Suðurland


Suðurland - 07.09.1912, Blaðsíða 1

Suðurland - 07.09.1912, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála III. árg Eyrarbakka 7. september 1912. Nr. 1B. Landsímastöðin á Eyrarbakka er opin frá kl. 8^/3— 2. og 3Va—8 á virkurn dögum. A helgum dögum frá kl. 10—12 f. hd. og 4—7 e. hd. Einkasfminn er opinn á sama tíma. Sparisjóður Árnessýslu er opinn hvern virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út hækur á sunnudögum frá kl. 9—10. f. hd. Steinolíukúgimin. Meðferð málsins á þingi, Steinolufélagið danska, er hér tók sér bólfestu fyri'r nokkrum árum, hefir nú náð hér bráðum fullum ein- okunartökum á allri steinolíuverz'.lun. Þetta félag, D. D. P. A., Ojað þýðir á Reykjavíkurmáli: „Danskur Djöfull Pinir Almúgann",) ætlar sér nú að neyta þess, hve mikiíli fótfestu það heflr náð hér. Með útlent auðváld að bakhjalli, ætlar þáð sér nú að kúga landsmenn til að kaupa olíuna með því verði sem þvi þóknast að setja á hana. Á undanförnum árum heflr félag þetta selt olíuna alldýrt, en nú tók þó útyfir, er það auglýsti 5 kr. hækk- un á fati hverju, og gaf í skyn, að öðru eins eða jafnvel meiru yrði við bætt innan skams; það var að vísu ekki tilkynt opinberlega, en tals- vert sennilegar líkur hafa verið fyrir því færðar, að þetta hafl verið ætlun félagsins. Þessar fregnir munu almenningi hafa þótt illar, og er, eigi að furða þótt svo væri. Virtist mörgum ein- sætt, að fyrst verðhækkun þessi varð kunn á meðan þing stóð yflr, að það tæki hér í taumana, og setti einhver takmörk fyrir yflrgangi félags þessa, að minsta kosti að það gerði alvarlega tilraun til úrræða gegn þessari ósvífnu kúgun olíufélagsins. Skiftar voru þó skoðanirnar á þing- inu um það hvort ástæða væri til afskifta þess um þetta, og þá eigi síður um hitt, hverja leið skyldi fara í málinu. Þegar verðhækkunin varð kunn, vildu ýmsir þingmenn taka frumvarp milliþinganefndarinnar, er þá lá hjá skattamálanefnd neðri deildar („ílát- inu"). Vár nefnd sú ófús á að láta það frumvarp koma fram. Loks kom það þó til umræðu í deildinni, en var þá felt. Vat það gert með svo- hljóðandi röksíuddri dagskrá: „Deildin treystir því, að landstjórn- in flnni, ef á þarf að halda, útvegi til þess að birgja landið með stein- olíú, gögn viðnnanlegu verði, svó sem með því, tyrir miiligöngu bankanna, 'að stuðla áð stófnun innlends félags til steinolíukaupa, eftir átvikum, með þáttöku af hendi landsjóðs eftir föng- um, og tekur deildin því fyrir næsta mál á dagskrá." Eins og allir sjá, sem þetta lesa, er þessi rökstudda dagskrá ekki ann- að en tilraun til að eyða málinu, og varla getur þeim er hana samþyktu, hafa blandast Iiugur um það, að hún var með öllu gagnslaus. Þeir vildu varpa allri sinni áhyggju upp á stjórn- ina, þóttust treysta henni til að flnna úrræði sem þeir sjálfir ekki sáu, eða bentu henni á úrræði sem með engu móti gátu að haldi komið. Þetta mun og ýmsum hafa orðið Ijóst bráðlega, því rétt á eftir flytja þeir Jón Ólafsson, Eggert Pálsson og Bjarni frá Vogi frumvarp um einka- söluheimild landstjórnarinnar á stein- olíu. Var frumvarp það þó spor í rétta átt, þó gallað væri að ýmsu leyti. Um þetta frumvarp urðu allsnarp- ar umræður í neðri deild, og sýndist sitt hverjum. Valtýr Guðmundsson vildi láta landstjórnina útvega stein- olíu eftir pöntúnum frá bæjar- og sveitarstjórnum; 'flutti hann breyt- ingaítillögur við frumvarpið þess efnis, en fáum virtist þær vænlegar, og voru þær felcíar. Þá vildi Björn Kristjánsson breyta frumvarpinu á þá leið að Landsbank- inn fengi einkasöluréttindi á stein oliu. Hafði hann reyndar lýst því yflr daginn áour, að hann væri mót- fallinn allri einkasölu útlendri sem innlendri, í hverri mynd sem væri, jafnvel landseinkasölu. En nú vildi; hann þó fá einkasölu handa bankan- um. Sá böggull fylgdi því skammrifl, að stofna skyldi 3ja bankastjóraem- bættið við Landsbankann með 5000 kr. launum. Átti sá víst að heita steinolíu-bankastjóri. Pess er vert að geta almenningii til athugunar, að bankastjóri Lands-| bankans gat þess í ræðu sinni, að| það sem þyrfti til að ráða bót á, þessum steinolíuvandræðum — sem hann reyndar efaðist um að væru nokkuð alvarleg — væri verzl- unarþekking og peningar, og þetta hvorttveggja væri nóg hjá Lands- bankanum. Sumir hafa nú þótst verða þess varir, að Landsbankinn hafl haft of lítið fé, örðugt að fá þar lán, og allra helst í peningum. Er því almenn- ingi þart að fá að vita það, að Lands- bankinn hefir nóg fé, og ætti því þangað að vera örugt að leita fyrir þá er lán þurfa að fá. Þessi Landsbanka steinoliueinkasaia fékk harla lítinn byr, greiddi henni enginn atkvæði nema flutningsmaður sjálfur. Yar svo frumvarpið samþykt i deildinni, með þeirri breytingu þó, að lögin skyidu aðeins gilda til árs- loka 1913, en með því vaið frv. gagns- laust með öllu, eins og bersýnilegt er hverjum manni, og þarf eigi að leiða rök að því. . í efri deild átti frv. þannig lagað dauðann vísan. Kom það þar á dagskrá á laugardaginn 24. ág. kl. 5 síðdegis. Á þeim fundi var samþykt þingsályktunartillaga um að skora á landsstjórnina að undirbúa einkasölu, helst lundseinkasölu á steinolíu fyrir næsta þing. Frv. var þá til 1. umræðu, en þó voru þá þegar komnar fram breyt- ingartillögur þess efnis, að stjórnin mætti fela einstökum mönnum eða hlutafélögum innlendum að standa fyrir kaupum og sölu á olíunni. Skyldi hún einnig mega framselja í þeirra hendur heimild sína og einka rétt til oliuinnflutnings eftir lögum þessum með nánari skilyrðum, þó eigi til lengri tíma en 3ja ára. Enn- fremur var þar lagt til að takmörk- unin á gildi laganna félli burt. Breytingaitillögur þessar fluttu þeir Jón Jónatansson, Jósef Björnsson, Einar Jónsson þm. N. M. og Björn Þorláksson. Yar frv. vísað til 2. umræðu með 7 atkv. móti 1, en aftur varð þjark nokkurt um hvort fund ekyldi halda aftur til að sjá hverjar undirtektir breytingartillögurnar fengi. Varð sá endirinn, að eigi skyldi fund halda í deiidinni fyr en kl. 11 á mánudag, en það var hálfri stundu fyrir þing- slit; var því auðséð að með þessu móti var málinu eyt.t. Likaði þeim illa er koma vildu málinu fram, og á sunnudaginn tókst að kippa þessu í lag. Yar fundur haldinn í efri deild kl. 9 á mánudagsmorgni; voru þá breytingartillögurnar samþyktar, þó með þeirri breytingu, að sett voru 5 ár í staðinn fyrir 3. Var málinu síðan vísað til 3. umræðu, fundur settur aftur eftir fáar mínút- ur og frv. þá samþykt og afgreitt til neðri deildar. Þar var fundur settur kl. 10'/2 t- m. og málið tekið á dagskrá. (Var þessi meðferð þess öll í báðum deildum gerð með af- brigðum frá þingsköpunum.) Eú brá svo kynlega við, að sumir fylgismenn frumvarps þessa í neðri deild vildu ekki við það kannast í nýju fötunum, lagðist Bjarni frá Vogi mjög á móti því, og þá eigi síður þeir B. Kr. og L. H. B. Töldu þeir hið mesta glapræði að stjórninni skyldi vera heimilað að veita einka- sölurétt innlendu hlutafélagi. Sögðu þeir að slíkt innlent félag yrði aðeins leppur fyrir D. D. P. A. og fleira þessháttar. Eru þessi ummæli kát- leg af hálfu þeirra manna, er sam- þykt höfðu fyrir 2 dögum þessarök- studdu dagskrá, sem getið er hér að framan, þar sem þMr vilja láta stjórn- ina og bankana stuðla að myndun innlends félags. Ef nokkuð átti að vera meint, með þessari i'ökstuddu dagskrá, hefði þeim átt að falla þessi breyting efri deildar á frumvarpinu vel í geð. Því það er öllum aug- ljóst að óyndisúrræði er það að stofna innlent félag tií olíukaupa, án þess Orðsending til kaupmanna og kaupenda Suðurlands í Reykjavík. Herra verzlunarm. Ólafur Gislason, Thorsteinsonsverzlun Liverpool tekur á móti auglýsingum og veitir möttóku borgun fyrir blaðið. Eru menn í Reykjavík og grend því vinsamlegast beðnir um að snúa sér til hans með alt er að því lýtur. Munið eftir að auglýsa í Suðurlandi fyrir haustkauptíðina! að það gæti fengið einkasölu, því einungis á þann hátt er hægt að úti- loka D. D. P. A. er að öðrum kosti hefði tljótt gereyðilagt hvert innlent félag er reynt hefði að keppa við það. Þrátt fyrir öll andmæli var nú frv. samþykt óbreytt eins og það kom frá efri deild með 13 atkv. gegn 9. Aðeins 1 hinna upphaflegu flutn- ingsmanna, Eggert Pálsson greiddi atkv. með því, Bjarni greiddi atkv. á móti, en J. Ól. lét telja sig með meiri hlutanum. Það verður að teljast vel farið að það hepnaðist að þinginu var ekki slitið svo að ekki væri gerð tilraun til úrræða útaf vandræðum þessum, endá hefði slíkt varlá getað talist vansalaust fyrir þingið. Hver verður nú árangurinn af þess- um lögum? munu menn spyrja. Um það skal ekki miklu spáð, en óhætt mun að fullyrða það, að með lögun- um er gert fyrir meiri hækkun en þegar er orðin, og er það þó betra en ekki. Forstjóri D. D. P. A. í Reykjavik vildi reyndar bera á móti því að meiri hækkun hefði verið í vændum, en trúi því hver sem nógu trúgjarn er til þess. En hitt furðar engán, þó hann léti lítt yfir væntanlegri meiri hækkun er hann sá að þingið mundi ætla að láta málið til sín taka. Og sé mönnum nú nokkur alvara með að reyna innlend samtök eða félagsstofnun til varnar gegn þessari dönsku fordæðu D. D. P. A., þá er nú með lögum þessum allvel í garð- inn búið. Ætti nú stjórnin og bank- arnir að beita sér fyrir þeim sam- tökum. Að stofnað verði innlent félag, örugt og heilbrigt, er fengið gæti eiukasölu samkvæmt þessum lögum, væri besta ráðið. Hvort það tekst eða ekki er ekki gott að segja, en nú gefur að likindum raun vitni um það, hve mikil alvara hefir fylgt máli þeirra, er uni slíkan félagsskap hafa talað, Verði ekkert úr neinni félagsstofn- un, getur stjórnin sjálf ráðist í oliu-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.