Suðurland


Suðurland - 26.07.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 26.07.1913, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 27 1» " I ■- ~ ■ m Hat r t v-----—•g=;?t.-.sa.r'..-itaBg«= huga vandlega alt, það, er getur haft áhrif á veiðmæt.i þess, er meta skal. Sérstaklega skal hafa tillit til þess, ef ætla má að land hækki í verði við brautargjörðina. Landeigandi á bætur allar fyrir landnám, jarðrask eða átroðning, en sé jörð leigð öðr- um, greiði landeigandi honum 4 af hundraði árlega af skaðabótauppbæð- inni rneðan leigusanmingur sá erí gildi, sem var þegar bæturnar voru ákveðn ar. Ábúandi á þó bætur fyrir skemd- ir á mannvirkjum þeim, sem eru hans eign, og skal metaþær sérstak- lega. Bótanna skal krefjast innan eins árs frá því, er verkið var unnið, sem skaðanum olli, ella fellur réttur- inn til bótanna niður. Sé landssjóður landeigandinn, greið- ast engar bætur, en land landssjóðs getur einkaleyflshafl ekki tekið nenta með samþykki stjórnarráðsins. 4. gr. í einkaleyfið skal set.ja ákvæði um : a) að lega brautarinnar og gerð hennar og alls sem henni tilheyr- ir liggi undir samþykki stjórnar- ráðsins, b) að einkaleyflshafl skuli leggja fyr- ir stjórnarráðið íullkomnar áætl- anir um járnbrautarlagninguna ásamt sönnunargögnum, er stjórn- arráðið taki gild, fyiir því að nægilegt fé vorði útvegað til stofn- kostnaðar við lagning járnbraut- arinnar að minsta kosti milli Reykjavíkur og Þjórsár, c) að hántark fargjalda ogflutnings gjalda á járnbrautinni skuli ákveð- ið fyrir þrjú ár í senn af 5 manna nefnd óvilhallra rnanna, en þrír þeirra skuli útnefndir af landsyflr dóminum, einn af stjórnarráðinu og einn af einkafcyfishafa, d) að einkaleyfishafl hlýti ákvæðum stjórnarráðsins unt ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að telj- ast til þess að fyrirbyggja elds- voða af neistaflugi frá brautinni. e) að einkaleyfishafi hlýti ákvörðun- um stjórnarráðsins um notkun innlends vinnulýðs við bygging og rekstur brautarinnar, f) að rekstur brautarinnar íráReykja vík og að minsta kosti austur að Þjórsá skuli byrja innan fimm ára frá dagsetning einkaleyfisins, g) að landssjóði sé áskilinn róttur til þess, þegar 10 — tíu — ár eru liðin frá því, að reksturjárn- brautarinnar byrjaði a öllu svæð inu frá Reykjavík austur að Þjórsá, að taka við járnbrautinni ineð öllu, sem henni fylgir og tilhoyr- ir, ásamt skuldbindingurn þeim, er á henni hvíla, gegn því að greiða upphæð, 'sem samsvarar fé því, er sannanlega heflr verið varið til byggingar og útvegunar á brautinni með öllu tilheyrandi. h) að tryggja stjórnarráðinu, að það geti aflað sór nákvæmra upplýs inga urn stofnkostnað járnbraut- arinnar og hagnaðinn af rekstri hennar, i) hvernig skuli skorið úr á- greiningi um útreikning nettó hagnaðar af rekstri járnbrautar- innar, j) að ferðaáætlun brautarlestanna hvert ár liggi undir samþykki stjórnarráðsins. 5. gr. í einkaleyfið er heimilt að setja ákvæði um: a) að landssvæði þau, sem notuð verða til járnbrautarinnar og bygg inga þeirra, sem henni tilheyra, svo og slíkar byggingar sjálfar, skuli vera lausar við alla skatta og opinber gjöld, og að hið sarna skuli gilda um fólag það, sem hefir einkaleyflð á hondi, b) að eigi þurfl að greiða neinskon ar aðflutningsgjald af efni til bygg- ingar járnbrautarinnar og þeirra bygginga og annara mannvirkja, som henni t.ilheyra, né heldur af kolum þeim, olíu og öðrum efn- um, sem þurfa við rekstur braut- arirmar, svo og að einkaleyfishafa verði endurgreitt úr landssjóði aðflutningsgjald það, sem greitt heflr verið af slikum vörum, er nú var getið og hann kaupir inn- anlands, c) að landssjóður ábyrgist einkaleyf ishafa, að hann með rekstri járn brautarinnar fái borgaða, auk alls reksturs- og viðhaldskostnaðar, alt að 5 — fimm — af hundraði i ársvexti af fé því, sem varið hofir verið til járnbrautarinnar og þess, sern henni tilheyrir, enda fari byggingarkostnaðurinn eigi fram úr upphæð, sem stjórnar ráðið ákveður í einkaleyflsbréfinu fyrir hvern kilómeter brautar' lengdarinnar. Verði heimild þessi notuð, skal setja í einkaleyfið nán- ari ákvæði um það, frá hvaða tíma vaxtatrygging þessi byrji og hvernig henni verði fyrir komið að öðru leyti, d) að með reksturskostnaði brautar- innar skuli árlega telja alf. að af stofnkostnaði brautar- innar, sem leggist í vara- og endurnýjunarsjóð, og megi ekki verja honum til annars en aukn- ingar og endurnýjunar á braut- inni eftir ákvörðun stjórnarráðs- ins. Ef landssjóður innleysir brautina samkv. 4. gr. g, eignast hann sjóðinn og það, sem fyrir hann hefir verið keypt, án sér- staks endurgjalds. e) að einkaleyfishafi skuli hafa for- gangsrétt fyrir öðrum, að öðru jöfnu, til þess að leggja aðrar járnbrautir í sambandi við járn- braut. þá, er hér ræðir um, í framhaldi af henni eða til hliðar við hana, en vilji einkaleyfishafi eigi neyta forgangsrettar síns, skuli hann skyldur að hlýta fyrir- mælum stjórnarráðs fslands um samband milli brauta hans og hinna nýju brauta, nema lands- sjóður vilji sjálfur leggja hinar nýju brautir, því þá hefir einka- Ieyfishafi engan forgangsrétt, og skal þá sambandinu milli hinna nýju brauta og brauta einkaleyfis hafa hagað eins og fyrirskipað verður af 5 manna nefnd óvil- hhallra manna, sem sóu útnefndir á sama hátt og segir í 4. gr. c, f. að einkaleyfishafi mogi nota staura landssímans undir símaleiðslur og og aflþráðaleiðslur sínar með þeim skilyrðum, er stjórnarráðið telur við þurfa., g) að einkaleyfishnfl mogi selja al- menningi afnot tal- og ritsíma síns meðfram brautinni samkvæmt þoirn reglum, sem stjórnarráðið setur, h) að rekstraraf) brautarinnar megi vera gufa eða rafmagn, i) að eigi þurfi að setja girðingar rneðfram brautinni, nema þar sem hún verður lögð í gegnum land, sem afgirt var, og girðing rofnar við brautarlagninguna. 6. gr. Af verðhækkun þeirri á fasteignum manna, senr járnbraut sú, er einka- leyfishafi byggir, hefir í för með sér, skal greiða verðhækkunargjald til landssjóðs.. Verðhækkunargjald þetta ber að greiða án tillits til eigenda eða notendaskita á fasteignum áður eða eftir að lög þessi ganga í gildi. Nánari reglur um verðhækkunargjald ið skulu settar með sérstökum lögum. Verðhækkunargjaldinu skal fyrst og fremst varið til þess að endurgreiða landssjóði það, sem hann hefir orðið og verður að borga vegna vaxtatrygg- ingarinnar (sbr. 5. gr. c.).“ Retta mál verður stærsta og mik- ilvægasta mál þessa þings og þarf vandlegrar íhugunar. Fyrirtækið er bráðnauðsynlegt orðið, bæði fvrir Reykjavík og austursýslurnar, um það geta ekki verið skiftar skoðanir. Um hitt má deila, hvort rétt er að ráð - ast í fyrirtækið nú þegar, og með hvaða móti það skuli gert. Um það, hvort málið er tímabært eða ekki, veltur mest á því hvort fjárhagur landssjóðs þolir þann bagga sem hann verður að taka á sig með þessu, því nú eru mörg járn í eldin- umí senn, Eimskipafélagið, strandferð irnar — og svo járnbrautin. Vand svarað er því ef til vill hvort járn brautin sé ekki landssjóði ofurefli nú senr stendur. En hinu er ekki vand svarað, hvemig fara muni ef oss brest- ur alt áræði til að gera nokkuð sem manntak er í til þess að nota þá framtíðarmöguleika sem á þessu svæði liggja. Vilhjálmur Þýskalandskeisari átti 25 ára ríkisstjórnarafmæli í vor. Var þá mikið um dýrðir, sem nærri má geta. Mestur var auðvitað fagn- aðurin í Berlínarborg. Var hún skreytt með ýmsu móti; 80 stærstu borgirn- ar á jpýskalandi tóku sig saman um að skreyta helstu götúna í bænum, og hefir það víst farið laglega. Há- tíðahöldin stóðu marga daga, aðal hátiðin var 16. júní. Viihjálmur keisari er hinn mesti höfðingi og heldur sig ríkmannlega. Hann er gáfnmaðm- mikiLI og iista- maður á ýmsar greinar. Málsnjall er hann og opinskár, svo að hann verð- ur oft að taka aftur eða leiðrétta. Ekki er hann dulur í skapi, heldur miklu fremur framgjarn og lætur jafn an sem mest á sér bera. Að öllu samanlögðu er hann talinn að vera einhver hinn gáfaðasti og mentaðasti þjóðhöfðingi sem nú er uppi. Mikinn þátt tekur hanti í stjórnmálum og er andvigur jafnaðarmönnum. Honum er víst mest og best að þakka, að ekki varð af ófriði milli Þjóðvetja og Frakka og Breta sumarið 1911, þeg- ar timman var sein hörðust út af Marokkó. Keisarinu er fæddur 1859 og vaið keisari eftir föður sinn (Friðrik III.) er lést 15. júni 1888. Hann giftist 1881 Ágústu Victoríu prinsessu af Águst.onborg. Ríkiserfinginn er fædd- ur 1882. Stranda - -í Eítir því senr skýrt er frá í þing- málafundafréttum úr Strandasýslu, þá hafa fundirnir verið sammála um að bægja ekki einstökum mönnum frá að leggja járnbraut hér á landi og reka hana á sinn kostnað; en sjálfsagt. að láta járnbraut norður um land ganga fyrir. Með öðrum orðum: Peningamenn mega leggja peninga sína í fyrirtæki, en Strandamenn viija ráða hvar þá skuli ieggja. Hvað segir „Þjóðviljinn" um þetta ? Arnesingur. -----0<KX>---- Frá Balkan. Tyrkir búnir að ná aftur Adríanopel og hervæðast af kappi. Búigarar kváðu vera farnir að semja frið við Serba og Grikki. Bú- íst við að Rúinenar fái spildu af iandí Búlgara. ©fra GÍþincji. Launafrumvörpin öll (4) drepin í gær í neðri deiid með öllum þorra atkvæða. Nefndin var klofin, M. Kr. einn í minnihluta. Eftirlaun Steingr. Thorst. samþykt frá þinginu í gær (94.) Fyrirspurnum út af Lotferíismál- inu verður svarað á mánudaginn. Bráðabyrgðastjórn Eimskipafélags • ins búin að leggja fram erindi til alþingis. Safnast hafði 217 þús. í hlutafé og búist við að 300 þús. muni safnast. Ætlast til að byrjað sé með 2 skip. Bráðabirgðastjórnin fer fram á að þingið heimiii stjórninni að taka hluti í félagiuu fyrir 100 þús. kr. og biður um 65 þús. kr. styrk fyrir árið 3 915. Ætlast til að ferðir hefjist með því ári. Hvítárbakkaskólinn. Sem svar upp á margar fyrirspurn- ir viðvíkjandi iýðháskólanum í Borg- arfirði, skal þetta tekið fram: Umsóknir til skóians séu komnar fyrir miðjan septenber. Skólaárið frá veturnóttum til sumarmáia; 2 árs- deildir með tveggja vetra nárni. — Stulkur gefa með sér 115 kr. en pilt- ar 135 krónur. Daglega' 6 kensiu- stundir (2 moð fyrirlestium og 4 með „kennaraskólakensluaðferð"). Kensiuna hafa 3 kennarar á hendi. Við kensl- una notað: kenslumyndir, eðlisfr.áhöld, efnafræðistilraunaáhöld, steinasafn, fuglshamir, þurkaðar jurtir, skelfiskar o. s. frv. — Bókasafu skólans um 1000 bindi og nemenda 365 bindi. Skólabús 3, bygð saman, 2 stein- stoypt og 1 úr timbri; þau lýst upp

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.