Suðurland


Suðurland - 26.07.1913, Blaðsíða 4

Suðurland - 26.07.1913, Blaðsíða 4
98 SUÐURLANt) Seglskipið „Yenus“ koin í dag hlaðið Rolum og maívöru. Von á ýrnsuni vörurn með dCölar á morgun. 26/ Kaupfélagið Ingólfur. Skilvindan Bíaboló kernur aftur í næsta mánuði. Eftirspurnin eylcst stöðugt. i s I 1 I l I 4 z 1 I I 1 Verslun lagnúsar fiunnarssonar frá Brú yar opnuð á Stokkseyri þann 14. ]>. m. Rai' fást flestar venjulegar verzlunarvörur, svo sem: MATVARA - TÓBAK - KAFFI - SVKUR EXPORT - LEIRVÖRUR - SKÓFATNAÐUR og ýmisleg Rramvara fádæma falleg! Vörurnar eru öldungis óvenjulega góðar og verðið fram- úrskarandi lágt. Allar íslenskar vörur teknar bísna háu verði. Ferðamenn og aðrir, sem eitthvað þurfa að verzla, gerðu rétt ef þeir litu inn i verzlunina. Reir munu verða gerðir þar ánægðir. Virðingarfyllst Stokkseyri 19. júní 1913 Magnús Gunnarsson. með karbitljósi frá 40 lampa gas- stöð. Námsgr.: Móðurmálið, íslend ingasaga, leikfimi og söngur, þjóðfélagshagfræði, náttúrufr. alm. saga, landafræði, líffæra- og heilsuíræði, stærðfræði, danska og enska (handa vel undir- búnum nemendum). Hvítárbakka 25/6 1913. Sigurður Pórólfsson. Eftirmæli. Hinn 13. maí s. 1. andaðist bænda- öldungurinn I'orgeir Pórðarson á Núp- um í Ölfusi, rúmlega 90 ára að aldri. Hann var fæddur á Ölfusvatni í Grafn- ingi í aprílmánuði 1823, sonur merk- ishjónanna, Þórðar Magnússonar og Guðrúnar Þorgeirsdóttur. Árið 1851 byrjaði hann búskap á Hagavík í sömu sveit og bjó þar í 7 ár. Frá Hagavík fluttust þau hjón að Núpum vorið 1855 (giftiqgarár þeirra) og bjuggu þau þar til vorið 1904. Hann lá rúmfastur rúm 7 síðustu árin, en hafði sjón og heyrn fram að því síð- asta. Hann kvæntist. 12. júní 1855 eftir- lifandi konu sinni, Guðríði Guðmunds- dóttur frá Reykjakoti. Reim varð 12 barna auðið, og eru 8 þeirra á lifi, öll mesta efnisfólk: Ingveldur, ekkja Sæmundar heit. frá Stakkavík, Guðrún, kona Róiðar bónda á Haga- vík, Rjóðbjórg, kona Magnúsar bónda á Villingavatni, Þórður, fyr bóndi á Saurbæ, nú í Hafnarfirði, Sólveig, kona Árna bónda í Hraunkoti, Kristín, bú- stýra í Lundakoti, Steinunn, kona Guðmundar bónda á Núpum, og Guð- björg, kona Rórðar bónda á Ölfus- vatni. Rorgeir sál. var maður hár vexti og karlmannlegur, enda var hann álitinn afburðamaður að afli á sínum fyrri árum, og virtist þeim, er hann þektu best, honum svipa í því efni til hinna fræknu fornmanna. Hann var starfs- og eljumaður við alla vinnu, enda, heilsugóður fram á síðustu ár, greindur vel, stiltur og gætinn í allri framgöngu, tryggur í lund og vinfast- ur — en vinavandur. Hannvarkát- ur og viðræðugóður heima að hitta, hann fylgdist vel með tímanum, þótt aldraður væri, í öllu því er hann sá að var til gagns og þjóðþriía. Porgeir sál. gerði sér mikið far um ala vel upp börn sín, og var kona hans honum samtaka í þvi, og auðn aðist þeim hjónum að sjá í ellinni það verk hafa vel hepnast. Heimili þeirra hjóna var öll þeirra búskaparár talið mesta sóma- og fyr- irmyndarheimili. Opinberum störfum gegndi hann, hi eppsnefndarmaður í nokkur ár fyrst eftir að þær hófust, og sáttasemjari var hann hér í hreppi um 40 ár og fórust honum þau störf eins og alt annað vel úr hendi. Óskandi að fóst- urjörðin ætti sér marga sonu honum lika. Hann var jarðsunginn aðKotströnd þann 24. maí við mikið fjölmenni. Blessuð sé minning þessa sæmdar- manns. J Ö. Frá útlöndum. Uitiiin i Ameriku var ákaflega mikill í byrjun þessa mánaðar. Marg- ir dóu af hita í New York og Chicago. Verkfall í París. íbyrjunþessa mánaðar gerðu 7800 bifreiða ökumenu verkfall í París. Rykir þeim of harðar regiur er nýlega voru settar um akst ur á götum borgarinnar. Verkfall i Leitk. Hafnarverk- fall hefir verið í Leith þennan mánuð, svo að skip urðu ekki afgreidd. Járn- brautarstjórarnir kváðust ekki geta staðið í skilum með sendingar. Lög regluliðið var aukið, því stundum hafa verið áflog og bardagar. Þetta kemur sér mjög illa fyrir íslendinga, því Leith er nærri eina höfnin á Bretlandi sem millilanda- skipin koma á. Má búast við slæm- um afleiðingum af verkfaliinu ef því linnir ekki bráðlega. Verkfall í Milano. Þai hafa verið verkföll öðru hvoru í alt vor. Fyrir skömmu lenti í áflogum milli vinnu- manna og verkfallsmanna. Lögregl- an varð að kaila herlið sér til hjálp ar. Var svo barist méð bareflum og hnífum og kastað grjóti. Nokkrir menn særðust. Forseti Bandarik jaiina hefir til kynt að hann ætli að leggja fram frumvarp um verslun og tolla i Banda- ríkjunum. Hann vill lækka tollana til að hleypa fjöri í versiunina. Yald bankanna vill harin takmarka og fá ríkinu eftirlit með þeim. Hann vill láta bankana hjálpa versluninni en ekki dvotna yfir henrii. Mikið flug. Frakkneskur maður, Brindejonc de Moulines, flaug frá París um Berlín til Warschau og Pét.ursborgar, þaðan til Reval og áfram yfir Eystrasalt, til Stokkhólms, og mun það vera lengsta flug yfir sjó. Síðan hélt hann áfram til Kaupmannahafn- ar, Hamborgar, Haag og Parísar. Hann var lOklst. frá Parístil Warschau og er sú vegalengd c. 1425 krn, eftir því hefði hann flogið vegalengdina héðan af Eyrarbakka til Reykjavíkur á tæpum 30 mín. Retta flaug hann í miklum stormi. í þessari ferð hefir hann fiogið lengra bæði yfir land og sjó en nokkurann- ar. Hann hefir einnig flogið hæst allra. Alstaðar var honum tekið með miklum fagnaðarlátum. Mannslát. Þann 3. f. m. lést merkisbóndinn Jón Sigurðsson í Ilöfn við Bakkafjöið, eftir iangvarandi sjúkdóm. Jón sál. var mörgum kunnur og öllum að góðu. Munu margir sunn- lenskir sjómenn við hann kannast. Um hann mátti með sanni segja: „þéttur á velli og þéttur í lund“, tFygglyndur og vinfastur sem fáir og sómi sveitar sinnar. (K.) lláðherrafníin jörðuð i dag. tíóður vcfstóll (með nýjum höfuld- um), oliuofu og liandvagn til sölu með góðu verði. Uppl. á prentsm. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónatansson, alþingism. Prentsmiðja Suðurlands. tSiann. Við undirritaðir bðnnum hórmeð öllum óviðkomandi inönnum allan umgang um Traustarshólma í Þjórsá án okkar leyfis. Verði banni þessu ekki sint, munum við leita réttar okkar á viðeigandi hátt. Stokkseyri og Eyrarbakka i júlí 1913 Ólafur Arnason. Einar Jónsson. i licstí þeim eg tapaði við Iþrótta- mótið að Þjórsártúni 28. (. m., kvað mark hans vera: heilrifa" hægra og hálftaf framan vinstra. Eins og áð- ur var auglýst, var hesturinn Ijós- jarpur með stórum síðutökum, ca. 12 —13 vetra gamall. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila honum gegn ríflegum fundarlaunum til garðyrkjum. Óskars Halldórssonar Klapparstíg 1 B. Reykjavík. Sá, sem hefir látið gulan hvolp elta sig frá Kolviðarhóli fyrir skömmu, er beðinn að skila honum þangað aftur. Eg þarf að fá aftur hið fyrsta hnakkvirkimeðstrigasetu, sem eg léði manni austur fyrir nokkru. Sigurður Daníelsson Kolviðarhól. Hvci* sem hefir hirt járnkarl neðan við hraunsnefið (fyrir neðan Lögberg) kringum þann 24. júní þ. á. skili hon- um það fyrsta til undinitaðs. Læk i Holtum. Jóhann Friðriksson. TAPAÐ — FUNDIÐ. Ný8Ílfurhúin svipa fundin áEyr- arbakka. Uppl. á prentsm. Nýr „pedall" af Hjóli, 2 rak- hnífabrýni í kassa hefir tapast. Skil- ist á prentsm. Suðurlands. Sjal fupdið milli Stokkseyrar og Eyrarbakka. Uppl. á prentsm. Sl. Fundist licíir í Svínahrauni svipa. Vitja' má á prentsmiðjuna og borga þessa atiglýsingu.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.