Suðurland


Suðurland - 13.09.1913, Blaðsíða 4

Suðurland - 13.09.1913, Blaðsíða 4
56 SUÐURLAND cJlRtýgjavinnustofu undir nafninu Kr. K. Eiiiarsson, hefi eg undirritaður sett á stofn á Lindargötu 84 (á móti Sláturhúsinu). Trygging fyrir, að vinna verði vel af hendi leyst, vona eg að þeir hafi, sem skiftu við mina vinnustofu áður. Virðingarfyllst Baldvin Éinarsson. aktýgjasmiður. yfirheyrslu, en á meðan á henni stóð laumaðist þjónninn útum glugga. Hann náðist þó síðar og hefir gert þá játningu sem vekur mikla athygli. Það kom upp úr kafinu að hann og tveir aðrir skrifstofuþjónar væru leigðir af forstjóra verzlunarinnar til að fremja þjófnaðinn, fyrir verzlunina (því hún stóð þá höllum fæti) til þess að hún fengi útborgaða ábyrgðarupp- hæðina, 250 þús. doli. Þetta tiltæki er nú að engu orðið, og lögreglan hefir handtekið forstöðu- mennipa og marga verzlunarþjóna, sem grunaðir eru um vitorð. Gimsteinarnir eru fundnir og geymd- ir hjá lögreglunni fyrst um sinn. (Eftir Börsen). Á víð og dreif. Gfæslustjóri Laiidsbaiikans, frá i. júlí 1914 — 1918, er kosinn Jón Gunnarsson samábyrgðarstjóri, í stað Jóns Ólafssonar. Yíirskoðuuarmaður landsrcikn- inganna eru kosnir Skúli Thorodd- sen og Eiríkur Briem (íæslustjóri Söfnunarsjóðsins kosinn Júl. Havsteen fyrv. amtm. Ráðlicrrann hefir fengið stórkross St. Ólafsorðunnar norsku. Stcfán skólamcistari er orðinn riddari af Dannebrog. Orgelgjafir. Jóhann kaupmaður Jóhannesson hefir gefið geðveikrahæl inu á Kleppi nýtt orgel; áður hefir liann gefið Vifilsstaðahælinu orgei. Bað er fallega hugsað og rausnariega gert. Haft er eftir honum að liklega muni ekki stofnuð fleiri líknarhæli á landi hér í hans tíð, en hann geti gefið orgel til, ef þörf gerist. Eulltrúi Stúdentafélagsins, til að mæta á aldarafmæli norska stúd eutafél. í Kristjaníu 1 —5 okótbr. er kosinn Benedikt Sveinsson ritstjóii. Standmynd Kristjáns kouungs IX. er komin til Reykjavikur; hún er úr eir, og gerð af Einari fráGaltafelli. Kyikinyndir frá íslandi, teknar 1907, hafa verið sýndar í Reykjavík í sumar. Skip brcnnur. Mótorskip „Ágúst1' á vegum Brillouins, brann nýlega skamt frá landi í Ólafsvik. Skipverj- ar björguðust með naumindum. iiátur sökkáFaxaflóa fyrir nokkru, hlaðinn heyi. Sigurður Jónsson í Görðunum átti bát og farm. Menn björguðust allir. Síldarafii fyrir Norðurlandi hefir orðið í góðu meðallagi í sumar; þó nokkuð misjafn. Verðið á sildinni ágætt um þessar mundir. Verkalaun á Akureyri 40 aur. um klst. meðan veiðitíminn stóð, kaupamenn við slatt fengu 18 kr. um vikuna auk fæðis. Nokkur síld veiddist við ísafjörð um t.íma í sumar. Smokkvciði var byrjuð nyrðra fyrir 3 vikum. trjú sildarveiðaskip voru sekt uð á Eyjafirði í sumar, um samtals 1300 kr. og gerð upptæk veiðarfæri á einu þeirra; þau voru seld fyrir 1970 kr. Selveiði. Meðan ísinn lá upp við Grímsey í sumar, fóru bátar af Svarf aðardal og Siglufirði fram að honum og skutu þar seli. Þorsteinn Jónsson fékk t. d. 7 seli væna. „Norðri". Hákarlaveiðar Eyfirðinga mis- heppnuðust í vor. Fer sá útvegur minkandi. Eppreisn í Kina. Þar hefir alt verið í uppnámi í alt sumar. Upp reisnarherinn hefir vaðið uppi og unn- ið mörg hryðjuverk. Stjórnin hefir gengið röggsamlega fram í: að kæfa uppreisnina og hefir ýmsum veitt betur. Þykir enn eigi útséð um hversu fara muni um það er Jýkur. ------O^Oo-O--- Eftirmæli. Þann 22. janúar síðastliðinn and- aðist að heimili sínu Arnarbæli í Grímsnesi, bóndinn Stefán Jónsson, eftir langvarandi fleiri ára sjúkdóm. Hann var fæddur að Arnarbæli 1. des. )864 og var sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar og Sigríðar Stefánsdóttur prests frá Felli í Mýrdal. Hann misti föður sinn á unga aldri, en móðir hans giftist sköminu síðar í annað sinn Bjarna Ögmundssyni frá Odd- geirshólum, sem reyndist stjúpbörn- um sínum sem besti faðir. Stefán sál óist þar upp og tók síðar við bús forráðum af þeim móður sinni og stjúpföður fyrir 14 árum og gikk þá að eiga eftirlifandi ekkju sína Þóru Jónsdóttur frá Álfsstöðum á Skeiðum sem stundaði mann sinn í veikindun- um með stakri alúð og umhyggju. Þau eignuðust 5 börn og eru 4 á lifi. Son átti Stefán sál áður en hann giftist, er hann nú uin tvítugt, efnis- maður, sem aðstoðar búið bjá stjúp- móður sinni. Heimili þeirra hjóna Bjarna Ög- mundssonar og Sigríðar Stefánsdóttur var allatíð talið hið mesta starfs- og myndarheimili, enda hafði Stefán sál tekið sér starfsemi, dugnað og ráð- deild í arf frá æskuárunum; sást það brátt að maðurinn var hagsýnn og vel gefinn. Strax á sínum fyrstu búskaparárum tók hann til að húsa bæ sinn og byggja fénaðarhús og hoy- hús, girða og slétta túnið og bæta jörðina á allan hátt, var þó leiguliði til þess er hann keypti jörðina á síð- ustu árum. Það var því mikill manuskaði við fráfall Stefáns sál, ekki einungis fyrir heiinili hans heldur og fyrir sveitar- félagið, að hann dó á besta þroska- skeiði, því maðurinn var stjórnsamur og góður heimilis faðir og besta sveit- arstoð. Hann var stiltur, 'hreinskil- inn og trygglyndur. c^afiió oftir! Ferðamciiii geta eins að iiiidan- förnu fengið gistingu fyrir sig og hesta sína á Laugavcg nr. 70 Rvík. Talsími 142. Menn snúi sér til Þorgríms Guðmundssonar sama stað. Allir þeir, sem þektu Stefán sál vel, sakna við fráfall hans, finna að hér vantar dugandi og góðan dreng í skarðið eftir hann. 2X5. Prcstur fær sekt fyrlr stólræðu. Prestur einu á Jótlandi, Nielsen að nafni, var sektaður i vor um 20 kr. og 30 kr. í málskostnað fyrir ummæli sín í stólnum um börn eins kaup manns í sókninni. Pótti honum at- hugavert athæfi þeirra, og fékk svo þetta fyrir umvöndunina. ------0<K>.0 —r-- Dísilofn. Danskur kaupmaður, Hj. Svendsen, hefir fundið upp ofna- lag, sem hann kallar Dísilofn. Brenn- ir nýi ofninn jarðolíu og vatni á sama hátt og dísilmótorarnir, og fram- leiðir mikinn og ódýran hita. Aðal- áhaldið má setja í venjulega ofna og kostar nokkrar krónur. (Eftir „Riget"). ---------------- rláksliöfn scld. Þorl. Guð- mundsson hefir nýlega selt Þorláks höfn félagi einu fyrir 160 þús. kr. að sögn. Formaður télagsins er P. I. Thorstoinsson, áður á Bildudal. Frá alþingi. Alþingi slitið i dag eftir nærri 11 vikna setu. Stærstu málin, sem afgreidd eru frá þinginu, eru: 1. Stjbrnarskráin, í þeirri mynd sem hún kom frá n. d. Helstu breyting- ar frá því sem er: Konur fá kosn ingarrótt, konungkjörnir þingmenn afnumdir, en í þeirra stað kosnir 6 monn með hlutfallskosningu til e. d., ríkisráðsákvæðið numið burt, ríki og kirkju iná skilja með lögum, ráðhorr- um má fjölga o. fl. o. fl. 2. Strandferðafrumv. 3. Landskiftalögin. 4. Girðingal. 5. Hallœrisvarnalög. 6. Veðdeildarlög. 7. Fjárlógin sjálfsögðu með 316 þús. kr. tekjuhalla. 8. Bannlagabreyting. 9. Hagstofa. 10. Landhelgissjóður. Alls hefir þingið afgreitt 32 þing mannafrumv. og um 20 stjórnarfrum- vörp af 34 er lögð voru fram. Með mei kustu frumv. er fallið hafa má telja launafrumvörpin marg um- töluðu, skattafrumvörpin og öll Þau frumv. er stóðu í sambandi við þau. Eiin og sést af þossu, hefir starf þingsins snúist um samgöngumál, Með’þessu blaðí læt eg af rit- stjórn „Suðurlands", en vera má að eg eigi oiiii um stund nokkurn þátt í nafnlausum greinum, sein kunna að koma út i þvi. Páll Bjarnason. fjármál og svo stjórnarskrána; sum- ir bæta stjórnarskiftabraski við. Leiðrétt. í greininni „Frá Spitz- bergen" í 10. tbl. Suðurl. stendur: „því á öðrum tíma er til trafala"; á að vera: „því á öðrum tíma árs er ís til trafala". Barnakennara vantar í Ilraungerðishrepp í vetur. Menn gefi sig sem fyrst fram við undirritaðan. Hraungerði 10. sept. 1913 Ól. Sæmundsson. ************* Atvinna í boði! Duglegur maður og áreiðan- legur óskast í haust til að fara bókasöluferðir, með ýmsar góð- ar og ódýrar bækur. Lysthafendur snúi sér til Afgreiðslu Suðurlands Eyrarbakka. skilvísir kaupendur Suður- lands, sem ekki hafafeng- ið kaupbætisbækurnar, eru vinsamlegast beðnir að vitja þeirra eða láta vitja á prentsmiðjuna. Nýir kaupendur fá þær uin leið og þeir borga blaðið. Kaupendur beðnir að gjöra vart við sig á prentsmiðjuna og taka blöð sín, sórstaklega væri æskilegt að þeir sem næst búa, vildu vitja blaðsins sjálfil’ þegar þeir eru á ferð. Munið eftir að borga Suðurland í haust, þægilegast í haustkauptíðinni. Þeir sem skifta um heimili, ættu að gera afgreiðslurini aðvart, ella verður utanáskrift ekki breytt. Segið til vanskila, úr Þeim verður bætt svo sem unt er. Tapast liclir á veginum frá Rvík austur í Grímsnes olíukápa og slig- vélaskór, umbúið i poka. Óskast skilað gegn fundarlaunum að Tryggvaskála eða Klausturhólum í Grimsnesi. Orgel óskast til Jeigu. Uppl. á prentsm. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónatansson, alþingism. Prentsmiðja Suðurlands.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.