Suðurland


Suðurland - 27.06.1913, Side 2

Suðurland - 27.06.1913, Side 2
10 SUÐURL'A'ND beininga í garðrækt, var lagt til hinn- ar almennu leiðbeiningasiarfsemi Sam bandsins. Beiðni frá bún aðarfélagi Álftavers- hrepps um styrk til fyrirhleðslu þar til varnar vatnságangi á engjar af ánni Skálm hafði stjórnarnefnd bor- ist, var hún lögð fyrir fundinn, og sá hann ekki fært að sinna henni. Sömu örlög hlaut. önnur fjáibeiðni samskonar undan Eyjafjöllum. Að þessum fjárbeiðnum báðum var synjað, stafar af því að fjárhagur Sambandsins þolir engin útgjöld fram yflr það er gengur til þeirrar staif- semi, er það nú heflr með höndum, og hinsvegar varhugavert fyrir Sam- bandið að ganga inn á þessa styrk- veitingaleið, því ef byijað er á slik- um styrkveitingum, gæti það leitt í ógöngur. Annars var lítið um nýmæli, og fátt um uppástungur frá fundarmönn- um. Á undanförnum fundum hefir því oftast verið hreift af hálfu Skaflfell- inga að gera fundi Sambandsins fær- anlega, halda þá austur í Vik 5 hvert ár. Befir þessu jafnan verið dauflega tekið. Nú báru þeir Skaftfellingar upp tillögu um að halda skyldi næsta fund í Vik. Var t.illaga þessi talsvert rædd og að lokum samþykt með miklum meiri hluta — aðeins 3 atkv. á móti. Verður því næsti aðalfund ur Sambandsins haldinn í Vik. Loks fór fram kosning stjórnar- nefndar. Voru stjórnarnefndarmenn þeir: Ágúst Helgason (form.), Guð- mundur Þorbjarnarson og Jón Jónat ansson, allir endurkosnir. Endurskoð unarraenn, þeir: Guðm. Þorvarðarson hreppstj. í Sandvík og Engilbert Sig- urðsson á Kröggólfsstöðum, voru og endurkosnir, ogsömuleiðis varastjórn- armenn, þeir er kosnir voru í fyrra. Skýrsla um störf Sambandsins síð- astliðin 2 ár er nú nýprentuð og verður send öllum búnaðarfélögum sem í Sambandinu eru. Jámbrautarmálið. Jón Þorláksson landsverkfræðingur hefir sent landsstjórninni ýtarlega skýrslu um undirbúning þessa máls ásamt kostnaðaráæt.lun um jáinbraut frá Eeykjavík austur að Þjórsá, og áætlun um starfrækslukostnað og tekjur af flutningi. Brautin er áætl- uð að kosta 3V2 miJjón og gerir Jón Eorláksson ráð fyrir að rekstursaflið sé gufuafl. í áætlun sinni kemst íann að þeirri niðurstöðu, að járnbrautin muni þegar í byrjun gera meira en að borga rekstur og viðhald. Rekst.urskostn- aður með þeim lestafjölda sem áætl- aður er fyrst um sinn, er áætlaður að meðtöldu viðhaldi á brautinni rúml. 134,000 kr., en tekjur af flutn- ingum 159,000 kr. Er sú niðurstaða allálitleg, einkum'þar sem tekjuáætl unin virðist vera mjög gætilog. Annars mun Suðurland síðar flytja útdrátt. úr skýrslu Jóns Þorlákssonar, og þá um leið ininst frekar á málið. Því er fleygt, að einhveijar likur séu fengnar fyrir því, að þetta fyrir- tæki geti komist í framkvæmd bráð lega, að /é sé fáanlegt, en meðhveiju móti það fæst er enn ekki kunnugt geit. Eeir eru sjálfsagt margir hér eystra er óska þess að þetta fyiirtæki gæti komist í framkvæmd áður en langt Hður. Dauli' og fánainálið. Símfregnir til Reykjavíkurblaðanna segja dönsk blöð í fyrstu hnfa aðeins skýrt frá fregninni um fáuahertök una hér, og hafi sum þeirra talið miður farið. En eftir að skýrsla varðskipsforingjans varð kunn, sungu þau öll sama tóninn, töldu verk hans fyllilega lögmætt og rétt í alla staði. Lausafregn, er hingað hafði borist um að flotamálastjórnin danska hafi fallist á tiltæki varðskipsforingjans, er ranghermi, ennþá með öllu ókunn ugt hvernig hún tekur í málið. Frá ófriðarsvæðinu. —0— Balkanskagi. —o— Æðsti höfðingi landsins er soldán inn, hann situr í Konstantínopel og heldur sig fyrirmannlega. Var hann einvaldur í raun réttri fram að bylt- ingunni 1908. Öll stjórn landsins er mjög margbrotinn og þykir ekki fara sérlega vel. Oft er talað um óroiðu í fjármál- um og sviksemi embættismanna. Skýrslur allar eru óljósar og lítið að marka., er svo að sjá sem Tyrkir hafi sem minst viljað láta bera á ástand- inu heima fyrir. Talið hefir verið að þeir hefðu Jiðug 200 þús. hermanna á friðartimum en fyllilega l1/^ milj. í ófriðj. Geta þeir dregið að sér lið úr nýlendunum í Asíu. Margar ný- lendur eiga þeir aðeins að nafninu nú orðið, svo er t. d. Egyptaland, Tripolis- lönd, Krit, Cyprus o. fl. Tyrkland hefir verið kallað „sjúki maðurinn", því það hefir lengi legið við borð að það lognaðist útaf sem sjálfstætt ríki hér í álfu. Það hefir hlíft því að stórveldin hafa f kki treyst sér til að skifta arfinum milli sín áflogalaust, en nú liggur við að þau komist ekki undan að fara að ráð- stafa reitunum. Hætt er við að eitt- hvað gerist sögulegt á þeim skifta- fundi áður allir eru sáttir. Margar borgir eru merkar á Tyrk- landi. Konstantínopel er höfuðborg ríkisins. Hún stendur á skaga aust ast og syðst á landinu fast suður vib Bosporus. Hún var höfuðborg aust rómverska ríkisins. Tyrkir tóku hana 1453. Margar meikilegar byggingar eru þar ftá ýmsum tímum; einna meikust er þó Soffiukirkjan, hún er nú tyrkneskt musteri. Náttúrufegurð er mikil í Konstantínopel, en heldur þykir borgin vera sóðaleg. Er því við brugðið um tyrkneskar borgir hversu fagrar þær eru tilsýndar, en aftaka óþriflegar og oft illa lýstar. Komast menn naumast um göturnar fyrir bleytu. Merkilegt þykir líka götulifið að því leyti, að í sumum götum verður ekki þveifótað fyrir allskonar iýð, mest sölufólki, en í sumum götum sést ekki annað en fans af flökkuhutidum (sbr. Hund Tyrk- inn). t“eir hreinsa göturnar á nótt- unni. Konstantínopel þykir geyma lykil inn að Svartahafinu, og þessvegna geta stórveldin ekki unnað^'neinum að eiga hana nema einhverjum aurn- ingja, eins og Tyrkjum. Þessvegna er hklegt að þeir fái að halda borg- inui þegar friður verður saminn. Borg in liggur ágætlega við verslun og í ófriði hefir hún meiri þýðingu en all- ar aðrar borgir á þessu svæði. Önnur merkust borg í landinu er Adríanopel. Rar er fjörug vevslun og samgöngur í ýmsar áttir, bæði á járnbrautum og ettir Maritsafljóti, sem rennur gegnum borgina. íbúar eru nærri eins margir eins og alt fólkið á íslandi. Borgin var um eitt skeið aðseturstaður Ósmannasoldána og hvíla þeir þar sumir; þessvegna gefa Tyrkir hana ekki upp hvað sem í boði er. Hún er rammlega víggirt eins og sýndi sig best nú í ófriðin- um. Saloniki er mikil verslunarborg í Makedoniu suður við Grikklandshaf. Eiga þar heima meHn af ýmsum þjóð- um, mest Giikkir, enda fél) hún fljótt í hendur Grikkja í haust. Rar var Georg konungur myrtur. Skopia heitir ein borg langt norð- ur í landi. Liggur járnbraut þangað frá Saloniki. Ear er mikil verslun með landsafurðir, og iðnaður. Tóku Serbar borgina og vilja ekki sleppa, íbúar rúm 30 þrá. Prisend heitir önnur borg, ennþá norðar og vestar, skamt fyiir austan Skutarivatnið. Hún hefir lika mikinn iðnað og verslun, og í kringum helrn- ingi fleiil íbúa. Er það fólk af ýms- um þjóðum. Talin er hún ein hin ríkasta borg í Tyrklandi. Þar eru 24 tyrknesk musteri. Seres er borg með miðaldábrag; hún stendur við svo nefnt Tachyno- vatn, sem er í austur frá Saloniki. Það er stórt vatn og áin Struma rennur í það og úr. Seres hefir mikla verslun með bómull og fleira, því landið umhverfis er gott. Par eru margir skólar og guðshús, bæði kristinna manna og annara. Durazzo er smábær (ib. 5000) á vestursti öndinni við Adiíahaf. Hann er víggirtur. Koma þar mörg skip árlega, því bærinn liggur vel við fyr- ir sjófarendur. Janina er bær uppi í Albaniuhálendi við Janinavatnið. Hann er ekki stór, en er aðalkaupstaður þeirra fjallabú anna. Hann tiefir mikla þýðingu í ófriði. Pessi bær var unninn af Grikkj- um nú í vetur í marsmánuði. Fleiri borgir verða nú ekki taldar, því það er ógjömingur að segja frá öllum þeim stöðum er við söguna koma á svona stóru svæði, fyr eiref tekið væri yfirlit yfir ófriðinn líegar friður verður saminn. [ Endii ] ----- — -------- Silfurbrúðkaup. Silfurbi úðkaup héldu þeir bræður, Þóiður Magnússon bóndi á Hagavik í Grafningi og kona hans, Guðrún f’orgeirsdóttir, og Magnús Magnússon bóndi á Villingavatni og kona hans, Þjóðbjörg Torgeirsdóttir, sunnudaginn 1. júní s. 1. Að aflokinni messugjörð á Villinga vatni buðu þeir heim með sér frá kiikjunni til samsætis í Hagavík nál. 40 sveitungum sínum ásamt" sóknar- prestinmn og hans fólki. Var sam- sætið hið ánægjulegasta og skemtu menn sér með ræðuhöldum, söngi og dansi fram á morgun og skildu allir glaðir og ánægðir. Kolbeinn bóndi Guðinundsson af henti hvorum þeirra bræðra vandaðan loftþyngdarmæli (Barometei) með nöfnum þcirra og mánaðardegi, voru það gjafir frá sveitungum þeirra. — Einnig færði Guðm. bóndi Þorvalds- son á Bildsfelli þeim silfur brúðhjón- unum kvæði, sem þótti vel við eiga. Þossir bændur hafa búið allan sinn búskap á nefndum jörðuin sem leigu- liðar, en hafa þó endurbætt þær stór- rnikið, bæði að húsum og jarðabót- um. Þeir hafa í öll þessi ár verið hin öflugasta stoð síns sveitarfélags, ávalt með hæstu gjaldendum, yfir höfuð verið mikilsmetnir af sveitung- um sínum sökum Ijúfinensku sinnar og hjálp°emi. Einn af viðstöddum. V erkmannablaðið. Eins og áður hefir verið getið í Suðurlandi, er nýbyrjað að koma út í Reykjavík nýtt blað, „Verkmanna- blaðið". Eru nú komin 5 tbl., og flytur það m. a. í 1. tbl. formála um stefnu og markmið blaðsins, sem mun í öllum aðalatriðum st.yðjast við hugsjónir jafnaðarmanna erlendis. „Tryggvasenna" heitir næsta greinin, allharðar ákúrur til Tr. G. út af and- róðri hans gegn veikmaonafélaginu „Dagsbrún" á bæjarstjórnaifundum, og er það formaður þess félags sem er að bera blak af. — Þá er neðan- máls í þessum fyrstu tölubl. fróðleg grein um „Auðjötna Ameriku", hvern- ig þeir hafa önglað saman reitum sínum. Getur það verið hvöt fyrir þá sem hug hafa til að raka saman fé með öllum ráðnm, mögulegum og ómögulegum má segja, að bregða sér til Ameriku eða eitthvað „vestur fyrir landslög og rétt“, en suður fyrir einfalda almúgamenn, sem ekki eru alveg búnir að týna 7. boðoiðinu úr „þeim 10 lagaboðoiðum— „Saman- burður á vinnutíma og kaupgjaldi verkamanna í Khöfn", er næsta grein- in, sennilega tekið eftir landhags- skýrslum Dana. — Þá er löng og fróðleg grein um vinnutímann — hefst í 2. tbl. og síðan í hverju blaði úr því. Þar er haldið fram 8 tíma vinnu á sólarhring og er það nákvæmlega liið sarna sem jafnaðannenn viðsveg- ar um heim hafa ^arist fyrir að fá framgongt í flestum atvinnugreinum frá því á dögum Kails Maix’s — aðalpostula þeirra frá fyrri tímum. Deíla verkamanna við hr. Kirk — hinn danska yfirmann hafnargeiðarinnar í Reykjavík tekur upp allmikið rúm í 3.—5. tbl., og auk þess eru ýmsar fiéttir og smærri greinar. Yfirleitt virðist blaðið fara vel úr hlaði og frágangur allur vandaður, góðar rökfærslur en lítið um stór- yröi, og alla „stórpólitík" lætur það hlutlausa. G. H.

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.