Suðurland


Suðurland - 07.09.1912, Blaðsíða 2

Suðurland - 07.09.1912, Blaðsíða 2
50 SUÐURLAND SVEITAMENN! Munið eftir að líta inn í verzlun Áma, Eiríkssonar, Áusturstræti 6. SMT' Það margborgar sig '9Í cftrúarórápa Yið Yígslu Rangárbrúrinnar 31. ágúst 1912. Lag: Norður við heimskaut, í svalköldum sævi. Fagurt er ísland, en suðurland sveipa sólstafi fegursta’ á landinu’ eg veit, — gammvökrum jó er þar gaman að hleypa góðviðrisdag yfir broshýra sveit. Glampar á jöklanna gljáskyggða hjálma, glitklæddar hlíðar við bláfjalla sveig. Þó eru fljót þar, sem ferðarnar tálma, fallþung og búa’ yfir ísköldum geig. Rangá er fögur, — í fossum og giijum flðlustreng vatnadís brosandi gnýr, — kaldrifjuð feigðin í hringiðu-hyljum hægfara, lymsk þó und glófleti býr. — Býr sem hin fegursta kona’ yfir köldu, kviklát og viðsjál og straumbreytin á, sjá, hún er jörmunefld skorðuð við skjöldu, skal ekki mannblót að eilífu fá. Náttúran meinbægin máttugum iýtur menningar krafti á framsóknartíð, viljinn og áræðið brautirnar brýtur, brattlendur klífur, þótt hægt fari’, um síð. Hér stendur brúin sem voldugur varði viljans, er fram til hins ónumda Jands djarftækur leitar að auðsæld og arði, óðöl sér helgar hins írjálsborna manns. Svo skal um Rangárþing samhuga brúa sveitirnar allar til gengis og hags, hugum frá sérdrægni’ að samtökum snúa, safnast um Ijósmerki komandi dags, — tvístrandi þjóðhugar torfærum eyða, tengja við landið hvers hluta þess gagn, gera til sjálfstæðis brautina breiða, brúka sitt vit til að skapa sér magn. Nóg er að sinni af sjálfstæði’ í orði, sóknin þarf öruggan bakhjarl að fá. Sýnið mér efnalegt sjálfstæði’ á borði, sigrandi ókvíðnir stöndunr vér þá! Brú vor sé tákn þess að tengi oss alla trúin á drenglyndi, menning og dáð, — frelsið i dölunum dimmblárra fjalla djarfhuga verndi nú harðfylgi’ og ráð! Brúin sé vigð undir vorhugans merki, víðsýni helguð og framsóknar þrá! Vinni’ ekki jarðskjálfta-jötuninn sterki járnvörðum boga né stöplunum á. Verði hún móðurbrú veglegra brúa víðsvegar síðar um Rangárþing alt, verði’ hún oss hvöt til að vilja og trúa vaknandi þjóðhug, er kallar oss snjalt! Hvort mun ei Gunnar í hauginum fagur hughreifur brosa og kveða við raust? Vitsnilli Oddverja og atgerflbragur örfa með niðjunum metnað og traust? Rangæingsmerkið í heiðri skal hafa hvar sem því lyft er í þjóðrækni’ og trú! Berum það hátt, meðan heiðgeislar stafa hollrúnum vonar á framtíðar brú. Guðm. Guðmunilsson. kaupin, er henni það vorkunnarlaust eins og lögin eru nú, en þó væri fyrri leiðin margfalt betri. Menn hefir greint á uni það, hvort nokkuð væri yfir höfuð unt að gera útaf verðhækkun þessari, með því ekki væri kunnugt um hvernig á verðhækkuninni stæði, hún væri ef til vill almenn um heim allan, og væri þá ekkert hægt við að ráða. Um þetta ætti nú að vera hægt að fá vitneskju innan skamms, og er ekki ólíklegt að svo reynist að hækk- unin sé hvergi til nema hjá D. D. P. A. eða hjá mömmu þess Standard Oil & Co. Það er að minsta kosti kunnugt, að olíuverð í New-York fór stöðugt lækkandi alian júlímánuð og enda fram í ágúst. Síðustu fregnir segja verðið seint í júlí rúmar 12 kr. fatið, en flutningsgjald á fati frá New-York tii Reykjavikur var um miðjan ágúst- mánuð kr. 3,40. Sést nokkuð af þessu hvernig verzlun D. D. P. A. er, og ef ekkert er gert til að reyna að losa landsmenn úr klóm þess, ja, þá sannast það, að íslendingum má alt bjóða. Því má við bæta, að í slíkum efn- um reynir allmjög á dug þjóðarinnar til að varðveita sjálfstæði sitt. Því líði hún það með auðmýkt og þolin- mæði, að út.lent okurfélag sýni einum aðalatvinnuveg hennar beint banatil- ræði (af eintómri gróðafíkn) og taki eigi ráð gegn slikum ófögnuði í tíma, þá er allur sjálfstæðisgarpskapurinn meir í orði en á borði. ------o-»o^<>-- Búnaðarmálafundur. Á síðasta búnaðaiþingi var sam- þykt tillaga um það, að æskilegt væri að kennarar búnaðarskólanna, starfs- menn sambandanna og ráðunautar Búnaðarfélagsins gætu átt fundi með sér stöku sinnum. Var félagsstjórn faiið að gangast fyrir .að fyrsti fund- urinn yrðí haldinn nú í sumar. Stjórn Búnaðarféiagsins hafði nú leitað fyrir sér um þetta og hafði málið fengið góðar undirtektir; var svo fundurinn auglýstur, og fyrirfram ákveðið hvað koma skyldi þar til umræðu, og verkum skift milli nokkra þeirra er fundinn áttu að sækja, um að innleiða umræður um málin. Fundur þessi var settur af for- manni Bfl. ísl. mánudaginn 26. ág. kl. 10 árd. í húsi Búnaðarfélagsins. fessir sóttu fundinn: Alfred Christensen bóndi í Einars- nesi í Mýrasýslu, Benedikt Blöndal kennari á Eiðum, Björn Bjarnarson hreppstj. í Grafarholti fyrir Búnaðar- sambandKjalarnesþings, Eggert Briem frá Viðey, Einar Ilelgason garðyrkju- maður, Halldór Vilhjálmsson skólastj. á Hvanneyri, Hans J. Grönfeldt skóla- stjóri á Hvítárvöllum, Hermann Jóns- son fyrv. skólastj. á Hólum, Jakob Líndal ráðun. Ræktunarfél. Norðurl., Jón Hannesson frá Deildartungu fyrir Búnaðarsamb. Borgfirðinga, Jón Jón- atansson á Ásgautsstöðum fyrir Bún- aðarsamb. Suðurl., Jósef Björnsson kennari á tlólum, Metúsalem Stef- ánsson skólastj. á Eiðum, Pál) Zóp- hóníasson kennari á Hvanneyri, Sig. Sigurðsson ráðunautur, Sig. Sigurðs- son skólastj. á Hólum, Sig. Sigurðs son kennari á Hóiuin, Sig. Stefáns- son prestur í Vigur form. Búnaðar- sambands Vestfjarða. Fundarstjóri var kosinn Jósef Björns- son, en skrifarar Einar Helgason og Sig. Sigurðsson kennari á Hólum. Auk þess var ráðinn skrifari til að rita ágrip af umræðum og hlaut Pétur Zóphóníasson þann stara. Fundur þessi stóð yfir til föstu- dagskvölds, og var tíminn notaður vel. Stóðu fundir yfir flesta dagana frá kí. 8 árd. til kl. 8—9 síðd. með 2—3 tíma frátöf til máltíða. Á málaskrá þeirri, er samin var fyrir fundinn, voru 10 mál, voru 8 af þeim rædd. Fundurínn fór hið besta fram, um- ræður fjörugar og tóku flestallir fund- armenn þátt f þeim. Bar þar margt á góma og mun það hafa verið sam- huga álit fundarmanna, að fundurinn hafi orðið þeim til talsverðra nota. Síðari hluta dags á fimtudaginn fóru fundarmenn 14 saman skemtj- för til Viðeyjar á vélabát. Var litið á búskaparframkvæmdir og jarðrækt- ina þar í Viðey; var þó tíminn helst til stuttur. Eitt af því er nýstálegast þótti þar að sjá, var graðhestur nokkur, er þangað hefir keyptur verið, og af- kvæmi hans 3, veturgömul. Er hest- urinn föngulegasti og tryppin munu vænni en venjulega gerist, einkum eitt þeirra. Þetta sama kvöld hafði stjórn Búnaðarfélagsins boðið fundarmönn- um til kveldverðar í Iðnó. Var þar setið saman lengi kvelds og var þar glatt á hjalla, ræðuhöld mikil, söng- ur og rímnakveðskapur. Fóru allir ánægðir heim með þakklæti til Bún- aðarfélagsins fyrir kvöldið. Dagskrár fundarins verða birtar í næsta blaði, og verður þá um leið getið þess er á fundinum gerðist. Frá alþingi. 27 eru þau talsins lagafrumvörpin frá þinginu er samþykt hafa verið, eru 5 þeirra ótalin í upptalningu þeirri er birt var í síðasta blaði. 3 þeirra eru svo smávægileg sem mest má verða: lög um söiu á eggjum eftii þyngd, lög um stækkun verzl- unarlóðar á Flateyri og í Norðfirði. fá eru tvenn lög er samþykt voru rétt fyrir þingslit: lög um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra, og lög um einkasöluheimild lands- stjórnarinnar á steinolíu. Lögin um eftirlit með skipum og bátum, eru samsteypa úr stjórnar- frumvörpum þeim, er lögð voru fyrir þingið um þetta efni og frumvarpi um eftirlit með þilskipum og véla- skipum, er flutt var í neðri deild og samþykt þar. Eru lög þessi ein hin merkustu frá þessu þingi, og ætti að mega vænta verulegs árangurs af þeim et þeim verður framfylgt svo sem vera ber. Verða lög þessi birt hór í blaðinu. Steinolíufrumvarpið var samþykt í neðri deild nokkrum minútum áður en þingslitafundur var settur í sam-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.