Suðurland


Suðurland - 11.11.1911, Qupperneq 1

Suðurland - 11.11.1911, Qupperneq 1
SUÐURLAND. II. árg. Auglýsingaverð. Þumlungurinn af meginmálsletri kostar l krónu, miðað við eina d&lksbreidd í blaðinu. Fyrir smkletursauglýöingar (petit eru teknir 3 aurar fyrir orðið. 0 Sé auglýst að mun er mikill aíel&ttur gefinn. Landsímastöðin á Eyrarbakka cr opin frá kl. 8V2 — 2. og 3V2 ~8 á virkum dögum. A helg- um dögum frá kl. 10—12 f. hd. og 4—7 c. hd. Einkasiminn cr opiun á sama tíma. Sparisjóður Árnessýslu cr opinn livcrn virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bæk- ur á sunnudögum frá kl. 9 —10. f. hd. Erindi flutt í kvenfélagi Skeiðahrepps á íundi1) 28. okt. 1911. „Sá liflr ekki til einskis, sem liflr fyrir aðra“, sagði Kristján fjórði Danakonungur. fað er svo merkilegt spakmæli, að auðsóð er að það er sagt til uppörfunar en ekki til að tæma efnið. Því vel mætti taka dýpra í árinni ogsegja: ,Sá iífir til einkis, sem ekki lifir fyrir aðra‘. En það mundi ef til vill í fljótu bragði þykja hart, að kveða svo að orði. Því það or náttúrulögmál, sem allir þekkja, að „hver er sjálfum sór næstur" og verður fyrst og fremst að sjá borgið lífl sinu og nauðsynjum þess. Lítur því í fljótu bragði svo út, sem fáir lift fyrir aðra. En þegar betur ,er að gáð, kemur það í ljós, að vór þurfum allir hver annars við til þess, að geta séð lífinu og nauðsynj - um þess borgið, Allir eru meðlimir mann- félagsins og lifa þar hver fyrir annan að meira eða minna leyti. Og þaðerauðsóð, að maðurinn er að vaxa upp úr því, að hver lifl fyrir sjálfan sig: hann er að fær- ast nær því takmarki, að hver bjargi sjálf- um sér til þess, að geta lifað fyrir aðra. Langt mun að vísu í land þangað til allir hugsa svo. En gloðilegt er, hve raargt bendir þó í þá átt. Pví auk þess, sem það er orðið að náttúrulögmáli, að menn geta ekki lifað án þess að vera í lögbundnum fólagskap, þar sem hver hjálpar öðrum til að sjá lífinu og nauðsynjum þess borgið, þá má svo að orði kveða, að hver einasti maður hafi sína sórstöku köllun, þar sem hann liflr fyrir aðra um leið og hann lifir fyrir sjálfan sig. Einna fegurst er köliun þeirra, sem lifa til þess, að hafa bætandi áhrif á hugsunarhátt meðbræðra sinna, kenna þeim t. a. m. betur og betur að setja sig hver í annars spor, því það, að vera „góður maður“, er að mjög miklu i) Eundur þessi var skemtifundur. „Var hann fjölsóttur og fór vel fram. Skiftust á söugvar og lestrar og öll efni vel valiu. Auk þoss var dansað. Laulc fuudinum með almennri ánægju“, segir brófritari. Eyrarhakka 11. nóvemher 1911. leyti undir því komið, að kunna vel að setja sig í annara spor íjiinum ýmsu kring- umstæðum þeirra. Dá er það líka fögur köllun að lifa til að fræða aðra, svo sjón- arsvið þeirra víkki og sálir þeirra þroskist. í þeim flokki eiu skáldsagnahöfundar. Þar er að vísu „misjafn sauður í mörgu fé“, og má varla heita ómaksins vert að lesa sumar skáldsögur. En aftur eru góðar skáldsögur einhverjar bestu bækur, og best- ar' án efa þær, sem best kenna mönnum að skilja hver annan rótt. Þess betur sem menn skilja hver annan, þess betri og heil- brigðari verður sambúð manna. fá er það enn fögur köllun, að lifa til að kenna hin- um ungu þær listir, sem nauðsynlegt er að kunna til að geta verið nýtur maður í mannfélaginu. Og þar sem menn hjálpast að því, að vinna hin daglegu nauðsynjastörf hver með öðrum og hver fyrir annan, þá gegnir hver þeirra fagurri köllun og það þess betur,sem haun vandar verk sín betur, hvaða verk sem það eru. Þáð er því öðru nær, enn að þeir sóu fáir, sem lifa fyrir aðra. Dað gera svo að segja allir, hver á sinn hátt. Ekki er samt svo að skilja, að ekfci þurfl framfarir að verða i þessu efni. Dær þurfa að verða og þær munu verða smátt og smátt, þangað til því takmarki er náð, sem að frarnan er nefnt: að hver einasti maður hafi svo kærleiksríkan hugsunarhátt, að hann vilji lifa sjálfur til þess, að geta lifað fyrir aðra; að hann vilji afla sjálfum sór efna og hæfileika einungis til þess, að geta gjört öðrum sem allramest gagn. Peg - ar sá hugsunarháttur er orðinn almennur, þá er upprunnin sönn „gullöld". Og að því takmarki á að stefna. En altaf verða líka nokkrir af meðlimum mannlegs félags, sem af ýmsum ástæðum geta ekki annað enn verið því til byrði. Um þá mun mörgum í fljótu bragði sýn- ast, að þeir lifi ekki fyrir aðra, heldur aðrir fyrir þá. feir séu mannfélaginu óþarflr. En svo er þó ekki. Fyrir utan það, að margir slíkra manna gjöra óbeinlínis gagn, sem stundum sést ekki fyr enn eftir þeirra dag, svo sem þegar fátæklingar „eiga börn útá sveitina", er oft verða seinna nýfcustu menn í mannfélaginu, og fleira mætti nefn a, sem ósjálfbjarga menn geta látið gott af sér leiða, — fyrir utan það alt og að því alveg sleptu, þá eru ósjálfbjarga menn öld- ungis nauðsynlegir innanum. í’eir, sem slíkir, hafa líka sína kölJun. Og hún er sú, að gefa lionum, sem er „mestur í heimi", hærleikanmn, færi á að æfa sig og taka framförum. Það gæti hann ekki, ef hann hefði hvergi verksvið til þess. En verksvið hans er einmitt það, að hjálpa hinum ó- sjálfbjarga bræðrum og systrum í mann- félaginu, sem á einn eða annan hátt eru þurfandi íyrir meðlíðun, hjálp og aðstoð. Þar hefir kærleikurinn verksvið. f*ar ei 23. blaft. honum ætlað að æfa sig og taka framför- um, svo hann geti að lokum gjört alt mann- félagið fagurt og farsælt. Það er nú engum vafa bundið, að tilgang- ur kvenfélagsins er einmitt þessi: að auð- sýna þeim kærleika, sem sérstaklega þurfa þess við. Gagnið, sem félagið vinnur með þessu, er ekki eingöngu innifalið í þeirri hjálp, sem það veitir hinum bágstöddu til að bæta úr ytri erfiðleikum: það eru engu síður hin góðu áhrif kærleiksverkanna, fyrst, væntanlega á hugi og hjörtu þeirra, sem hjálpina þiggja, en engu síður á hugsunar- hátt félagsins eigin meðlima. Hjá þeim verður löngunin til að ^iuðsýna kærleika þess sterkari og innilegri, sem æfingin í því verður meiri; hugsunarhátturinn verður þess fegri og betri: Ekki alt í einu, heldur smámsaman. Og jafnframt, útbreiðisi þessi fagri hugsunarháttur til annara útífrá. Svo það er óútreiknanlegt, hve mikii og bless- unarrík áhrif störf fólagsins hafa með tím- anum. Yissulega á félagið við mikla erfið - leika að stríða fyrst framanaf. Það getur ekki, vegna efnaskorts, látið eins mikið gott af sér leiða og það gjarna vildi. En góður vilji mun jafnan vinna sigur. Hann á vísa hjálp og blessun hér að ofan. Sú hjálp lætur erfiðleikana auka kraftana. Og þess sterkara traust sem félagið hefir á hinu góða málefni og á aðstoð hans, sem sjálfur er kærleikurinn og lætur geisla sinn- ar kærleikssólar endurskína í sálum barna sinna, þess meiri vissu hefir það fyrir því, að ná tilgangi sínum og að störf þess verði til meiri og meiri blessunar á ókomnum tíma. Guð blessi og styrki kvenfélagið og veri með því í öllum þess kærleiksverkum. -----0*00----- ísgeymsla til heimanotkunar. Í»VÍ var lofað í síðasta tbl. Suðurlands að drepa lítið eitt á einstök atriði greinar- innar „Framfarir í smjörgerð rjómabúanna". Yiijum vér þá fara nokkrum orðum um, hvernig hægt er að geyma ís til heimnotk- unar yfir suraartímann, en það hefir afar- mikla þýðingu fyrir smjörbúin að geta haft ís til kælingar. Vatnið verður volgt og kælir seint og illa rjómann þegar þess þarf helst með, en undir kælingunni er afarmik- ið komið. Oss er sagt, að mjög óvíða hér syðra séu ísgeymsluhús í sambandi við rjómabúin, og má það merkilegt heita. Yiljum vér í fám orðum skýta frá þvi, hvernig algengast er á Norður- og Austur- landi að geyma ís. Þar sem útræði er nokkurt, þykir sjálfsagt að hafa til ís til beitugeymslu og víða eru „ískofar" til á hverjum bæ. Far sem þéttby gðast, er, hafa menn „íshús“ í félagi. ískofar er það kall-

x

Suðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.