Suðurland


Suðurland - 20.09.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 20.09.1913, Blaðsíða 2
58 SUÐURI.AND c^appír og ritföng er nú orðið alkunnugt að hvcrgi cru hctri 116 ódýrari að fá en hjá Verzlunin Björn Kristjánsson. um þingsins eiga kjósendur að byggja dóm sinn, en ekki á hviksögum eða gaspri hinna og þessara angurgapa, sem aldrei nenna að leggja á sig þá fyrirhöfn, að hugsa af nokkuri alvöru um almenningsmál. Nýjar kosningar. Af samþykt sfjórnarskrárinnar leið- ir það, að leysa verður upp þingið og boða til nýrra kosninga.* -Enn er óvíst hvenær þessar kosningar fara fram, en ekki er ólíklegt að þær verði látnar fara fram í febrúarmánuði í vetur; er það hentasti tíminn, að minsta kosti fyrir alla sjómenn, en þeir mundu lítið geta neytt kosning- arréttar síns ef kosið væri í maí- mánuði, eins og við var búist af ýms- um. Að vísu getur svo viljað til, að veður og færð geri kjörfundarhald ómögulegt sumstaðar til sveita, en úr því mætti bæta með því að boða fund á ný. Annars mun ekkert fullráðið um þetta ennþá, en verður væntanlega skömmu eítir að ráðherra er kominn á konungsfund, en hann fer utan nú um mánaðarmótin. Flokkaskipun á þingi. varð í þinglokin óbreytt frá því sem verið hafði mestan hluta þingtímans eítir að Sambandsflokkurinn klofnaði. Bændaflokkurinn gengur nú til kosn- inga sem sjálfstæður stjórnmálaflokk- ur; munu aðalatriðin úr stefnuskrá hans birt hér í blaðinu bráðlega. Það er í fyrsta sinn að slíkur flokk- ur, flokkur alþýðunnar, gengur til kosninga hér útaf fyrir sig, og gefur nú raun vitni við næstu kosningar, hve ant alþýðunni er um að gæta hagsmunasinna, og að fækkaembætta- liðinu á þingi. Þesssi ílokkur vill öðrum framar styðja til kosninga bændur og aðra alþýðumenn, sem fylgja vilja stefnu- skrá hans. Pað stóð í einhverju höfuðstaðar- blaðinu í sumar, eftir einhverjum góðgjörnum náunga, einhver ummæli um það, upp úr hvaða embættisvasa sá flokkur mundi standa í þiriglokin. Pessum og öðrum herrum, er líkt hafa hugsað, er óhætt að treysta því, að þessi „embættisvasi" erekkisaum- aður enn. —----------- Fá orð um vatnið í jarðveginum og mýraræktina á Jaðri í Noregi. Enda þó allmikið hafi verið skrif- að um vatnið í jörðinni og verkanir þess, vil eg leifa mér að segja nokk- ur orð um það, sökum þess að eg er viss um að því er of lítill gaumur gefinn hjá oss, enn sem komið er. Verkanir vatnsins á jarðveginn eru tvennskonar og algjörlega ólíkar, hoilar eða óhollar, jurtum þeim er vaxa í hinum mismunandi jarðvegi. Eins og vér vitum er vatnið nær- ingarefni jurtanna og það leysir í sundur önnur efni og fiytur þau með sér; það eru því einskonar flutninga- færi, sem jurtirnar geta als ekki án verið. Pó er nauðsynlegt að iosa jarðveginn við það vatn, sem jurtirnar þurfa ekki til eigin nota, þetta er gert með framræslu þ. e. með opn- um skurðum eða lokuðum, sem leiða vatnið burtu. Á þennan hátt leiðist þó ekki alt vatn burt úr jarðveginum. Jörðin sjálf er samansettur líkami af mörg- um efnum, sem hefir þann eiginleika að geta dregið til sin mikið vatn og haldið því í sér. Þessi eiginleiki kall- ast „Hárpípuaíl" og kernur af því að það er aðdráttarafl milli vatnsins og hinna finu hólfa í sjálfri jörðunni. Vér geturn líkt jörðunm við svampi hann hefir mörg smáhólf og þegar vér dýfum honum í vatn drckkur hann það í sig, þangað til hann get ur ekki haldið meiru, þá rennur úr honum aftur. Hann hefir þvi fengið meira vatn en hann getur ráðið við. Þannig er það með jarðveginn; fái hann meira vatn en liann getur haldið í sér, rennur það burtu, svo framarlega að ekkert hindrar það. Pað vatn sem af hárpípuaflinu helst í jörðunni er mjög hægfara og getur ekki runnið burtu í skurðum oða lok- ræsum, heldur aðeins við notkun jurtanna og uppgufun. Það vatn aftur á móti, sem sígur niður í jörðina og sest þar fyrir, eða liggur á yfirborðinu, er það, sem skurðir og lokræsi leiða í burtu. Þetta vatn sígur nú ekki jafnört í gegnum öll jarðlög. Fijótast rennur það í gegnum sandjörð, miklu hægar um moldarjörð, en allra hægast og jafn- vel alls ekki um leirjörð. Bað er því moldar og einkum leirjörðin, sem oft er nauðsynlegt að ræsa. Hvaða áhrif hefir svo hið ofmikla vatn á jarðveginn? 1. Það útilykur loftið frá að verka á jörðina, því sjálft fyllir það allar holur í jarðveginum. Það hindrar molnun og rotnun, sem hefir svo mikla þýðing fyrir jaiðargróðurinn. í staðinn fyrir jurtanæringu, myndast jurtaeitur. Áburðurinn getur ekki orðið jurtunum að notum, en verður gagnslaus eða skolast burtu. 2. Fað gerir jörðina kalda og graslendið viðkvæmt fyrir frosti. Rak- lend jörð hitnar seint en kólnar fljótt. Jurtirnar vaxa seinna en í vel þurr- um jarðvegi, sá mismunur getur verið 14 dagar eða meira. líxaxaxmxmxmxmmxmxmxmxmxmxm ló~~2ó0 0 afsiáttur || y verður gefinn af öllurn vetrar- SJÖLUM X m x m x x n I H X 5 í haust. Ennfremur: 20 <*/o afsláttur af F a t a t a u u m og K j ó 1 a t a u u m ullar og hálfullar. Af öllum öðrum Yefiiaðarvðrum tO°/0. Lítið því fyrst inn þar, sem bezt borgar sig að kaupa alla Vefnaðarvöru en það er ávalt hjá VERZLUNIN BJÖRN KR1STJÁNSS0N I Reykjavik. raxoxoxBxaxBXMXBxnxHX ■XIXM 3. Það hindrar jurtaræturnar í að dreyfa sér um jarðveginn af þvíjörð- in er súr og samfeld, einkum leirjörðin. í hæfilega þurri jörð er rótargrein- ingin best. í þurkum er þessi jörð einnig ver komin, því að þá sígur vat-nið svo djúpt að jurtaræturnar ná ekki til þess. 4. Það hindrar og seinkar vinn- unni. Vot jörð frýs fyr en þur og frostið gengur dýpra niður og þiðnar því seinna. Vinnutíminn verður styttri og krefur þarafleiðandi meiri vinnu- kraft. 5. íúoski jurtagróðans verður minni af því ræturnar þvingast í hinni köldu og súru jörð, o. s. frv. Nytsemi framræslunnar er því í sem fæstum orðum þessi: Loftið fær greiðari aðgang í jörð- ina. Jarðtegundirnar blandast betur saman. Áburðurinn blandast fyr og betur í jurtanæringu. Oholl efni breytast í gagnleg efni. Jorðin verður heitari og efnabreytingin örari, og arðargróðurinn meiri og betri og ekki eins viðkvæmur fyrir frosti og sjúk- dórnum. Eðliseiginleikar jarðvegsins batna. Vinnan verður auðveldaii og vinnutiminn lengist. Næringargildi urtanna eykst. Þetta er þá í fám orðum þýðing framræslunnar og gefur manni hug- mynd um að hún sé ekki svo litil, þar sem um ofmikið vatn er að ræða. Eftir landshagsskýrslum vorum árið 1911, hefir á öllu landinu verið gerðir opnir skurðir nálega 35888 íaðmar. Lokuð steinræú 3265 faðm. Pípuræsi 179 faðm. og torfræ3i 81 faðm. Ef vér tökum einstakar sýslur og athugum, verður mismunur allmikill, t. d. skal eg benda á Arnessýslu og Rangárvallasýslu. í þeim er að vísu gert allmikið að skurða gjörð, opnum skurðum, og mun mikið af þeim vera áveituskurðir og er ekkert við þá að athuga, í sambandi við það, sem hér er um að ræða. En af lokuðum skurðum hefir ekki verið gerður einn einasti faðmur og þykir mér það all undarlegt, því ekki er nú þurviðra- samara á þessu svæði en annarsslaðar á landinu. Öll önnur héruð hafa sýnt ofurlítinn lit á því. petta er þýðingarmikið atriði og verðskuldar að það sé athugað nánar en gert hefir verið og ætla eg þvi í fám orðum að mimiast ofurlitið á lokræsluna. En að þessu sinni brest ur mig tíma til að gera það svo rækilega sem þörf er á, og í öðru lagi ómögulegt í stuttri blaðagrein. Hið óholla vatn getum vér sagt að komi fram í þrem myndum, sem yfirborðsvatn, uppsprettu og neðan- svarðarvatn. Yfirboiðsvatn er annaðhvort kyr- stöðuvatn eða rennandi vatn og hefir komið eftir regn, að snjór hafi bráðn- að, eða það hefir runnið frá hærra liggjandi stöðum. Pað inniheldur sjald- an skaðleg efni, en oft nokkuð af aur og leðju, sem er jarðbætandi. Skaðlegt gotur það verið að því leyti að það kælir jörðina og flytur moð sér áburð- inn, einnig við að síga niður í jörð- ina og setjast þar fyrir sem neðan- svarðar vatn. Petta vatn ætti því að vera auðveit að leiða í burt.u án þess það gerði verulegt tjón. Uppsprettuvatnið kemur á þann hátt, að það hefir sígið í gegnum hin lausari jarðlög á þeim stöðum er hærra liggja, þar til að það mætir hindrun, klöpp eða þéttu leirlagi, sem knýr það upp aftur, það rennur þá fram sem uppspretta eða myndar dýjavætu í kringum sig. Uppsprettuvatnið komur venjuleg- ast fyrir í sandjörð, som liggur við rætur hæða eða fjalla. Petta vatn er venjulega mjög kalt af því það hefir verið langt niðri í jörðinni, hin- ar skaðlegu verkanir þess eru því auðsæjar. Pað er ekki ávalt svo auðvelt að leiða í burtu, og kemur þar til æfing og útsjón, að ræsa þann- ig, að tekið sé fyrir allar æðar sem eru í jarðveginum. Neðansvarðarvatnið hefirþann sama uppruna og uppsprettan, en í staðinn fyrir að koma upp sest það fyrir hærra eða dýpra í jörðinni og mynd- ar þar samhengi á m9Íra eða minna svæði. Yfiiborðið getur litið allvel út. fyrir þeim sem ekki hefir veitt því neina eítirtekt, og getur oft verið all ilt að sjá hvernig það liggur, en af útliti yfirborðsins má þó sjá það, t. d. útlit jaiðvegsins eftir regn og þurk. Eftir mikið regn stendur vatnið lengi í lægðunum, jörðin er blaut. En í langvarandi þurkum verður hún hörð og með smásprungum, sumstaðar myndast dökkir og r&kir blettir. Einn- ig sýnir jurtagróðurinn glöggt hvar neðansvarðarvatn stendur. Enginn efi er á því, að öll þessi misbrygði vatnsins höfum vér dag- lega fyrir augum, og fleiri þó. í sambandi við þetta má nefna þúf- urnar okkar, hversu mikinn þátt hið ofmikla vatn á í því að mynda þær,

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.