Suðurland


Suðurland - 30.08.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 30.08.1913, Blaðsíða 1
SUÐURLAN Alþýðublað og atvinnumála IV. árg. Eyrarbakka 30. ágúst 1913. Nr. 12. Suðurland kemur út einu sinni í viku, á laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj. Jón Jónatansson á Asgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósmiður Guðm. Ebenezerson og verzlm. JónAsbjörnsson (við verzl. Einarshöf'n). I Reykjavík Olafur Gíslason verslm. í Liverpool. Auglýsingar sendist í prent- smiðju Suðurlands, og kosta: kr. 1.50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 á hinum. 1*1 Stjórnarskrármálið. Stjórnarskrármálið er venjulegast eitt aí aðalmálum þingsins. Þingið 1911 afgreiddi það í fiumvarpsformi og var svo efnt til nýrra kosninga til að afgreiða það mál, að kahað var. Þoss var raunar lítil von að það hefði náð fram að ganga í sömu mynd, þó allir sömu þingmenn hefðu verið kosnir; svo sundurleitar skoð- anir voru uppi þá á þinginu. Og víst er það, að ekki snerust kosning- arnar sioustu um pao mai, nema ao litlu leyti. Hið nýkosna alþingi 1912 tók ekki málið fyrir, „bræðingurinn" sálaði leysti þorra þingmanna úr þeim vanda. Nú er bræðingurinn búinn, og því ekki lengur til fyrirstöðu að málið aé tekið til meðferðar. Það er og komið svo, að málið er komið inn á þing, svo sem getið er áður hér í blaðinu. Nefnd hefir haft málið til meðferðar, og hún heflr mí nýlega lagt fram álit sitt. í tilefni af því er hór minst á þetta mál. Þegar um annað eins mál er að ræða, eins og þetta er, þá spyrja menn eðlilega sjálfa sig, hversvegna að verið sé að hafa svona mikið fyr- ir þossu. Svarið verður víst ekki nema á einn veg, sem sé þann, að málið sé svo mikið nauðsynjamál. Hvað er það í þessu máli sem er þá svo bráðnauðsynlegt, að ekki þoli nokkurra ára bið? Er það ríkisráðs ákvæðið, afnám konungkjörinna þing- manna, rýmkun á kosningarréttinum, skilnaður ríkis og kirkju, fjölgun ráð herra? Hvað af þessu? Eða alt? Hvað segir þjóðin um þetta? Sum blöðin töldu það í fyrra ský lausa skyldu þingsins þá að afgreiða málið, en þá var bræðingurinn fyrir og nokkur von um að koma honuin á háborðið, siðan skyldi stjórnarskrá- in koma sem sjálfsögð afleiðing en hvorugt varð. EMngmálafundir í vor létu sór hægt um málið, og sam ^yktu sumir enda tillögur um aðtaka það ekki fyrir. Pingmenn, þrír að tölu, komu samt fiam með frumvarp á þinginu, og var sott sjö manna nefnd til að athuga það. Nefndin hólt 12 fundi og gerði ýmsar breytingstillögur við frumv. Ekki gat þó öll nefndin orð- ið ásátt um þessar tillögur, einn nefndarmaður (Bjarni frá Yogi) skarst alveg úr leik og kemur með aðrar tillögur, og þrir nefndarmenn aðrir skrifa undir nefndarálit meiri hlutans með fyrirvara. Þeir eru þá aðeins þvír og ekki helmingur nefndarmanna sem eru einlægir við álit meiri hlut- ans. Helstu atriðin sem nefndin gerir ráð fyrir að breytt verði frá því sem nú er, eru þessi: 1. Míkísráðsákvœðið. Par er ætl- ast til að fara nokkurn bug til sam- komulags við konung eða Dani. Það er mælt að konungur muni ekki staðfesta stjórnarskrána ef kipt sé burtu ríkisráðsákvæðinu. Þetta vill svo nefndin Ieysa með því að láta konung sjálfan ákveða hvar málin skuli lorin upp fyrir honum. Þar með er þá felt burtu það skýlausa lagaákvæði, að málin skuli borin upp fyrir kon ungi í ríkisráðinu og hvergi annar- staðar, en hinsvegar ekki með neinu tekið fyrir að þau verði borin þar upp ef konungur vill svo vera láta. Misamnniiiinn er ekki neeeta mikill og lítil likindi til að konungur geri sig ánægðan með þetta, ef hann er fast- ur á hinu. Og vinningurinn er held- ur ekki mikill á vora hlið, neraa því aðeins að tilgangurinn sé sá, að kippa íslenskum málum út úr rikisráðinu þegar oss þóknast; og það mun þó ekki vera. Danir munu vilja eiga rétt á að líta sem best eftir ísiensk- um málum, meðan þeir eiga til sak- ar að svara fyrir oss út á við. Ríkisráðsákvæðið er það atriðið sem viðkvæmast er í stjórnarskránni, og vandasamast við það að fást. 2. Ráðherrafjölgun. Þykir nefnd- inni rétt að þeim megi fjölga með einföldum lögum, og ef það veiður gert, að þá falli landritaraombættið niður. Þetta er víst nærii skoðun almennings, að nóg sé að hafa einn ráðherra fyrst um s;nn. 3. Afnám konungkjörimia þingmanna. Umboð þeirra falla niður er stjórnar- akipunarlögin nýju ganga í gildi. En þá skal kjósa 14 þingmfnn með hlut- fallskosningu í einu lagi um Iand alt og jafnmarga varamenn. Þarna er nefndin ekki á oinu máli, og þingið því síður. Mjög líklegt að skipun efri deildar verði málinu að falli í þinginu. 4. Kjörtímabilið. Til neðri deild ar 4 ár, en 8 ár til efri deildar; fer helmingur e. d. þingmanna frá 4. hvert ár. 5. Kosningarrétturinn. Hér kem- ur tillaga meiri hluta: „Kosningarrétt við óhlutbundnar kosningar til alþingis hafa karkir og konur, sem fædd eru hér á landi eða hata átt hér lögheimili síðastliðin 5 ár og eru 25 ára, er kosningin fer fram; þó getur enginn átt kosningar- rétt, nema hann hafi óflekkað mann orð, hafl verið heimilisfastur í kjör- dæminu 1 ár og sé fjár síns ráðandi, enda ekki í skuld fyrir þeginn sveita- styrk. Ennfremur eru þau skilyrði sett, að hinir nýju kjósendur, konur, og þeir karlmenn, er ekki hafa kosn- ingarétt samkvæmt stjórnarskipunar- lögunum frá 1903. fái ekki rétt þann, er hér ræðir um, öll í einu, heldur þannig, að þegar semja á alþingis- kjórskrá í næsta sinn eftir að lög þessi eru komin í gildi, skal setja á kjör- skrana þá nýju kjósendur eina, sem eru 40 ára eða eldri, og að öðru leyti fullnægja hinum almennu skil- yrðum til kosningarréttar. Næsta ár skal á sama hátt bæta við þeim nýj- um kjósendum, sem eru 39 ára, og svo framvegis, lækka aldursmarkið um eitt ár í hvert sinn, til þess er allir kjósendur/. konur sem karlar, hafa náð kosningarrétti svo sem seg- ir í upphafi þessarar greinar. Nú hafa hjón óskilinn fjárhag, og missir ekki konan kosningarrétt sinn fyrir því. Með sömu skilyrðum hafa karlar og konur, sem era 35 ára eða eldri, kosningarrétt til efri deildar. Að öðru leyti setja kosningarlög nánari reglur um kosningar og um það, i hverri röð varamenn skuli koma í stað aðalmanna í efri deild." 6. Kjörgengi. Tillaga meiri hlut- ans er hér: „Kjörgengur til neðri deildar al- þingis er hver sá, sem kosningarrétt á til deildarinnar; kjósa má samt þann mann, sem á heima utan kjör- dæmis eða hefir átt þar heima skem- ur en eitt ár. En heimilisfastur skal hann hafa verið á íslandi að minsta kosti síðasta árið áður en kosning fer fram. Kjörgengi tií efri deiJdar á hver sá, er kosningarrótt á til þeirr- ar deildar. Þeir dómendur, er hafa ekki um- boðsstörf á hendi, eru þó hvorki kjör- gengir til neðri né efti deildar." Þessi breyting nær þó ekki til þeirra, er nú skipa yflrréttinn eða eiga sæti á alþingi. 7. Þjóðkirkjan. Skilja má riki og kirkju með einföldum lögum. Þeir sem eigi heyra til neinum trúarflokki er viðurkendur sé í landinu, gjalda það til háskólans, sem þoim ella hefði borið að greiða til guðsdýtkim- ar. 8. I'ingrof. „Konungur gotur rof- ið neðri deild alþingis og skal þá stofnað til nýrra kosninga áður en tveir mánuðir séu liðnir frá því er hún er rofin og alþingi stefnt saman eigi siðar en næsta ár." Stæði þetta ákvæði í núgildandi stjórnarskrá, þá er Hklegt að það mundi Lýðskólinn í Bergstaðastr. 3, Reykjavík byrjar 1. vetrardag og slendur 6 mánuði. Fyrirkomulag svjpað og við útlenda lýðháskóla. Námsgreinar: íslenska, danska, enska, saga, landa- fiæði, náttúrufræði, reikningur, bók- færsla, söngur, handavinna. Nem- endur geta sjálfir valið um námsgr. Ekkert próf heimtað, en námsvottoið fá þeir nemendur, sem óska. Kenslu- gjaldið aðeins 25 kr. yfir allan tím- ann og minna yfir styttri tíma. Tungu- málin kend með stöðugum talæfing- um og ritæfingum. TJtanbæjamem. hjálpað til að útvega sór fæði og hús- næði. Umsóknir sendist sem fyrst til forstöðumanns Ism. Oestssonar Bergstaðastr. 3 Reykjavík. notað nú í sumar, eftir því sem fram hefir farið í neðri deild. Þetta eru helstu breytingarnar, sem meiri hluti nefndarinnar leggur til. Minni hlutinn (B. J.) er mörgum þeirra ósamþykkur, en sérstaklega þó þeim breytingum, sem meiri hlutinn vill gera á trumv. þrímenninganna. Mest telur hann sig þó móti takmörkun- inni, sem gerð er á kosningarréttin- um og öllu sem því fylgir. Þykir honum óþolandi að hinir nýju kjós- endur skuli eigi allir fá réttinn jafn- snemma, „en auðsætt að þetta er af handahófl gert, og mætti eins vel fara eftir gildleika eða hæð, eða eft- ir því hversu margar kartneglur menn hefði", segir í nefndaráhtinu. Meiri hlutinn, segir hann, muni óttast bylt- ingu af því hljótast, ef rýmkaður væri kosningarrétturinn í einu. Um þenn- an byltingarugg segir hann: „Eg hygg hann á engum rökum bygðan, því að öll þjóðin er jöfn að ætterni, gáfnafari og menning allri. Menn og konur alast upp saman, fá sömu mentun, lifa við sömu kjör og hafa sömu áhyggjuefni og áhugamál. Stéttamunur er enginn, því að af 5 bræðrum getur hér einn verið ráð- herra, annar bóndi, þriðji sjómaður, fjóiði skósmiður og fimti kaupmaður. Svo mætti halda áfram, en eg tel nægja að minna menn á þetta. Úr því málið er nú svo vaxið, þá er og auðsætt, að kosningarniðurstaðan verður hin sama, hvort sein alhr kjósa eða þeir einir, sem uú hafa réttinn. Þessvegna missir engiun neins í, þótt allir fái sjálfsagðan rétt sinn í oinu. Og þá er ekkert unnið við handahófsúthlutun meiri hlutans, en að sjálfsögðu mundi þuð valda megnri óánægju að skamta iéttinn

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.