Suðurland


Suðurland - 07.09.1912, Blaðsíða 3

Suðurland - 07.09.1912, Blaðsíða 3
SUÐURL|AND 51 SUBURLáND kostar aðein kr. 3 árgaiigurinn sem borgist í haustkauptíð. Nýir kaup endur fá sögusöfn I. og II. árg. i kaupbæti um leið og þeir borga biaðið. Andarnefjulýsi fæst í KF Hekla. einuðu þingi. Er þess máls nánar getið á öðrum stað í blaðinu. Af lögum þeim er fram hafa geng- ið á þessu þingi, eru 7 komin frá stjórninni en 20 frá þingmönnum. Af þessum 15 frv., er stjórnin lagði fyrir þingið, hafa verið feld: í. Frv. um breyting á lögum um eftirlit með þilskipum, (efni þess tek- ið upp í lögin sem samþykt eru und jr annari fyrirsögn). 2. Frv. um heimild fyrir ráðherra til að gera samning um einkaréttar- sölu á steinolíu. (Milliþinganefndarfrv.) 3. Frv. til laga um hagfræðis- skýrslu um tóbaks innflutning (frá milliþinganefndinni). 4. Frv. til laga um útrýmingu íjárkláðans. Ekki útrædd: 1. Frv. til siglingalaga. 2. Frv. um breyting á lögum um vátrygging fyrir sjómenn. 3. Frv. til laga um viðauka við tollög. 4. Frv. um viðauka við lög um útflutningsgjald af flski og lýsi. (Samskonar frv. flutt í e. d. sem þingmannafrumvarp og samþykt af þinginu. Eingmannafrumvörp hafa 15 verið feld en 19 hafa dagað uppi. Þau sein feld hafa verið eru: 1. Eftirlit með þilskipum og véla- skipum. (Efni þess frv. að mestu tekið upp í lögin sem samþykt voru). 2. Frv. um vörugjald (faktúrutoll- ur). 3. Stjórnarskrárfrum varpið. 4. Frv. um breyting á vátrygging sjómanna. 5. Frv. um prestmötugjald til Grundarkirkju í Eyjafirði. 6. Frv. til laga um líftrygging sjómanna. 7. Um breyting á lögum nr. 60 1909. 8. Frv. til laga um breyting á fátækralögum. 9. Frv. um afnám VII. kafla í tilskipun 3. febr. 1836 (um einkarétt Kaupmannahafnarháskóla til að gefa út almanök fyrir ísland.) 10. Frv. um breyting á lögum um bann gegn botnvörpuveiðum. 11. Frv. uni viðauka við bannlög- in (undanþágu handa stjórninni til 1915). 12. Frv. um breyting á lögum um bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík (kosning borgarstjóra af kjósendum en ekki bæjarstjóra). 13. Frv. um unglingaskóla á ísa- firði. 14. Frv. um kaup og útgerð tveggja strandferðabáta. 15. Frv. um sölu á Presthólum. Dagað uppi hafa þessi frumvörp: 1. Um ráðherraeftiriaun. 2. Um vatnsveitu á Sauðárkróki (í þess stað samþykt, almenn lög um vatnsveitur í kaupstöðum). 3. Um ráðherrastefnur (fylgifrv. stjórnarskrárinnar). 4. Um breyting og viðauka á kosningalögunum. 5. Um breyting á skipun lækna- héraða (Hnappdælahérað). 6. Um varadómara í landsyfir- rétti (prófessorar háskólans sjálf- kjörnir varadómarar). 7. Um breyting á lögum um styrktarsjóði handa barnakennurum. 8. Um tollgeymslu (írestun toll- greiðslu áfengisbirgða). 9. Um leynilegar kosningar til sýslunefnda. 10. Um árgjald af verzlun og við- skiftum við útlönd. 11. og 12. Um breyting á skipun læknahéraða, (beðið um ný héruð). 13. Um breyting á lögum um sölu þjóðjarða. 14. Um nýnefni. 15. Um viðauka við tolllög (kola- tollur). 16. Um verðlag. 17. Um stimpilgjald. 18. Um hluttöku landsjóðs í ís- lensku eimskipafélagi. Þingsályktunartillögur. Þær urðu 31 alls er fram komu á þinginu, af þeim voru samþyktar: 1. Um aukið eftirlit með sildar- veiðum útlendinga fyrir Norðurlandi. 2. Um lán til að bæta jarðskjálfta- skemdir í Rangárvallasýslu. 3. Sama tillaga (tillaga flutt í báðum deildum). 4. Um meðferð fjárkláðans. 5. Um skipun siglingafróðra m anna til aðstoðar héraðsdómurum við sjó- mál. 7. Um afnám laga frá 11. júlí 1911 gegn ívilnun á tolli á hestum og kjöti frá Norðmanna hálfu. 8. Um Thoresamninginn ogstrand- ferðirnar. 9. Um skýrslur um lífsábyrgðar- félög. 10. Um ábyrgðarfélög. 11. Um verkun og sölu ullar. 12. Um Sambandsmálið. 13. Um einkasölu á steinolíu. 14. Ávarp til konungs. 15. Sama efni (flutt í báðum deild- um). Þá eru enn 3 samþyktar en ekki afgreiddar í þingsályktunarformi: 1. Um nefndarkosning til að at- huga Thoresamninginn og strandferð- irnar. 2. Um að athuga framkomin til- boð frá norsku stjórninni (um tollí- vilnun). 3. Um endurgreiðslu símkosnað- ar. Feldar Jiingsályktunartillögur: 1. Um eyðing refa. 2. Um endurteknaatkvæðagreiðslu um bannlögin. 3. Um ýms ríkisréttindi íslands. 4. Um breyting á skilyrðum fyrir styrkveitingu til búnaðarfélaga. 5. Um endurgreiðslu á tillagi til símalínu (frá Selfossi til Eyrarbakka). 6. Um fiskiveiðar fyrir Suðurlandi. (Þessum tillögum báðum vísað til stjórnarinnar samkvæmt 52 gr. þing skapanna.) 7. Um skoðun lendingar í Arnar- dal. Teknar aftur: 1. Um mótorbátahöfn á Suðureyri í Súgandafirði. 2. Um breytingu ó, kosningalög unum. Ekki útrœdd urðu alls 4, þar á meðal tiilaga um stjórnarskrármálið. Fyrirspurnir til ráðherra voru 4 alls: 1. Um geymslu áfengis í skipum á Reykjavíkurhöfn. 2. Um mælingu á Gilsfirði. 3. Um viðskiftaráðunautinn. 4. Um notkun lánsheimildar frá 1909. Rökstuddar dagskrár voru samþyktar 11 alls — flestar lítils verðar. Brúarvígslan. — 0-- Eins og áður var augiýst hér í blaðinu fór Rangárbrúaivígslan fram 31. f. m. og höfðu Rangæingar gert myndarlegar ráðstafanir til þess að sú athöfn gæti orðið bæði hátíðleg og skemtileg. Því miður varð þó lítið úr ölium viðbúnaði, því að veður var hið versta, kalsarigning allan daginn, svo þorri manna hafði sem skemsta dvöl við brúna Norðan við veginn austan við brúna var reistur ræðustóll og sjálf var brúin prýdd með sveigum og flöggum. Hátiðin hófst með því, að sýslu- maður Björgvin Vigfússon bauð menn velkomna og lýsti þvi hvað mikið á- hugamál mönnum hefði verið á að fá brúna, þótt erfltt hefði málið átt uppdráttar undanfarin ár. Bauð hann ráðherrann velkominn, bæði þangað til brúarvígslunnar og í ráðherrasætið. Þvínæst hélt ráðherra Hannes Haf- stein vígsluræðuna. Gat hann þess, að þessi stund væri sér gleðistund, sem hann mikið hefði hlakkað til að njóta að afloknum þingstörfunum, enda hefði þessi brúargerð jafnan verið sér áhugamál. Hefði hann lagt málið fyrir þingið 1909, en það þá ekki náð fram að ganga. Á þinginu 1911 hefði málið ekki verið lagt fyrir af stjórninni, en þingmennirnir þá tekið það upp, og hefði það verið samþykt það ár í fjárlögum þessa árs. Pó hefði sú fjárveiting verið lægri en áætlun, svo ekki virtust mikil iíkindi til að hún myndi hrökkva til, og því síður að afgangur yrði, svo hægt, yrði að brúa Varmadalslæk, eins og þíngið hefði heimilað. En þrátt fyrir alt, þá væri nú Rangár- brúin samt komin á, og brúin á Hróarslæk — svo hét Varmadalslækur til forna — langt komin. Að þetta náðist væri mikið að þakka dugnaði landverkfræðingsins, Jóns Þorláksson- ar. Þegar hann sá, að fjárveitingin varð of lítil til þess að kaupa fyrir brú frá útlöndum, sigldi hann síðastl. vetur og keypti smíðaáhöld handa verkstæði landsjóðs, og við það hefði sparast svo mikið fé, að kleyft hefði verið að byggja — ekki aðeins Rang- árbruna, heldur einnig að steypa brú á Hróarslæk, og samt væri nokkur afgangur af fjárveitingunni. Það ein- kennilegasta við þessa brú, og jafn- framt ef til vill það gleðilegasta væri það, að hún væri fyrsta stórbrúin hér á landi, sem væri alxslenskt smíði, ekkert útlent nema efnið — og hug- vitið. Alt járnið, meira að segja hver nagli, væri smíðaður á verkstæði landsins í Reykjavík af íslenzkum mönnum og íslendingar nefðu steypt stöplana og sett brúna upp, eins og það líka væru íslendingar, sem nú væru að steypa steinboga á Hróars- læk. Væri það gott sumarverk, sem eftir verkfræðinginn lægi, að eignast tvær svo myndarlegar dætur, Járn- gerði á Rangá og Steingeröi a Hróars- læk, Væri Járngerður nú þegar gjaf- vaxta, en Steingerður yrði það innan fárra daga. Ráðherra lýsti þvínæst brúnní í stuttu máú; hún er bygð á 4 stein- stöplum, treystum með miklu járni vegna jarðskjálftahættunnar; eru tveir þeirra landstólpar, sinn við hvorn brúarenda, en hinir tveir bygðir út í ánni, oddmyndaðir að ofan og neðan. Á þessum stöplum hvílir svo brúin, sem er úr járni, hvítmáluð með tré- gólfi, 137 álnir á lengd og jafnbreið Ölfusárbrúnni. Brúin sjálf er með c. 4 álna háum hliðum, og er það voga- stangakerfi, sem heldur brúnni á lofti milli stöplanna. Brúin er því fasta- brú, og svo sterk, að umferðin má vera ótakraörkuð um hana. Vegir eru lagðir að henni frá þjóðbrautinni beggja vegna, rúmlega 1 km. á lengd. Brúin á Hróarslæk er steinbogi steyptur — mjög fögur brú, lík þeirri á Fnjóská, og vegur að beggja vegna, allhár og ramlega gerður. Að ræðu sinni lokinní lýsti ráð- herra yfir því fyrir hönd landsstjórn- arinnar, að brúin á Rangá væri opn- uð til almenningsnota og brúin á Hróarslæk yrði það, þegar hún væri fullgerð innan fárra daga. Að lokinni vígsluræðunni, sem var snildarlega flutt, var gengið vestur yfir brúna. Klipti ráðherrafrúin sundur bandið, er brúin var lokuð með, og opnaði brúna. Að afstaðinni brúarvígslunni voru haldnar ræður; talaði séra Eggert Pálsson fyrir minni íslands og séra Skúli Skúlason fyrir minni héraðsins, og Einar Jónsson alþm. fyrir minni kvenna. Mæltist öllum ræðumönnum vel, en regnið dró mjög úr allri skemt- un. Unga fólkið skemti sér þó við dans fram eftir kvöldinu þrátt fyrir óveðrið.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.