eitt. . Skyldi hin háttvirta rafmagns- nefnd ekki aðhyllast tillögur mínar í aðalatriðunum, eða hin háttvirta bæjarstjórn fella þær, er það mín tillaga að Vestmanna- bær leggi n>iður raflýsinguna eða selji privatmanni eða fjelagi einkaleyfi sitt í hendur., það, að reyna til þess að fá menn til þess að nota sem minst rafmagnsstrauminn, til þess að stððin geti staðið í skilum, væri sama og ef kaupmaður reyndi að að styggja menn frá að versla við sig, til þess að forði hans entist sem lengst, — þá virðist eðlilegra að gera stöðina svo fullkomna að hún geti fullnægt þörfinni, en hitt gæti verið rjett að innleiða, að nota mælira í stærri húsum og setja nýjan taxta fyrir rafmagn selt pr. kilowattstundir, álít jeg einmitt Vefnaðarvöruúrvalið mest, verðið lægst.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.