Suðurland


Suðurland - 13.09.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 13.09.1913, Blaðsíða 2
54 SUÐURLA'ND XBXBXaXBXKHXBXBXBXliXilXlg| ló~~2o0 0 afslálíur — verður geflnn af öllum vetrar- SJÖLUM í haust. E n n f r e m u r: 20 % afsláttur af F a t a t a u u m og K j ó 1 a t a u u m ullar og hálfullar. Af öllum öðrum Yefnaðarvörum 10%. Lítið því fyrst inn þar, sem bezt borgar sig að kaupa alla Yefnaðarvöru en það er á v a 11 hjá VERZLUNIN BJÖRN KR1STJÁNSS0N I Kcykjavik. mxmxmmxmxmxmxmxmxm x ■ x B I 5 ■ i. X gætt, að venjulega fellur nokkuðj úr við framtal; óvíst hve mikið. Af þessu sést, að það er allmikið fé sem menn taka á þennan hátt upp úr moldinni. Og þó eru ekki nema fá ár síðan farið var að leggja stund á þessa vinnu fyrir alvöru, ef það er þá byrjað ennþá í öllum hér- uðum þar sem ástæður leyfa; um önnur er ekki að tala. Framförin í þessu efni er mjög lofsverð, og þó undarlega lítil, þegar á það er litið, hve ágætlega hún borgar sig. „Kál- garða“-ræktin svo nefnda er nú kom- in á þann rekspöl, að varla er hætt við að hún deyi út héðan af; hún er orðin að aukaatvinnu sera gefur góðan arð. Hitt er annað mál, hvort ekki mætti stunda hana með minni fyrirhöfn og fá þó eins góðan eða betri arð; út. í það verður ekki farið hér. Það sem hér verður athugað er það, hvort ekki megi færa út svið garðyrkjunni frá þeim þröngu tak- mörkum sem hún nú er. bundin. Það mun verða álitið að ekki sé bætandi á verkefni sveitafólksins, ekki fleira en það nú er orðið; síst af öllu beri að auka seinlegu vinnuna. Pað er heldur ekki tilgangurinn með þessum línum. Hann er miklu fremur sá, að benda á leið til að láta sér verða nokkuð meir úr tímanum og nokkru af því vinnuafli, sem nú kemur ekki að notum. Garðyrkjunni má skifta í tvent; matjurtarækt og skrautjurtarækt. Ear sem hér á eftir er talað um garð- yrkju, þá er átt við skrautplöntur og matjurtir, aðrar en rófur og kartöfl- ur; ræktun þeirra ætti að verða að akuryrkju. Garður með hinum nýju plöntum þarf ekki að vera stór í byrjun, ef vel gengur má stækka hann, ef illa gengur, þá er best að hafa eytt sem minstu til ónýtis. Til hvers á garðurinn að vera? Til gagns og prýðis. Hvert gagn er að slíkum garði? Æði margt! Hér koma nokkrar bendingar. Pað er talið eitt af meinum þjóð- ar vorrar, hvað margt er keypt frá útlöndum en fátt tekið á heimalandi. Það annað, hvað fæðan innlenda er einhæf og óblönduð, og þar af leið andi dýr og tormelt. Alkunn kenn- ing er það lika, að íslenskum bænda- lýð sé áfátt í áburðarhirðingu og notkun landsins. Alt er nú þetta fróðleikur að vísu, en „hægara er að kenna heilræðin enhaldaþau". Hér ætti garðyrkjan að hjáipa til. Við valið á garðstæðinu verður að gæta grant að öllum gróðrarskilyrð - um garðjurtanna. Er það gott um- hugSunarefni fyrir hvern jarðræktar- mann. Tilhögunin í garðinum reyn ir á smekkvísi, og er hvorttveggja gott að æfa. Garðurinn útheimtir áburð og haganlega meðferð hans; getur það gefið tilefni til umhugsun- ar um túnið. Auk þess tekur garð- urinn við ýmsum áburði sem tún- inu er ekki boðinn, og kemur þá að notum i garðinum í stað þess að vera arðlaus, eða verra en það. Mesta og mikilsverðasta umhyggju þurfa þó sjálfar jurtirnar hver fyrir sig, og sú fyrirhöfn borgar sig best af allri garð- vinnunni. Ágóðinn er auðsær hvernig sem á er litið. Nú, í sjálfri dýj tiðinni, er flutt inn í iandið þó nokkuð mikið af útlendum garðávöxtum, sem vel geta þrifist hér og lítið kostar að rækta; augiýsingarnar altaf í blöðun um öðru hvoru. Mundi eigi sæmra að reyna að ala þá í íslenskri moid og spara þannig fúiguna, sem fyrir þá gengur út úr landinu? Helst er það „heldra fólkið" sem kaupir þessa garðávexti og þykist gera góð kaup. Efnalitla fólkið neit- ar sér um þá, því það þekkir ekki gæði þeirra. Hér er gróðavonin tvö föld; fyrst að rækta jurtirnar sjálfur til eigin nota, og siðan aðskapainn- lent framboð á þeim; á því mundu allir græða, bæði framleiðendur og notendur. Gæði garðjurtanna eru margvísieg. Sjálfar eru þær allra hluta ódýiastar þegar þær eru ræktaðar heima, og sá kostur er ekki einskisverður. Þær eru ágætlega failnar til að blanda nieð okkar einhæfu inniendu fæðutegundir, og miklu holiari en margt af því sem keypt er frá útlöndum dýrum dómum ; sumar þeirra eru besta krydd. Því hefir verið haldið fram, að heilsufar fólksins fari síversnandi, og sé fæðinu um að kenna. Auðveid asta leiðin til að bæta fæðið er það, að blanda það sem best og vissast að hafa gát á hvað er sem látið er ofan í sig. Drifhvítir mjöipokar og dósir með gyltum miðum geta iitið nógu iaglega út, en hver sannprófar innihaldið? Hér er auðvitað átt við það, að flestar af auðræktuðustu jurtnnum só ræktað. En þó teknar sé aðeins sárfáár, sem enginn vandi er að rækta, þá er það mikil bót frá því sem nú er, ef rétt er valið. Hversu mikið kjöt mundi ekki þurrabúðarfólk cTappír og ritföng er nú orðið alkuunugt að hvergí eru hetri né ódýrari að fá en hjá Verzluniu Björn Kristjánsson. geta sparað sér á þennan hátt, eða þá sveitafólkið bætt fæði sitt. Hér er um verulega hagsmunavon að ræða, bæði sparnað og búdrýgindi. Fetta ætti að nægja til að sýna að fyiirhöfnin er ekki fyrir gíg. Hér kemur þó fleira til. Vinnan ei%svo hæg og vandalaus, að hana’ geta unriið örvasa fólk og böm, ' þegar búið er að koma garðinum af stað; mest af henni má vinna í ígripum sér til skemtunar. Fyrirhöfnin og kostnaðurinn er heist í því innifalin, að búa til garðinn í byi jun og afla sér plantna í hann; síðar rneir kem- ur alt eins og af sjálfu sér. Menn munu segja, að lítil prýði só að tómum káljurtum og laukum; látum það svo vera. Ekki bundið við þær einar til matar, enda meir en nóg til af skraufjurtum innlend- um og útlendum sem lítið kosta. Lít- ið aðeins í blómgarðana í Reykjavík! Skrautjui tirnar eru bæði stærri og smærii. Af þeim stærri leikur fólki mest hugur á að rækta trjáplönturn ar. Er vaknaður þó nokkur áhugi með það, og meir að segja gerðar nokkrar tilraunir með skógrækt á bersvæði. Hefir verið haft hátt, um það mál síðustu árin, en árangurinn stopull. Áhuginn á garðyrkjunni er miklu minni og árangurinn af skóg- ræktartilraunum heflr ekki oiðið til þess að örfa hann. í’að mun þó sannast á sínum tíma, að skógrækt- in verður aldrei almenn, þrátt fyrir skrif og skógræktardaga, fyr en þjóð- in hefir kynt sér vel eðlisfar jui tanna heima í görðunutn, og að því ágarð- yrkjan að styðja. fað stendur líka svo vel á að ræktun trjátegunda fer mætavel í görðum, eins þó í þeim sé maigar aðrar jurtir, skrautjuitir og nytjurtir. Eá er .garðurinn fegurstur þegar fjölbreyttastar tegundir eru í honum, ef tilhögunin er góð. Sumar tijátegundir geta bæði veiið til gagns og prýðis, og eru auðræktaðar um leið (t. d. ribs); allar gera þær skjól í garðinum Skrautgarður er mikils viiði fyrir heimilið. Piýðin og ánægj an sem hann veitir er margfalt meiri en það sem búðarglingur fær veitt. Blómin og trén þurfa stöðuga um- hyggju og nákvæmni, gefur það mikla og holla þekkingu á þörfum jurta yfirleitt, Sú þekking er næsta nauð synleg hverri þeirri þjóð, senr mest megnis liflr á jarðargróðanum. Sam- vistin við blómin vekur, betur en nokkuð, athygli á fegurð og marg- breytni náttúrunnar. Maðurinn lærir betur og betur að meta gildi mold arinnar, loftsins og Ijóssins. Vinnan veiður að nautn og heimaþúfan helg- ur staður. Það er harla andstætt að sveitafólkið skuli þurfa að leita að fögium og blómlegum görðum i kaup- stöðunum, Miklu eðlilegra væri að kaupstaðarfólkið þyrfti að bregða sér upp í sveit til að sjá þá. En alt heflr sínar orsakir, og þetta lika. Upp- haflega eiga garðarnir rót sína að rekja til útlanda, þar sem hlýrra er og frjósamara. Mentamenn, sem sest hafa að í kaupstöðunum, hafa byrjað á litlum bletti við húsið sitt og tek- ist vel; aðrir hafa svo tekið þetta eftir. í kaupstöðunum er fleira af fólki-sem heflr ráð á að afla sér slíkra þæginda. Að síðustu hefir skapast það álit, á görðunum, að það væri ekki nema fyrir höfðingja og ríki3fólk að hafa þá; bændafólk og fátækling- ar mættu okki bjóða sér slíkt. Kaup- staðirnir Akureyri og Reykjavík hafa svo orðið aðalból garðyrkjunnar til þessa. fað hjálpar nokkuð til að „heldra fólkið“ i kaupMöðunum not- ar meira grænmetið en aðrir; kann það því betur að meta garðinn. Þetta munu vera helstu ástæðurn- ar fyrir því að garðyrkjan er enn sem komið er ekki lengra komin en raun ber vitni. Nokkuð hefir þó verið skrif- að og skrafað um hana, og hefir til lítils komið. Henni er andmælt með ýmsu móti. Folk ber það fyrir að hún sé kostnaðarsöm og vandasöm mjög, en hvorugt er rétt. Hún er engu kostnaðarmeiri en trjáræktin, sein þó nokkrir hafa byrjað á siðustu árin. Það er líka borið fyrir að fólk kunni ekki að notfæra sér garðjurt- irnar, og mun það hafa meira við að styðjast. Matreiðslubækurnar íslensku tala ekki mikið um þær og þá er ekki í annað hús að venda, en hús- stjórnarnámsskeiðin. Liklega láta þau sig þetta skifta miklu, þar sem hér er um mikilsverða breytingu í matreiðslunni að ræða. En ef það er rétt að fólk sitji af sér gagnið og ánægjuna af görðunum fyrir það að það kann ekki að matbúa afurðirnar og heldur ekki að meta gildi þeirra, Þá verður það að lærast og það sem allra fyrst, Sú var tíðin, að fólk fyrirleit kartöflur, þetta breyttist þó, sem betur fór, og á sama hátt þarf hitt að breytast sem allra fyist. Vanþekkingin er hér versti þröskuld- urinn í vegi eins og víðar. Liklega verður vænlegasta ráðið að byrja á görðunum sem fyrst og rækta á þeim, einhver ráð gefast með að koma af- urðunum undan; þá koma dagar og þá koma ráð. Hér hefir verið leitast við að sýna lauslega fram á hversu nauðsynleg og auðveld iðja garðyrkjan er. En þó hún sé auðveld, þá verður hún ekki lærð af einni lélegri blaðagiein, það er heldur ekki ætlunin með þess- um linum. Bækur hafa veiið ritað- ar og gefnar út um þetta efni. Gróðra- stöðin í Reykjavík tekur árlega nokkra nemendur til kenslu. Má þar margt gott, læra í þessu efni. En ekki kemst gaiðyrkjan hröðum fetum út til al- mennings nema frekar sé aðgert. Fyrir hálfum öðrum áratug skrif- aði Jónas á Eiðum eitirfarandi orð: „Nú á síðari árum hefir verið rætt og ritað um að koma á skólaiðnaði,

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.