Suðurland


Suðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 1

Suðurland - 09.11.1912, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála III. árS. Eyrarbakka 9. nóyember 1912. LandsimastSðin á Eyrai-bakka er opin frá kl. 8Va—2. og 3Va—8 á virkum dögum. A heigum dögum frá kl. 10—12 f. bd. og 4—7 e. bd. Einkasíminn er opiun á sama tíma. Sparisjóður Árnessýslu er opinu hvern virkan dag frá kl. 3—4 e. lid. Lestrarfélag Eyrarbakka láuar út bœkur á sunuudögum frá kl. 9—10. f. hd. Sambandsmálið. Undirtektir Dana. Lausafregnir þær, er getið var í síðasta hlaði, um að erflðlega þætti horfa um samninga við Dani um Sambandsmálið, eru alls ekki ótrú legar, og þarf engurn að koma á óvart þótt þær reynist sannar. Andstæðingar Sambandsflokksins hafa nú samt verið að reyna að telja þjóðinni trú um að flokkurinn væri að reka erindi Dana með tillögum þeim, er hann fól ráðherra að beia fram, að með þessum tillögum væri verið að gefa Dönum færi á að ná lengi þráðu marki, að fá samþykki vort til þess að „innlima" ísland í „hið safnaða danska ríki“. En Danir skilja líklega tillögur þossar nokkuð á annan hátt, því hefðu þeir fundið það í þessum tiilögum, er samninga- andstæðingar segja að í þeim felist, hefðu þeir að sjálfsögðu tekið þeim tveim höndum. En það vita allir sem kunnir eru þessum tillögum, að þessi ofangreindu ummæli samningaandstæðinga eru fjarri öllum sanni, og Sambandsflokkn- um var það fyllilega ljóst þegar hann samþykti þessar tillögur, að við því mátti búast að þeim yrði erflðlega tekið af Dana hálfu, að minsta kosti fyrst í stað, og fyrir hann eru það því að minsta kosti ekki óvæntar íréttlr þótt svo reynist. Annars höfum vér enn engar á byggilegar fregnir um undirtektir Dana, aðrar en þær sem kunnar eru af dönskum blöðum, og þá helst skrifln hans Knúts Berlin, en alt sem sá maður segir um Sambandsmálið, er svo gegnsýi t af hlutdrægni og illgirni, að varla er ráð fyrir því gerandi að Danir vilji gera tillögur hans að lög máli, er þeim beri að fylgja í við- skiftunum við oss. — Það er jarlsstjórnarfyrii'komuiagið sem Berlin heldur nú sem fastast íram. Er honum nú „gamli sátt- rnáli" svo ríkt í huga, að hann telur víst að „jarl viljum vér hafa yfir oss“, og hver veit nema hann sjálfan langi til að setjast í sæti Gissurar. — Líklogt ei' að ekki liði á löngu héð an af áður en nánari fregnir berast um undirtektir Dana um tillögur þær, er ráðheria hafði fram að bera, svo að unt vcrði að gera sér einhverja hugmynd um horfurnar. ------------—- Millilandaferðirnar. Uppsögn Sameinaða félagsins. Fremur mun liún koma á óvart fréttin sú, er getið var í síðasta blaði um að Sameinaða gufuskipafélagið hefði sagt upp samningnum um milii- landaferðirnar. Ástæðurnar eru létt- vægar, en þær eru aukinn póstflutn ingur og kolatollurinn. Fyrri ástæðan er naumast fram- bærileg, því kunnugt mun félaginu hafa verið um það, er það gerði samninginn, að póstflutningurinn fór mjög vaxandi, og þessvegna getur það ekki talist neitt ófyrirsjáanlegt, þótt svo hafl reynst að þessi flutn ingur hafl aukist. — Athugavert er það annars í sam bandi við þessa mjög svo auknu póst- flutninga á vörum hingað, hve óhæfl lega lágt gjald er sett á póstsending- ar í verslunargjaldslögunum nýju. í*að er þó vitanlega mikið bæði að vöxt- um og verðmæti sern flutt er hingað af vöruin með því móti. — Hin ástæðan sem félagið ber fyrir sig um kolatollinn, sýnist líka að minsta kosti í fljótu bragði ólíkleg til þess að geta losað félagið við samn- inginn, hafl hann annars átt að vera nokkuð bindandi fyrir félagið. En fé- lagið er sýnilega að reyna að nota þetta sem átyllur til þess að losna við samninginn og geta þokað upp farmgjöldum. Flestum mun nú hafa fundist þau sæmilega há eins og nú eru þau, og er illa farið ef þau þurfa enn að hækka. Mál þetta er mjög svo mikilsvert. Yór hefðum þurft að fá ódýrari vöru- flutninga með þessum railliferðaskip um en verið hefir, og jafnframt reglu- legri ferðir, en frá því sameinaða er ekki að vænta breytinga í þessa átt. En flutningsmagn héðan og hingað í þessurn föstu millilandaferðum, er orðið svo mikið, að ólíklegt er að ekki vilji aðrir við því líta en Sam einaða félagið, og íslenskri verslun ætti ekki að þurfa að verða óhagur að því að ferðir þessar yrðu i annara höndum en Dana, og að ieiðin yrði lögð meira fiam hjá Kaupmannahöfn. En líklega vilja Danir ógjarnan greiða ríkissjóðstillagið til póstflutninga öðr- um en dönskum félögum. llt er að vera svo uppá aðra kom inn sem vór erum með þessar skipa ferðir, að vór getum ennþá ekki ann ast strandferðirnar sjálfir, hvað þá meira. Telja má víst, að ekki muni Sam- einaða félagið bjóða nein kostaboð um að taka að sér strandferðir hér, eftir því sem hljóðið er í því nú út- af millilandaferðunum. Thorefélagið er nú líklega að mestu leyti úr sögunni, að minsta kosti mun varla þurfa að vænta samkepni af þess hálfu hóðan af við Sameinaða félagið. Eftir því sem sjá mátti á „Börsen" nýlega, er óráðið um fram- tíð þess félags, þykir þó líklegt að því verði haldið uppi til reynslu. Hlut- hafar hafa engu að tapa frekar, hluta- féð alt tapað hvort sem er. Óliklega er því tekið að sint verði því skilyrði aiþingis, að skip Thorefélagsins, þau er verða í förúm hingað, færu nokkrar ferðir til éýskalands — Lúbeck. Yflr höfuð virðast því horfurnar um milli- landaferðirnar alt annað en glæsileg- ar sem stendur. En miklu skiftir hverra úrræða leitað verður. -------o-o*o----- Bændaskólinn á Hólum. Skýrsla um skólann á Hólum, prent.- uð í sumar, heflr Suðurlandi verið send. Er þar skýrt frá kenslunni á skólanum og starfsemi skólans vet urna 1910 — 11 og 1911—12. Bændaskólarnir báðir, á Hólum og Hvanneyri, eru nú eins og kunnugt er með nýju sniði samkvæmt bænda- skólalögunum w/n 1905, skólarnir gerðir að vetrarskólum með bóklegri kenslu. Hafði þetta fyrirkomulag áð ur verið upp tekið við Hólaskóla og þótti brátt vel gefast. Með því færðist, nýtt fjör og líf í skólann og aðsókn- in margfaldaðist, og heflr siðan farið vaxandi, er nú þar eins og á Hvann- eyri komið nýtt og vandað skólahús. Kennarar skólans eru: Skólastjóri Sigurður Sigurðsson, 1. kennari alþm. Jósef Björnsson, aðstoðarkennari Sig. Sigurðsson. Nemendur hafa á þessum vetrum, er skýrslan nær yflr, verið 58, hafa þeir allir verið þar úr Norðursýslun um nema 1 — Mýrdælingur. Próf hafa ekki verið haldin, er það ekki skylda nemenda samkvæmt reglu- gerð að ganga undir burtfararpróf, en nú mun það þó í ráði að svo verði gert. Auk sjálfrar kenslunnar á skólanum hafa verið haldnir þar bændafundir og styttri námskeið. Bændanámskeið- in hafa verið með sama sniði og hér syðra, hafa þau verið mjög vel sótt, 1910—11 sóttu 30, en 1911 —12 komu 58. Bændafundur var haldinn á skólan- um veturinn 1911. Heimsóttu þá bændur úr Lýtingsstaðahreppi skól- ann 28 að tölu, og dvöldu þar í tvo daga. Voru þá haldnir umræðu fundir um áhugamál bænda og fyrir- lestrar haldnir af kennurum skólans, en 1912 varð þessum bændafundi ekki við komið. Þá hefir og vorið haldið unglinga- námslceið veturirm 1911 frá 26. febr. til 25. mars, til að veita unglingum undirbúningsfræðslu í almennum fræði- greinum, virðist það vera mjðg vcl Nr. 22. Gj&ldd&gi „Suðurlands“ var 1. novemfier. til fundið. Þetta námskeið sóttu 12 unglingar og komu 5 þeirra á skól- ann haustið eftir. Pá hefir sá siður verið upp tekinn þar á Hólum, að nemendur og kenn- arar hafa farið námsför að haustinu. Segir svo um þær í skýrslunni: „Tilgangurinn með ferðunum er að „skoða jarðmyndun og önnur náttúru- „einkenni á svæði því sem farið er „um. En þó er áherslan mest lögð „á það, að kynna sér í öllum grein- „um búnað bænda þeirra sem heim- „sóttir eru. Gerast Hólamenn þá „ærið nærgöngulir í spurningum sín- „um og frétta bændur og húsfreyjur „margs um ástand búanna úti og inni. „Er því jafnan vel tekið og svarað „svo sem föng eru á. Hverjum far- „armanni er fyrirfram ákveðið víst „starf að inna af hendi í förinni. „Nemendum er skift í þrjár deildir, „athugar ein þeirra jarðrækt, önnur „búpening, og sú þriðja hús og áhöld. „Eiu kennarar formenn deilda en rit- „færustu menn úr nemenda hóp eru „aðalskrifarar deildauna." Þessum ferðafróðleik er síðan safn- að í bók er skólinn á. — Þessar námsferðir undir handleiðslu góðra kennara geta orðið nemendum að miklum notum, og eru alveg ómiss- andi þáttur í kenslunni. Með þeim gefst kennurum svo vel kostur á að æfa og skerpa eftirtekt og dómgreind nemendanna, og þá hljóta þeir einnig á ferðum þessum að sjá margt er til fyrirmyndar má verða. Gróðrastöð er undir ræktun á Hól- um, stunda þeir Hólasveinar verk- legt nám ýmist þar eða í gróðrarstöð- inni á Akureyri. Margskonar félagskap hafa þeir Hólamenn: matarfélag, málfundafélag, nlaðakaupafélag, bindindisfélag, glimu- félag o. s. frv. Sjóði liafa þeir stofn- að tvo er heita: „Móðurmálssjóður Hólaskóla" og „Sjúkrasjóður Hóla- skóla". Er sá fyrri nú að upphæð 200 kr , en hinn 323 kr. Skólinn á Hólum er yflr höfuð í mjög góðu lagi. Kenslukraftar eru þar ágætir, húsakynnin góð og hent- ug, og að bókasafni og kensluáhöld- um er skólinn vel útbúinn. í’eirNorð lendingar sýna það líka að þeir vita hvers virði skóiinn er fyiir þá, að- sóknin að skólanum er góð hingað til, og er vonandi að eigi skorti hana heldur framvegis, er aðstaða skólans fer nú batnandi, eins og skólasljórinu

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.