Suðurland


Suðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 3

Suðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 3
SUÐURLA'ND 87 viö uppfunding þá er hann hefir lengi verið að fást við, að búa til raf- magnsgeymi ódýrari og handhægri en þá, er nú tíðkast. Þessi geymir reynist hálfu ódýrari en þeir, sem nú eru notaðir. Annars er fiéttin mjög lausleg. En þetta atriði er mjög svo eftirtektaveit, því notkun rafmagns í sveitum hór á landl, frá fossunum okkar mundi geta oiðið miklu meiri — ef hún annars verður nokkur — ef það tekst að leysa þessa þraut vel og fá ódýrari og handhægari raf magnsgeymi. íslenzkir sagnaþættir. Eftir dbrm. Brynjúlf Jónsson fiá Minna Núpi. III. þáttur. Af Þórunni Siguróardóttur. —:o:— Framh. 22. Helgi Helgason, bræðrungur Þór- unnar, bjó á Lambastöðum í (tarði. Kona hans-var Steinunn (tísladóttir, ættuð úr Garðinum. Hún var „þétt í lund“ og þó góð kona. Hclgi var aldavinur sóra Sig- urðar B. Sívertsens á Utskálum : var ávalt fylgdarmaður hans til útkirkna og annað er hann fór. Og þegav messað var á Ut- skálum, fengu þau Lambastaðahjún ávalt kaffi eftir messu. Og margt fór þar vin- samlegt í milli. Helgi fékst við dýra- lækningar og hepnaðist oft vel. Yarliaus leitað í þeim tilfellum er stórgripir veikt- ust, bæði frá Utskálum og öðrum bæjum þar nærlendis. Hanu var selaskytta. Og eitt sinn skaut hann sel á þeim steð, er prestur taldi að sér bæri landhlutur af. Reikningseyðublöð af mörgum stærðum fást á Prentsmiðju Suðurlands. ooooooooooooo Gat lrann þeBs við Helga. En það kom Helga á óvart, og þótti það lýsa minni vinsemd en hanu bjóst við, er prestur færi fram á slikt við hann. Og borgaði hann eigi laudhlutinn. l’að þótti presti eigi vinsamlegt., og gerðist af þessu fæð mikil milli þeirra. Nú var Helga eigi leitað, þó stórgripir veiktust á Utskálum, og nú komu þau Lambastaðahjón aldrei inn í bæ á Útskálum eftir messu, I’annig stóð um hríð. Þórunn vissi þetta og hafði skapraun af. Og þar kom, að hún þóttist eigi geta borið það lengur. Fór hún á fund þeirra Útskálahjóna, og tjáði þeim, hve illa það væri farið, ef fæð sú héldist. Prestur svarar: ,,Eg er hinn sami og eg var, bara ef þau Lambastaðahjón geta lægt svo lundina, að koma inn hjá mér eftir messu, eins og þau gerðu áður. Land- hlutinn úr selnum ætlaði eg aldrei að 1 heimta, þó eg nefndi hann." Þóruim bað leyfis að mega segja Helga þetta og var það auðsætt. En kona prests sagðist mest óttast það, að Steinunn á Lamba- stöðum ætti bágt með að jafna sig. Þór- unn kvaðst vilja royna. Fór hún að Lambastöðum, fann Helga einslega og tjáði honum, að hún þyldi ekki að vita hann í óvild við séra Sigurð. „Eg er nú hinn sami og eg var,“ segir Helgi, „ef prestur væri eins og hann var.“ ,,Má eg segja honum það?“ spyr hún. „Komdu inn fyrst,“ segir hann, „og talaðu við kon- una mína.“ Þau fóru inn bæði. Helgi mælti við konu sína: „Það er skrítið er- indið hennar Þórunnar frænku núna, hún STOKKSEYRI HAEYRI. **u***unn***ux***nM*u**uunn yill gera okkur séra Sigurð að vinum aft- ur.“ „Það held eg verði nú hægra að segja en gera,“ sagði Steinunn. „Hvað heldurðu að helst standi í veginum?“ spurði Þórunn. „Prestur getur víst ekki lægt lundina,11 segir Steinunn. „Það verðum við að reyna,“ segir Þórunn. „Yiljið þið gera það fyrir bænarstað minn, að koma inn á Útskálum eftir messu á sunnudaginn kemur, eins og vani ykkar var, og sjá hvernig fer ?“ Helgi tók þessu vel, en Steinunn var lengi treg til að lofa því. Þó lét. liún tilleiðast um síðir. Og þá sagði Þórunn þeim, að hún hefði talað við tit- skálahjóuin, og að þau vildi bjartansfegin endurnýja forna vináttu. En á landhlut- Regnliattur, svartur, fauk nýlega hér á götunni. Skilist í prentsmiðj- una. inn mundi aldrei verða minst framar. Er það eigi að orðlengja, að næsta sunnudag eftir messu fóru þau hjón inn í stofu á Utskálum, eins og fyr var venja þeirra. Var þeim tekið eins og ekki hefði í orðið. Tókst nú aftur vinfengi milli séra Sigurð- ar og Helga, jafngott og fyrri var, og stóð það meðan þeir lifðu báðir. (Framh.). yetrarinaður óskast, heizt strax á sveitaheimili, helst unglingsmaður reglusamur. Upplýsingar í prentsmiðju Suðurlands. í haust var mér dregið mórautt hrúilamb sem egáekki; það er með minu rnarki: sneiðrifað framan hægra, heí’ t ð vinstra. Hæli 7. nóv. 1912, Oddur Þórðarson, Svipa silfurbúin, merkt, fanSt framailega á Breiðumýri. Eigandi vitji í Prentsmiðjuna og borgi þessa augiýsingu. 34 31 Látum okkur gá að hvernig málinu er varið. Eg veit að eg á Vön á hárri sekt ef lögunum er fylgt, og þér gerið alt upptækt. En það getið þér ekki gert án votta". „Þá get eg fljótt fengið", svaraði sýslumaður. „Ekki er það nú alveg víst“, svaraðí Láki. Héðan er meir en míla tíl næstu bæja, meðan þér farið þangað til að sækja votfana þá kveiki eg í öllum tækjum mínum hérna, og þegar þér komið attur finnið þér ekkert nema öskuna, því það sem ekki brennur get eg auðveldlega falið þar sem það aldrei finst,“. „Þú vogar þér þó ekki að framkvæma hótanir þinar" svaraði sýslumaður. Það yiði þér of dýrt, því þá skyldi eg líka kæra þig fyrir brennuna". „Sýslumaðurinn er ærið fljótfær í ályktunum sínum. Til hvers er að ákæra þegar ekkert verður sannað, mitt nei er jafngott sem yðar já. Enginn getur bonð vitni um að eg hafi bruggað brennivín, og svo heimskur er eg ekki, að eg fari sjálfur að meðganga það. Eg hlýt þvi að sleppa. Alt skal hverfa undireins og þér hreifið yður héðan, og þér háfið ekkert upp úr krafsinu, ef þér ekki að- hyllist uppástungur mínar. Eg þarf ekkert áð borga, en samt er eg fús á að greiða sýslumanninum 50 dali fyrir ómakið, og það er sannarlegt sæmdarboð". Sýslumaður réð sér ekki fyrir reiði og gremju, hann sá, að Láki hafði alveg rétt fyrir sér, og sá að hann gat ekkert frekar gert að þessu sinni. Hann sætti sig því við að taka tilboði Láka með því skilyrði að sektin yrði greidd nú þegar í beinhörðum pen- ingum. „Á því eru örðugleikar", rnælti Láki, „hér hefi eg engan eyrir á mér en heima hefi eg þessa peninga til, og eg skal afhenda yður þá við kirkju næsta sunnudag". „Dugar ekki, útí hönd verður það að groiðast nú þegar“, mælti sýslumaður". „En það er ómögulegt" mælti l.áki, nema herra sýslumaðurinn vilji bíða hér og líta eftir brennivinsbrenslunni fyrir mig á meðan eg hleyp heim eftir peningunum. Eg get verið fijótur". Þetta varð loks að samkomulagi. Láki lagði af stað heim, en sýslumaður settist að víngerðinni. Hann var ekki ánægður með erindislokin, og sárnaði að geta ekki lagt löghald á þessa litlu verk- smiðju Láka. Hann var lika bæði hungraður og þreyttur og bætti Allur Söfnuðurinn rak Upp stór augu, störðu allir undrandi á konu Láka, þar sem hún sat í sæti sínu rjóð og hraustleg. En henni varð sjálfri eigi minst um þetta, tók hún brátt að ókyrrast í sætinu, og leið ei á löngu áður hún stóð upp og þaut út úr kirkj- unni, og heim, gaf hún manni sínum óhýrt auga um leið og hún fór. — Þegar Láki kom heim, tók hún á móti honum með því st.eypi- llóði mælsku og orðgnóttar, að hann hafði aldrei slíkt heyit. En hann hló með sjálfum sér, ánægður yfir því að konan hefði þó aftur fengið málið. Þegar því fyrsta hrinan var hjá liðin var húsfreyjan fálát og hálfergileg um hríð, en þó dróg fljótt t.il fullra sátta, og eftir það bar þeim aldrei neitt á milli, en lifðu í hamingjusömu hjónabandi í sátt og samlyndi. Frá því fyrsta að brenniyínsgerð hófst hér í landi, hefir hún orðið löggjöfunum að sífeldu þrætuefni. Á hverju ríkisþingi hafa einhver lög verið um hana sett, og alt af gengið á sífeldum breyt- ingum. Skoðun vor er, að hefði þessi iðn verið látin í friði, án íhlutunar stjórnarvaldanna, hefði hún aldrei orðið svo almenn sem raun varð á. Alt þetta eftirlit og öll þessi löggjöf, sem er sprottið af tilhneigingu stjórnarvaldanna til að vera með nefrð niðrí hverjum dalli, hefir aðeins orðið til þess að þessi iðn var rekin miklu al- mennara en annars hefði orðið. En hvernig sem þessu annars er varið, þá er það víst, að árið 1870 var almenningi með lögum bönnuð brennivínsgerð. Afleiðingin varð sú, að iðn þessi var rekin í laumi, og það mjög alment, því vínið var í háu verði, 2 dali kannan. Láki var Smálendingur, hann vildi auðvitað græða peninga. Hann fékk sér því brennivínsgeiðartæki og kom þeim fyrir langt inn í skógarþykninu. Staðurinn var vel valinn, inni á milli tveggja kletta, og mátti ætla að ófinnandi væri þeim, er eigi vissi um hann áður. Láki rak nú þessa iðn um langa hríð með góðum árangri. Sýslumaðurinn hafði hann að vísu grunaðan, og hann leitaði og snuðraði um alt Krókslnnd en varð einskis vísari. Þeir sem með honum voru í leitinni fullyrtu að I.áki væri alt of slunginn til þess að nokkur von bæri um að leitin van'i ■ ngur, og þeir neituðu að

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.