Suðurland - 20.01.1912, Síða 3
SUÐURLAND
133
glímumenn ungmennafélagsins á Eyrarb. að
þreyta kappglírnu við okkur í íslenzkri glímu,
laugardaginn 27. þ. m. á Stokkseyri.
Þið^skulið jákveða fjárupphæð þá *er
þið viljið leggja fram til að keppa
um, en við rnunum leggja fram að
jöfnu; væntum við þess að þið miðið það
nokkuð við þá fjárupphæð sem ákveðið var
á sameiginlegum fundi glímufélaganna s. 1.
ár, að iagt yrði fram til að keppa um á
þessu ári, en það voru 15—20 kr. af hvor-
um flokki. Annað henni viðkomandi vilj-
um við að sé að samkomulagi beggja flokka.
Við treystum því að þið verðið-við þess
ari áskorun, sem er jafnframt Iramkvæmd
þess, sem áður var búið að ákveða.
Á miðvikud. 24. þ. m. óskum við að þið
komið til viðtals við okknr, ef þið verðið
við áskoruninni sem við teljum víst.
lö/i—'12
Glímumenn U. M. F. Stokkseyrar.
OODOOOOOOOCOOOO
Verslun
Jóns Jónassonar
á Stokkseyri
kaupir við háu verði stóra
órónasjóvetlinga meðstór-
um þumlum.
Ný stlgvél á ungling í óskilum. Vitja
má til Ingvars Jónssonar á Stokkseyri.
Hálfyrði til „Áhorfanda11.
Eg ætla að byrja í sama tón og „Áhorf-
andi“. Byrja áþví,að gera jafnmörgum kunn-
ugt og hann, að „eg hlaut að brosa er eg
hafði lesið grein“ hans í síðasta „Suður-
landi“.
Hún heitir Sjónleikur þessi grein, og
sæmir það nafn henni vel. Hún sýnir ein-
mitt fádærna góða lmfileika til skriffinsku,
dómadags dómgreind til að fjalla um hluti,
sem höf. hefir ekkert vit á, og síðast en
ekki síst má tolja hina ógleymanlegu sann-
girni, er höf. virðist eiga í svo ríkulegum
mæli. Var því að furða, þótt jmér yrði að
dæmi „Áhorfanda" — „eg hlaut að brosa"
— Þetta til samans er svo fágætt — minsta
kosti á — prenti.
„Áhorfandi fjargviðrast mjög um það,
hvað Leikfélag(l) Stokkseyringa hafi orðið
hart úti, er minst var á leik þann er það
sýndi í Fjölni, og getið var um í fréttabréfi
í 31. bl. Suðurlands.
Er ekki annað hægt að sjá, en að öfund
tóm hafi knúð hann til þess að fæða af
sér þessa ritsmíð. Hann sér ofsjónum yfir
því hvað skemtanir Eyrbekkkinga hafl tek-
ist vel, og vill helst — þó með veikum
burðum sé — reyna að læða því að, að
bréfritari hafi verið svo illgjarn, að hann
hafi ekki getað unnað Leikfélaginu sannmæl-
is. En svo er hann hræddur urn, að enginn
trúi þessum getsökum, að tvær gerir hann
atrennurnar til þess að þær feutist í minni
manna, báðar jafn klauíalegar.
£að ber öllum saman um það, er leik
þennan sótt.u í Fjðlni, að lakari frammistöðu
hafi þeir aldrei séð á neinu leiksviði. Leik-
endurnir allir, utan djákninn, hörmulega
leiðinlegir. Auðséð á öllum þeirra hreyfing-
um, að þeir hefðu enga hugmynd um, hvað
þeir væru að gera. Og þó djákninn1 væri
skárstur, er þó hægt að skjóta því að hon-
um, að ef honum sé ekkert annað betur
gefið, en að leika!!, þá muni vandlifað verða
fyrir hann í þessum heimi. Sama skerið
var það, sem þeir strönduðu ailir á: gátu
ekkert orð sagt, nema að skálma fram og
aftur um leiksviðið. Þeir vissu aldrei hvað
þeir áttu að gera við hendurnar. Rysking-
arnar afar óeðlilegar. Sumir þuldu upp úr
sór eins og þeir væru að lesa á bók, eða
eins og þeir stæðu frammi fyrir sálusorg-
ara sínum á kirkjugólfi og þyldu upp úr
sér kverið. Hláturinn t. d. hjá ráðsmann-
inum var engu líkari en hljóði úr tómri
tunnu, sem slegið er á. Enda var ráðs-
maðurinn einna verstur — ef ekki lang
verstur. — Alt þetta sem talið ei var afar
óeðlilegt, líktist ekki neinu, en undir því er
alt komið, að leikendurnir kunni að hreyfa
sig — kunni að leika — og kunni bæði
að tala og hlægja eðlilega.
„Áhorfandi" segir að leikurinn „fari iram
fyrir mörgum áratugum". Fað er sat.t nema
hvað því má bæta við, að síðan hann var
fyrst sýndur, er nú liðin rúm hálf önnur
öld. Rað var árið 1748, en síðan eru rúmir
16 áratugir. Rað má vel vera, að hann
geti fundið orðum sínum: „mörgum ára-
tugurn" stað — en heldur er nú tímabilið
langt til þess, að íslenzkri tungu nægi að
þannig sé til orða tekið. — Áhorfandi segir
að leikurinn fari fram á fátækum bóndabæ,
og finst því óþarfi að útbúnaður — gerfi
og annað — sé öðruvísi en sýnt hafi ver-
ið. Þetta er nú hvorttveggja meinvitlaust,
og sýnir bezt. dómgreind höf. Fyrst og fremst
fer leikurinn ekki fram á bóndabæ, heidur
í sveitaþorpi. (Það má skjóta því að þýð-
ara, að „Landsby“ „ádönsku", þýðir þorp:
— sveitaþorp). Og einmitt vegna þess „að
leikurinn fer fram fyrir mörgum áratugum,"
hefir það mest að segja, að hann líkist sem
hest þeirri tíð, sem hann á að sýna. Og
þó að hann eigi að fara fram „á látækum
bóndabæ" (það stendur nú reyndar hvergi
í leikritinu), gera áhorfendurnir sig ekki á-
nægða með það, að í staðinn fyrir þjóðbún-
ing Dana frá miðri 18. öld, klæðist leikendur-
nir hinum og öðrum skrípabúningi eða tísku-
tildri, sem gott{l) þykir áStokkseyri!
Minsta kosti fanst það á þeim af áhorf-
endunum, sem séð hafaleikinn „á dönsku",
að þeim þóttu búningarnir hjáleitir, og illa
líkjast því er þeir hefðu áður séð. Einna
einkennilegast var þó að sjá Montanus og
unnustu hans. í Leikritinu stendur að M.
komi inn „med Hoserne ned om Benene“-
Það myndi þýða: með sokkana niðri á hæl-
um, en staðinn fyrir það hefir hann
sokkana utan yfir buxunum, og ná þeir
upp undir hné. Sýnir þetta hina ein-
stöku nákvæmni þýðarans.
Undarlegur þótti og annar búningur hans.
„Kjóll" og vesti hnept í háls upp, þótti
fara undarlega saman. — Lisbet var i þokka-
legum sunnudagafötum, sem finni eldabusk-
ur nota nú á dögum. Talsvert líkt og um
1748 suður í Danmörku! — eða hvað?
Undarlega þótti og herforinginn vera klædd-
ur. Einkennisbúningur hans var af sjóliðs-
foringja, en hann sjálfur var úr landhernum.
Ekki stendur það í leikritinu að hann eigi
að bera korða. En þýðara hefir sjálfsagt
þótt það atkvæðameira. En þeim sem séð
hafa heræfingar — og verið herraenn þar
að auki — þótti hann heilsa nokkuð ein-
kennilega. Sömuleiðis þót.ti þeim hann
ekki bera korðann hermannlega; undir hend-
inni hélt hann honum lengstum, eins og
priki sem ekkert. má á reyna, aðeins borið
upp á mont. Óvarlegt þótti það og af
herforingja að skilja korðann eftir, á með-
an hann fór út að sækja rauðu kápuna.
Áhorfandi kennir um leiksviðinu í Fjölni
hafi nokkuð verið að leiknum. Líkir hann
því við „hellisskúta". Enginn veit hvað
hann á við, rneð því. En það segja kunn-
ugir, sem sýnt hafa leiki á báðum leiksvið-
unum, að ólíkt sé rúmbetra leiksviðið í
Fjölni, heldur en á Stokkseyri, enda sást
það bezt á skálminu í leikendunum: engu
líkara en að þeir hefðu ekki hreyft sig
„mai'ga áratugi".
Áhorf. þykir það undarlegt að fundið skuli
vera að málinu. Finst að sá dæmi, er lít-
ið hafi vit á, vegna þess að hann hafi ekki
lesið þýðinguna, og þá dæmi að nokkuru
leyti blindur um lit. — Líklega finst nú
fleirum enn mér að skörin færist upp í
bekkinn, ef ekki á að vera hægt að finna
hvort mcelt mál er rétt mál eða ekki. Mikla
heimsku þarf til að halda slíku fram. Bæði
leikarar og höfundar — annarstaðar en á
Stokkseyri — hafa sjaldan um það fengist
þó áheyrendur fyndu að máli því er þeir töl-
uðu á leiksviðinu. Það hefir þótt sjálfsagt
að áheyrendur gerðu það. Á þeirri grund-
vallarreglu byggist leiklistin, að áhorfendurn-
ir dæmi, en leikendurnir ekki. Og áður
hafa engir, sem viljað hafa kallast leikarar,
verið upp úr þvi vaxnir að hlýta dómi á-
horfendanna.
Eá játar Ahorfandi í öðru veifinu, að
eitthvað muni nú hafa verið undarlegt við
málið, „fæstir leikendurnir lært orðrétt",
ekki mátt „eyða nema sem minstum tíma
til æfinga, því lítið eða ekkert er í aðra
hönd“. — En því í ósköpunum erþá Leik-
félagið !! að burðast við að sýna leik, sem
leikendurnir hafa ekki lært? Geta þeir
búist við að það gefi meira „íaðrahönd?"
Annar3 er gott að vita þetta fyrir. Leiki
félag þetta aftur, er ótrulegt að margir
hlaupi eftir leikjum þeirra, eftir slíka yfir-
lýsingu.
En hvað málið snertir, hygg eg það rangt
að drótta því að leikendunum, að þeir muni
hafa breytt um,i) Stokkseyringar hafa ekki
það verra mál, en aðrir, að þeim sé hægt
að gefa að sök verstu og vitlausustu mál-
ýskurnar, sem sagðar voru á leiksviðinu.
Rar er engum um að kenna, öðrum en þýð-
aranum. Og þó hann hafi „áður þýtt margt,
sem komið hefir fyrir almenningssjónir án
þess að vera skitið út“, þá getur málið á
þessu leikriti, sem um er rætt verið ófært,
og ekki berandi á borð. „Almenningssjón-
irnar" sem dæmdu þýðingarnar hafa líka
getað verið jafn glöggskyggnar! og Ahorf-
anda, en hann hetir þegar sýnt og sannað,
að hann hefir litla hugmynd um hvað
hann er að segja — og rita!
En þó Ahorfanda finnist „blindur dæma
um lit“, skal eg þó nefna tvö dæmi, auk
þeirra, er þegar eru nefnd, sem sanna orða-
gnótt þýðara, og hagleika hans, að gera
danskar setningar íslenzkar: „Morlille" eða
„lille Mor“, þýðir hann „litla mamma".
Hver kannast við það í islenzkri tungu?
Og hvenær segja menn það í daglegu tali?
Hefir Ahorfandi oft heyrt það, eða máske
hann hafi þannig gælt við móður sína?
„Morlille“ myndi réttast þýtt „kona góð“,
því oftast nær er það bóndinn sem þannig
ávarpar konu sina, en „lille Mor“ „góða
mamma“ eða „bezta mamma", og er það
þá gæluorð barranna. „Tale I)ansk“ eða
„tale paa Dansk“ þýðir hann blátt áfram
að „tala dönsku“. Auðvitað má segja að
það sé rétt þýtt eftir orðunum. — En ó-
viðkunnanlegt er að heyra íslendinga segja:
nú tölum við á dönsku, og svo fara þeir
að spjalla sama i á góðri! íslenzku, eftir
því sem Ahorfaudi segir. Nær hefði verið
1) Hér er ekki átt við „latínuua“, ogheldur
ckki annarstaðar i grcin þcssari, þar som minst
er á „málið“.