Suðurland - 02.03.1911, Síða 1
I. árg.
Eyrarbakka 2. marz 1911.
38. blað,
Auglýsingaverð.
Þumluugurinn af mtígium&lBletri kostar 1 krónu, miðað við
eina dMksbreidd í blaðinu. Fyrir 8má,letur8auglyBÍugar (petit
oru teknir 3 aurar fyrir orðið.
£ Sé auglýst að mun er mikill aíeláttur gefinn. Q
Landsímastöðin á Eyrat-bakka cr opin frá
kl. 81/2 —og 3V2— 8 á virkura dögum. Á lielg-
um dögum frá kl. 8—11 f. hd. og 4—6 e hd.
Einkasiminn er opinn á sama tíma.
Sparisjóður Árnessýslu er opinn hvern
virkan dag frá kl. 3 — 4 e. hd.
Lestrarféiay Eyrarbakka lánar út bæk-
ur á sunnudögum fx’á kl. 9 —10. f. hd.
U. M. F. E. heldur fundi á miðvikudögum
kl. 8 e. hád.
Erindi,
Hutt á nngmennafélagsfundl á
Eyrarbakka.
—o —
Kæru ungmenni! rið t,akið það vissu-
lega ekki illa upp, þó eg mæli til ykkar
fáein orð, sem eru sprottin af þvi, að mér
er annt um ungmennafólagskapinn, Það
er eitt atriði, sem eg vildi vekja máls á.
Getur verið, að ykkur, flestum eða öllum,
sé það ljóst áður. Og þess vildi eg óska.
Þið hafið bundist þessum fagra fólagskap
i þeim tilgangi að vinita fósturjörðinni gagn.
„Alt fyrir ísland" mun vera einkennisorð
ykkar. Fyrir þetta elska eg ungmennafé'
lagskapinn. Eg geri mér von um, að hann
geti með Guðs hjálp orðið til þess, að byrja
nýtt og betra tímabil hjá þjóð vorri.
Eg á hór ekki við þær tilraunir, sem
ýmsar ungmennafélagsdeildir hafa þegar
byijað á: að planta trjálundi. Fað er á-
gætt í sjálfu sér. En til þess þarf kunn-
áttu, og líka þrautseigju ef duga skal. Og
þó tvjálundir komi upp hér og hvar, — sem
eg óska og vona að verði sem viðast, —
þá er það ekki nóg til að skapa nýtt ug
betra tiinabil. Það geta íþróttir ekki held'
ur, þó þær séu ómissandi með öðru góðu.
í stuttu máli væri barnalegt að ætlast til
þess, að ungmnnnin, — þó í félapskap séu,
-— geti skapað nýtt tímabil strax á æsku-
árum. En þau eiga að undirbúa það.
Hvernig geta ungmenni gjört það?
Þau geta það aðeins með einu móti:
með þvi að búa til úr sjálfum sér betri þjóð-
félagslimi enn þá, sem á undan ]>eim hafa
verið. Til þess er eitt ráð: það, að hvert
einasta ungmenni leggi kapp á, að verða
maður i ]>ess orðs beztu merkingu — sem
nýtastur maður í mannfélaginu. Til þess á
að undirbúa' sig í æskunni og.til þess á félag-
skapurinn að hvetja og styrkja. En notin
eiga að koma fram á fullorðinsárunum.
Það var þessi aðaltilgangur, sem eg vildi
benda á. An hans er alt ónýtt, alt í gamla
liorfinu ef ekki í hnignun, þrátt fyrir allan
unginennaféiagskap.
En til að veni maður í orðsins bestu
merkingu þaif bæði margt og mikið. Því
mun mega skifta í 3 ílokka. Er 1. Góð
heilsa og starfsþrek ; 2. Pekking og kunnátta;
3. Mannkostir og göfugur hugsunarháttnr.
Alt þetta þarf að æfa.
1. Heilsuna styrkir iðkun líkamsæfinga
og iþrótta, hreinlæti og hófsemi, — og eg
vil bæta við einu orði, sem sjaldan heyrist
á vorum dögum: það er sjálfsafneitun: Með
því að sækjast eftir sem mestum þægind
um og venja sig aldrei á að láta á móti
sér, getur maður giört sig að aumingja,
sem ekkert þolir. Slarfsþrekið eflir iðkun
likamlegrar vinnu, sé unnið með lagi og
í hlutfalli við það, hvað hver er fær um.
Og meðvitundin um það, að leggja á sig
erfiði til þess að gjöra gagn, elur upp göf-
ugleik i hugsunarhættinum. Og í einu orði
sagt, styrkir vinnan bæði sál og líkama. —
Ef æskumenn einhverrar þjóðar leitast al-
mennt við að hliðra sér hjá líkamlegri
vinnu og sækjast eftir makindastöðu, þá
er sú þjóð í hnignun.
2. Pekkingu og kunnáttu þarf eg ekki að
mæla með. Þá nauðsyn kannast allir við.
Og sá er alment kallaður mentaður maður,
sem öðlast hefir meiri þekkingu enn al-
menningur. En þó að þekkingin sé ómet-
anlega mikils verð, þá er hún samt ekki
nema önnur hliðin á sannri mentun. Það
er engu minna vert að ala upp hugsunar-
háttinn. Það er hin hliðin á hinni sönnu
mentun.
3. Mannkosti og göfugan hugsunarhátt er
einkar áríðandi að hver æfi sem bezt hjá
sór. Þav á það heima ekki hvað sizt, að
„vaninn gefur listina". Til þess getur fé
lagskapurinn mikið hjálpað. Þar getur göf
ug og bróðurleg samkeppni glætt hvern
góðan „neista“ i brjósti meðlimanna. Og
sá, sem i æsku venst félagskap og ástund-
ar þá að vera sem beztur félagslimur, hann
rnun halda þvi áfrarn á fullorðinsárunum:
hann mun þá ástunda að vera sem beztur
og nýtastur meðlimur þess mannfélags, sem
hann er í.
Þá er ungmennafélögin hafa uppalið með
limi sina í þessum hugsunarhœtti, þeir svo
orðnir fullþroska, og orðnir kjarni þjóðfé
lagsins, þá — en ekki fyr — hafa félöyin
skapað nýtt og be ra tímabil hjá þjóðinni.
Oflangt mál yiði að telja upp hina ein
stftku mannkosti. End.i skal eg játa, að
eg veit vel að þaö væii mór ofvaxið. Að
eins skal eg ben ia á nokkra kosti góðs
félagsmanns:
Hann er ósérhlHnn, bæði í störfum og
fjárframlögum: d 'egur fig okki í hlé.
Iiann er ósérpleginn, leit.ast ekki við að
færa erfiðleika af sér y nr á aðra, né auðga
sig á annara kostnað, nema það sé „báðum
hagur".
Hann er áreiðonlegur bæði í orðum og
viðskiitum og va idar öll sín verk.
Hann er gegn („praktiskur"), notar hverja
stund og hvern eyri til gagns, — annað-
hvort sér eða öðrum, — en tekur sér vara
fyrir að eyða t.íma eðapeningum til óþarfa.
Hann er trúr, vill aldrei bregðast þeim,
er sýna honum tiltrú, — og engum raunar.
Hann er góðgjarn, leitast við að koma
fram til góðs hvar og hvenær, sem hann
fær tækifæii til þess; og hann leggur stund
á að gjöra sig sem færastan til þess og
sem lagnastan á það. Hann bendir félags-
bræðrum sínum bróðurlega á það, sem
betur má fara hjá þeim; tekur lika sjálfur
þakksamlega bióöurlegum bendingum.
Hann er sanngjarn, ber virðingu fyrir
hreinskilnum skoðunum annara, þó hann
geti ekki fallist á þær, eignar þær ekki ill-
uin tilgangi, og færir ekkert til verri veg-
a.r. Hann beitir hvorki stirfni né ertingum,
en sýnir öllum hógværð og Ijúfmennsku.
Hann er í einu orði skyldurœkinn, og
það af alvöru: harm hefir löngun til, að
standa sem bezt í stöðu sinni, hver helzt
sem staða hans er í þjóðfélaginu. Og bendi
ekki náttúrufar hans honum á eina stöðu
öðrum fremur, þá velur hann sér fram-
leiðslu stöðu af því hann veit, að hún er
mest verð fyrir þjóðfélagið. Því vill hann
vinna það hann vinnur.
Framleiðsluna, eða landbúnað og fiskiveið-
ar, mun mega kalla fœturna, sem þjóðfé-
lagslikaminn stendur á. En verslun og
iðnað mun mega kalla hendurnar, sem búa
til arð úr afurðunum.
En nú er eg að hverfa frá efninu, og er
þá fcezt að hætta.
Eg hefi nú látið í Ijós þá sannfæringu
mina, að það þurfi nauðsynlega að vera fyrsta
og helzta boðorð ungmennafélaganna til
ineðlima sinna, að hver þeirra um sig leggi
alla alúð á að ná sem mestum líkamlegum
og andlegum þroska,: verða sem fullkomnast-
ur maður og þar af leiðandi sem bestur
þjóðfélagsmeðlimur þegar á fullorðinsárin er
komið, og að félögin í því skyni hafi sem
bezt áhrif á meðlimi sína: glæði hjá þeim
œttjnrðarástina, virðinguna fyrir sjálfuni sér
sem manni og hvötina til félagslyndis og
drengskapar.
Sé þetta aðaltilgangur félaganna, þá und-
irbúa þau nýtt og betra tímabil hjá þjóð
vorri, og þá verða þau landi og lýð til
blessunar i framtíðinni, — sem er hjartans
ósk mín og okkar allra.
Bryi.jólfur Jónsson.
frá Minnanúpi.
Höf. óskar eftir að Skinfaxi taki upp
þessa grein og ræð; málið. —