Skeggi - 31.03.1920, Blaðsíða 2
SKEGGI
»Skeggi« kemur venjulega út e i n u
sinni í viku, og oftar ef ástteður
leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minat 50
blöð).
Au g i ýs i n ga v e r ð: 1 kr. pr.
•,m.; kr. 1,50 á 1. bls.
Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar;
Afgreiðslu- og innheimtum.
Gunnar H. Valfoss,
Ritstjóri og ábyrgðarm.
Páll Bjarnason.
Hjá
°4
£r
kaupa allir ^
sínar Ö
T óbaksvörur.
■graes-asasv.sgresssgssssggsssgSgsfflSgsg
ST
„T H U L E“
iangstærsta líftryggingafjelag á íTorðurlöndum
Allur meginhluti árságóðans í ,,THULE“ fcr til hinna líf-
tryggðu sem Bonus á hverju ári, eftir fimm ára tryggingu, enda
nemur hann stundum 40-50% af ársiðgjöldunum.
„THULE“ hefur mjög hagkvæmt tryggingafyrirkomulag, og
ættu allir sem hug hafa á þvi að tryggja líf sitt, að leita upplýsinga
hjá undirrituðum umboðsmanni fjelagsins í Vestmannaeyjum.
Jóhann Þ, Jósefsson.
eru búnir að tapa á stmslitunum
þennan mánuð, svo að óþægindin
fyrir heildina sjeu ekki nefnd,
Margsinnis hefur verið minst á
það að fá sjerslaka símalínu iyrir
Vestm.eyjar og R.vík, en aldrei
hefur það komist í framkvæmd.
Aukinn atvinnurekstur útheimtir
betra símasamband en Eyjamenn
hafa átt við að búa síðustu árin. I
þeir eru ekki fáir dagarnir sem 1
talsímaband fæst trauðlega eða
, alls ekki, þó að alt eigi að heita
í lagi; s!mskeytin taka þá upp
allan tímann, sem millistöðvárnar
glepja ekki fyrir. Samanburður
á loftskeytasambandi og síma-
sambandi kemst ekki að í þessu
efni. Talsímasambandið er ger-
samlega ómissandi fyrir alla er
hjer búa, og eins fyrir þá aðra
víðsvegar um land, er hjer hafa
einhverskonar viðskifti. þetta
er svo augljóst að engum manni
dettur i hug að mótmæla því.
Hitt er annað mál hvort treyst-
andi er á sæsímann til frambúðar
eftir þeirri reynslu sem fengin
er, og eins hitt, hvort ekki yrði
að öllu samanlögðu hagfeldara
að setja hjer upp lofwkeytastöð
og láta hana ljetta undir með
skeytasendingar í stað þess að
leggja nýja stmalínu hingað. Úr
því verða þeir að skera sem vit
hafa á þeim málum. Af öðrum
ástæðum er loftskeytastöð orðin
ómissandi, enda sagði landsíma-
stjóri svo fyrir tveimur árum, er
tilrætt var um stöðina við hann,
að í ráði væri að reisa hjer loft-
skeytastöð við tækifæri og var á
honum að heyra að honum
væri það áhugamál. En hvenær
það „fyrsta tækiiæri“ kemur,
það vita jafnvel ekki englar á
himnum.
371 Um þessar mundir bíða menn
með óþreyju að landssímastjórnin
^héfjist handa til að bæta símslitin
Ekki veit stöðvarstjórinn hjer
hvort verkefni er fyrir hendi til
að bæta símann með; hann
kveðst engar tilkynningar hafa I
./i
fengið um ráðstafanir til aðgerðar,
og má það undarlegt virðast.
það lægi nærri að hann væri
virtur þess að gefa honum ein-
hverja vitneskju um það, þó að
ekki væri til annars en að
„friða fólkið*.
Stjórn landssímans hefur þá
afsökun fyrir að reyna ekki að
bæta símann þennan mánuð,
að flesta daga hefur verið ófært
veður til þeirra hluta. En ef nú
er „vor i lofti“ þá virðist fátt
færandi til afsökunar ef dráttur-
inn verður enn mjög langur á því
að gera einhverja tilraun. Maður
verður að ætla að nógverkefni sje
til fyrir hendi í R.vík og „hver
getur þá varnað þeim vatnsins ?“.
Annað atriði er það í síma-
málinu sem ástæða er til að
minnast nokkuð á. það er á-
standið á talsímakerfinu ínnan-
bæjar. því er ekki að leyna að
mikil óánægja er orðin með það
og það hreint ekki að ástæðu-
lausu. það er fyrst að ómögu-
legt er að fá fleiri símanúmer en
nú eru; rúmið á borðinu leyfir
það ekki. þeir eru þó víst
ekki fáir sem vilja fá „síma
heim“ en geta ekki af þessari
ástæðu.
Annað er það að býsna oft
er örðugt að fá samband um
bæinn, sum númerin oftast í
ólagi. Um þetta hefur stöðva-
stjóri sagt, og leyft að hafa eftir
sjer, að skiftiborðið sje mjög úr
sjer gengið og varahlutir ófáan-
legir hjá sjálfri aðalstöðinni í
Reykjavík og eru það firn mikil.
þessar tjáir hann ástæðurnar
fyrir því hvað seint gengur að
fá scmband innanbæjar og sumir
símarnir verða ekki notaðir að
neinu gagni. Afgreiðslan segir
hann að sje í góðu lagi af hálfu
stöðvarinnar, en um það eru nú
samt skiftar skoðanir meðal
talsímanotenda, og skal ekkt
farið frekar út í það að sinni.
Hitt má ekki draga fjöður yfir,
að stöðin er alls ekki í því
lagi sem hún á að vera. Síma-
gjöldin eru hækkuð hvað eftir
annað, en sambandið versnar að
sama skapi. Stöðin fær ekki
nauðsynlegustu smáhluti sem
gagnað gætu til endurbótar, að
sögn stöðvarstjóra, en gjöldin
eru þó krafin eftir lagastaf.
Sannast að segja er vafamál
hvort þeir er versta hafa símana
eru skyldugir til að greiða full
gjöld. Síminn mun eiga að vera
í fullu lagi til þess að gjaldið
sje alkræft. Ónýtur sími er ekki
góð vara, og alveg óhugsandi að
landsstjórnin vilji gefa fordæmi
til að afla fjár með því að selja
laka vöru með fylsta verði verði.
Síminn er orðinn svo áríðandi
verkfæri fyrir daglegar athafnir
manna, að meinlegar misfellur á
honum eiga menn ekki að þoia
bótalaust. þeim sem trúað er
fyrir honum verða að láta sjer
lynda þó að þeir kvarti er van-
haldnir þykjast, stminn er til
fyrir notendurna, en ekki fyrir
starfsfólkið við hann, þó að svo
líti stundum út er kvartanir koma
fram.
Dýraverndun.
—o—
(Framh.).
S a u ð f j e. Vænlegra virðist
mjer hjer til beitar fyrir sauðfje
að vera á heimalandinu. Að
minsta kosti veit jeg það, að það
vinnur mikið tjón á túnum og
sáðgörðum, sem má sjá á því að
bærinn launar menn til að verja
túnin og garðana. Ekki þyrfti
þess með ef girðingar væru í
því lagi sem vera ber, og er
hverjum manni skylt að gæta
sins eigin fjár að það geri ekki
öðrum tjón. Mikill flækingur
á sjer stað á fje hjer um bæinn.
Hundarnir sjá það ekki í friði,
það hleypur á girðingaslæðurnar,
festir sig á þeim og reitir af
sjer ullina. Jeg efast um að
þessi fjáreign sje mönnum til
neins gagns eða gleðl, en jeg er
viss um að bænum í heild sinni
er hún heldur til skaða þegar í
ait ér litið. það er raunalegt að
sjá rnagurt fje á vorin, seðja sig
5 dáunrötnmum grút og öðru
þessháttar góðgæti. Slátrunar-
aðferð sú sem hjer tíðkast mest
(hálsskurðurinn) þykir mjer altaf
hryllileg, þó að gömul sje. Víða
er nú farið að skjóta fje með
smábyssum sem tii þess eru
gerðar. Vel mætti taka þann
sið upp hjer, ekki er svo miklu
fje slátrað hjer á haustin, að
ekki megi komast yfír að skjóta
það. það er. það síðasta sem
maðurinn getur gert fyrir skepn-
una sem hann elur sjer til lífs-
bjargar, að láta hana fá hrein-
legan dauðdaga.
H u n d a r. það gæti ókunn-
ugum virst, sem hingað kæmi,
að hjer væru hjarðir stórar, ef
dæma ætti eftir hundafjöldanum.
Kunnugir vita varla hvaða gagn
sá sægur gerir. Ógagnið er
er meira. Eilífur aðgangur i
öllum búfjenaði, fje, hrossum,
kúm og fuglum. þar að auki
eru áflogin á götunum, varla að
börnum sje óhætt, og dæmi til
þess að fullorðnir verði að
eggja á flótta. Ekki er hægt að
segja að allir hundarnir sjeu til
prýði, því að sumir þeirra bera
vott um miður góða meðferð og
heilsufar. Getur að líta orma í
sumum, og eru þeir að vísu
rjettdræpjr, þó að enginn taki
sjer fram um að fylgja því á-
kvæði. Enginn, skaði tnundi
verða að því þó aðhundumværi
fækkað til helminga eða vel það.
Mikill ósiður er það sem ung-
lingar og enda fullorðnir menn
temja sjer að koma hundum
saman í áflog, og verða þeir
grimmir af þeirri æsingu.
K e 11 i r. þeir held jeg að
sjeu full-margir, ekki síður en
hundarnir. Að sönnu eru þeir
nauðsynlegir í þeim ,húsum þar
sem mýs sækja á, en þá er líka
skylt að fara vel með þá. Oft
verð jeg var við ketti á nótt-
unni, sem eru að flækjast emj-
andi kring um húsin, af því þeir
eru reknir út á kvöldin þegar
lokað er. Margir eru þeir
hungraðir og aumlegir útlits
Leitt er að sjá kettina sem leggjast
út, og halda sig mest utan við
aðal-bygðina. þar eru þeir að
flækjast horaðirog hálf-skáldaðir,
drepa þeir hænsa-unga og' aðra
fugla sjer til bjargar. Jeg held
að það væri miskunarverk að
sálga þeim öllum.
Fuglar. þar verða fyrst
fyrir manni hænsin, þau held
jeg sjeu ómissandi, en betur
þarf að gæta þeirra en gert er.
það er siður hjer að láta þau
vaða um alt á vorin, alt þangað
til að farið er að setja í sáð-
garðana, jafnvel ekki hægt að
sá l fyrra lagi, vegna þeirra.
Sjálf hafa þau verst af þessu
frjálsræði, því ofmikill gangur
er þeim óhollur, og oft mæta
þau ónæði af hundum, og jafn-