Suðurland


Suðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 2

Suðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 2
86 SUÐURLAND tekur fram í skýrslunni, „við endur- bætt húsakynni og aukin sófn“. Smíðakenslu á að koma á fót á Hólum á næsta vetri. Sú kensla er alveg bráðnauðsynleg við bændaskól- ana, og þarf þegar hún kemst á, að vera í höndum vel hæfra manna. Það er ekki laust við að það sé að leggjast niður að menn séu „búhagir", að minnsta kosti er aitof mikið keypt af öðrum, það er bændur ættu sjálflr að geta smíðað, og á þessu ætti að verða ráðin nokkur bót smámsaman með smíðakenslu á bændaskólunum. Að síðustu viljum vér tilfæra hér niðuriagsorð Sigurðar skólastjóra í skýrslu , ^sari, hann segir svo: „Notið tækifærið, ungu menn, sem ætlið að gera framleiðslustörf sveitanna að lífs- starfi ykkar. Skólinn er gerður og kostaður ykkar vegna. Hann á að veita ykkur það sem þið þurfið mest á að halda í lífinu: þekking og skiln- ing á starfi ykkar, áhuga á því og trú, og auk þess almennan þroska, sem gerir sérhvern mann færari til að lifa og starfa sem nýtur maður fyrir sjálfan sig og þjóð sína.“ Þessi orð ættu ungir sveitapiltar að festa sér í minni og nota sór kensluna sem í boði er, hvort sem þeir eru Sunnlendingar eða Norðlendingar, og hvort sem þeir, er til kemur, vilja heídur fara að Hvanneyri eða Hólum. - ; i ---- ■ ----- Ur L.oðmundarfirði. Pað fara ekki miklar sögur af Loð- mundarfirði; sveitin er ekki stór, ein 8 eða 9. býli, kringum iítinn fjörð og fjöllum lukt. En þeir fjarðarbúar vita sínu viti og lifa sínu lífi eins auðugu og maig- ir aðrir. Enginn mun þar vera sveit- arómaginn, og allir bjargast á oigin spitur, enda eru þess ekki dæmi að þar hafi orðið heylaust þó vorhart hafi orðið. Fræðslumál þessa hrepps eiga góða framtíð. Þar var stofnað félag 1. jan. 1880 í þeim tilgangi, „að safna fé, er á sínum tíma verði varið til efl ingar mentun æskulýðsins í Loðmund- arfirði." Sjóður var stofnaður með 382 kr. 72 au. innlagt í Söfnunarsjóð. Nú er sá sjóður um 1700 kr. En þegar hann var orðinn 1000 kr., voru samkvæmtfyrirmælum stofnenda tekn- ar af honum 100 kr., og skal sú upphæð aukast með vöxtum og vaxta- vöxtum þangaðtil hún er orðin 100000 — eit! iundrað þúsund — krónur. Pá. vex hún ekki meir, en vöxtunum eftir það varið til mentunar börnum og unglingum í Loðmundarfirði. Ofanprentuð grein er tekin eftir Skólablaðinu frá 1. sept., er þess þar getið, að blaðið muni síðar flytja ítar- legri skýrslu um þessa merkilegu sjóð- stofnun. Eftirdæmi þessarar fámennu af- skekktu sveitar er sannarlega íhug- unar og eftirbreytnisvert. F.inkasala á stciiiolía er víðar á dagskrá en hór. Iiið þýzka „Zentralverband fur Handel und Gesserbe“ hefir hreift þeirri uppá- stungu að steinolíuverzlun öll á fýzkalandi yrði lögð undir umsjón ríkisins, eða ríkið tæki að sór einka- sölu á olíunni. Þykir þeim sem verzlunaraðferð Standard Olíufólags ins og dilkfélaga þess só hættuleg þýzkri olíuverzlun. Hjá Norðmönnum er og ríkiseinka- sala á steinolíu að komast á dagskrá. Þeir hafa orðið fyrír þungum búsifjum af olíufélögunum eins og vór. Fyr- verandí forsætisráðherra Konov lýsti því yfir nýlega, að engin önnur úrræði væri tiltækileg gegn einokun fólaganna en ríkiseinokun, og taldi hann nauð- synlegt að Norðmenn leituðu sam- komulags eða. samtaka við önnur ríki, um að stöðva yfirgang félag- anna með þessu móti. ur er maður víðlesinn og fjölfróður, og efni það, er hann tékur til með- ferðar í þessum fyrirlestrum sínum, er vel valið, nyt.samur fróðleikur og hollar og heilbrigðar skoðanir. Er hann maður mjög vel til fallinn starfs þessa, er hann hefir á hendi fyrir ungmennafólögin, og mun hvervetna bykja góður gestur. Hóðan fór Guðmundur áleiðis aust- ur í Skaftafellssýslu. Hitfregri. Fróðleiksmolar vir landhagsskýrslunum 1911. —o— Sparisjóðir. Árið 1910 telst svo til að fjórði hver maður eigi fé í sparisjóði, um aldamótin var það ekki nema áttundi hver maður og árið 1890 aðeins 20. hver maður. Innstæðueigendur eru árið 1910, 24,172 og nemur inneignin alls 6,262.060 kr. Innlög í sparisjóði urðu á árinu 1910 5,400,865 kr., on útborguð innlög á sama ári 4,669,110 kr. Á 20 árum, frá 1890 til 1910 hefir inneign manna í sparisjóðum sjöfaldast. Síðan 1875 hafa landsmenn lagt upp — í sparisjóðum — á hverjum 5 árum: 1875—80 1880—85 1885 — 90 1890—’OO 1900—1905 1905-1910 100 þús. kr. 200 þús. — 300 þús. — 300 þús. — 1800 þús. — 2 milj. 300 þús. kr. Fyrir 25 árum síðan þurftu menn því jafnlangan tima til að leggja upp 200,000 eins og nú 2 milj. Eftir landshlutum skiftist inneign landsmanna í sparisjóðum þannig: Reykjavík 4,137,800 Suðurland 626,900 Vesturland 689,300 Norðurland 637,800 Austurland 170,200 Alls eru á landinu árið 1910 33 sparisjóðir. Ellistyrktarsjóðir. Höfuðstóll þeirra í Söfnunarsjóði íölands var iárslok 1911 kr. 206,441,11. Innlög á því ári urðu 22,688,00 kr. Guðmundur Hjaltason ílutti 2 fyrirlestra á Stokkseyrí 3. þ. m. Efni þeirra var: Jón biskup Vídalín og „Stjörnudýrðin“. Fyrirlestrarnir voru vel sóttir, enda voru þeir vel þess verðir, ekki síst hinn síðari. Var hann mjög fróð- legur og skemtilegur, og þó efnið væri nokkuð strembið og fyrir ofan það sem almenningur hugsar um dag- lega, var þó auðséð á áheyrendunum að þeir fylgdust vel með og fanst mikið um. Peir eru líklega ekki margir íslensku alþýðumennirnir sem leika það eftir Guðmundi Hjaltasyni að faia svo með þetta efni sem hann gerði, eða eru honum þar jafnfróðir. Guðmund- Guðm. Davíðsson: Skóg- ræktarrit. Gefið út af Sam- bandi U. M. F. í. Vegna fjarveru ritstj. hefir því mið ur dregist of lengi að geta rits þessa, en ritið á það fyllilega skilið að vak- in sé athygli á því. það er eitt þeira rita er eiga að komast inn á hvert heimili. Kverið er vel skrifað, brennandi áhugi fyrir skógræktarmálinu skín út úr hverri línu, og það er sannarlega orð í t,ím3 talað að benda almenn ingi jafn rækilega og þar er gert á afl9iðingarnar af einni hinni verstu erfðasynd þessarar þjóðar — ræktar- leysi við landið og skorti á umhyggju- semi fyrir hag eftúkomendanna. En þetta hefir hvergi komið átakanlegar í Ijós en í meðferðinni á skógum landsins. Nií er samt hugsunarhátt- urinn að breytast til bóta. Löngun- in til að friða og græða er að þró- ast, en vanþekkingin hefir næst um kæft hana í fæðingunni, leiðbeiningar hefir vantað og er því með riti þessu bætt úr brýnni þörf. Leiðbeiningar þær er ritið flytur, eru skýrar og góðar yfirleitt, það sem þær ná, hefði þó þurft að vera nokkru ýtarlegri um trjárækt í smærri stíl. Hflst til lítt gætirí ritinu þeirrar litlu reynslu sem þegar er fengin hér, og ef til vill fulldjarft fullyrt um sumar þær tegundir er nefndar eru, að þær geti þrifist hér, en í slíkum ritum þarf að reyna að varast sem mest alt það, er valdið getur vonbrigðum. Dó eru varla svo mikil brögð að þessu, að koma þurfi að sök. Einn er sá kafli í ritinu, er allir ættu að lesa vandlega, og það er kafl- inn um græðireiti. Vakni viljinn og löngunin hjá almenningi til þess að reyna sjálfur að ala upp plöntur af fræi heima hjá sér, sem eflaust má oftast vel takast ef fylgt er þeim reglum sem fyrir þessu eru settar í ritinu — þá er ef' til vill einmitt með þvi stigið eitt stærsta sporið í umbótaáttina fyrir skógræktarmálið. Trjárækt hepnast hér ekki nema stunduð sé af mest.u alúðognákvæmni, og þetta læra menn best á græði reitum, og það þó smáir séu. Annars skal ekki frekar farið útí efni rits þessa hér. Þökk sé höfundi og útgefanda fyrir það. Suðurland vill mæla hið besta með í itinu, ættu sem flestir að kaupa það, lesa það vandlega og umfram alt reyna sjálfir að fást dálítið við trjáræktina sam- kvæmt þeim leiðbeiningum er í íit- inu finnast. Tíu söuglög fyrir fjórar karlmaunaraddir. Friðrik Bjarnason safnaði og gaf út. Khöfn 1912. Verð 50 aur. Bók þessi er ekki mikil fyrirferðar, aðeins 10 lög. Þó mun hún verða kær komin þeim, er við sðng fást og ekki eiga úrval útlendra bóka. Lögin eru flest hæg meðferðar og öll mjög alþýðleg, standa lika i alþýð- legum söngbókum útlendum. Þetta safn stefnir beint til söngfélaga og ungmennafélaga, og ætti að verða þeim aufúsugestur. Tvö fyrstu lögin hafa verið mikið sungin, og eru altaf sem ný þar sem fjör er á lerðum. Þá spillir ekki 6. lagið kostunum. Hvað mundu ungmennafélögin segja um að reyna að hita sér á því? Ljómandi fallegt er og 4. lagið, og textinn ekki síður (Heill þér fold). Hin önnur lögin eru flest bæði þýð og fögur og sum ágæt. Siðasta lagið er eitthvað einrænt og er kallað íslenskt. Hvaða heimild er fyrir því? Pappír og prentun er í besta lagi ogbrotið hentugt. Skal svo ekki frekar um safnið dæmt, best að eignast það, nota það og dæma svo sjálfur. X SíÓusíu fréííir. Vilson kosinn forseti í Bandaríkjun- um með yfir 400 atkv.; Rosevelt fékk 112, en Taft 15. Stríðið. Sambandsmenn vinna hvern sigurinn á fætur öðrum, eru þegar fnrnir að nálgast Konstantinopel. Stórveldin hafa sent herskip austur aðallega til þess að vernda kristna menn. Tyrkir hafa beðið stórveldin að stilla til fríðar, en fengið afsvar. Alt útlit er á að Tyrkir verði sigr- aðir, en hvernig sá mikli skiftafund- ur fer, sem þá verður haldinn, er óvíst. Tangsverslun í Stykkishólmi er brunnin til kaldra kola. Sagt er að afturkippur sé kominn í konungskomuna næsta sumar. Mannalát. Jón Arnason dbrm. í Þorlákshöfn andaðist að heimili sinu 4. þ. m., 77 ára að aldri. Yerður þessa góðkunna merkismanns nánar minst í næsta blaði. Jarðarförin fer fram 16. þ. m. Páll Gíslason, sonur Gísla bónda Pálssonar í Kakkarhjáleigu í Stokks- eyrarhreppi, andaðist á Landakots- spítala 29. f. m., fæddur 1. nóv. 1895. Mesti efnispiltur. Hafði legið veikur siðan viku fyrir sumar í vor, en var fluttur 8. júní á spítalann. Dáin er 30. f. m. ekkjan Guðriður Sœmundsdóttir að Foki í Hraunshverfi, eftir tveggja máuaða legu. Hún var við 79 ára gömul. f gærmorgun kl. ö1/^ lést á Vifílstaða- hæli Kristinn bóndi Guðmundsson frá Miðengi í Grímsnesi, eftir langa legu. Hans verður nánar minst í blaðinu siðar. -----o««o<*o--- Nýr rafmagnsgeymir. Norska blaðið „Gula Tidend" frá 7. þ. m. getur þess að Edison hafi nú lokið

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.